Alþýðublaðið - 11.04.1989, Page 3

Alþýðublaðið - 11.04.1989, Page 3
Þriðjudagur 11. apríl 1989 3 Sovéskur kjarnorkukafbátur sökk 180 mílur suðvestur af Bjarnarey: Sovéskur kafbátur svipadur og sá er sökk sl. föstudag. Litlar líkur á geislaleka Norðmenn œtla að halda áfram stöðugum mcelingum þar sem kafbáturinn sökk. Sovétmenn segja að áhöfninni hafi tekist að slökkva eld íkjarnaofni. Talið er að 42 úr áhöfninni hafi látist. Almannavarnir ríkisins Fyrsta aðvörun kl. Sovéskur kjarnorkukaf- bátur sökk á alþjóðlegu sigl- ingasvæði um 180 sjómílur suðvestur af Bjarnarey um klukkan 15 á föstudag. Um klukkan tíu um morguninn hafði eldur komið upp í kjarnaofni bátsins, en eftir því sem sovésk stjórnvöld segja tókst áhöfninni að slökkva eldinn áður en bát- urinn sökk. Fyrstu geisla- mælingar sem norsk stjórn- völd liafa látið gera benda til þess að geislaleki hafi ekki átt sér stað fyrst eftir að kaf- báturinn sökk. Því bendir flest til að mengunarslys hljótist ekki af, a.m.k. ekki næstu árin. Samkvæmt upplýsingum Sovétmanna létust 42 þegar kafbáturinn sökk, en Sov- éska fréttastofan Tass segir að 69 manns hafi verið í á- höfninni.Báturinn er af gerð- inni Mike og er einn nýjustu gerða kafbáta sovétmanna. Hann var smíðaður árið 1984 og er 110 metrar á lengd, 6.400 tonna og kjarnaorku- knúinn. Slíkir bátar eru gerð- ir til að flytja stýriflaugar til árása á skotmörk bæði á sjó og í landi. Kafbáturinn sökk á dýpi sem er meira en 1500 metrar. Norska geislavarnareftirlitið hygst halda áfram rannsókn- um á svæðinu þó fyrstu mæl- ingar gefi ekki tilefni til að ætla að leki hafi komist að ofninum. Báturinn er á al- þjóðasiglingasvæði, þannig að réttur Sovétmanna til bátsflaksins er ótvíræður. Um helgina var haft eftir norskum sérfræðingi um víg- búnaðarmál Sovétmanna, að af þeirra hálfu yrði allt gert til að ná flakinu upp, því í bátnum væri töluvert af nýj- um búnaði sem Sovétmenn vildu framar öllu koma í veg fyrir að kæmust í hendur Nato-ríkjanna. Norskar eftirlitsstöðvar heyrðu ekki neyðarkall frá bátnum og eftir að norsk yfirvöld fréttu af slysinu af- þökkuðu Sovétmennirnir að- stoð. Þegar norsk Orion herflugvél sveimaði yfir slys- staðnum voru enn fjöldi úr áhöfninni í sjónum í baráttu við sjó og kulda. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla virtist sem ekki hefðu verið nógu margir björgunarbátar um borð og var bátum kastað úr sovéskum herfluvélum sem komu á vettvang. „Það var ekki fyrr en klukkan rúmlega hálf eitt sem við fréttum af þessu ,“ sagði Örn Egi sson fulltrúi hjá Almannavörnum ríkisins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Fyrstu upplýsingar um kafbátinn bárust almanna- vörnum frá Landhelgisgæsl- unni, sem vaktar neyðarsíma Almannavarna um kvöld og helgar. Rétt á eftir var liaft samand frá dómsmálaráðu- neytinu, sem er fagráðuneyti almannavarna. „Að sjálfsögðu eru til áætlanir, sem erfitt er að greina frá í stuttu máli,“ sagði Örn. Almannavarnir eru í sambandi við allar þær opinberu stofnanir sem lið- sinni geta veitt ef slys gerast í líkingu við það sem varð er kafbáturinn sökk suðvestur af Bjarnarey. Eftir að fréttir bárust fóru fulltrúar Almannavarna í stjórnstöð og fylgdust með allan næsta sólarhring. Al- mannavarnir sáu videoupp- töku frá Scan-News upp úr kl. 1.00 Þar komu fram sömu upplýsingar og komu frá Gæslunni, þegar hún aðvar- aði vaktmann Almanna- varna. Forstöðumaður Geislavarna ríkisins var á sama tíma í sambandi við Geislavarnir í Noregi. — Má eitthvað læra af þeim viðbrögðum sem voru af hálfu íslenskra stjórnvalda á föstudag? „Já, út af fyrir sig má segja það. Eftir því sem haft er eft- ir utanríkisráðherra í Morg- unblaðinu hafði hann vitn- eskju um þetta mál upp úr klukkan 18.00. Við fengum hins vegar ekki að vita fyrr en Utanríkisráóuneytið sendi í gær frá sér athugasemd vegna frétta af sovéska kaf- bátnum: „Utanríkisráðuneytið vill í tilefni þeirra frétta sem flutt- ar hafa verið um sovéska kaf- bátinn er sökk í gærdag vest-suðvestur af Bjarnarey undan störnd Norður-Nor- egs, taka það fram, að það hafði þegar samband við sovésk, norsk og bandarísk stjórnvöld með beiðni um að hálf eitt eftir miðnætti," sagði Örn. „Samkvæmt þeini upplýs- ingum sem nú liggja fyrir þurfunt við ekki að hafa áhyggjur í dag. Ef þetta hefði verið vá sem verið nær okkur og öðruvísi eðlis hefði þarna glatast mikill tími.“ íslenskum stjórnvöldum yrðu látnar i té sem fyllstar upplýsingar um tildrög og hugsanlegar afleiðingar þessa slyss. Auk þess eru Geislavarnir ríkisins í beinu sambandi við Geislavarnir Noregs. Nákvæmar upplýsingar um umfang slyssins og hvers eðilis það er liggja enn ekki fyrir, en þær verða látnar ut- anríkisráðuneytinu í té um leið og það verður.“ Utanríkisráðuneytið gerir athugasemdir við fréttaflutning Strax beðið um nákvæmar upplýsingar HOCKNEY HORN I HORN ÞANKAR A ÞRIDJUDEGI Teppaframleiðandi i þýska bænum Hameln hefur nýlega fengið þekkta listamenn og arki- tekta til að hanna fyrir sig teppi. það er í sjálfu sér ekki frétt. Fjölmargir listamenn, þar á með- al Erró, hafa unnið ,,tölvuteppi“ fyrir banda- risk fyrirtæki og teppahönnun ætti að vera inn- an verksviðs arkítekta. Framtak þýska fyrir- tækisins er merkilegt fyrir tvennt. Fram- kvæmdastjórinn, Peter Littmann, fékk lista- mennina til að vinna eftir leikreglum teppa- framleiðslu og þannig að hægt væri að bjóða teppin á almennum markaði. Eitt af 11 teppamynstrum David Hockneys. „Frægir lista- menn eru yfirleitt tortryggnir á tilboð um fjölfjöldun á verk- umsinum. Listamenn, og þar er Salvador Dali liklega þekkt- asta dæmið, hafa eyðilagt sig á offramleiðslu. Þegar upp komst að búið var að breyta honum i „þrykksmiðju" á gam- als aldri féllu önnur verk hans i verði,“ segir Örn. D. Jónsson m.a. i grein sinni. Teppaframleiðandi í þýska bænum Hameln hef- ur nýlega fengið þekkta listamenn og arkítekta til að hanna fyrir sig teppi. Það er í sjálfu sér ekki frétt. Fjölmargir lista- menn, þar á meðal Erró, hafa unnið „tölvuteppi" fyrir bandarísk fyrirtæki og teppahönnun ætti að vera innan verksviðs arkí- tekta. Framtak þýska fyrir- tækisins er merkilegt fyrir tvennt. Framkvæmda- stjórinn, Peter Littmann, fékk listamennina til að vinna eftir leikreglum teppaframleiðslu og þann- ig að hægt væri að bjóða teppin á almennum mark- aði. Frægir listamenn eru yf- irleitt tortryggnir á tilboð um fjölföldun á verkum sínum. Listamenn, og þar er Salvador Dali líklega þekktasta dæmið, hafa eyðilagt sig á offram- leiðslu. Þegar upp komst að búið var að breyta hon- um í „þrykksmiðju“ á gamals aldri féllu önnur verk hans í verði. Offram- leiðslan gekk jafnvel svo langt að hægt var að kaupa grafíkmyndir hér á landi á „góðu verði“ þrátt fyrir hressilega álagningu. Langur vegur er frá graf- ík til teppagerðar. Lipp- mann sem er safnari auk þess að vera framkvæmda- stjóri gerði sér von um að fá til liðs við sig þrjá lista- menn og þrjá arkítekta. Hann hafði samband við níu manns í byrjun því hann reiknaði með neitun frá einhverjum. Honum til mikillar furðu samþykktu allir en þeir eru: David Hockney, Michael Graves, Arato Isozaki, Sol LeWitt, Natteo Thun, Gerhard Richter, Matthias Ungers, Hans-Ulrich Bitsch og Sam Franchis. Útkoman eru 24 mynstur í 45 lita- samsetningum. Verkefnið fólst ekki í endurprentun á verkum meistaranna heldur áttu þeir að hanna mynstur sér- staklega til teppagerðar. Leikreglurnar voru nokk- uð strangar. Mynstrið átti að geta notið sín jafnvel þó aðeins væri miðað við einn fermetra og að fullu á fjór- um fermetrum. Lista- mennirnir áttu m.ö.o. að gera símynstur. Listamennirnir gerðu kröfur á móti eins og vænta mátti. Hockney krafðist þess að líkt væri nákvæmlega eftir pensil- förunum, Sam Francis vildi láta „sletturnar“ hjá sér sjást og Lichtenstein vildi nota skjannahvítan lit, sem yfirleitt er ekki tal- inn hæfa í teppum. Lista- mennirnir tóku verkefnið alvarlega. Hockney lagði fram átta mynstur umfram þau þrjú sem beðið var um og voru fjögur þeirra valin og í heild er útkoman áhugaverð, fjölbreytnin mikil og sérstaða hönnuð- anna kemur vel fram. Teppin eiga að fara á al- mennan markað eins og áður sagði. Hér er því um hreina iðnaðarvöru að ræða. Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef virtustu listamenn samtímans væru að hanna „venjulegar“ vörur. En tímarnir breyt- ast. List er orðin almenn- ingseign. Listamenn eins og Hockney eru ekki að- eins þeirra sem hafa áhuga á listum heldur allra. í Evr- ópu keppast borgirnar við að setja upp söfn fyrir nú- tímalist þannig að hörgull er nú á verkum vissra lista- manna sem „þurfa“ að vera á góðum nútímasöfn- um. Ef söfnin eru túrista- gildrur þá heppnast veiðin dável því fólk flykkist í skoðunarferðir. Með nokkurri einföldun má segja að teppahönnun listamannanna brúi endan- lega bilið milli hámenning- ar og lágmenningar. Bil sem allt frá upphafi iðn- væðingar hefur verið ill- brúanlegt. Ástæðan er ekki eingöngu breytt af- staða listamannanna né breyttar neysluvenjur þó hvorutveggja leiki lykil- hlutverk. Iðnþróunin hef- ur sitt að segja. Tæknilegir möguleikar nútímans bjóða upp á nánast hvaða útfærslu sem er. Nú skiptir mestu máli hverjar kröf- urnar eru og hvaða leik- reglum er fylgt. Tæknin sem slík stendur ekki í vegi fyrir nýsköpun spurningin snýst um hagkvæmni og markað. Teppahönnun níumenn- inganna gefur tvennt til kynna. í fyrsta lagi hefur hönnun fengið aukið gildi og í öðru lagi þá verður samspil iðnframleiðslu og fjölmiðluna æ mikilvæg- ara. Forsvarsmenn þeirra stórfyrirtækja sem keppa á heimsmarkaðnum telja nú almennt að vörur þeirra verði að vera í fyrsta eða öðru sæti samkeppninnar. Neytendur verða að þekkja vörurnar það vel að þeir tengist þeim böndum, helst tilfinningaböndum. Þann- ig hafa kólarisarnir keppst um að skapa sér áru m.a. með því að fá til liðs við sig poppstjörnur. Michael Jackson, Tina Turner og David Bowie eru Pepsifólk á meðan Withney Houston og Aretha Franklin syngja í Kók. Stærstu fyrirtækin sem geta nælt sér í slíka liðs- menn og fylgt liðssöfnun- inni eftir með tilheyrandi kynningu. Littman hefur aftur á móti tekist að tengj- ast annarri deild fjölmiðla- heimsins, heimi listanna. Listaheimurinn er brota- brot af kólaheiminum, en það er heimur gæða, virð- ingar og verðlagningar. Um tíma var teppafram- leiðsia nokkur hér á landi, en sú iðngrein hefur orðið undir í samkeppninni. Ála- foss framleiðir ennþá gólf- teppi en framleiðslutæknin til þeirrar iðju er orðin bæði gömul og úr sér geng- in. Aftir á móti hefur værðarvoðaframleiðslan staðist aðför heimsmark- aðarins. Möguleikar okkar erlendis liggja i sérstöðu, ímyndaðri eða raunveru- legri. Framleiðslutæknin hefur náð því stigi í iðn- væddu löndunum að hún er ekki lengur afgerandi samkeppnisþáttur. All - flestir geta framleitt gæða- _ vörur ef vilji og skilningur er fyrir hendi. Átökin snú- ast um hugvitssamar út- færslur; vel ígrundaðar ímyndir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.