Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. maí 1989 5 FRÉTTASKÝRING „Hlutverk verkalýðsfélaganna yrði að tryggja almenn réttindi og gæta hagsmuna gagnvart rikisvaldi og samtökum atvinnu- rekenda en launþegar myndu sjálfir semja beint viö fyrir- tækin," skrifar Bjarni Sigtryggs- son í fréttaskýringu sinni um nýjar hugmyndir um vinnu- markað og kjarasamninga. Þegar við ræðum um vinnutíma er okkur venjulega efst i huga lengd vinnuvik- unnar, og þá kannski hvort vinnutimi hefjist klukkan átta eða níu á morgnana. Þetta hefur okkur orðið æ tamara eftir því sem samfélag okkar hefur likst þvi sem er í hinum hefðbundnu iðnríkjum, iðn- ríkjum fjöldaframleiðsiunnar, eins og við þekkjum úr næsta austri og vestri. Meðal vinnusálfræðinga og forvigismanna i atvinnu- rekstri í Evrópu og Bandaríkj- unum hafa hins vegar átt sér stað á undanförnum árum all- miklar umræður um það hvort ekki sé orðið tímabært að breyta hinum fastmótuðu reglum um vinnutíma, bæði til að koma til móts viö nýjar þarfir atvinnuveganna og eins og ekki síður til móts við nýjar þarfir millistéttar- innar. Lítum aðeins á þaö hverjar þessar þarfir eru: Með nýjum þörfum at- vinnuveganna er átt við það að vaxandi samkeppni, fyrst við iðnfyrirtæki og nú síðar við þjónustugreinar, frá nýj- um iðnríkjum austurlanda hefur hróflað við uppbygg- ingu atvinnuveganna. JMú er orðin þörf meiri sveigjanleika og snarpari viðbragða við breyttu umhverfi. BREYTTAR ÞARFIR Á VINNUMARKAÐI Þróunin er í heildina litið, í átt frá einhæfri fjöldafram- leiðslu, i átt að sérhæfðri framleiðslu eftir þörfum ein- stakra kaupenda. Það má oröa það sem svo að fram- leiðandinn verði að laga sig að þörfum kaupandans, í stað þess að geta framleitt óbreytt og óhindrað og látið kaupandann laga sig að þörf- um framleiðandans. Þess vegna þarf að vera hægt að grípa til snöggs vinnuálags þegar þörf gerir fyrirvaralaust vart við sig, og eins þarf að vera hægt að losa bundið vinnuafl til að minnka fastan kostnað þegar lítið er að gera. Hinn bundni vinnutími hækkar fasta kostnaðinn og breytir fyrirtæki úrtígrisdýri í risaeðlu, svo notað sé líking- armál dýrafræðinnar. Þörf fyrirtækjanna verður því í vaxandi mæli fyrir skamm- tímavinnuafl, verkefnaráðn- ingar og sveigjanlegan vinnu- tíma. En hvernig getur þetta samræmst þörfum þeirra sem selja þekkingu sína, færni og tima? Það er að ger- ast á þann hátt, að hin svo- Byltingarstund upprunnin í vinnusamningum? FRJALS VINNUTIMI OG FRJÁLS LAUN! nefnda millistétt í hinum rót- grónu iðnríkjum Vesturlanda, og reyndar er Japan að bæt- ast i þann hóp, hefur öðlast flest það sem var eftirsóknar- vert fyrir mannsaldri síðan. Öryggi, góða afkomu, mennt- un, frítima til að sinna hugð- arefnum og flest þau lífs- þægindi sem bjóðast. Þar með hafa skapast nýjar þarf- ir, — þarfir fyrir að notfæra sér þá aðstöðu og þann mun- að sem þegar hefur áunnist. SABBAT-ÁR í TÍSKU? Þetta má meðal annars sjá í þvi, að nú færist í vöxt að menntað fólk taki sér ársleyfi frá ævistarfi sínu til að fara utan, nema eitthvað nýtt og leitast við að skapa sér nýja lífsfyllingu. Þetta gerist oft- ast eftir að börn eru komin velá legg og efnahagur er traustur. Á erlendum málum nefnist þetta gjarnan „sabbat-árið“. Heitið er feng- ið úr gyðingdómi, en sjöunda hvert ár skyldi vera eins kon- ar hvíldarár, þegar akrar voru látnir óplægðir og skuldu- nautar voru leystir undan greiðslum. Staðgreiðslukerfi skatta hefur til dæmis gert slikt hvildarár auðveldara i reynd hér á landi, en vinnu- samningar hafa enn sem komið er ekki leyft slíkt nema með örfáum undan- tekningum. í LEIT AÐ LÍFSFYLLINGU Og eftir því sem menntun fólks og víðsýni eykst, þá vex að sama skapi þörfin á þvi að leita sér frekari fróðleiks og sjálfsmenntunar. Spurningar vakna, sem menn vilja svara sjálfir, og hugðarefni gera vart við sig sem nútímamann- inn langar að sinna. Mögu- leikar okkar til lifsfyllingar aukast, ef við kunnum að slaka á, og gera það sem gyðingdómurinn boðar, að taka okkur frí, í stað þess að fylla allar lausar stundir meö aukinni launavinnu til að geta keypt fleiri fermetra, glæsilegra innbú, stærri bila og fleiri. UMRÆDUR í NÁGRANNALÖNDUM En íslendingar eru sem- sagt á góðri leið með að að- lagast vinnumynstri þess þjóðfélags sem byggir af- komu sína á fjöldafram- ‘leiðslu. Þjóðfélag veiði- mannsins og bóndans er á undanhaldi hér, á sama tíma og farið er að ræða um það i nágrannalöndum okkar, aö þar þurfi að innleiða i vax- andi mæli sitthvað úr því gamla þjóðfélagi, svo at- vinnuvegirnir standist er- lenda samkeppni, og laun- þegarnir fái að njóta lífsins á nýjan hátt. Síðla nýliðins árs kom út í Sviþjóð bók eftir Errki Pers- son, fyrrum forstjóra skipa- smiðastöðvar ( Gautaborg. í bókinni fjallar höfundur um vandamál þessarar iðngreinar sem nánast hrundi á fáum ár- um eftir olíukreppuna árin 1973 og 74. Ein af ástæðum þess var samkeppni úr austri, og það sem kalla mætti sveigjanleysi á Vesturlönd- um. RAMMASAMNINGUR UM VINNUTÍMA í blaðaviðtali eftir útkomu bókarinnar ræddi höfundur um leiðir til þess að bæta úr þessu með því að hefja samninga um nýjan, sveigj- anlegan vinnutíma í stað hins fasta daglega tíma. Með sveigjanlegum tíma segist hann ekki aðeins eiga við einhverja frjálsa tvo tíma á dag, heldur mun stærri sveigjanleika. Til dæmis fast- an samning um 1500 vinnu- stundir á ári fyrir tittekið verð. Afhending þessara stunda færi svo fram eftir nánara samkomulagi, jafnvel að mestu eða öliu leyti eftir þörfum fyrirtækisins. Þegar svo væri fengist kannski greitt hærra kaup, en aftur lægra kaup ef vinnuframlagið væri að ósk hins vinnandi manns. GAGNKVÆMUR SVEIGJANLEIKI Slíkt myndi henta mjög vel •í viðgerðargreinum skipa- smíðaiðnaðarins, því skip kæmu ekki alltaf inn til við- gerðar eftir hentugleikum slippstöðvanna. Og með þessu móti gætu vinnusalar, eða launþegar, einnig haft sjálfir áhrif á greidd laun fyrir hverja vinnustund. Vinnu- samningurinn gæti líka gefið hverjum starfsmanni svigrúm til þess að ákveða sjálfur hversu mikiö hann eða hún vildi vinna fyrir eitt og sama fyrirtæki eða stofnun, en ýmsir vildu geta leyft sér það að vinna hluta úr árinu á öðr- um vettvangi. NÝTT KLUTVERK VERKALÝÐSFÉLAGA Með öðrum orðum, þáyrði hlutverk verkalýðsfélaganna á slikum vinnumarkaði meira í bá átt að tryggja almenn réttindi og gæta hagsmuna gagnvart ríkisvaldi og sam- tökum atvinnurekenda, en launþegar myndu sjálfir semja beint við fyrirtækin. Framtíðarhugmyndir kannski, en ekki útilokað aö um þær verði meira rætt á næstunni, enda er jafnvel þegar farið að ræða um það að miklu leyti hér á landi, hvort vinnustaöa- samningar eigi ekki að fara að koma i stað heildarsamn- inga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.