Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. april 1989 5 SJAVARSÍÐAN Öryggismál siómanna Hvað er i gúmmibjörgunarbátnum? Hér á Sjávarsíðunni höfum við síðustu miðvikudaga fjallað um björgunarbáta og meðferð þeirra. í dag ætlum við að taka fyrir hver búnaður björgunarbáta er. Sjó- menn ættu að kynna sér vandlega búnað bátanna og vita í hvívetna hvaðiþar er að finna. Viti sjómenn að hverju þeir ganga um borð í bátunum stuðlar það að öruggum handtökum ef notkun þeirra verður staðreynd. Búnaður______________________ gúmmíbjörgunarbáta 1. I öllum bátum er flothæfur kasthringur með 30 metra langri flotlínu sem hægt er að kasta til manna sem eru á floti í sjónum. Einnig er hægt að snreygja hringnum upp á ann- an arminn og synda síðan að máttvana manni eða meðvit- undarlausum. 2. í hverjum bát er að finna einn til tvo hnífa. Fjöldi þcirra fer eftir stærð bátsins. 3. Eitt til tvö austurtrog eru í hverjum bát eftir stærð. 4. Tveir svampar eru í bátunum til að þerra upp bleytu og gera þar með vistina bærilegri. 5. Við gúmmíbátinn er fest eitt rekankeri og annað er til vara í birgðapakka bátsins. 6. í bátnum eru tvær árar. 7. Ef gat kemur á lofthólf báts- ins þá er lím og bætur að finna í birgðapakkanum. 8. Loftdæla er í bátnum til að dæla upp botn bátsins og einnig til að bæta lofti í hólf hans ef þurfa þykir. 9. Þrír dósahnífar eru í bátnum til að opna vatnsdósir. 10. 1 bátnum er lyfjapakki númer 6 sem hefur að geyma nauð- synleg hjúkrunargögn við fyrstu hjálp. Einnig er þar að finna sjóveikistöflur, sem menn ættu að taka strax til að komast hjá sjóveiki, höfuð- verkjatöflur auk bakteríu- drepandi áburðar. 11. Ryðfrítt drykkjarilát með mælistrikum er í bátnum. 12. Til nterkjasendinga er vasa- Ijós með auka rafhlöðum og peru, spegill, blístra, tveir fallhlífarflugeldar og sex handblys. 13. Handfæri er að finna í bátn- um ásantt krókunt. 14. Matarskammtur er í bátnum fyrir hvern mann. Eru skammtarnir ekki þorsta- aumkandi. Einnig er kandís í matarbirgðunum. 15. Vatnsbirgðir eru í bátnum og er hverjum manni ætlaðir 1,5 lítrar. Einnig er í sumum bát- um seltueyðingartæki sem framleitt getur drykkjarvatn úr sjó. Ef það er til staðar þá er vatnsmagn niinna i bátn- um. 16. Notkunarreglur um gúmmí- bátinn eru í honum auk leið- beininga um merkjagjafir til björgunarsveita. 17. í bátnum eru varmapokar úr áli sem sjómenn ættu að fara strax í til að varnast ofkæl- ingu. 18. í bátnum er neyðarsendir sem FISKMARKAÐURINN í HAFNARFIRÐI Sala vikuna 8.-14. april Þorskur slægður 86.2t 51.68 Þorskur óslægður 68.7t 45.59 Ýsa slægð 8.8t 71.67 Ufsi slægður 3.0t 28.55 Ufsi óslægður 0 0 Karfi 53.1t 34.67 Koli 3.3t 49.32 Grálúða 0 0 Blandað 16.5t 75.06 Samtals selt: 239.6t 47.17 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Sala vikuna 8.-14. april. Þorskur slægður 4.9t 47.90 Þorskur óslægður 98.7t 44.09 Ýsa slægð 12.3t 57.49 Ýsa óslægð 47.Ot 60.09 Ufsi slægður 36.4t 22.91 Ufsi óslægður 1.7t 12.90 Karfi 38.3t 29.15 Koli slægður 1.0t 40.25 Koli óslægður 4.7t 46.43 Grálúöa 0 0 Blandað 7.7t 66.87 Samtals selt: 252.7t 42.71 FAXAMARKAÐURINN Sala vikuna 8.-14. april. Þorskur slægður 9.7t 44.48 Þorskur óslægður 93.11 44.90 Ýsa slægð 15.5t 50.86 Ýsa óslægð 7.4t 59.33 Ufsi slægður 2.7t 28.09 Ufsi óslægður 0.8t 29.00 Karfi 25.9t 33.37 Koli slægður 0.11 30.87 Koli óslægður 0.5t 34.02 Grálúða 0 0 Blandað 7.6t 77.10 Samtals selt: 163.3t 45.63 Sýnishorn af þeim búnaði sem er i gúmmibjörgunarbátum. sendir út á 121,5 MHZ og 243 MHZ. Skipbrotsmenn ættu strax að setja liann í gang en allar leiðbeiningar varðandi gangsetningu er að finna á honum. Næstkontandi miðvikudag verður haldið áfrarn umfjöllun um gúmmíbáta hér á Sjávarsíð- unni. Verður þá rætt unt hvernig menn eigi að bera sig að unt borð í bátunum. SIGURDUR PETUR HARÐARSON FISKSÖLUR ERLENDIS Á erlendum mörkuðum voru seld samtals síðustu viku 2572.3 tonn. Var mest selt af gámafiski i Englandi samtals 1600 tonn. Þrjú skip seldu í Englandi samtals 267.5 tonn, og í Þýskalandi seldu einnig þrjú skip samtals 704.8 tonn. Verðin á erlendu mörkuðunum voru frekar i lægri kantinum. Eftir- farandi tafla sýnir sundurliðun á erlendu mörkuðunum og áætlaðar sölur erlendis í komandi viku. Sölur skipa i Þýskalandi 10.-14. apríl. Skip: Selt magn kr. pr. kg. Viðey RE-6. 368.2t 51.97 Hegranes SK-2 165.9t 60.91 Þorlákur ÁR-5 170.6t 57.81 Þorskur 46.5t 66.21 Ýsa 25.7t 53.92 Ufsi 9.6t 53.10 Karfi 583.0t 54.05 Koli 0 0 Grálúða 22.0t 81.01 Blandað 19.0t 47.14 Ögri RE seldi I gær 287t. meðalverö 70.07. Haukur GK selur I dag. Sólborg QF selur á morgun. Sölur skipa í Englandi 10.-14. april. Sólborg SU 202 68.6t 75.29 Katrín V E 47 78.7t 71.53 Otto Wathne NS-90 120.11 80.18 Þorskur 170.9t 83.12 Ýsa 70.7t 73.53 Ufsi 16.0t 33.80 Karfi 0.8t 45.30 Koli 0 0 Grálúða 0 0 Blandað 9.0t 49.06 Sigurey BA selur í dag. Gámasölur í Bretlandi 10.-14. april. Þorskur 411.11 77.13 Ýsa 570.3t 78.43 Ufsi 38.7t 35.81 Karfi 19.6t 49.00 Koli 365.8t 72.64 Grálúða 52.7t 70.17 Blandað 141.8t 72.67 AFLAKONGAR FJÓRÐUNGANNA i sföastliðinni viku var afli frekar tregur i net og á linu á svæóinu frá Akranesi og norður um allt aó Langa- nesi samkvæmt upplýsingum blaðs- ins. Á öðrum svæðum var afli betri en þó ekki eins góður og í fyrri viku. Ekkert lát virðist vera á grásleppu- veiðinni við Langanesið. Grásleppu- veiði á vestanveröu Norðurlandi er léleg aöeins ein grásleppa að jafnaði i net. Aflakóngar i einstökum tandshlut- um vikuna 10. til 16. april 1989 voru eftirtaldir bátar: Suðvesturland Friðrik Sigurðsson ÁR-17 Útgerðarstaður: Þorlákshöfn Afli: 149.142 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Sigurður Bjarnason Vesturland Skarösvik SH-105 Útgeröarstaður: Rif Afli: 61.200 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Sigurður Kristjónsson Vestfirðir Vestri BA-63 Útgerðarstaður: Patreksfjörður Afli: 51.000 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Kristinn Guðjónsson Norðurland Geir ÞH-150 Útgerðarstaöur. Þórshöfn Afli: 42.164 kg Veióarfæri: Net Skipstjóri: Jónas Jóhannsson Austfirðir Skógey SF-53 Útgerðarstaður: Hornafjörður Afli: 131.492 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri: Jón H. Hauksson Vestmannaeyjar Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Útgerðarstaður: Vestmannaeyjar Afli: 190.654 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri: Sigurjón Óskarsson Alþýðublaðið er i sambandi viö 50 aðila út um land sem gefa upp afla- tölur á hverjum stað einu sinni i viku. Þetta eru viktarmenn, fiskverkendur og einstaklingar vitt og breitt um landið. Út frá þessum upplýsingum eru aflakóngar fjórðunganna fundnir og einnig aflakóngar vikunnar. Án aðstoðar þessa fólks væri útnefning aflakónga vikunnar ekki möguleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.