Alþýðublaðið - 11.04.1989, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 11.04.1989, Qupperneq 8
MMBUBLOIfi Þriöjudagur 11. april 1989 Reyklaus dagur á morgun 12. apríl Húsnœðisstofnun ríkisins 825 UMSÓKNIR VEGNA KAUPLEIGUÍBÚÐA ’89 Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um tilhögun /ánveitinga. Á morgun verður reyklaus dagur, þriðja árið í röð. Að þessu degi standa Vinnueft- irlit ríkisins og Tóbaksvarn- arnefnd. Aðstandendur reyklausa dagsins vilja að slíkur dagur verði haldinn ár- lega í framtiðinni, eins og gert er víða erlendis. Samfara reyklausa degin- um hafa aðstandendur hans gefið út ýmislegt fræðslu- og áróðursefni gegn reykingum, má þar nefna bækling um óbeinar reykingar og annan sem inniheldur lög og reglur um tóbaksvarnir sem í gildi voru við síðastu áramót. Að auki nokkrar fróðlegarábend- ingar éins og t.d. þá'aö sá sem reykir einn pakka á dag, hann hefur breytt hálfum kílómetra af sígarettum í reyk og ösku, brennt upp andvirði sólarlandaferðar og minnkað lífslíkur sínar um 1- 2 mánuði. Húsnæðisstofnun ríkiss- ins liafa borist umsóknir vegna 825 kaupleiguíbiiða sem óskir eru um að byggja eða kaupa á árinu 1989. Á síðastliðnu ári var úthlutað lánum vegna 250 kaupleigu- íbúða sem byggðar verða í sveitarfélögum utan höfuð- borgarsvæðisins og einnig voru veitt 46 lán vegna kaup- leiguíbúða með búseturétti. Húsnæðisstofnun hefur nú gefið út reglugerð um kaup- leiguíbúðirnar, sem geta ver- ið með tvenns konar hætti: Félagslegar kaupleigu- íbúðir verða fjármagnaðar með lánum úr Byggingar- sjóði verkamanna og al- mennar kaupleiguíbúðir verða fjármagnaðar með lánum úr Byggingarsjóði. í reglugerðinni er kveðið á um það hvaða aðilar geta staðið að byggingu og rekstri kaupleiguíbúða. Þeir sem geta staðið að félagslegu íbúðunum eru annars vegar sveitarfélögin og hins vegar félagasamtök, eða þessir að- ilar í sameiningu. Þeir sem geta staðið að almennu íbúð- unum eru sveitarfélög, fé- lagasamtök eða fyrirtæki eða þessir aðilar í samein- ingu. Lán til almennra og félags- legra kaupleiguíbúða nema að hámrki 85% af þeim kostnaðargrundvelli sem húsnæðismálastjórn hefur samþykkt og liggur til grund- vallar lánveitingum úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Reglugerðin fjallar um þau sérstöku skilyrði sem fé- lög og fyritæki þurfa að upp- fylla til að geta fengið lán vegna kaupleiguíbúða. Eign- ar- og afnotaréttur á almenn- um og félagslegum kaup- leiguíbúðum getur verið leiga með kauprétti, leiga með kaupum á eignarhluta í íbúð eða kaup á íbúðinni. Skilyrði fyrir lánveitingum til fyrirtækja vegna al- mennra kaupleiguíbúða er að fyrirtæki sýni fram á að brýn nauðsyn sé á því að koma upp íbúðarhúsnæði vegna starfsemi sinnar. Þá þurfa fyrirtæki og félög að sýna fram á að þau hafi fjár- hagslegt bolmagn til að greiða lögbundin 15% af kostnaðarverði íbúða. í því samoanai er peim gert aö leggja fram ábyrgðir. Þau félög eða stofnanir sem hyggjast kaupa eða byggja þurfa að fá staðfest- ingu félagsmálaráðuneytis- ins. Jafnframt er kveðið á um leyfilegar hámarksstærð- ir kaupleiguíbúða sem er 130 fermetrar og þær viðmiðanir sem gilda um byggingar- kostnað þeirra. Þá er einnig fjallað í reglugerðinni um ákvörðun húsaleigu og út- hlutunarreglur kaupleigu- íbúða, sem skylt er fram- kvæmdaaðila að birta á op- inberum vettvangi. Ennfrem- ur má húsaleiga aldrei nema hærri fjárhæð en svarar sam- anlögðum tilteknum kostn- aði af útgjöldum fram- kvæmdaaðila við kaupleigu- íbúð. Menntamálaráðuneytið M-hátíðir að hætti Sverris Svavar Gestsson mennta- málaráðherra undirbýr menningarhátíð á Austur- landi í vor, svokallaða M-há- tíð líkt og Sverrir Her- mannsson stóð fyrir sem menntamálaráðherra. Há- tíðinni er ætlað að tengjast því aö hundrað ár eru liðin frá fæðingu rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar, sem báðir voru úr fjórðungnum. í samtali við Alþýðublaðið sagði Svavar að M-hátíðirnar væru ánægjulegur arfur frá Sverri, en þær yrðu þó ekki með nákvæmlega sama sniði og hjá forveranum. Þrjú ungmenni fengu verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu efndu til i tilefni fjörutiu ára afmælis NATO. Davið Björnsson, formaður Varðbergs, afhenti verðlaunin á ráðstefnu um helgina. A-mynd/G.T.K. FIH stórtcekt Kaupir húseignir Ingvars Helgasonar Húsnœði bílasölunnar verður miðstöð félags- og tónlistarstarfs FIH. Félag íslenskra Hljómlist- armanna, FIH, hefur fest kaup á eigntim Ingvars Helgasonar hf., í Rauðageröi þar sem Ingvar var áður með bílaumboð og bílasölu. Ekki hefur fengist upp gefið hvað FÍH greiddi fyrir húsnæðið. FÍH mun flytja alla sína starfsemi í hið nýja húsnæði félagsins, skrifstofur, tónlist- arskóla en að auki er meingin að félagið reki tónleikasal og hljóðver. Þetta er stærsta eign sem íslenskir tónlistar- menn hafa eignast til þessa og tímamót í sögu félagsins. Formleg afhending verður á laugardaginn. Húsnœðisstofnun ríkisins 50% aukning á lánum til félagslegra íbúða Um 50% aukning varð á lánum til félagslegra íbúða- bygginga milli áranna 1987 og 1988. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Húsnæðis- stofnun ríkisins sem út kom í mars. Þar kemur einnig fram að útlán Húsnæðisstofnunar voru meiri en nokkru sinni fyrr á síðasta ári, um 10.2% meiri að raunvirði en árið áð- ur. TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! |5| (12) (21) (23) w (32) X Æ ■ Heildarvinningsupphæö var kr. 9.409.150,- Petta eru tölurnar sem upp komu 8. apríl. 1. vinningur var kr. 5.580.626,- 2 voru með fimm tölur réttar og því fær hvor kr. ^ 5s. d 2.79°.313,- r~i r-, m^\\ Bónusvinninaurinn(fiórartölur+bónustalatvarkr.567.760.-skintistáRvinninnshafa ArYj* / / /7 __ _ S og fær hver þeirra kr. 70.970,- / íf' f t /f~ // < Fiórar tölur réttar. kr. 979.264-. skiotast á 208 vinninashafa. kr. 4.708.-á mann. 1HH / L f / A. //,® Þriártölur réttar kr. 2.281.500,-skÍDtast á 6.500 vinninashafa kr. 351.-á mann Ifi^H/ / SXJl/ //Jvi// 'WQjfímSr § Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en15 • r>r>r-i i i >. i-- - rr>ir-ii S mínutumfyrir útdrátt. SiiTii 685111. UpplýsingasiiTisvan 681511. s Alls námu útlánin Hús- næðisstofnunar rúmlega 7.7 milljörðum, þar af voru 5.8 milljarðar lánaðir úr Bygg- ingarsjóði ríkisins og 1.8 milljarðar úr Byggingarsjóði verkamanna. Frá upphafi þessa áratugar hafa heildarútlán Húsnæðis- stofnunar næstum þrefaldast að raunvirði, hafa farið úr 2.6 milljörðum árið 1980 í 7.7 milljarða á síðasta ári. Annað árið í röð reyndist stærsti lánaflokkur Bygging- arsjóðs ríkisins vera lán til kaupa á eldri íbúðum. Slík lán námu næstum 50% af heildarútlánum sjóðsins. Miðað við fast verðlag er þet- ta því sem næst sama upp- hæð og 1987.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.