Alþýðublaðið - 15.02.1989, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Síða 3
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 3 FRÉTTASKÝRING FELLUR STJÓRNIN Á LÁNSFJÁRLÖGUNUM? Talið er líklegt að hluti Borgaraflokksins bjargi frumvörpunum um efnahagsráðstafan- ir auk bráðabirgðalaganna i gegnum neðri deild, en á morgun ræðst hvort flokkurinn leggur til að lánsfjárlögin verði felld. Nú styttist óðum sá tími sem ríkisstjórnin hefur til að tryggja sér meirihluta í Neðri deild Alþingis. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af bráðabirgðalögunum og að líkindum ætti hún að sleppa í gegn með frum- vörp efnahagsaðgerðanna frá því í síðustu viku. Við önnur stórmál eru sett spurningamerki og má búast við því að fyrst reyni á lánsfjárlögin í því sam- bandi. Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar Efri deildar skilaði frá sér nefndaráliti ásamt breyt- ingatillögum í gær og er málið sett í aðra umræðu hjá deildinni á föstudag. Verður stjórninni leyft að lifa?_________ Á morgun mun Júlíus Sólnes, fulltrúi Borgara- flokksins, taka ákvörðun um afstöðu til lánsfjárlag- anna. Hann hefur verið er- lendis undanfarna daga en kemur heim í dag. Miklu máli skiptir fyrir ríkis- stjórnina hvaða afstöðu Borgaraflokkurinn tekur, hvort hann fylgir meiri- hluta stjórnarflokkanna eða hvort hann tekur af- stöðu með minnihlutanum og leggur til að frumvarpið verði fellt. Ef frumvarpið verður síðar fellt í Neðri deild eru dagar ríkisstjórn- arinnar taldir, enda fjár- lögin sjálf þá orðin mark- laust plagg. Samkvæmt okkar heimildum er talið öllu líklegra að Júlíus leggi til að frumvarpið verði fellt og að hann skili sérstöku minnihlutaáliti eða stilli sér upp með sjálfstæðis- manninum Halldóri Blön- dal. Það er þó alls ekki víst og er nú beðið eftir heim- komu Júlíusar með óþreyju. Virðast menn nokkuð sammála um að ríkis- stjórnin þurfi að taka upp viðræður við Borgara- flokkinn á ný, ætli hún sér að lifa mikið lengur, enda nær hjáseta Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og Óla Þ. Guðbjartssonar ekki út fyrir hið óendanlega. Þau tvö eru enn ákveðnir tals- menn þess að Borgara- flokkurinn taki upp stjórn- arsamstarf með stjórnar- flokkunum núverandi og fleiri þingmenn flokksins hafa ekki gengið frá þess- um möguleika dauðum. Ágreiningurinn er enn fyrir hendi og djúpstæður í þessu máli og hefur meðal annars áhrif á endanlega afstöðu flokksins til láns- fjárlaganna. Sami grauturinn, sagði Július Bráðabirgðalögin eru sem fyrr segir talin í höfn. í Neðri deild munu að öll- um líkindum sitja hjá þau Aðalheiður og Óli og í Efri deild gerir Guðmundur Ágústsson að líkindum slíkt hið sama, þótt meiri- hluti ætti að vera tryggur þar. Meiri óvissa er um mögulegan stuðning við frumvörp ríkisstjórnarinn- ar vegna efnahagsaðgerð- anna sem ákveðnar voru fyrir rúmri viku. Þetta eru ein 6 frumvörp um breyt- ingar á lögum um stjórn efnahagsmála og fleira, um Seðlabanka íslands, um viðskiptabanka, um sparisjóði, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og á vaxtalögum. Sam- kvæmt okkar heimildum er fátt t þessu sem lykil- menn í Borgaraflokknum vilja láta brjóta á og eru þeir þvi líklegir til hjásetu, þeir hinir sömu þingmenn og „bjarga* bráðabirgða- lögunum. Þegar lánsfjárlögin voru tekin til umræðu í efri deild 22. nóvember síðastliðinn tóku Júlíus Sólnes og Guð- mundur Ágústsson til máls um málið. Júlíus sagði Július Sólnes ræðir við Óla Þ. Guðbjartsson. í dag kemur Július frá Brussel og tekur ákvörðun: Á að leggja til að lánsfjárlögin verði felld? Mynd: E.ÓI. meðal annars að frumvarp- ið væri í engu frábrugðið frumvarpinu frá árinu áður- sem Borgaraflokkur- inn greiddi atkvæði gegn. Júlíus gagnrýndi eins millj- arðs króna erlenda lántöku Landsvirkjunar og 900 milljón króna lántöku Blönduvirkjunar, 250 milljón króna lántöku hitaveitna og milljarðs króna lántöku Byggða- stofnunar og Fram- kvæmdasjóðs. Hann gagn- rýndi skerðingu á tekju- stofnum RÚV, skerðingu á Jöfnunarsjöði sveitarfé- laga og á framlögum til vega- og samgöngumála og vildi umfram allt draga úr ýmsu því sem ríkið hefur sett í gang. Fjárlögin verða þá einskis virði___________ Guðmundur Ágústsson minnti menn á hversu áríð- andi lánsfjárlögin væru. „Án þessa frumvarps eru fjárlögin einskis virði, en ríkisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta í Neðri deild til að fá þetta frum- varp samþykkt.... ef þetta frumvarp verður fellt í Neðri deild er allt fjárlaga- dæmið út úr kortinu". Guðmundur sagði frum- varpið byggt á afar veikum grunni, en á hinn bóginn lýsti hann sig sammála fjármálaráðherra um þá stefnumótun að takmarka mjög heimildir til fjárfest- ingalánasjóða og banka- stofnana til að taka erlend lán. Af þessum ummælum að dæma virðist Borgara- flokkurinn hafa ýmislegt útá lánsfjárlögin að setja — þau verða ekki sam- þykkt af honum óbreytt. Þær breytingatillögur sem meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar hefur lagt fram snúast einvörðungu um breyttar forsendur, en ekki um mikilvæga stefnu- breytingu. Margrét Frí- mannsdóttir ritari nefnd- arinnar vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald breytingatillagnanna, en staðfesti að þær gætu ekki talist róttækar, heldur væru þær aðallega breyt- ingar vegna breyttra for- sendna í efnahagsmálum frá því frumvarpið var lagt fram. í óbreyttri mynd er gert ráð fyrir 4,7 milljarða lántöku opinberra aðila innanlands, en í heild eru lántökur allra aðila áætl- aðar rúmlega 30 millj- arðar. FRIÐRIK ÞÓR ÞflNKflB ORKA, HERGÖGN OG HAGKVÆMNI „Gallinn er sá, að þegar uppbyggingartimabili er lokið, myndast vandræðaðstand. Vandræðin eru af þeirri stærðargráðu, að Suðurlandsumdæmið er lamað, Húnvetningar eru Blöndulausir og það sem mestu skiptir: Verktakabransinn, verkfræðiskrif- stofurnar og opinbera apparatið er berskjaldað," segir Örn O. Jónsson m.a. i grein sinni um orku og hagkvæmni. Orkufrekur iðnaóur liefur á margan hátt álíka efnahagslega þýðingu fyrir okkur Islendinga og her- gagnaframleiðsla í iðn- væddu löndunum. Það er ekki sjálf framleiðslu- afurðin sem skiptir mestu máli heldur tilurð hennar. „Herinn er kjörvið- skiptavinur iðnaða.ins, milljörðum er dælt í hag- kerfið án þess að verið sé að þrátta um kostnað og verð á einstökum verkefn- um“ (Baran og Sweezy). Skriðdrekar hafa ekki efnahagslega þýðingu (nema hægt sé að selja þá úr landi) heldur hernaðar- lega og pólitíska. Þegar bú- ið er að byggja þá hafa þeir þann einn tilgang að drepa fólk (reyndar má segja að hernaðarlegt vald eða hót- unin um beitingu hafi hag- ræna þýðingu, en það er önnur saga). Margir geta aftur á móti orðið sótríkir á að byggja skriðdreka. Hergagnaframleiðsla heldur uppi atvinnu Kenningin um samspil hernaðar og iðnaðar er vel þekkt í félags- og hagfræði og menn eins og C. W. Mills, Baran og Sweezy og M. Kidron unnu á sínum tíma þekkt verk uni hlut- verk hergagnaframleiðsl- unnar. Hergagnafram- leiðsla hefur að þeirra mati það hagræna hlutverk að tappa af hagkerfinu, fá hjólin til að snúast án þess að þensluáhrifin séu of mikil vegna þess að afurð- irnar breytast ekki í eigin- lega nytjahluti. Hergagna- framleiðsla er þá aðferð ríkisvaldsins til að halda uppi atvinnu. Hagkerfið hefur verið gírað inn á stóriðju eða orkufrekan iðnað og eins og fram kom í framtíðar- sýn verkfræðings fyrir u.þ.b. 10 árum eigum við íslendingar að vera orðnir fullfærir um að virkja árið 1990, hafa þekkinguna og eiga tækin og tólin. Annar verkfræðingur, sem nú er - frammámaður í steinsteypu- geiranum, sá jafnvel fyrir sér að byggja þyrfti kjarn- orkuver við Ölfusárósa til vetnisframleiðslu upp úr aldamótum vegna þess að vatnsorkan væri þá full- nýtt. Hvað tekur við að uppbyggingu lokinni? Gott og blessað. Gallinn er aðeins sá að uppbygg- ingartímabilið er það sem skiptir máli, þegar því er lokið myndast vandræða- ástand. Vandræðin eru af þeirri stærðargráðu að Suðurlandsundirlendið er lamað, Húnvetningar eru Blöndulausir og það sem mestu skiptir; verktaka- bransinn, verkfræðistof- urnar og opinbera apparat- ið eru berskjölduð. Við slíkar aðstæður verða helguvíkur, kringlur og flugstöðvar til, svo ekki sé minnst á allt húsnæðið í Skeifunni, við Suðurlands- brautina og þar sem lóð er að hafa. Orkufrekur iðnaður er m.ö.o. skynsamlegur þar til að gangsetningu kemur, rétt eins og hergagnaiðnað- urinn, og veitir vel. Nú er ekki verið að halda því fram að það sé til óþurftar að framleiða ál. Alfram- leiðslan og flest sem henni viðkemur tengist úrvinnslu í öðrum löndum. Málið er að allur sá mannafli, sá tækjakostur sem fór í upp- bygginguna er álfram- leiðslunni óviðkomandi. Þeim fjölgar sem þurfa á uppbyggingunni að halda og þá getur verið að hag- kvæmniathuganir séu teygðar lítillega. Virkjun verður að taka við af virkj- un. Norðmenn lentu í ámóta vandræðum með olíuna og voru farnir að nýta olíu á svæðum sem litlar líkur voru á að stæði undir sér ef áhættan var tekin með í reikninginn. Hann eru þeir að borga núna. Áframhaldandi uppbygging stóriðju nauðsynleg Það má svo sem segja að áframhaldandi uppbygg- ing stóriðju sé nauðsynleg úr því sem komið er. Það er til umframorka og jafnvel þó bæta þyrfti hressilega við núverandi orkufram- leiðslu er talið að stóriðjan myndi ekki sama „klon- dækástand" og á árum áð- ur. Aðstæður eru orðnar aðrar. Nú er tækifærið. Er sagt. Rétt eins og rökin fyr- ir stóriðjunni á sínum tíma voru þau að kjarnorkan væri að gera vatnsorkuna úrelta þá er nú sagt að ál- verðið sé það hátt að nú sé okkar síðasta tækifæri. Reyndar er talið að það lækki aftur eftir tvö til þrjú ár, en það er sama því þá erum við komin af stað. Kjarni málsins er nefnilega sá að það er ekki orkuverð- ið sem skiptir mestu máli, heldur að verktakabrans- inn og þeir sem honum tengjast hafi nóg að gera. Vilji erlendir aðilar leggja í áhættuna þá erum við til. Guðmundur G. Þórar- insson hefur oft bent á þá staðreynd að við eigum nú þegar skuldlausar virkjan- ir og þeim fari fjölgandi. Hin hliðin á því máli er að um heimingur erlendra skulda er tilkominn vegna orkuuppbyggingarinnar. Ef það er rétt, sem er hald margra, að orkusalan hafi ekki staðið undir sér (og þar er Járnblendið ekki i neinu aukahlutverki, jafn- vel þó landsmenn eigi þar meirihluta), þá má segja að stóriðja sé í versta falli um- fangsmesti skyldusparnað- ur þjóðarinnar. Með því að niðurgreiða orku til stór- iðju (ef það er þá rétt) hef- ur okkur tekist að safna eignum í virkjanaformi til eignar og afnota fyrir af- komendur okkar. Dásam- legur pollíönnuhugsunar- háttur!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.