Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 31. maí 1989 Styrkir til kvenna- rannsókna Á fjárlögum fyrir yfir- standandi ár var einnar milljónar og 140 þúsund króna fjárveiting færö til Háskóla íslands til rann- sókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir, sem hefur starfað undanfarin fjögur ár tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Háskóla íslands. Átján umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi umsækjendur launastyrk: Agnes Siggerður Arnórsdóttir til að rann- saka líf og starf kvenna, sem fæddust fyrir tæpri öld. Helga Kress til rann- sókna á karlímynd og kvenleika í íslenskum fornbókmenntum út frá gróteskum atriðum í myndmáli þeirra og sjón- arhorni. Helga M. Ögmunds- dóttir og Jórunn E. Ey- fjörð til rannsókna á eðli brjóstakrabbameins. Athugun á erfðafræðileg- um þáttum. Margrét Guðmunds- dóttir til framhaldsrann- sóknar og útgáfu á dag- bókum Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923. Ragnhildur Vigfúsdóttir til framhaldsrannsóknar á íslenskum konum á er- lendri grund fram um síð- ari heimsstyrjöld. Soffía Auður Birgisdótt- ir til að rannsaka móður- ímynd íslenskra bók- mennta. HANDBÓK RÆKTUNARMANNSINS G*«n « o* (rwr*»œ« Tré og runnar Út er komin hjá Erni og Örlygi endurútgáfa bókar- innarTRÉ OG RUNNAR — Handbók ræktunar- mannsins — eftir Ásgeir Svanbergsson. Bókin kom fyrst út árið 1982 en er fyrir löngu uppseld og ófáanleg. Hin nýja útgáfa er stóraukin og endur- bætt. Bókin er gefin út að frumkvæði Skógræktar- félags Reykjavíkur en höfundurinn hefurverið græðireitsstjóri félagsins í mörg ár og kynnst vand- kvæðum garðeigenda. í bókinni eru 170 lit- myndir af trjám og runn- um, allar fengnar úr safni Skógræktarfélagsins. Vöruskiptin við útlönd í febrúarmánuði voru flutt- ar út vörur fyrir 5.439 millj. kr. en inn fyrir 4.335 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í fe- brúar var því hagstæður um 1.104 millj. kr. en I febrúar í fyrra var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 1.760 millj. kr. á föstu gengi, segir í fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands. Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 9.811 millj. kr. en inn fyrir 8.072 millj. kr. fob. Vöru- skiptajöfnuöurinn á þessum tlma var þvl hagstæður um 1.739 kr. en á sama tlma í fyrra var hann óhagstæður um 2.325 millj. kr. á sama gengi *) Fyrstu tvo mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutn- ings 41% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávar- afurðir voru um 69% alls út- flutningsins og voru 44% meiri en á sama tima í fyrra. Útflutningur á áli var 31% meiri og útflutningur kisil- járns var þrefalt meiri en á síðastliðnu ári. Útflutnings- verðmæti annarrar vöru var 2% minna I janúar-febrúar en á sama tíma I fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu tvo mánuði ársins var 13% minna en á sama tíma I fyrra. Verðmæti innflutnings til stóriðju var 36% minna en I fyrra, en verðmæti olíuinnflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 45% mneiri en á sama tíma I fyrra, reiknað á föstu gengi. Þessir innflutningsliðir ásamt innflutningi skipa og flugvéla eru jafnan breytilegir frá einu tlmabili til annars, en séu þeir frátaldir reynist ann- ar innflutningur (87& af heild- inni) hafa orðið um 15% minni en I fyrra, reiknað á föstu gengi *) *) Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mæli- kvarða er verð erlends gjaldl- eyris talið vera 29.4% hærra I janúar-febrúar 1989 en á sama tíma árið áður. Páll P. Pálsson hlaut prófessorstitil Forseti Austurríkis veitti Páli P. Pálssyni, tónskáldi, sem er núna staddur I Aust- urríki, prófessorstitil og voru honum afhent skjölin viö há- tíðlega athöfn I menntamála- ráðuneytinu þann 19. maí 1989. Alþjóðlegur tóbaksvarnadagur 31. maí íslenskar konur neyðast til að horfast í augu við þá staðreynd að þær eru farnar að reykja jafnmikið og karlar. Þetta er vafasöm upphefð þegar litið er til alls þess tjóns og ama sem reykingar valda. En það rofar til: undanfarin ár hefur dregið úr reykingum, bæði hjá konum og körlum. é c Krabbameinsfélagið S TOBAKSVARNANEFND ( dag, á alþjóðlegum tóbaksvarnadegi sem sérstaklega er helgaður baráttunni gegn reykingum kvenna, eru allar konur sem reykja hvattar til að hugleiða þá ábyrgð sem þær bera á börnum sínum, umhverfinu og eigin velferð - og velta því fyrir sér í alvöru hvort ekki sé kominn tími til að hætta að reykja. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.