Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. maí 1989 7 UTLOND Ólafur Noregskonungur gaf Hasina nýja von Bréfiö var hjálparbeiðni, eftir að sjö manna fjölskyldu Hasina var neitað i annað sinn um innflytjendaleyfi af mannúðarástæðum. Konungur gaf sér góðan tíma til að lesa bréfið og sagði Hasina síðan á ensku, að hann skyldi gera hvað hann gæti til þess að fjöl- skyldan gæti búið í Noregi. Við þetta elskulega svar fór Hasina að hágráta af gleði. Eftir margar og miklar hremm- ingar sameinaðist fjölskyldan i Noregi í október í fyrra, eftir 10 ára aðskilnað. Fyrst flúði hún frá Afghanistan til Pakistan og loks komst fjölskyldan í flóttamanna- móttökuna t Vinstra. Fjölskyld- unni hefur tvívegis verið neitað um dvalarleyfi og fyrir nokkrum vikum kom lögreglan öllum að óvörum til Vinstra til að sækja fjölskylduna og senda hana úr landi. Stuðningshópar flótta- Hasina Samim 15 ára, frá Afghanistan var stödd, þar sem konungur œtlaði að gróðursetja tré við nýtt safn í Hamar. Hún gerði sér lítið fyrir gekk til kon- ungs og afhenti hon- um blómvönd og bréf Ólafur Noregskonungur les bréf- ið, þar sem Hasina biður hann um endurskoöun á neitun yfir- valda, á innflytjendaleyfi til handa fjölskyldu Hasina. manna frá Afghanistan gátu þó komið í veg fyrir að lögreglan færi með fjölskylduna og á málið að koma fyrir rétt í náinni framtíð. Fimm systkin í bréfinu til konungs, lýsir Hasina, sem er yngst systkinanna, högum þeirra og því sem þau hafa þurft að ganga i gegnum. Hún segir frá föður sínum, 'sem er læknir, en þjáist af sykursýki og geti ekki fengið lyf í Afghanistan. Hún segir frá dauðsföllum ætt- ingja fyrir hendi upreisnarhópa í Afghanistan. Hún lýsir einnig þeiin hörntungum sem hún og fjölskylda hennar hefur gengið í gegnum síðastliðin 10 ár. „Ég vona innilega að konung- urinn vilii og geti hjálpað mér og okkur öllurn. Hann er síðasta von mín um að úr rætist," sagði Hasina grátandi við blaðamann áður en hún sneri aftur til Vinstra með norskum hjálparmönnum. (Arbeiderbladet.) INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 15.00 HEIMSMEISTARA- KEPPNIN í KNATTSPYRNU - BEIN ÚTSENDING FRÁ MOSKVU ÍSLAND-SOVÉTRÍKIN íslendingar mæta þarna einu besta liði Evrópu, liði sem reyndar er að öllum líkindum komið yfir toppinn á sínum ferli. í sovéska liðinu eru nokkrir frábærir knattspyrnu- menn, Zavarov, Protasov, Kuztn- ezov, Rats, Belanov og markvörður- inn frægi Dasajev. Auðvitað ekki veikur hlekkur í þessu liði og allir leikmennirnir toppmenn á evrópsk- an mælikvarða. Islenska liðið sakn- ar hinsvegar nokkurra af sínum bestu mönnum í þessum leik. Ás- geir Sigurvinsson, Arnór Guðjohn- sen, Pétur Pétursson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson og Sæv- ar Jónsson eru allir fjarri góðu gamni eins og einhver myndi orða það. Staðan í riðlinum er hinsvegar óljós, sem stendur hafa íslendingar tapað fjórum stigum af sex, en eiga á hinn bóginn eftir þrjá heimaleiki sem ef til vill geta gefið nokkur stig ef heppnin verður með okkar mönnum. Líklegast hafa aldrei ver- ið jafn miklir möguleikar á góðum úrslitum í þessari keppni og einmitt nú því bæði Austur- Þjóðverjar og Austurríkismenn eru í lægð. Tyrk- irnir á hinn bóginn óútreiknanlegir. íslendingar munu leika stífan varn- arleik í Moskvu- án efa- og reyna með þeim hætti að krækja í eitt stig. Annað hvort tekst það eða all- ar flóðgáttir opnast og sovétmenn- irnir raða inn mörkum. Að minnsta kosti er næsta víst að íslenskir áhorfendur þurfa ekki að eiga von á kröftugum og fjörugum sóknarleik af hálfu íslenska liðsins. Stöð 2 kl. 17.30 ÁSTARSORGIR Bandarísk kvikmynd, gerð 1981, leikstjóri Harry Falk, aðalhlutverk Cloris Leachman, Joe Terry, Kelly Bishop, Walter Brooke, Melissa Sue Anderson. Myndin segir af blaðakonu sem hefur umsjá með vandamáladálki þar sem hún leysir vandamál ýmissa lesenda, oftast i ástalífinu. Henni ferst þetta vel úr hendi en þegar að því kemur að leysa eigin vandamál gengur henni ekki jafn vel. Meðal- mynd, alls ekki meir. Sjónvarpið ki. 22.15 HÖRKULÖGGUR*** Bandarísk kvikmynd, gerð 1974, leikstjóri Gordon Parks, aðalhlut- verk Ron Leibman, David Selby, Sheila Frazier. Myndin segir af tveimur ungum lögregluþjónum í New York sem of- býður skeytingarleysi yfirvalda í baráttunni við eiturlyfjasala og dreifiaðila. Þeir ákveða að taka til hendinni og fara á stúfana í frítím- anum og handtaka glæpamenn og verður vel ágengt. Af þessum sök- um fá þeir viðurnefnin Batman og Robin. Myndin er hressileg, oft fyndin en nokkuð gróf og ofbeld- iskend. Hún byggir á sannsöguleg- um atburðum og er tekin í því hverfi New York þar sem atburðirnir raun- verulega gerðust. Fær góða dóma í kvikmyndahandabókinni. 0 STOÐ2 14.55 Landsleikur i knattspyrnu. Sovétrikin ■ island. Bein útsending. 17.00 Hlé. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Ástarsorgir (Advice to the Love- lorn). Rómantisk gamanmynd. 1800 18.00 Sumar- glugginn. Endur- sýndur þáttur frá sl. sunnudegi. 18.50 Táknmáls- fréttir. 18.55 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 1900 19.20 Svarta naör- an. (Blackadder). Þrióji þáttur. Þýð- andi Gunnar Þor- steinsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fing- ur. Þáttur um garðrækt i umsjón Hafsteins Hafliða- sonar. 20.45 Frá Póllandi til páfadóms. (Papa Wojtyla). 19.19 19.19. 20.200 Sögur úr Andabæ. 20.30 Falcon Crest. 21.20 Bjargvættur- inn (Equalizer). 22.10 Viðskipti. 22.35 Nánar aug- lýst. 21.35 Sovétrikin • island. 22.15 Hörkulögg- ur. (The Super Cops). Bandarísk biómynd frá 1974. Þýðandi Páll Heió- ar Jónsson. 2300 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Hörkulöggur - framh. 23.55 Dagskrár- lok. 23.00 Sólskinseyjan (Island in the Sun). 00.55 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.