Alþýðublaðið - 15.02.1989, Page 5

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Page 5
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 5 Benedikt Gröndal skrifar Japan hefur á skömmum tíma orðiö annað mesta efnahags- veldi jarðarinnar og fleiri Asíuríki fylgja i kjölfarið. Er nú full- yrt, að „Öld Asíu“ sé að renna upp, rétt eins og tími Evrópu- bandalagsins nálgast. islendingar hafa brugðist fljótt við og komið á mikilli versl- un, aðallega við Japan. Við seljum um 10% útflutningsins og kaupum um 15% innflutningsins frá Asíu, fyrst og fremst Japan, en einnig Taiwan, Suður-Kóreu og fleiri löndum. Inn- flutningur er mikill frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu, þar sem búa 3—5.000 íslendingar. í heild er þetta verslun fyrir 10—15 milljarða. Asíu-Kyrrahafssvæðið er fjórð- ungur jarðar með l.500 milljónir íbúa. Þar eru miklar menningar- þjóðir, sem standa á gömlum merg, stóðu tæknilega fremstar á jörðinni um það bil, sem ísland var byggt. Þarna verða miklir markaðir, til dæmis fyrir fiskitæki og -tækni í framtíðinni, og ferðalög Islendinga i austurveg vaxa hröðum skrefum. Þarna geta íslendingar fengið fjár- magn til uppbyggingar og þarna kaupa þeir 60% af bílum sínum. Getur samband við þennan heim ekki minna verið en einn ferða- sendiherra, en jafnvel þar eru ráða- menn nú að skera niður við trog. Hlutverk heimasendiherra í Asíu-Kyrrahafslöndum Enda þótt langmestum tíma hafi verið varið í markaðsstörf er það aðeins hluti af stærra verkefni: Að móta samskipti Islendinga við Asíu-Kyrrahafssvæðið, sem er að verða ráðandi afl í efnahagsmálum jarðarinnar. Eins og breska heimsveldið var ráðandi á 19. öld og Bandaríkin á þeirri 20. er spáð að Asíu-Kyrra- hafssvæðið verði ráðandi á 21. öld. Japan eitt er þegar orðin fjórða mesta viðskiptaþjóð íslendinga, og fylgja á eftir mannleg og menning- arleg tengsl. í litlum heimi, sem reynir að tryggja frið og koma samskiptum ríkja skipulega fyrir i alþjóða stofn- unum, skipta pólitísk sambönd miklu máli. Dæmi: Suður-Kórea talar við íslendinga um aðild að OECD, af því að íslenskur ráðherra Benedikt Gröndal sendiherra ræðir við II Peng forsætisráðherra Kina i Bejing. Hjónin Heidi og Benedikt Gröndal ræða við George Bush forseta Bandaríkjanna i sendiráði Bandarikjanna í Stokkhólmi. er þar formaður í ár. Indónesar og íslendingar vinna saman gegn víg- búnaði i höfunum innan SÞ. íslend- ingar og Japanir standa saman í hvalamálum. Ástraliumenn biðja um samstarf til að vinna gegn inn- flutningshöftum. Kínverjar ástunda góða sambúð með tíðum heimsóknum til Islands. Japanir eru meðeigendur stóriðju á íslandi og íslendingar vilja fá meira fjár- magn. Þannig mætti lengi telja. Hundruð íslendinga eru búsett í Ástralíu og megi dæma eftir fyrir- spurnum til sendiráðsins er hér mikill áhugi á landi andfætling- anna. Ferðamenn fara í vaxandi straumi til Asíu, mest til Thailands. Farþegaflug milli íslands og Japan er á næsta leiti, fragtflug hafið. Niðurstöður Fyrstu niðurstöður sendiherra um, hvað íslendingar þurfi að gera til að styrkja samband sitt við þenn- an mikla nýja markað, eru þessar: 1. Setja upp sendiráð í Japan. 2. Gera sérstakt átak til að fá fleiri Islendinga til að læra tungumál Asíu, fyrst og fremst japönsku og kínverskp. 3. Geraátaktilaðdreifaupplýsing- • Nýlega voru 50 ár liðin síðan Benedikt Gröndal skrifaði fyrstu greinar sínar í Alþýðublaðið. Hann var þá 14 ára og samdi frétta- pistla um frjálsar íþróttir. í framhaldi af því varð hann blaðamað- ur, fréttastjóri og pólitlskur ritstjóri og hafði alla tíð náið sam- starf við blaðið sem alþingismaður, ráðherra og formaður Al- þýðuflokksins 1974—80. Benedikt hætti þátttöku í pólitík 1982 og gerðist sendiherra í Stokkhólmi, þar sem hann sat fimm ár. í lok 1987 flutti hann aftur heim og varð sendiherra íslands í Kína, Kóreu, Japan, Thailandi, Indónesíu og Ástralíu með aðsetri í Reykjavík, svokallaður heimasendiherra. í meðfylgjandi frásögn segir Benedikt frá því, hvaða þýðingu þetta sendiherrastarf í Austurlöndum hefur fyrir ísland. "TóÁ arilum um ísland í bókasöfn og skóla í Asíu-Kyrrahafslöndum. Gefa út upplýsingarit á tungumál- um þessara landa. 4. Hvetja og aðstoða þá háskóla, sem kenna íslensku (í Ástralíu og Japan). Stofna kennarastöðu í austurlandamálum við Háskóla ís- lands, ef unnt er í samvinnu við Japani. 5. Stuðla að beinu farþegaflugi og vinna að gagnkvæmum straumi ferðamanna. Japanir eru miklir ferðamenn og mætti fá meira af þeim til íslands. Viðskiptin veigamest Útflutningur íslenskra afurða hefur verið veigamesta verkefni sendiherra í embættisferðum og heima. Urn það cr i stuttu máli eftir- farandi að segja úr síðustu ferð: Japan: Rætt hefur verið við innflytjendur fisks og fengnar ábendingar um, hvernig bæta megi sölustarfið. Þótti þeim skorta upp- lýsingastreymi til íslands og meira átak til að selja fleiri sjávarafurðir en þær, sem fyrst komu, þrátt fyrir mikinn dugnað. Sendar voru heim upplýsingar um fiskflutninga til Japan með flugvélum. Fyrir utan fisk, kísilgúr o.fl. ætti að vera markaður í Japan fyrir vél- ar og tæki til veiða og vinnslu, og var gerð undirbúningskönnun á því. Heimsótt var umboðsfyrirtæki fyrir íslenskar ullarvörur o.fl. Loks var rætt um viðskipti við utanríkis- ráðuneytið, sem lýsti yfir, að jap- anska stjórnin væri ánægð með innflutninginn frá íslandi og vænti þess að hann héldi áfram að aukast. Mörg önnur mál voru athuguð í Japan, flugsantgöngur, hvalveiðar, jarðhitamál, ferðamennska og fleira. Menningarsamband er lítið en vaxandi og þarf a§ auka það. ís- lendinga skortir lleira fólk, sem tal- ar japönsku, og þyrfti að gera sér- stakar ráðstafanir til að ráða bót á því. Kina: Viðskipti við Kínverja eru annar handleggur. Þeir eru þriðja mesta fiskveiðiþjóð á jörðinni með um 8 milljónir lesta, sem fara nær allar til eigin neyslu. Veiðar og vinnsla eru að mestu frumstæð hvað tækjakost snertir. Hlýtur þeim smám saman næstu áratugi að verða komið í nútimalegt horf, og myndast þá mikill markaður fyrir tæki og tækni, þar sem íslendingar gætu fengið veruleg verkefni. Þess vegna er rétt að fylgjast með fisk- veiðimálum í Kína og efnahagsmál- um þar almennt. Allmikill jarðhiti er í landinu og Uefur verið nokkurt samstarf við Kínverja á því sviði. Orkuráðherrar beggja ríkja hafa heimsótt hitt, og fór Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra i heimsókn vorið 1988. Vís- indamenn hafa einnig verið eystra o'g liggja fyrir verkcfni, sem Kín- verjar hafa áhuga á. En þá skortir gjaldeyri og við getum ekki fjár- magnað rannsóknir og hitaveitur. Á þessu sviði eru miklir möguleikar, en bíða hagstæðari efnahags- ástands. Suður-Kórea er 7. mesta fisk- veiðiþjóðin með 3 milljónir lesta í afla. Þar eru miklir möguleikar á fisksölu, og ræddi sendiherra við æðstu menn sjávarútvegsmála, sem telja að innilutningur fiskafurða muni aukast næstu ár. Einnig var rætt við nokkur stórútgerðarfyrir- tæki, sent höfðu jafnvel keypt ís- lenskan fisk frá Japan ti! vinnslu. Sendiherra aflaði upplýsinga um yfir 100 útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki, sem kunna að vilja flytja inn fisk, og sendi íslenskum aðil- uni, sem selja sjávarafurðir á Asíu- markaði. . Sendiherra fann fyrirtæki, sem

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.