Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. apríl 1989 3 Sokkni sovéski kqfbáturinn: UFRIKIÐ TALIÐ I OVERIILEGRI HÆTTU Greinilegur hagsmunaárekstur milli ríkja Atlantshafsbandalagsins um áherslur í afvopnunarmálunum, segir varnarmálaráðherra Noregs Norsk hermálayfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að óveruleg hætta stafi af hinum sokkna sovéska kafbáti á V-Barentshafi út af Noregsströndum. Að litil hætta sé á því að geisla- virk efni komist út í umhverfið og að þótt svo færi væri áhættan lítil á þessu dýpi þar sem hreyfing sjávar er óveruleg, efnin myndu bindast öðrum efnum á sjávarbotni og vart berast i fæðukeðj- una á grunnsævi fyrr en að iöngum tíma liðnum og þá í hættulitlu magni. Slys þetta og umræðan um það hefur á hinn bóginn ýtt undir ágreining milli rikja Atlantshafsbandalagsins um tilhögun afvopnunarmála, þar sem þjóðverjar og önnur Miðevrópuríki vilja koma þungamiðjunni þaðan og yfir í skipin og kafbátana og þar með á og í Atl- antshafið. í Noregi hefur verið birt- ur úrdráttur úr leynilegri skýrslu öryggismálastofn- unar norska hersins frá 1986, þar sem fjallað er um mögulegar afleiðingar af siglingum kjarnorkukaf- báta við strendur Noregs. Skýrslan sjálf er enn trún- aðarmál, en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra gat þess í ræðu sinni um utanríkismál í gær að norsk yfirvöld hygðust gera skýrsluna op- inbera á næstunni. Sér- staklega var fjallað um áhrif af slysum eins og því er sovéskur kafbátur sökk út af Noregi nýverið. í forgrunni úttektar stofnunarinnar eru áhrifin fyrir fólk og umhverfi af því ef geislavirk kjarn- orkuefni berast í hafið og dreifast og í úrdrættinum hefur sérstaklega verið miðað við tegundina „Mike“, en það var slíkur kafbátur sem sökk út af Noregi um daginn. Skýrslan byggir að vísu að mestu á upplýsingum um kafbáta af vestrænni fyrirmynd, en bætt hefur verið við vitneskju um sér-sovéska hönnun. Sov- éskir bátar hafa nær und- antekningarlaust tvo kjarnakljúfa og tvöfaldan skrokk. Bæði fyrir vestan og austan er um að ræða margfaldan öryggisbúnað i kerfinu til að hindra dreif- ingu á geislavirkum efnum út fyrir kafbátinn. í stærstu dráttum eru fjórir tæknilegir „múrar“ sem þurfa að hrynja áður en efnið fer út. Fyrsti múrinn er „hylk- ið“ utan um kjarnaofninn. Annar múrinn er grunn- kerfið sem innifelur m.a. þrýstitank, hitaleiðara, dælur og rör. Þriðji múr- inn er það hlífðarkerfi sem umlykur kerfið allt. Fjórði múrinn er síðan hinn tvö- faldi skrokkur kafbátsins. Sprenging vegna bruna útilokuð__________ í skýrslunni er talin óveruleg hætta á því að óhapp — af þessu tagi — leiði til þess að efnin bræði sig í gegnum ofninn. 1 verstu tilfellum er talið mögulegt að „hylkið“ utan um efnið verði fyrir skaða og í slíku tilfelli er talið mögulegt að 10-15% efnis- ins komist út í umhverfið, miðað við að aðrir múrar bresti þá einnig. Þetta er talinn fjarlægur en ekki útilokaðurmöguleiki. Með öðrum orðum er taldinn óverulegur möguleiki á því að geislavirk efni berist i umhverfið. Það er enn fremur talið að notkun sovétmanna á blýi í kælikerfi kjarnaofns- ins kunni að virka sem raunverulegur fimmti múr- inn gegn leka. Norski herinn telur þannig litlar líkur á út- breiðslu geislavirks efnis í hafið, en í skýrslunni er samt sem áður fjallað um afleiðingar þess ef slikt gerist og í úrdrættinum er sérstaklega tekið tillit til staðsetningar „Mike“ kaf- bátsins nýsokkna. Hann er á 1500-1600 metra dýpi. Ef 10-15% af kjarnaefninu berst út úr kafbátnum eru straumar á þessu dýpi þannig, að efnið myndi að líkindum þjappast saman í massa við botninn og liði langur tími þar til hluti efn- isins bærist í fæðukeðjuna á grunnsævi. Ekki er sagður minnsti möguleiki á því að kjarn- orkusprengjurnar í kaf- bátnum taki upp á því að springa, jafnvel þótt kjarnaofninn brenni. Plutonium efnið mun hins vegar fyrr eða síðar komast í snertingu við sjó og þá leysast upp í honum á löngum tíma, bindast öðrum efnum sjávarins, falla á sjávarbotninn og bindast þar efnum og hlut- um. Hreyfingin á sjávar- botninum er mjög lítil á þessu dýpi og áhættan fyr- ir fæðukeðjuna um leið tal- in hverfandi. Ágreiningur ríkja Atlantshafsbanda- lagsins Þótt hættan á stórfelldu umhverfisslysi sé á þann hátt talin lítil sem engin hefur óhappið sem sovéski kafbáturinn lenti í óhjá- kvæmilega beint augum manna í ríkara mæli en oft- ast áður að umferð kafbáta á þessum slóðum. Varnar- málaráðherra Noregs, Johan Jörgen Holst, hefur lýst yfir áhuga sínum á því að gera tvíhliða samning við Sovétríkin um ferðir kjarnorkuvopnaskipa og kafbáta, svipað og stór- veldin hafa rætt um. Stór- veldin hafa viðrað bann á kjarnorkuvopnum í kaf- bátum, nema langdrægar kjarnaflaugar, sem þýddi að kafbátar stórveldanna þyrftu ekki að sigla nálægt ströndum hvors annars. Holst hefur lýst yfir vilja sínum til að gera samning við sovétmenn um öryggis- ráðstafanir hvað Noregs- strendur varðar. Yfirlýsing Holst hefur ýtt undir ágreining sem kraumað hefur undir með- al ríkja Atlantshafsbanda- lagsins. Þjóðverjar hafa ólmir viljað draga úr vopnabúnaðinum hjá sér og beina Iangdrægum kjarnorkuvopnum til skip- anna og kafbátanna í og á hafinu. Þetta þýðir óhjá- kvæmiiega að þungamiðja mögulegra átaka færðist meir en fyrir er út á Atl- antshafið. Holst viður- kennir þennan ágreining í viðtali við Arbeiderbladet 12. apríl síðastliðinn og segir að hagsmunaágrein- ingurinn sé greinilegur í þessum efnum. Engin slys hjá könum Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra lét þess getið í ræðu sinni í gær að ekki væri vitað um nein óhöpp hjá bandaríska sjó- hernum sem ógnað hafa óbreyttum borgurum eða náttúrulegu umhverfi og að aldrei hafi átt sér stað kjarnorkuslys á þeim 35 árum sem kjarnorkuknúin skip hafa verið í notkun. „í samtali mínu við sendi- herra Sovétríkjanna á ís- landi fyrr í mánuðinum óskaði ég eftir hliðstæðri greinargerð Sovétmanna, sem því miður hefur enn ekki borist“. FRÉTTIN BAK VIÐ FRETTINA ÞINGMENN í FÍLABEINSTURNI? Þaö er ekki gæfulegt ástand í þjóömálaumræö- unni þegar stjórnmálamenn skilja ekki hvað þeir eru að segja, fréttamenn skilja ekki þær fréttir sem þeir flytja og almenningur botnar þá að sjálfsögðu ekki upp eða niður i því flóði sem hellt er yfir hann á hverjum degi í formi frétta. Þetta virtist vera nokkuð samhljóða álit þeirra sem fram komu í Mannlega þættinum í sjónvarpinu siðastliðið sunnudagskvöld. En er það nokkur furða þótt allir séu orðnir ruglaðir í ríminu í þess- um efnum. Endalaust er tönglast á orðum sem segja ákaflega lítið um það sem að baki býr. Daglega er í fréttum minnst á vísitölu bygginga- kostnaðar, lánskjaravísi- tölu, framfærsluvísitölu, framlegð, skilvirkni, rekstrargrundvöll, mis- gengi svo ekki sé nú minnst á atvinnustig og þjónustu- stig. Einu sinni var talað um að atvinnuhorfur væru góðar eða slæmar. Nú er atvinnustigið hátt eða lágt. Áður þurftu fyrirtæki stundum að draga úr þjón- ustu þegar að kreppti. Nú heitir það að þjónustustig- ið t'ari lækkandi. Þannig mætti lengi telja. Ekki við pólitíkusa eina að sakast__________ í þeirri yfirþyrmandi efnahagsumræðu sem hér stendur yfir frá morgni til kvölds og hefur gert lengur en elstu menn muna eru stjórnmálamenn mjög áberandi eðli málsins sam- kvæmt. Það virðist því liggja beinast við að kenna þeim um það að umræðan skuli fara fram á jafn tor- skilnu máli og raun ber vitni. eg hefi kynnst mörg- um ágætum mönnum úr öllum flokkum og verð þess ekki var að þeir tali eða túlki sinar skoðanir með öðrum orðum en allur almenningur þegar rætt er urn daginn og veginn. En þegar sumir þeirra eru komnir í ræðustól á þingi eða í fjölmiðla verður oft erfitt að henda reiður á hvað þeir eru að segja. Málfarið verður upphafið og ýmis ný hugtök verða til. Ég er mjög efins um að þarna séu þeir að nota orðalag sem þeim er í raun eiginlegt. Miklu frekar eru þeir að segja beint hvað hafi staðið í síðustu skýrsl- unum sem þeir fengu í hendur frá hinum sérfræð- ingnum eða þessum. Efna- hagsspekingum virðist erfitt að beita íslenskunni rétt eða tala venjulegt mál sem allir skilja. Þeir vefja mál sitt inn i umbúðir orða og hugtaka sem eru okkur sauðsvörtum almúganum framandi. Sama má segja um ýmsa talsmenn hinna og þessara hagsmunasam- taka og fyrirtækja. Stund- um er engu líkara en þeir séu að burðast við að þýða yfir á íslensku það sem þeir hugsa á ensku. Og það étur hver orðskrípin upp eftir öðrum. Hluti þessa vandamáls stafar af því að hér eru fjöl- miðlar endalaust að kalla menn til viðtals uin efna- hags- og þjóðmál án þess að viðkomandi hafi nokk- uð nýtt að segja frá deg- inum áður. í örvæntingu reyna þeir því að búa það sem þeir sögðu í gær í nýj- an búning með enn frekari umbúðum og málalenging- um. Innihaldið er ekki neitt. Þjóðarsálin á méti þingmönnum?___________ Ég hlusta stundum á Þjóðarsálina á Rás 2 og hliðstæðan þátt á Bylgj- unni. Hlustendur hringja inn á stöðvarnar og létta á hjarta sínu um hvaðeina sem þeim er efst í huga. Margir eru bullukollarnir í þessum hópi sem hafa ekk- ert fram að færa en eru að fullnægja einhverri þörf til að láta á sér bera. Inn á milli koma svo hinir skemmtilegustu menn og konur og þá ekki síst fólk utan af landi. Eitt hefur mér fundist áberandi í þeim þáttum sem ég hef hlustað á. Það er sýknt og heilagt verið að skamma alþingismenn. Þetta sé há- launaður forréttindahópur sem ekki geri neitt af viti og ætti helst að fækka þeim um að minnsta kosti helm- ing. Stundum er þetta stutt með þeim rökum að þeir dóli bara þarna við Austur- völl og viti ekkert um líf og „Nú eru þingmenn auðvitað mismiklir verkmenn eins og annað fólk. En þetta sífellda nöldur út í þingheim og ríkis- stjórn svo ekki sé minnst á beinar svíviröingar og persónu- legar skammir út i einstaka þingmenn á ekki rétt á sér nema fylgi þá málefnaleg gagnrýni,11 segir Sæmundur Guðvins- son m.a. í grein sinni. störf venjulegs fólks í land- inu. Nú eru þingmenn auð- vitað mismiklir verkmenn eins og annað fólk. En þetta sífellda nöldur út í þingheim og ríkisstjórn svo ekki sé minnst á beinar sví- virðingar og persónulegar skammir út í einstaka þing- menn á ekki rétt á sér nema fylgi þá málefnaleg gagn- rýni. Mér finnst hins vegar ekki ólíklegt að hluti af þessu jagi í garð þingsins stafi einfaldlega af því að þeir tala alltof oft til fólks í gegnum fjölmiðla og þá í anda þessa hvimleiða sér- fræðingavaðals í stað þess að tala beint við fólk. Og gefa almenningi kost á að spyrja og fá hreinskilin svör. Það er hlálegt að nú á tímum þegar fréttir af AI- þingi hafa líklega sjaldan verið jafn fyrirferðarmikl- ar í fjölmiðlum skuli bilið milli kjósenda og þing- manna stöðugt vera að breikka. Okkur er orðið nokk sama hvort halli á fjárlögum ríkisins er tveir milljarðar eða sjö því þetta er ekki sett í samhengi við okkar daglega líf. Ekki bara fyrir__________ kosningar________________ Það urðu ýmsir til að fetta fingur út í sameigin- leg fundahöld formanna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Mér finnst að þetta framtak hafi verið til fyrirmyndar og mættu fleiri fara að þeirra dæmi. Þarna gafst fólki tækifæri til að ræða við þessa stjórnmálaforingja beint og milliliðalaust og spyrja þá spjörunum úr. Að vísu halda stjórnmálamenn oft fundi í hinum og þessum félögum viðkomandi flokka. Þar mæta nokkrir dyggir stuðningsmenn og hlýða andaktugir á boð- skapinn, fá sér kaffi og fara svo heim. Fyrir kosningar fyllast þingmenn og aðrir fram- bjóðendur hins vegar mikl- um áhuga á að hlera ofan í landslýð og flykkjast þá á vinnústaði og ræða við fólkið. Þar er hinu og þessu lofað ef viðkomandi mað- ur eða hans flokkur fær atkvæði sem flestra. Það vill hins vegar fara svona og svona með efndirnar. Því ekki að stíga oftar niöur til fólksins og ræða við það á venjulegu máli og segja því beint hvað hafi áunnist og hvað hafi mis- farist? Sumir þingmenn hafa kvartað undan því i ntín eyru að þeir geti ekki sótt skemmtistaði vegna þess að þar séu þeir jafnan umsetnir af góðglöðu fólki sem vilji ræða þjóðmálin. Vafalaust er það satt og rétt. En staðreyndin er sú, að þrátt fyrir allt nöldur út í þingið er mikill áhugi á stjórnmálum og því eðli- legt að fólk grípi hvaða tækifæri sem gefst til að spjalla við þá sem eru í fararbroddi. Gefið okkur bara fleiri tækifæri. SÆMUNDUR GUÐVINSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.