Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. apríl 1989 3 FRÉTTASKÝRING Samningur ríkisins og lífevrissióðanna: Vextir reiknaðir eftir á Vaxtalækkun virðist ekki tryggð með þessum samningum þvi vextir eru ákveðnir eftirá. Allt veltur á þvi að ríkisstjórninni takist aö ná mark- miðum sinum i vaxta- og peningamálum. Lans- kjaravisitalan ákveðin fyrir dómstólum. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON í gær voru undirritaðir samningar milli ríkisins og samtaka lífeyrissjóðanna um kjör á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ríkis- ins til loka þessa árs. Með þessu samkomulagi er séð fyrir endann á löngu og erfiðu karpi deiluaðila undanfarnar vikur og mánuði. Helstu atriðum sam- komulagsins má skipta í fimm liði; I fyrsta lagi vext- ir á skuldabréfum með inn- lendri verðtryggingu fara í 6% strax og í 5% i júlí. í öðru lagi miðast hluti skuldabréfakaupanna við gengistryggingu og erlenda nafnvexti sem fela í sér um 5%. raunvexti. í þriðja lagi verða skuldabréf verð- tryggð með núgildandi lánskjaravísitölu. I fjórða lagi verða vextir leiðréttir í janúar nk. í ljósi þeirrar vaxtaþróunar sem verður á næstu mánuðum og í fimmta lagi er það upp- hæðin, en skuldabréfa- kaup sjóðanna eru frá apríl til desember 1989 áætluð um 7 milljarðar króna. Einnig má nefna að skuldabréfin eru framsals- hæf sem er nýmæli. Vaxtalækkunin Það sem hvað harðast var deilt um voru vextirnir. Ríkisstjórnin hefur að markmiði að lækka vexti í landinu og hefur verið þeirrar skoðunar að lækk- un vaxta á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar væri ein leið að því markmiði. Verkamannasambandið fór fram á sérfræðiálit á þessu, hvort lækkun þess- ara vaxta hefði áhrif á al- mennt vaxtastig. í því áliti, sem birt var í fyrradag, kemur fram að svo er að öllum líkindum ekki. það er því vafasamt að ríkis- stjórnin nái markmiðum sínum með þessari sam- þykkt við lífeyrissjóðina. Ekki síst þegar tillit er tek- ið til þess að þrátt fyrir að vextir með innlendri við- miðun séu ákvarðaðir 5-6% samkvæmt sam- komulaginu, þá eru það bara viðmiðunartölur. Vextirnir verða leiðréttir í janúar, hafi þróunin ekki verið sú sem ríkisstjórnin Ieggur allt sitt á að hún verði. í samtali sem Al- þýðublaðið átti við Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóra Samtaka almennra lífeyrissjóða, kom fram að ef þessi regla hefði gilt í fyrra hefðu sjóðirnir feng- ið miklu hærri vexti en þeir fengu í raun. Að auki getur ríkisstjórnin ekki lækkað vexti á skuldabréfum ríkis- sjóðs niður í 5% og sagt líf- eyrissjóðunum að fylgja á eftir vegna þess að til þess að sú lækkun hafi áhrif á endurskoðunarákvæðið þarf ríkissjóður að selja a.m.k. 50% af sinum bréf- unr á því verði. Ólíklegt er talið að nokkur kaupi bréf- in á þeim kjörum ef aðrir vextir eru þá hærri. Vaxtalækkunin lífeyris- sjóðanna byggir semsagt á því að ríkisstjórnin nái því heildarmarkmiði að lækka almenna vexti. Að öðrum kosti hrynur allt heila kerf- ið og leiðréttingin tekur gildi í janúar á næsta ári. Erlend viðmiðun Lífeyrissjóðunum er ætlað að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun með erlendri gengisviðmiðun, svokallaðri ECU viðmið- un. Nafnvextir skuldabréf- anna eru sem stendur rétt rúm 9%. Lífeyrissjóðun- um er ætlað að kaupa slík bréf fyrir 15% að lágmarki ráðstöfunarfjár síns en há- inark 40%. Vextir af þess- um bréfum eru sennilegast lægri sem stendur en af innlendu viðmiðuninni. Miðað er við verðbólgu í Efnhagsbandalagslöndun- um í ár (31/2-4%) og ób- reytt raungengi krónunnar. Þannig á þetta að samsvara 5% raunvöxtum. Með þessu telur ríkisstjórnin sig hafa náð þessum hluta nið- ur í það vaxtastig sem hún vill, þ.e. 5%. Strax verður að setja spurningamerki við óbreyitraungengi. Margir telja að gengið sé í raun þegar fallið og Hrafn Magnússon sagði við Al- þýðublaðið að forvitnilegt væri að sjá livað stjórnar- menn lífeyrissjóðanna gera í þessu, hvort þeir kaupi strax bréf með erlendri við- miðun og reyni að hagnast á gengisfellingu sem marg- ir telja óumflýjanlega. Nokkrir ráðherrar hafa reyndar þegar boðað geng- issig. Lánskjaravísitalan Lánskjaravísitalan var viðkvæmasta atriðið í samningunum. Hrafn Magnússon segir það verða ákveðið öðru hvoru megin við helgina hver lifeyris- sjóðanna fer i mál við Hús- næðisstofnun út af nýju lánskjaravísilölunni. I samningnuin er miðað við þá lánskjaravísitölu sem er i gildi á þeim skuldabréfum sem gefin verða út i janúar 1990. Fyrsti gjalddagi þeirra skuldabréfa verður I. júlí 1991 og þá ciga dómsstólar að liafa skorið úr um það hvaða lánskjaravísitala er í gildi. Gert er ráð fyrir að undirréttur felli sinn dóm í haust og hæstiréttur fyrir árslok 1990. Þannig verður ljóst hvaða lánskjaravísi- tala er í gildi áður en kemur til afborgana af skulda- bréfunum. Það er því Ijóst að enginn veit hvaða vísi- tala er i gildi, ríkið gat ekki beygt lífeyrissjóðina undir þá nýju og sjóðirnir gátu ekki samið um þá gömlu. Þessvegna er beðið eftir dómsstólum. Niðurstaðan Ríkisstjórnin mun selja skuldabréf á 6.8 og 7% út þennan mánuð. Síðan er meiningin að lækka þau i 5%. Geti ríkissjóður selt bréfin með þeim vöxtum lækka lífeyrissjóðirnir sina vexti að sama skapi. í áð- urnenldri álitsgerð sem gerð var um áhrif vaxta skuldabréfa húsnæðis- stofnunar kemur það fram að vegna þess að hér er um skyldukaup að ræða þá sé alls ekki víst að þetta hafi nein áhrif á almenna vexti. Þarna er því allt i óvissu. Engin niðurstaða er í lánskjaravisitölumálinu, í því er beðið eftir dómsstól- um. Gengistryggingin er ótrygg því endanlegir raun- vextir bréfa sem keypt eru með erlendri viðmiðun eru m.a. miðuð við raungengi islensku krónunnar. Þá til langs tíma og þetta er auð- vitað spurning um það hvernig gengisþróun verð- ur næstu árin. Raunvext- irnir eru fastir á hverju bréfi sem er til 15 ára. Lífeyrissjóðirnir eru hæstánægðir, þeir náðu öllu sínu fram nema láns- kjaravísitölunni. Spurn- ingin er hvort ríkið hafi ekki leikiðafsér. Allt bygg- ir á því að rikisstjórnin nái markmiðum sínum í pen- ingamálum og takist að lækka almenna vexti. Um það verður framtíðin að skera úr uni. Benedikt Davíðsson, stjórnarformaður Sambands almennra lifeyrissjóða, og Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra, skrifa undir samninga ríkisins og lífeyrissjóöanna um skulda- bréfakaup þeirra siðarnefndu á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar. Samningurinn vekur ýmsar spurningar en báöir aðilar virtust una glaðir viö sitt. Viðskiptaráðherra: Fasteignaskattar hæstir i Bretlandi og Bandarikjunum Bandarískt matsfyrirtœki: Rikissjóður hefur gott lánstraust Fasteignaskattar á ísiandi eru meðal hinna hæstu sem gerast innan OECD ríkjanna þegar miðað er við hlutfall þeirra af vergri þjóðafram- leiðslu. Hlutfallið var hér á landi 0,91%, en hlutfallið var lægra í 16 löndum en hærra í 7 löndum. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Hreggviðs Jónssonar og Inga Björns Albertssonar, frjálsyndra hægrimanna. Það vekur athygli að fast- eignaskattarnir eru mun hærri í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Japan og Ástralíu en hér. Almennt ættu þessi lönd þó að teljast draumalönd ‘frjálslyndra hægrimanna'! Fasteigna- skattar eru hins vegar ekki innheimtir í Ítalíu, Portúgal og Tyrklandi og hverfandi í Belgíu og á Spáni. Sum lönd innheimta að auki aðeins fasteignaskatta af lögaðilum en ekki einstaklingum, eins og Ástralía, Danmörk og Holland. Þótt Bandaríkin og Bret- land slái okkur við í fast- eignasköttum eru þeir nokk- uð háir hér á landi miðað við þá Iitlu áherslu sem almennt er lögð á beina skatta gagn- vart óbeinu sköttunum. Bandaríska matsfyrirtæk- ið Standard & Poors tclur ríkissjóð íslands hafa trausta cndurgreiðslugctu á alþjóð- legum fjármagnsmörkuð- um, bæði til langs og skamms tíma. Með öðruin orðum að yfirleitt séu góðar likur á því að ísland geti stað- ið við þær skuldbindingar sem landið hefur tekist á hendur og cinungis lítil hætta á óhagstæðri efna- hagsþróun. Ekki fær reyndar ríkis- sjóður toppeinkunn hjá matsfyrirtækinu og fá þann- ig hin Norðurlöndin talsvert ótvíræðari gæðastimpil og einnig lönd eins og Belgía og Ítalía. ísland lendir í næst efsta flokki ásamt löndum eins og írlandi, Spáni og Tai- wan. Mat á endurgreiðslugetu til skammstíma, ef jákvætt er, getur endurspeglast í betri kjörum fyrir ríkissjóð á markaði víxla sem ríkissjóð- ur gefur út í London. Fulltrú- ar S & P komu til landsins í nóvember sl. og ræddu við starfsmenn fjármálaráðu- neytis, Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar, en hér hafa einnig komið fulltrúar frá matsfyrirtækinu Moodys Investor Services og er niður- staðna þeirra að vænta um næstu mánaðarmót. A Iþýðuflokksfélag Gardabœjar og Bessastaðahrepps Ný st jórn Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps var hald- inn mánudaginn 6. mars í fé- lagsheimilinu í Garðabæ. í skýrslu formanns kom fram að öflugt starf var hjá félag- inu á síðastliðnu ári. Bæjar- málaráð hélt reglulega fundi með mörgum góðum gestum og aligóðri þátttöku félags- manna. Ný stjórn var kjörin og er formaður nú Gunnar M. Pétursson, gjaldkeri Giss- ur Gottskálksson, ritari Fjóla Björgvinsdóttir, vara- formaður Erna Aradóttir og meðstjórnandi María Gests- dóttir. í varastjórn voru kjörnir Reynir Harðarson og Karl Guðlaugsson. Félagið færir fráfarandi formanni þökk fyrir mjög gott starf. Flokksstarf Alþýðuflokksins í brennidepli Flokksstjórn og formenn félaga i Alþýðuflokknum sátu fund i Flughótelinu í Keflavík á laugardag undir yfirskriftinni „Eflum flokksstarfið". Fundurinn var vel sóttur og umræður fjörugar. A-mynd/G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.