Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 19. apríl 1989 MIDWBLMD Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið VORKOMA í VARSJÁ Sögulegarsættirtókust í Póllandi í vikunni. Verkalýðssam- tökin Samstaða var viðurkennd opinberlega. Jafnframt til- kynnti forkólfur Samstöðu að hann hygðist bjóða sig fram til forseta, þegar aðstæður teldust heppilegar. Pólska verka- lýðshreyfingin hefur um árabil ógnað pólsku einræðisstjórri- inni leynt og Ijóst, en með samningi pólsku stjórnarinnar og Samstöðu er í fyrsta sinni viðurkennd stjórnarandstaða í kommúnistaríki. Lech Walesaforingi hinnarfyrrum bönnuðu verkalýðshreyf- ingar hefur látið svo ummælt að opnast hafi leið að lýðfrjálsu Póllandi. í kosningum til pólskaþingsins í júní næstkomandi mun kommúnistaflokkurinn verma 60 þingsæti af hverjum hundraðen 35% þingfulltrúa veröaekki flokkslimir. Þarsem ekki verður leyfilegt að stofna stjórnmálaflokka verða þing- menn andstöðunnar að öllum líkindum úr röðum Samstöðu. í kjölfar kosninganna verður kosinn forseti sem er ætlað að hafi álíka verksvið og forseti Frakklands hefur í dag. Walesa virðist sjálfkjörinn kandídat andstöðuhreyfingarinnar. * A baráttudegi verkalýðsins 1. maí hefst útgáfa ádagblaði í Póllandi austur. Þá kemur á götuna fyrsta sinni dagblað stjórnarandstæðinga í Austur-Evrópu. Brotið er blað í komm- únistaríki. Og vorvindar blása víðar austan járntjalds. I Ung- verjalandi þykjast fréttaskýrendur finna ilm af lýðræði. Miðstjórn ungverska kommúnistaflokksins hefur leyft fjöl- miðlum að starfa frjálst, og talið er að brátt verði stjórnmála- flokkar löggiltir. Gorbatsjof hefur boðað nýja tíma í austurvegi, og þíðan í samskiptum stórveldanna yljar hjörtum manna um allan heim. Búast má við því að boðskapur um aukið lýðræði muni enduróma um gjörvalla Austur-Evrópu og engir múrar stand- ist þá hríð. Walesa og félagar hans í Póllandi fara fyrir fylk- ingu lýðræðissinna. Það er vorkoma í Varsjá. PATTSTAÐA I KJARAMÁLUM Kjaramálin eru í hnút. Alþýðusambandið og vinnuveitendur komu saman í gær til þess að ákveða að bíða eftir því hvað kæmi út úr atkvæðagreiðslu BSRB. Á sama tíma halda há- skólamenn fast við kröfur sínar um að ríkið standi við áður uppáskrifaða reikninga um að háskólamenn njóti sömu kjara og tíðkast á almennum markaði. Ólafur Ragnar Grímsson hefur það eftir samningapostulum sínum að kröfurnar þýði 70-100% kauphækkun. Þjóðin áheimtingu áað vita hvað fjár- málaráðherraávið. Telurhann að háskólamenntaðiropinber- ir starfsmenn hafi allt að því helmingi lægri laun en frjálsi markaðurinn- eða kann Ólafur Ragnar ekki að reikna? Stein- grímur Hermannsson skrifaði undir yfirlýsingu fyrir fjórum árum um að háskólamenn skuli fá markaðslaun og nú geng- ur krafa þeirra út á að þessu markmiði verði náð á þremur ár- um héðan í frá. Deila BHMR og ríkisins er í pattstöðu og næsta útspil hlýtur að koma frá ríkisstjórninni sjálfri. ÖNNUR SJÓNARMID Silja: Þvær mennta- málaráöherra Pilatus- arþvotti í lágfreyðandi leiöara. SILJA Aðalsteinsdóttir, einn af þremur ritstjórum Þjóðviljans (það verður senn einn ritstjóri á hvern útgáfudag blaðsins) ritar leiðara í blað sitt í gær þar sem hún ver gerðir síns meistara, Svav- ars Gestssonar menntamálaráð- herra í Sjafnarmálinu svonefnda. Silja á þó í eilitlum vandræðum einsoggefuraðskilja. Svavarhef- ur orðið uppvís að því að slá á út- rétta sáttarhönd Sjafnar sent bauðst til að sækja ekki um skóla- stjórastarfið að nýju ef Svavar auglýsti ekki stöðuna lausa til um- sóknar fyrr en að loknu skólaári. En menntamálaráðherra kaus að niðurlægja Sjöfn og fjölskyldu hennar þegar þetta erfiða mál virtist í höfn. Jafnvel hollustu ritstjórar eins og Silja eiga erfitt með að koma orðum að þessum gerðum svo Svavar haldi höfði í málinu. En lítum aðeins á handtök Silju þar sem hún þvær Svavar. Pílatusar- þvotti í stampi sínum: „Það sem gerðist var að nýr yfirmaður var ráðinn að skóla. Eftir það gengur starfið illa og óánægja brýst út i uppsögnum kennara og mótmælum foreldra. Embætlismenn menntamála- ráðuneytisins kanna málið vand- lega eins og þeim ber skylda til, og komast að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma ihugun að best sé að skólastjórinn nýi hverfi af vett- vangi. Ekki er honum í kot vísað því lians bíður fyrri starfi við annan vel metinn skóla í borg- inni.“ VIÐ þennan lestur veit lesand- inn ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. Tveir undirsátar menntamálaráðherra sendu frá sér svo hörmulega illa unna grein- argerð að ráðherra hefur enn ekki treyst sér til að birta hana opin- berlega. En grínið heldur áfram: „Það er erfitt að skilja hvað vakir fyrir mönnum sem blása þetta mál út í ónáttúrulegar stærðir, og það svona seint. Mikill þrýstingur var orðinn á mennta- málaráðberra þegar fyrir áramót að grípa í taumana vegna slæmra vinnuskilyrða í Ölduselsskóla. Hann lét ekki undan þeim þrýst- ingi vegna þess að lionum var i mun að skólahald yrði með eins eðlilegum hætti og unnt var gerði hann það sem nauðsynlegt þótti til að reyna að tryggja vinnufrið næsta skólaár mcð fullum fjölda kcnnara og friði við félag for- eldra. Menntamálaráðherra hefði hreinlega ekki haldist uppi lengur að taka ekki ávkörðun í þessu erfiða máli. Til þesseru ráðamenn að þeir taki af skarið að fengnum ráðleggingum bestu manna.“ AUÐVITAÐ hélst ekki menntamálaráðherra lengur að taka ákvörðun i málinu. Nafn- lausar rógsklíkur voru búnar að flæma Sjöfn frá skólanum. Málið aldrei borið undir Fræðsluráð. Þrýstingurinn var á Svavar frá kommaklíkunum að hálshöggva Sjöfn. Þess vegna gat mennta- málaráðherra líklega ekki beðið í örfáar vikur að auglýsa starfið, þótt fullar sættir hefðu verið í sjónmáli. Klíkurnar öskruðu á blóð. Og Svavar gaf blóð. Hann „tók af skarið“ eins og þvotta- kona Þjóðviljans orðar það í hinum Iágfreyðandi leiðara. Því er ekki undarlegt að niður- lag forystugreinar Silju sé eftir- farandi: „Svavar Gestsson var að rækja skyldu sína þegar hann auglýsti starf skólastjóra við Öldusels- skóla laust til umsóknar. Að gera það ekki hefði verið embættisvan- ræksla." MEÐ öðrunr orðum: Að sýna sáttfýsi, mildi og mannúð er embættisvanræksla. Svoleiðis gerum við kommarnir ekki. En sennilega verður Silja að láta renna í vaskinn sinn aftur ef þvotturinn á að lukkast. Svavar er enn með flekkaðar hendur í þessu máli, þrátt fyrir Siljusápuna. EINN MEÐ KAFFINU Nýkjörinn þingmaður hélt jóntfrúræðu sína á þinginu. Þingfréttaritari einn spurði gamalreyndan þingrnann um álit hans á ræðunni. „Jú,“ svaraði þingmaðurinn, „hann á eftir að komast langt. Hann trúir hverju orði sem hann segir.“ DAGATAL Einn innri ríkismarkaður Einhver sagði einhvers staðar, að árið 1989 yrði Ár hinna miklu gjaldþrota. Ég vildi nú heldur orða þetta þannig: Árið 1989 verður Ár hinna nýju fyrirtækja. Sjáið bara Sigló. Þegar Ijóst var að fyrirtæk- ið var að fara á hausinn spruttu eigendurnir til, stofnuðu nýtt hlutafélag og yfirtóku rekstur hins deyjandi og gjaldþrota fyrir- tækis með aðstoð bústjóra sem lagði blessun sína yfir málið. Inn i þessa sérstæðu yfirtöku blandast svo vinatengsl, pólitísk harmónia og almennur klíkuskapur. Sent sagt: íslenskur bisness eins og hann gerist bestur. Eg er að vona að íslenskum fyrir- tækjum verði bjargað á þennan hátt. Að vísu er ríkisstjórnin nteð dálítið tilbrigði við þetta stef; hún vill ekki að stofnuð séu ný fyrir- tæki á rústum hinna föllnu, held- ur að ríkið kaupi hlutabréf i hinum gjaldþrota fyrirtækjum og geri þau þar með lánshæf hjá At- vinnutryggingasjóði. Og þar nteð verða fyrirtækin eins og ný. Þang- að til annað kentur í ljós. Þetta er kallað Hlutafjársjóð- ur. En aðalmálið er, að ekkert fyr- irtæki sk'al á hausinn fara, frekar en í Sovét. Og þau fyrirtæki setn verða gjaldþrota vegna þess að ríkissjóði tókst ekki með einhverj- um hætti að fjárfesta í þeim, rísa hins vegar upp á nýjan leik undir nýju nafni. En eigendurnir eru þeir sömu. íslenskur bisness. Eg hef stundum verið að velta því fyrir mér, þegar menn eru að þenja sig yfir Evrópubandalaginu og segja að Islendingar þurfi að búa sig undir hinar miklu breyt- ingar 1992 þegar Evrópa verður að einum innri markaði; þá hef ég stundum verið að liugsa: Það væri nær að Evrópa byggi sig undir að eiga viðskipti við ríkisfyrirtækið ísland. Ef Steingrímur verður enn for- sætisráðherra, hvernig á hann að útskýra fyrir kollegum sínum í Evrópu, að hann sent æðsti mað- ur ríkisins sé einn stærsti hluthafi einkafyrirtækja á íslandi? Ríkis- sjóður eigi beinlínis í öllunt fyrir- tækjum sem ekki geta borið sig. Kannski að Steingrímur segi að ísland sé allt orðið að einum innri nrarkaði. Ríkismarkaði. Ég er nú hræddur um að aðalskvísan í EB, hún Thatcher í Bretlandi segi þá við kollega Steingrím: „Dear Dennis, meira að segja Gorbat- sjov er hættur í svoleiðis bisness.“ „Er það? Ég man ekki eftir að hafa heyrt það,“ gæti þá Stein- grímur sagt. Ég hitti Kobba rakara í gær og nefndi þetta um 1992 við hann. Kobbi sagði: „Blessaður, hafðu engar áhyggjur að þessu!“ Kobbi kýs Framsókn og má ekki heyra styggðaryrði um for- mann sinn. En ég hélt áfram að nöldra um Hlutafjársjóð og einn innri ríkismarkað. „Blessaður,“ sagði Kobbi „við verðum að bjarga okkur einhvern veginn!“ „Okkur?“ spurði ég. „Já,“ svaraði Kobbi. „Sko, við þurfum að bjarga undirstöðuat- vinnugreinunum og byggðarlög- unum. Hvernig heldurðu að þetta færi annars?“ „En hverjir eiga byggðarlögin og atvinnugreinarnar um land allt?“ spurði ég. „Við“ sagði Kobbi og var rokinn. Ég er enn ekki klár á því, hvað hann átti við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.