Alþýðublaðið - 11.04.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1989, Síða 7
Þriðjudagur 11. apríl 1989 7 ÚTLÖND Hinn svarti sauður póffans Rétttrúaðir kaþólikkar þurfa ekki einu sinni að vita hverjar skoðanir Gaillots eru til að sjá hverslags voðamað- ur hann er. Hann, sem hefur leyft tímaritinu ,,Lui“ að birta viðtal við sig, en það er nokkurskonar franskt ,,Playboy“. Ekki nóg með það: Hann hefur ritað grein i „Gai Pied“, sem er vikublað gefið út af hommum. Ekki er allt búið enn. Gaillot hefur komið hinni umdeildu kvik- mynd Martins Scorcese „Síðasta freisting Krists“ til varnar.Hann er talsmaður þess að kvæntir menn geti gerst prestar. Hann er stuðningsmaður getnaðarvarna, hefur komið hommum til varnar og gagnrýnt harðlega vopnasölu Frakka til annarra landa. Franskir sjónvarpsáhorfendur fengu tækifæri til að berja þenn- an „hættulega“ mann augum ný- verið þegar hann tók þátt í um- ræðuþætti í sjónvarpi. Hann er smávaxinn, grannur maður, hálf- sköllóttur og um fimmtugt. Hann talar róiega en ákveðið með góð- látlegi bros á vör. Gailliot er ekki stórorður, en segir, að menn vilji takmarka mál- frelsi sitt... „helst loka á mér munninum". Hann heldur áfram: „ Á sama tíma og talað er fjálg- lega um mannréttindi og frjálsa fjölmiðlun skýtur skökku við að innan kirkjunnar sé ekki frjálst að tjá skoðanir sínar, ekki einu sinni týrir biskupl1 Kaþólska kirkjan í Frakklandi fordæmdi notkun smokka í þar- áttunni gegn alnæmi. Þessu svar- aði Gaillot á þennan veg: „í þessu tilfelli eru getnaðarvarnir liður í að bjarga mannslífum. Að for- dæma notkun þeirra er það sama og að koma ckki manneskju í lífs- hættu til hjálpar." Kvikmynd Scorcese „Síðasta freisting Krists“ var bannfærð af yfirstjórn kirkjunnar með þeim afleiðingum að öfgatrúarmenn kveiktu i kvikmyndahúsi i París, sem leyfði sér að sýna myndina. Um þetta segir Gaillot: „Hneyksl- ið var ekki kvikmyndin, heldur ofbeldið og þröngsýnin sem komu í ljós þegar farið var að sýna hana. Hvílíkt ofstæki, að ætla að banna mönnum að fara í kvikmyndahús!“ í grein sinni í vikublaðinu „Gai Pied“ segist Gaillot leggja til að hommar fái skilyrðislausa inn- göngu í kaþólsku kirkjuna. Yfirmaður Gaillots, Decour- tray kardínáli, hefur bannfært hina untdeildu bók Rushdies „Söngva Satans" eins og hann gerði i sambandi við kvikmynd- ina. í báðum tilfellum sagði hann það vera vegna bess að hinum trú- uðu væri misboðið. Gaillot segist ekki vera þessu sammála. „Múhameð er eign mannkynssögunnar ... hann er ekki frekar eign múhameðstrúar- ntanna en Kristur er eign krist- inna“. Eftir langar viðræður þeirra Gaillots og Decourttays kardinála nýverið hafa þeir skuldbundið sig til að lægja öldurnar og reyna að komast að samkomulagi, sem báðir aðilar geti sætt sig við. (Det fri Aktuelt. Stytt.) Kaþólska kirkjan cet/ast til þess að biskupar hennar haldi sig utan við opin- berar umræður, eða í mesta lagi láti í Ijós hvers- dagslegar, óumdeilanlegar skoðanir. Jacques Gaillot, biskup í Evreux í Nor- mandí, hlýðir þessu ekki og er talinn hinn svarti sauður kaþólsku kirkj- unnar. INGIBJORG ÁRNADÓTTIR Gaillot biskup lætur sig ekki, heldur segir skoðanir sinar um- búðalaust. Auglýsing um uppgjör eldri skattskulda — umsóknarfrestur rennur út 15. apríl nk. — Fjármálaráðuneytið vill minna á, að frestur til að skila umsóknum um skuldbreytingu eldri skattskulda einstaklinga, til innheimtumanna ríkissjóðs eða gjaldheimtna, rennur út 15. apríl nk. sbr. regluberð nr. 73/1989. Um er að ræða skuldir vegna álagðs tekju- og eignarskatts ársins 1987 og fyrri ára, hjá þeim sem höfðu launatekjurfráöðrum, þ.e. ekki aðrar tekjuren þærsem um ræðirí 1. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., 2.-4. tl. A-liðs 7. gr. og C-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síð- ari breytingum. * Krossgátan n 1 2 3 □ 4 ' 5 □ 6 □ 7 § 9 10 □ 11 □ 12 V. 13 L □ Lárétt: 1 bál, 5 mjög, 6 skordýr, 7 áþján, 8 tálmi, 10 eins, 11 aft- ur, 12 spýjan, 13 ástfólgnir. Lódrétt: 1 styrkir, 2 fuglinn, 3 lærdómstitil, 4 vætan, 5 for- smán, 7 hlýjar, 9 óþokki, 12 kind. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stáls, 5 kæra, 6 æla, 7 ha, 8 nafniö, 10 SR, 11 æki, 12 ómar, 13 ansir. Lóðrétt: 1 sælar, 2 traf, 3 áa, 4 skaðir, 5 kænska, 7 hikar, 9 næmi, 12 ós. Þeirsem hinsvegarskuldaaf tekjum af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi eigaekki kost á skuldbreytingu samkvæmt þessum reglum. Gefinn er kostur á að greiða hina vangoldnu skatta með verðtryggðu skuldabréfi til þriggja, fjögurra eða fimm ára. Nánari upplýsingar um lánskjör, gögn sem leggja þarf fram með umsókn og umsóknar- eyðublöð, fást hjá innheimtumönnum ríkis- sjóös og gjaldheimtum. Fjármálaráðuneytið 10. apríl 1989. Gengisskráning nr. 67 — 10. apríl 1989 Bandarikjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dðnsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark Itölsk líra Austurr. sch. Portúg. escudo Spánskur peseti Japanskt yen írskt pund SDR Evrópumynt Kaup Sala 52,930 53,070 89,690 89,927 44,395 44,512 7,2457 7,2649 7,7564 7,7770 8,2742 8,3720 12,5337 12,5669 8,3499 8,3720 1,3461 1,3497 31,9712 32,0558 24,9906 25,0567 28,1910 28,2656 0,03843 0,03853 4,0054 4,0160 0,3418 0,3427 0,4542 0,4554 0,39899 0,40005 75,216 75,415 68,6333 68,8148 58.6597 58,8148 ff STÖÐ2 15.45 Santa Bar- bara. 16.30 Stjórnmálalif (The Seduction of Joe Tynan). 1800 18.00 Veistu hver Amadou er? 3. þátt- ur. 18.20 Freddi og fé- lagar (6). Teikni- mynd. 18.50 Táknmáls- fréttir. 18.15 Feldur. Teikni- mynd með íslensku tali. 18.40 Elsku Hobo. 1900 i ^ 19.00 Poppkorn — endursýning. 19.25 Libba og Tibba. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.009 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist. 20.50 Ærslabelgir (The Comedy Cap- ers). Baróninn. Stutt mynd frá tímum þöglu myndanna. 21.05 Umræðuþátt- ur á vegum frétta- stofu sjónvarps. 22.05 Óvænt mála- lok (A Guilty Thing Surprised). 2. þáttur. Bresk sakamála- mynd i þremur þátt- um. 19.19 19:19 20.30 Leiðarinn. 20.45 íþróttir á þriðjudegi. 21.40 Hunter. 22.25 Pyntingar i Tyrklandi (Turkey — Trading With Tort- ure). Óhugnanlegar staðreyndir benda til að pyntingar séu enn stundaðar 1 tyrkneskum fangels- um og i höfuðstöðv- um tyrknesku lög- reglunnar. ( þættin- um veröur rætt við fyrrum fórnarlömb pyntinga og að- standendur þeirra. 2300 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. 23.05 Draugahúsið (Legend of Hell House). 00.35 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.