Alþýðublaðið - 11.04.1989, Síða 1
AIMMMIB
..-.. : STOFNAÐ
1919
Þriðjudagur 11. apríl 1989 1 1 53. tbl. 70. arg.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
NÆSTA SKRIjF VAXTA-
LÆKKUN HJA RIKINU
Bankarnir urðu við tilmœlum um 0,5 % lækkun vaxta á verðtryggðum lánum.
Innlánsstofnanir urðu
við tilmælum Seðlabanka í
gær og tilkynntu 0,5%
vaxtalækkun á verðtryggð-
um útlánum. Verslunar-
bankinn lækkar ve.v i í dag,
en aðrir bankar þann 21.
apríl. „Að mínu áliti er
þetta verulegt skref, ekki
síst af því að þessir sömu
vextir hafa lækkað um
1,5-2% frá því sem þeir
fóru hæst um mitt ár í
fyrra, „ sagði Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra við
Alþýðublaðið í gær. Hann
segir að næsta skref hljóti
að verða lækkun vaxta á
ríkisskuldabréfum.
Fyrir helgi átti banka-
málaráðherra fund með
stjórn Seðlabankans. Eftir
þann fund beindi Seðla-
bankinn þeim eindregnu
tilmælum til innlánsstofn-
ana að þær yrðu við til-
mælum um 0,5% lækkun
vaxta á verðtryggðum út-
lánum.
„Fjármálaráðherrann
talaði mikið um vaxta-
lækkunarlestina, um það
leyti sem þessi stjórn var að
móta sína vaxtastefnu. Inn
í þessu eru ekki síst vextirn-
ir hjá ríkinu. Ég held að
næsta skref hljóti að vera
að ná þeim niður.“ Við-
skiptaráðherra sagði þetta
byggjast á því að rekstrar-
afkoma ríkissjóðs verði
viðunandi og samkomulag
náist við lífeyrissjóðina.
„Ég veit að fjármálaráð-
herra er að vinna að því,“
sagði Jón Sigurðsson.
Það var þröng á þingi í samkomusal BHMR félaga i Skipholtinu i gær. Menn gerðu sér eitt og
annað til dundurs og þreyðu þorrann með þvi að hlusta á sögn og gitarspil milli þess sem
samningar og samningamál voru rædd.
Deila BHMR og ríkisins
MIÐAR HÆGT
Deila Flug/eiða og verkalýðsfélaganna
Sérstaða milli-
landaflugsins
viðurkennd
Fallið frá málshöfðun vegna
verkfallsaðgerðanna í fyrra.
Dýralœknar í verkfall
Ingvar Carlsson
í opinbera
heimsókn í maí
Ingvar Carlsson forsætis-
ráðherra Svíþjóðar og kona
hans hafa þegið boð Stein-
gríms Hermannssonar for-
sætisráðherra um að koma í
opinbera heimsókn til ís-
lands 16.-18. maí næstkom-
andi.
Már Guðmundsson
Lánskjara-
vísitalan
er ekki
samningsatriði
„Nýja vísitalan er ails ekki
samningsatriði í samningum
ríkisins og lífeyrissjóðanna
um vexti á þeim skuldabréf-
um sem sjóðirnir kaupa af
húsnæðisstofnun", segir Már
Guðmundsson, efnahags-
ráðunautur fjármálaráð-
herra. Þetta kom fram í
spjalli sem Alþýðublaðið átti
við Má í gær.
Alþýðublaðið birti frétt
þess efnis á laugardaginn að
ríkið leitaði sátta við lífeyris-
sjóðina með því að gengis-
tryggja hluta þeirra skulda-
bréfa sem sjóðirnir keyptu og
þar með myndi ríkið bakka
með nýju lánskjaravísitöl-
una. Már Guðmundsson
sagði að á engan hátt væri
hægt að túlka þetta svo. Nýja
lánskjaravísitalan væri alls
ekki samningsatriði- enda
væri það ekki í verkahring
þeirra sem semja við lifeyris-
sjóðina að möndla með vísi-
tölur. Þær byggðu tilvist sína
á allt öðrum grunni.
Sem kunnugt er brugðust
lífeyrissjóðirnir ókvæða við
þegar ríkisstjórnin ákvað
breytingar á lánskjaravísitöl-
unni. Síðan hafa samningar
um vexti af þeim skuldabréf-
um sem lífeyrissjóðirnir
kaupa af Húsnæðisstofnun,
gengið treglega. Ríkið bauð
lífeyrissjóðunum að gengis-
tryggja hluta lánanna.
BHMR og samninganefnd
rikisins mættust á fundi hjá
sáttasemjara í gær kl. 16.00.
Eftir tvo tíma var fundi slitið
og ákveðið í framhaldi að
vinnufundur samninga-
nefnda yrði haldinn í gær-
kvöldi. Þar átti að ræða
óformlega það sem fram hef-
ur komið á undanförnum
dögum'en um helgina rædd-
ust deiluaðilar við án skuld-
bindinga.
Meðal annars var rætt í
gær kvöld ýmis atriði samn-
ings til langs tíma en þó ekki
laun til langs tíma. Ljóst er
að ríkið sættir sig ekki við
launatölur þær sem BHMR
hefur sett fram í sínum hug-
myndum.
Á miðnætti í gær bættist
enn eitt félag innan BHMR í
hóp þeirra sem eru í verkfalli.
Það er félag dýralækna í rík-
isþjónustu. Verkfall þeirra
hefur m.a. þau áhrif að öll
sláturhús stöðvast þar sem
þau eru undir eftirliti héraðs-
dýralækna. Það eru því tólf
félög innan BHMR sem nú
„Það er hvorki rétt né
tímabært að tala um breyt-
ingar á gengisstefnunni í
þessari stöðu,“ sagði Jón Sig-
urðsson viðskipta og iðnað-
arráðherra við Alþýðublaðið
eru í verkfalli og yfir stendur
atkvæðagreiðsla í því þrett-
ánda, Félagi háskólakenn-
ara.
í gær.
Á Ajþingi í gær lýsti Hall-
dór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hins vegar yfir
að gengissig væri óhjá-
kvæmilegt á þessu ári.
Samkomulag iiefur tekist
milli ASÍ og fimm aðildarfé-
laga þess annars vegar og VSI
og Flugleiða liins vegar um
að vinnustöðvanir sem koma
niður á millilandaflugi Flug-
leiða komi ekki til fram-
kvæinda fyrr en í fyrsta lagi
fjórum sólarhringum eftir að
almennt verkfall viðkom-
andi stéttarfélaga hefst. Á
móti falla Flugleiöir frá
málshöfðun gegn Verslunar-
mannafélagi Suðurnesja
vegna framkvæmdar verk-
falls félagsins í Leifsstöð i
fyrra.
„Það finnst mér fráleit
túlkun. Það hefur verið gert
samkomulag og slíkt getur
aldrei þýtt fullnaðarsigur
fyrir neinn málsaðila," sagði
Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ í gær, þegar Alþýðu-
blaðið spurði hann hvort
ekki mætti túlka þessa niður-
stöðu sem fullkominn sigur
fyrir vinnuveitendur. Ás-
mundur sagði að það hefði
alla tíð verið sjónarmið
verkalýðsfélaganna að semja
um framkvæmd verkfalls við
þessar viðkvæmu aðstæður.
í sameiginlegri yfirlýsingu
frá ASÍ og VSl segir að sam-
komulagið sé gert i ljósi
þeirrar almennu afstöðu að-
ila þess að leysa beri ágrein-
ingsmál með samingum.
Jafnframt undirstriki það
sérstöðu millilandaflugs og
þeirra einstaklinga sem verði
fyrir barðinu á truflunum í
millilandaflugi.
Samkomulagið þýðir að
ýtt er til hliðar ágreiningi sem
verið hefur í sambúð Flug-
leið og viðkomandi verka-
lýðsfélaga, sent brugðust
m.a. þannig við að hafna
samnigum við fyrirtækið um
orlofsferðir.
Verkalýðsfélögin sem
standa að samningnum eru
Verslunarmannafélag Suð-
urnesja, Verslunarmannafé-
lag Reykjavíkur, Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur
og nágrennis, Verkamanna-
félagið Hlíf og Dagsbrún.
Ólafur Ragnar
gestur Frjáls-
lyndra jafnaðar-
manna
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra verður
gestur á mánaðarlegum
fundi Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna í kvöld.
Fundurinn verður í Simonar-
sal, Naustinu, og hefst kl.
20.30.
Fundir Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna eru öllum
opnir og fara þar venjulega
fram hispurslausar umræður
um þjóðmálin og stjórn-
málaástandið.
Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra:
Ótímabært tal
um gengisfellingu