Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 8
MMBUBLMB Þriöjudagur 25. apríl 1989 Deilan um Fossvogsbrautina: KOPAVOGUR VILL RIFTA SAIHNINGI UM RYGGINGU FOSSVOGSRRAUTARINNAR Reykjavík neitar einhliða riftun. Kópavogur telur forsendur fyrir byggingu brautarinnar breyttar Kópavogsbúar vilja rit'ta samkomulagi því sem gert var við Reykjavíkurborg 1973 um lagningu Foss- vogsbrautar i Fossvogsdal. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins kemur fram tillaga þar að lútandi í bæj- arstjórn Kópavogs í dag. Talið er víst að hún fái stuðning meirihluta bæjar- stjórnarinnar. Reykjavík- urborg hefur lýst því yfir að slik einhliða riftun sé marklaus. Það virðist því sem þessi langvinna deila sé nú orðin heiftugri en oft áður. Kópavogsbúar vilja fá botn í málið sem fyrst að sögn Guðmundar Odds- sonar, bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins. Ástæður einhliða riftun- ar samningsins af hálfu Kópavogs er f.o.f sú að ekki séu lengur neinar forsend- ur fyrir því að leggja Foss- vogsbrautina og í öðru lagi náttúruverndarsjónarmið, en Kópavogsbúar leggja mikla áherslu á að gera Fossvogsdalinn að útivist- arsvæði. Nú þegar hefur bærinn úthlutað Iþróttafé- lagi Kópavogs svæði fyrir aðstöðu sína í dalnum. Fram til þessa hefur ver- iðstarfandi nefnd um mál- efni Fossvogsdalsins. Hún kom fyrst saman í febrúar á síðasta ári en starf hennar lá síðan niðri þar til fyrir skömmu að boða átti til annars fundar i Kópavogi. Á þessum fundi ætluðu nefndarmenn Kópavogs að kynna tillöguna sem leggja á fyrir bæjarstjórn Kópa- vogs um að samkomulag- inu verði rift. Þessu vildu fulltrúar Reykvíkinga ekki una og boðuðu til fundar í Reykjavík. Á þann fund mættu Kópavogsbúar hinsvegar ekki. I kjölfar þessa rituðu bréf fyrir hönd Reykjavík- ur Jón G. Tómasson, Þórð- ur Þorbjarnarson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson þar sem segir m.a. að ein- hliða riftun sé marklaus, að samkvæmt samningi bæjarfélaganna þá verði borgaryfirvöld að sam- þykkja aðra lausn á um- ferðarmálum til þess að unnt sé að falla frá bygg- ingu Fossvogsbrautar. Ennfremur að Reykjavík- urborg hafi þegar greitt Kópavogsbæ að fullu fyrir það landssvæði sem kaup- staðurinn þarf að leggja fram verði brautin byggð. Síðasttalda atriðinu hafnar Guðmundur Odds- son, bæjarfulltrúi alger- lega. Hann segir að Reykjavik hafi aldrei greitt Kópavogsbæ eitt né neitt fyrir landssvæði, enda sé það skýrt tekið fram i samningum að Iáta skuli landssvæði undirbrautinni af hendi án þess að greiðsla komi fyrir og kvaðalaust. Kópavogsbær býður auk þess upp á aðra lausn að sögn Guðmundar. Sú lausn er að leggja veg í gegnum Kópavogsdal, þ.e. sunnan bæjarins, svokallaður Fífuhvammsvegur. Sam- kvæmt samningnum frá 1973 þurfa þó báðir aðilar að fallast á aðra lausn til þess að hún geti komið í stað Fossvogsbrautarinnar. Sýnt þykir að aukin harka sé að færast í deiluna um Fossvogsbrautina. Kópavogsbúar eru mjög áfram um að gera Foss- vogsdalinn að útivistar- svæði, Reykvíkingar vilja hinsvegar halda fast við byggingu Fossvogsbrautar með tilliti til þess að hún skaði ekki umhverfið, m.a. með því að leggja hana að hluta til í göng. Bæjarfull- trúar í Kópavogi telja sig eiga vísan stuðning bæjar- búa og benda ennfremur á að íbúar í Fossvoginum hafi aldrei verið spurðir álits á byggingu brautar- innar. Lœgri vextir hjá verðbréfasjóðunum: Ástæðan kann að vera aukin vanskil Raunávöxtun verðbréfa- sjóða, ávöxtun umfram hækkun lánskjaravísitölu, hefur lækkað talsvert undan- farna niánuði, að þvi er fram kemur í fréttahréfi Verð- bréfaviðskipta Samvinnu- bankans. Þar er kaslað fram þeirri spurningu hvort ástæða lægri ávöxtunar kunni að vera sú, að sjóðirnir hafi þurft að afskrifa meira en gert var ráð fyrir. í fréttbréfi Verbréfavið- skipta Samvinnubankans eru sýnd dæmi um raunávöxtun hjá þremur sjóöum. Sem dæmi hefur raunávöxt- un hjá einum sjóðanna lækkað frá því að vera 17°/o þann 1. desember 1988 í 10,2% I. april 1989. Ekki er gel'in nein einhlit skýring á þessari vaxtaþróun í fréttabréfinu. Spurt er hvort ástæðan geti verið lágir dráttarvextir undanfarna mánuði eða hvort sjóðirnir hafi þurft að afskrifa eignir meira en gert hafi verið ráö fyrir. „Til að draga úr óvissu ættu þeir sem fjárfesta í hlut- deildarskírteinum sjóðanna að hafa aðgang að upplýs- ingum sem svara framkomn- um spurningum. Eigendur hlutdeildarskírteina eiga ekki að þurfa að vera í „lot- tóleik“ við að ákveða hvenær þeir eiga að stökkva af lest- inni ef illa fer,“ segir í frétta- bréfinu. Bent er á að í upplýs- ingum sem gefnar hafa verið um skiptingu eigna verð- bréfasjóðanna vanti sundur- greiningi á hve stór hluti heildareigna er í vanskilum hverju sinni. Skoðanakönnun Skáís og Stöðvar 2 Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 40% fylgi Samkvæmt skoöanakönn- un Skáís og Stöðvar 2 myndu 41,8% styðja Sjálfstæðis- flokkinn ef kosið væri til Al- þingis nú. Þetta er talsvert minna en i könnun DV uin síðustu mánaðamót. Af þeim sem afstöðu tóku, sögðust 9,3% myndu kjósa Alþýðuflokksinn. Sam- kvæmt DV könnun í marslok var fylgið 8%. Fylgi Fram- sóknarflokksins er svipað og í undanförnum könnunum, eða 19,4%. Fylgi Kvennalista hefur fallið, er 12,8%, en mældist um 30% í Ská- ís-könnunum fyrir ári síðan. Einungis o,8% þeirra sem af- stöðu tóku sögðust myndu kjósa Borgaraflokkinn og hlaut flokksbrotið, Frjáls- lyndir hægrinenn, sama fylgi. Fylgi Alþýðubanda- lagsins er 12,3% samkvæmt könnuninni, eða svipað og í síðustu könnunum. Fylgi Flokks mannsins var mælanlegt að þessu sinni, eða 1,9%. Enginn sagðist myndi kjósa Samtök um jafnrétti og félagshyggju, framboð Stefáns Valgeirs- sonar. Skoðanakönnunin var gerð föstudaginn 21. apríl. Hringt var í alls 800 einka- númer og alls fengust 695 svör. 52,7 aðspurðra tóku af- stöðu til spurningarinnar um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Stjórnmálaflokkar Nemendur ræddu opinskátt um deilu kennara og ríkisins á fundi i Menntaskólanum við Hamrahlið i gær. A mynd/E. Ól. Félag framhaldsskóla fundar um kjaradeilu HÍK og ríkisins Gersamlega óviðunandi ástand í skólamálunum Félag frainhaldsskóla hélt fund i gær i Menntaskólan- um við Hamrahlíð þar sem rætl var um ástandið sem skapast hefur vegna kjara- deilu HÍK og ríkisins. I yfir- lýsingu frá nemendunuin segir gersamlega óviðunandi að nám fari úr skorðum ár eftir ár eins og verið liefur. Lögð er áhersla á, að komist verði að viðunandi sam- komulagi hið fyrsta þannig að öryggi í skólamálum verði tryggt á komandi árum. skipuleggja nám sitt þar sem enginn veit hvort próf verða lögð fyrir, og þá hvenær. Fé- lag framhaldsskóla harmar það öryggisleysi sem rikt hef- ur í íslensku menntakerfi' undanfarin ár. Það hlýtur að teljast gersamlega óviðun- andi að nám fari úr skorðum áreftiráreinsog verið hefur. Því leggur Félag framhalds- skóla áherslu á að komist verði að viðunandi sam- komulagi hið fyrsta og ör- yggi í skólamálum verði tryggt á komandi árum.“ hafnað forsendum að ekki væri hægt að reka saman Útvegsbanka- mál og Hafskipsmál. Verjendurnir munu áfrýja málinu til Hæstaréttar og skal niðurstaða Hæstaréttar liggja fyrir innan tveggja vikna. Hafskipsmálið: „Félag framhaldsskóla krefst þess að deiluaðilar í kjaradeilu HÍK og ríkisins semji þegar í stað. Nú þegar hefur skapast neyðarástand í framhaldsskólum landsins. Upplausn ríkir og fjöldi nemenda gefst upp, hættir í skóla og hrekst út á vinnu- markaðinn," segir í yfirlýs- ingunni. „Einnig er ljóst að þeim nemendum sem eftir sitja er nánast ómögulegt að _ Fravisunar- kröfum Sakadóinur Reykjavíkur bafnaði frávísunarkröfum verjenda Útvegsbankamanna og Helga Magnússonar, fyrr- um endurskoðanda Haf- skips, i gæi morgun. Verjendurnir Úvegs- bankamanna höfðu sett fram frávísunarkröfu á þeim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.