Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 5 SJÁVARSÍDAN Kuldi og áhrif hans á manns/íkamann Hrollkaldar stadreyndir um ofkælingu Þriðjudaginn 14. febrúar sl. fór- ust tveir rækjubátar á ísafjarðar- djúpi. Þetta voru Kolbrún 1S sem sökk i mynni Skutulsfjarðar og Dóri ÍS sem sökk á ísafjarðardjúpi. Svo giftusamlega tókst til að skip- verjum af Kolbrúnu var bjargað og þakka skipverjar það björgunar- göllum þeim sem þeir klæddust. Þvi miður hefur enn ekkert fundist af skipverjum af Dóra ÍS þrátt fyrir umfangsmikia leit. Þessi tvö sjóslys gefa tilefni til hugleiðinga um of- kælingu þeirra sem lenda í sjó, björgun manna úr sjávarháska, björgunargalla, Iosunarbúnað björgunarbáta og búnað báta og skipa almennt. Alþýðublaðið ætlar að leitast við að útskýra ofantalin atriði hér á sjávarsíðunni í dag og næstu miðvikudaga. Hitaleiðni sjávar Þegar menn lenda í sjó þá fara lífslíkur þeirra eftir því hvernig þeir eru búnir. Sjór kælir líkama manns 20 sinnum hraðar en loft og er álitið að nakinn meðalmaður geti alls enga björg sér veitt eftir að hann hefur verið í 5 stiga köldum sjó í 10-15 mínútur. Þessi tími getur lengst verulega ef viðkomandi er klæddur þykkum venjulegum skjólfatnaði. Einnig getur björgun- arvesti veitt verulega vörn gegn of- kælingu. Eins er það staðreýnd að feitir menn kólna hægar heldur en grannir menn. Það sem skeður ef menn eru vel klæddir þegar þeir lenda í köldum sjó er það að líkaminn hitar upp sjóinn sem er næst líkamanum og er því mjög áríðandi að endunýjun á þessum varma sjó sé í lágmarki. Því er það óráðlegt að hreyfa sig að ástæðulausu nema þá til þess að komast að björgunarbát, fljótandi braki sem gæti haldið viðkomandi á floti eða þá til félaga sem einnig hafa lent í sjónum. Ofkæling Þegar menn falla í kaldan sjó þá er varmatapið sem verður eitthvað það hættulegasta. Líkaminn bregst við þessari snöggu kælingu á þann hátt að draga úr blóðstreymi til húðarinnar og sérstaklega til út- lima. Ef kælingin varir lengi getur allt blóðstreymi til útlima gjörsam- lega stöðvast. Þegar hitastig útlim- anna lækkar niður í 7-8 gráður þá er ekki lengur hægt að nota þá t.d. til þess að grípa í spotta frá björg- unarmönnum eða bjarghring. Þessi tilhneiging líkamans til þess að draga úr blóðstreymi til útlimanna er vegna þess að líkaminn reynir eft- ir fremsta megni að varðveita hita þann sem er í innri líffærum svo- kallaðan kjarnahita. Ef kælingin verður mjög mikil þá fer kjarnahit- inn einnig minnkandi í líkamanum og er það vegna þess að varmafram- leiðslan hefurekki verið næg miðað við einangrun. Hvað skeður þegar_______________ kjarnahiti lækkar?______________ Fyrstu einkenni ofkælingar fyrir utan kuldatilfinninguna er skjálfti. Skjálftinn eykur varmaframleiðsl- una verulega. Ef ofkæling verður enn meiri þá fer fólk að rugla og verður eins og með óráði að lokum kemur fram minnisleysi hjá því og er það yfirleitt við um það bil 33 gráðu hita. Ef hitastigið í kjarna lækkar enn þá má gera ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur missi meðvitund. Þegar hitastig fer að nálgast 32 gráður þá fer hjartslátt- urinn að hægjast verulega og verð- ur jafnvel óreglulegur, vöðvar fara að stirðna og sjáöldur augnanna fara stækkandi. Þegar hitinn fer að nálgast 30 gráður þá getur orðið erfitt að finna hjartslátt viðkom- andi. Andardráttur verður mjög hægur og erfitt getur reynst að greina hvort lífsmark er með hon- um. Þegar hitinn fer niður fyrir 28 gráðurnar þá fara vöðvar aftur að linast og menn eru í dauðadái og er næsta stigið í þessum ferli dauði. Aldrei of seint að hefja________ lifgunartilraunir_______________ Þegar líkamshiti hefur farið nið- ur í 30 gráður eða enn neðar getur verið örðugt að finna hvort við- komandi er látinn. Þar sem andar- drátturinn er orðinn mjög hægur jafnvel tveir til þrír andardrættir á mínútu. Rannsóknir hafa sýnt að þó að hiti sé kominn vel niður fyrir 30 gráðurnar þá eru enn miklar lík- ur á því að líf leynist enn í hinum of- kælda. Því ætli að hefja lifgunartil- raunir eins fljótt og því verður við komið þó að í fyrstuséekki hægt að merkja neitt líf hjá hinum ofkælda. Hér á Sjávarsíðunni nk. miðviku- dag ætlum við að fjalla urn hvernig rnenn eigi að hegða sér ef þá hendir það óhapp að lenda í köldum sjó. Að sjálf sögðu er ekki hægt að gefa neina algilda reglu um það en við ætlum að reyna að fræða lesendur um þetta þar sem ekki hefur verið rætt og ritað nægilega um þetta málefni að dómi Alþýðublaðsins. AFLAKÓNGUR VIKUNNAR „VELGENGNIN EKKI EINGÖNGU SKIPSTJÖRANS" Aflakóngur vikunnar 12. til 19. febrúar 1989 var Sveinn Jónsson skipstjóri á Jóhanni Gislasyni ÁR-42. Hann réri þrjá róðra og fékk í net samtals 91.769 kg. Fisk- inum var landað í Þorlákshöfn og fór hann í vinnslu hjá útgerð skipsins Glettingi hf. Aflakóngur aðra vikuna i rðð Sveinn er ekki ókunnugur afla- kóngs tigninni því hann var einnig aflakóngur yfir landið vikuna 5. til 11. febrúar og fékk þá 46.096. kg. Við náðum símasambandi víð Svein þar sem hann var í óða önn að draga net sín úr sjó 16 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum og spurðum hann fyrst hvort þessi fiskni væri komin upp í vana hjá honum. Sveinn sagði að hann væri farinn að þekkja svæðið vel hann væri búinn að vera þarna mestmegnis í þrjár vertíðar. Og lukkan hefði verið með honum þegar hann valdi netum sínum stað í upphafi vertíðar 6. janúar sl. Svelnn Jónsson aflakóngur aðra vikuna i röð: Samvinnan tll fyrir- myndar. Samvinna til fyrirmyndar Aðspurður sagði Sveinn að þrátt fyrir það að hann fiskaði svona vel þá væri ekkert um það að aðrir bátar reyndu að leggja á það svæði sem hann væri með net sín á. Einnig sagði hann að lítið væri um það að bátar legðu neta- trossur sínar yfir trossur frá öðr- um bátum á svona djúpu vatni. Það væri mun algengara þegar að net væru Iögð á grynnra vatni. Sveinn sagði að það væru vissar siðareglur á þessu svæði og væru þær virtar tii hins ýtrasta. Ef svo illa vill til að net fari yfir net frá öðrum bát þá er viðkomandi lát- inn vita þar um og dregur hann þá netin ofan af hið bráðasta. Sam- vinnan á þessu veiðisvæði er til fyrirmyndar. Sveinn sagði að þessi gullkista væri á milli 75 og 200 faðma dýpi. Ekki sagði hann að mikið hefði veiðst í þau net sem dýpst lægju framan af en nú væri það farið að glæðast. Aðal veiðin væri núna á um 170 faðma dýpi og allt upp á brún. Að jafnaði sagði Sveinn að þeir fengju um 300 kg í hvert net og væri hann mjög ánægður með það. Stór og fallegur fiskur Fiskurinn fer allur í vinnslu hjá útgerð skipsins Gletting hf. í Þor- lákshöfn að sögn Sveins. Allur ufsi er frystur og seldur til Rúss- lands en þorskurinn fer í salt og er seldur til Portugal. Enga ýsu sagðist Sveinn fá og lítið væri um karfa. í hverri lögn sagðist Sveinn fá milli 200 og 300 kg af karfa. Að öðru leyti væri megin uppistaðan í aflanum stór og fallegur þorskur og ufsi. Velgengnin ekki eingöngu skipstjórans__________________ í áhöfn á Jóhanni Gíslasyni sagði Sveinn vera unga stráka sem væru hörku duglegir og ættu þeir sinn þátt í þessum góða afla. Sveinn sagði að mjög oft væri ein- blínt á skipstjóra bátanna þegar að vel gengi en þeir væru einungis hluti af áhöfninni og ættu þeir ekki einir allan heiðurinn af vel- gengninni. Lítið er um manna- breytingar á Jóhanni Gíslasyni og er til dæmis einn búinn að vera í áhöfn þar í átta ár. Það er stuð á þvi_____________ Að lokum sagði Sveinn að það væri stuð á veiðinni núna og von- aðist hann til að það héldist fram að páskum. Menn geta of kælst þó skammt sé tiT lands. AFLAKÓNGAR FJÓRÐUNGANNA Siðastliöna viKu var sjóveður skárra en veriö hefur siðustu vikurn- ar. Afli er farinn að glaeðast nokkuð. Hlióöið i sjómönnum er farið að lag- ast þó aö þaö sé enn ekki gott og skal engan undra þó þessi óáran í veðrinu koml mönnum I slæmt skap. Aflakóngar i einstökum landshlutum vikuna 12. til 18. lebrúar voru eftir- taidir: Suðvesturland Jóhann Gíslason ÁR-42 Útgeröarstaður: Þorlákshöfn Afli: 91769 kg Veíðarfæri: Net Skipstjóri: Sveinn Jónsson Vesturland Ólafur Bjarnason SH-137 Útgerðarstaóur: Ólafsvik Afli: 49.530 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri; Björn Eriingur Jónasson Vestfirðir Patrekur BA-60 Útgerðarstaður Patreksfjörður Afli: 35.300 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Þorsleinn Jónsson Norðurland Frost; ÞH-220 Útgerðarstaöur: Grenivik Afti: 27.548 kg Veiðarfæri: Lína Skipstjóri: Þorstelnn Harðarson Austurland Skinney SF-30 Útgerðarstaður: Hornafjörður Afli: 80.055 kg Veióarfæri: Net Skipstjóri: Birgir Sigurðsson Vestmannaeyjar Styrmir VE-82 Útgerðarstaóur; Vestmannaeyjar Afli: 50.545 kg Veiðarfæri: Net Sklpstjóri: Atli Sigurðsson Alþýðublaðið er i sambandi við 50 aðila út um land sem gela upp afla- tölur á hverjum stað einu sinni i viku. Þetta eru viktarmenn, fiskverkendur og einstaklingar vitt og breitt um landiö. Út frá þessum upptýsingum eru aflakóngar f jórðunganna lundnir og einnig atlakóngar vikunnar. An aðstoðar þessa fólks væri útnefning aflakónga vikunnar ekki möguleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.