Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. april 1989 7 UTLOND Morðingi leysir frá Sjónvarpsmaöurinn David Frost átti klukkutíma viðtal við Sirhan Sirhan, morðingja Roberts Kennedy, eftir að hann framdi illvirkið. Viðtalið fór fram í Soladad-fangelsinu í Kaliforníu, þar sem Sirhan afplánar dóm sinn. Varð að deyja ______________ „Kenndey varð að deyja, því hann var hlynntur vopnasölu til ísraels. Ég verð að viðurkenna að núna iðrast ég þess að hafa drepið hann það var ekki af persónulegu hatri, heldur vegna þess, að ég taldi mig vera að gera öðrum gagn. Robert Kennedy var mikil ógnun gegn arabaþjóðum, því hann studdi fjandmenn okkar,“ segir Sirhan m.a. í viðtalinu. Sirhan skýrir jafnframt frá því, að hann telji Robert Kennedy hafa ve ið hetju, svo mótsagna- Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti Robert Kennedy, líkir verknaði sínum við að gyðingur hefði myrt Adlolf Hitler í Þýska- landi nasismans. Hér sést þegar Robert Kennedy er borinn út úr Hotel Ambassa- dor i Los Angeles, eftir aö Sir- han Sirhan skaut á hann. skjóðunni kennt sem það nú er. „Kennedy var fyrirmynd mín, hann var verndari og talsmaður hinna bágstöddu, og ég iðrast gjörða minna innilega.“ Þrátt fyrir að Sirhan segist iðr- ast telur hann sig hafa haft ástæðu til að fremja verknaðinn. „Kennedy lék tveimur skjöldum, hann batt enda á Víetnam-siríðið en um leið studdi hann vopnasölu til ísraels, það gerði mig æfareið- an.“ Sirhan líkir morðinu á Kennedy við það, að gyðingur hefði myrt Adolf Hitler. Þegar David Frost lýsti yfir undrun sinni á því, að líkja Hitler og Kennedy saman svarar Sirhan: „Þessu má likja saman; þegar maður ógnar öðr- um kallar það á aðgerðir. Kenn- edy var vissulega maður sem ég dáðist að og virti. Þegar hann fór að styðja íraelsmenn fór ég að líta hann öðrum augum. Mér fannst Robert Kennedy hafa brugðist þeirri ímynd, sem ég hafði af hon- um, vera greinlega að bregðast öllu því, sem ég dáði hann fyrir.“ Sirhan segist hafa orðið sér- staklega reiður, þegar hann frétti að Kennedy ætlaði að senda her- flugvélar til ísraels. „Með því kallaði hann dauða og eyðileggingu yfir santlanda mína og trúbræður, og það var óþolandi," sagði Sirhan Sirhan. Það var bróðir hans sem sagði til hans og kom honunt í hendur lög- reglunnar. Sirhan Sirhan stendur enn á þvi fastar en fótum, að hann hafi staðið einn að baki verknaðarins. Robert Kennedy var myrtur fjóru og hálfu ári eftir að eldri bróðir hans, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, var myrtur þ. 22. nóvember árið 1963 í Dallas, Texas. Robert Kennedy hafði einmitt unnið stórsigur í forkosningum til forsetaframboðs, þegar glæpur- inn var framinn. Hann aflaði sér gífurlegra vinsælda, þegar hann krafðist þess að Bandaríkin hættu tafarlaust afskiptum af Víetnam- stríðinu, og það var talið næsta víst að hann yrði kosinn í forseta- embætti. Morðingi hans, Sirhan Sirhan, var 24 ára gamall Palestínumað- ur, sent ólst upp í smáþorpi á vest- urbakkanum. Þegar israelsmenn hernámu svæðið, 1967, tók hann þá ákvörðun að flytja til Banda- rikjanna. Fljótlega lýsti hann því yfir að Kennedy yrði að deyja vegna stuðnings við ísrael. Þess vegna var hann myrtur nákvæm- lega ári eftir að sex daga stríðið hófst þ. 5. júní 1968. (Det fri Aktuelt. Stytt.) SJÚNVARP Stöð 2 kl. 16.30 KISULÓRUR** Bandarísk kvikmynd, gerð 1965, Jeikstjóri Clive Donner, aðalhiut- verk Peter O’Toole, Peter Sellers, Wóody Allen, Ursula Andress, Romy Schneider. Þessi mynd er einkum söguleg fyrir það að hér kemur Woody Allen fyrst fram sem bæði handritshöf- undur og leikari í sama mund. Myndin segir frá tískublaðaútgef- anda (O’Toole), sem á í vandræðum með ástalíf sitt. Hann leitar til sál- fræðings (Sellers) sem reynist jafn- vel enn geggjaðri en sjúklingurinn. Myndin er ekki nema í meðallagi og áhorfandinn neyðist til að líta fram hjá all mörgum misheppnuðum fyndnitilraunum meðan hann bíður eftir því að góðir brandarar líti dagsins Ijós. Þeir eru vissulega þarna inn á milli. Titillag myndar- innar, sem heyrist nokkuð oft enn þann dag í dag, var sungið af gamla kyntröllinu Tom Jones, höfundar voru Hal Davis og Burt Bacharach. Það er því hellingur af frægu fólki og sömuleiðis eitthvað af hæfileika- riku sent fram kemur með einum eða öðrum hætti í myndinni — það dugar hinsvegar ekki til að þessu sinni. Stöö 2 kl. 22.25 PÓLSKA LEYNDARMÁLIÐ Árið 1945 var hundruðum her- manna úr þjóðvarnarliði Pólverja sem barist höfðu við Þjóðverja, safnað saman og þeir yfirheyrðir af rússnesku herlögreglunni. Ekki er gott að vita um hvað þær yfirheyrsl- ur snerust. Það síðasta sem fréttist af þessum hermönnum var að þeim var smalað inn í skóg nokkurn skammt frá yfirheyrslustaðnum. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Fyrir stuttu kom fram á sjónvar- sviðið maður sem varð vitni að at- burðinum og í þættinum lýsir hann ódæðisverkinu sem Rússar og pólskir bandamenn þeirra unnu á hermönnum. Allt af kernur eitt- hvað nýtt fram sem er óhugnalegra en það sem áður var vitað. Stöð 2 kl. 23.05 FULLT TUNGL AF KONUM* ’ Bandarísk kvikmyd, leikstjórar Joe Dante, Carl Gottlieb, John Landis, Peter Horton, Robert K. Weiss, að- alhlutverk Steve Guttenberg, Ros- anna Arquette, Michelle Pfeiffer, Carrie Fisher, Griffin Dunne o.f!., ofl. Gamanmynd sein byggð er á stutt- um atriðum með ólíkum leikurum og leikstjórum. Það sem tengir at- riðin saman er vísan í gamla banda- ríska framhaldsþætti sem hétu Amazon Women on the Moon og sagði frá geimferðaköppum sem fóru til tunglsins og fundu þar þjóðfélag, eingöngu byggt glæsileg- um ungum konum, öllum á sama aldrei og eitthvað óánægðar sumar með karlmannaleysið. Þetta er hálf slöpp mynd, hinsvegar eru í henni nokkrar góðar senur en í það heila heldur misheppnað. 4Jí. TT 57002 17.50 Veistu hver Nadia er? Fyrsti þáttur. Nadia er pakistönsk stulka sem býr i Noregi. 15.45 Santa Bar- bara. 16.30 Kisulórur (What’s New Pussy- cat?). 1800 18.15 Freddi og fé- lagar (8). Teikni- mynd. 18.45 Táknmáls- fréttir. 18.55 Fagri Blakkur (1) (Black Bcauly). Brcskur l'ramhalcls- myndaflokkur í 52 þáttum. Myndin er gerð eftir sögu Önnu Scwell og fjallar um vináttu tveggja barna og hestsins Blakks, sem hefur slrokið frá húsbónda sinum. 18.15 Feldur. 18.40 Elsku Hobo. 1900 19.20 Leðurblöku- maðurinn (Batman). Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Dagbók fugl- anna (Birds for all Seasons). Fyrsti hluti. Bresk fræðslumynd i þremur hlutum um fuglalif á jöröinni. 21.30 Taggart. Ókeypis bani. Annar hluti. 22.20 Sifjaspell. Umræöuþáttur i um- sjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur. 19.19 19:19. 20.30 Leiðarlnn. 20.45 iþróttirá þriðjudögum. 21.40 Hunter. 22.25 Pólska leynd- armáiið (A very Polish Secret). Áriö 1945 var hundruöum hermanna úr þjóö- varnarliöi Pólverja, sem barist höföu viö Þjóðverja, safn- aö saman og þeir yfirheyrðir af rússn- esku herlögregt- unni. 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.05 Fullt tungl af konum (Amazon Women on the Moon. Ekki viö hæfi barna. 00.25 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.