Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 8
Tónvisindahátíð í Gerðubergi Dagana 2.-7. júní verður haldin í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi tónvísinda- hátíð. Dagskráin er þríþætt, sjö innlendir og erlendir fyr- irlesarar flytja fyrirlestra um ýmis tónvísindaleg efni, haldið verður fimm daga námskeið í „músík-þerapíu“ og loks efnt til málþings og pallborðsumræðna um mót- un mcnningarstefnu á Is- landi. Að auki verður boðað til slofnfundar Tónvísindafé- lags íslands. Að hátíðinni stendur ís- lenska hljómsveitin en auk þess sem rætt verður um menningarstefnu á íslandi verður hitt aðalumræðuefn- ið samband og skyldleiki list- sköpunar og listvísinda. Fluttir verða fyrirlestrar þar að lútandi og haldnar pall- borðsumræður um málið. Sem fyrr segir verður boðað til stofnfundar Tónvísindafé- lags íslands og félaginu er ætlað að knýja fram þær breytingar á íslensku tónlist- arlífi að meiri gaumur verði gefinn að fræðigreinum sem varða tónlist, auk þess sem bent er á að Tónlistarháskóli geti aldrei starfað sem skyldi ef ekki eru fyrir i landinu fræðimenn og -rannsóknir sem gefa möguleika á um- ræðum innan viðkomandi skóla. Tóbaksvarnardagur helgaður konum Áætlað hefur verið að á kemur fram í fréttatilkynn- annað hundrað islenskar konur deyi ár hvert af völd- um reykinga og hlutfallslega fleiri konur reykja á íslandi en í flestum öðrum löndum Evrópu, Heita má að nú reyki jafnmargar konur og karlar á íslandi á aldrinum 18-69 ára, eða um 34%. Þetta Ölduselsskóli: Ráðherra setti Reyni Daníel Menntamálaráðherra hef- ur sett Reyni Daníel Gunn- arsson yfirkennara í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla til eins árs frá og með 1. ágúst að telja. Hann gekk þar með fram hjá Valgerði Selmu Guðnadóttur, yfirkennara, en hún hefur bæði lengri starfsreynslu í grunnskóla en Daníel, og meiri framhalds- mcnntun eftir kennarapróf. Að auki gcngur setningin þvert á meirihlutaálit fræðsluráðs. ingu frá Tóbaksvarnarnefnd sem hún sendir frá sér til að vekja athygli á alþjóðlegum tóbaksvarnardegi í dag, 31. maí og er hann helgaður konum. HVERNIG VERSLAR ÞÚ? Verðlagsstofnun vinnur nú aö gerd auglýsingar sem á að minna neytendur á að sýna aögæslu og eftirtekt þegar þeir versla til heimil- isins. í gær var unnið aö kvikmyndun augiýsingar- innar í Kjötmiðstöðinni Glæsibæ. Með hlutverk frummannsins, sem er aðalpersónan, fer Eggert Guðmundsson, sem þekkt- astur er fyrir hlutverk sitt í Skyttum Friðriks Þórs Frið- rikssonar. A-mynd/E.ÓI. Átak í landgrœðslu: INNFLYTJANDI FRÆKORNA í FORSVARI SÖFNUNAR Landgrœðsla ríkisins kaupir frœ af Globus. Forstjóri Globus er formaður framkvœmdanefndar Átaks í landgrœðslu. Árni Gestsson, forstjóri Globus, sem er einn stærsti innflytjandi frækorna í landinu, er í forsvari fyrir Átaki í landgræðslu. Sam- tökin standa fyrir happ- drætti og fjáröflun sem stuðla á að þriggja ára átaki við uppgræðslu landsins. Happdrættis- miðar hafa verið sendir til allra íslendinga, 16-75 ára, og verða vinningar dregnir út í stuttum þáttum fyrir kvöldfréttir í Sjónvarpi. Söfnunarfé er ætlað að renna til Landgræðslu rik- isins, sem kaupir stóran hluta af sinu fræi af Glob- us, samkvæmt samningi sem gerður var fyrir nokkr- um árum síðan. Opinber fjárveiting til Landgræðslunnar er minni í ár en í fyrra, en Átaki í landgræðslu er ætlað að tryggja að jafnmikið ráð- stöfunarfé verði til upp- græðslu á svæðum sem Landgræðslan telur brýna þörf. Globus, Sambandið og Mjólkurfélag Reykjavíkur, eru stærstu innflytjendur frækorna. í dag skiptir Landgræðslan aðallega við Globus. Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri, sagði að fyrir nokkrum ár- um hefðu frækaup Land- græðslunnar verið boðin út. „En síðan kom upp sú staða að ekki var fáanlegt það afbrigði sem hér hafði hentað best. Þá varð að ráði að gerður var samn- ingur í gegnum Globus við aðila í Kanada um fram- ræktun á þessu afbrigði. Þ.að var því gerður samn- ingur um framtæktun til nokkurra ára. Sá samning- ur er í gildi ennþá.“ í sam- vinnu við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins hefur Landgræðslan sett upp fræræktarstöð í Gunnarsholti. Sveinn sagðist vonast til að Land- græðslan verði fljótlega sjálfum sér nóg um fræ. Alls eru um 10 tonn sem Landgræðslan kaupir af Globus í ár. „Það er af- skaplega ósanngjarnt að nudda Árna upp úr ein- hverjum hagsmunatengsl- um,“ sagði Sveinn. „í 30 ár hefur hann haft mikinn hug á þessum landgræðslu- málum og sinnt þeim heil- mikið á öðrum sviðum. Það er mjög ósanngjarnt að væna hann um að þetta sé eitthvert hagsmunamál fyrir hann. 10 tonn af fræ- um hljóta að vera smáaur- ar í hans viðskiptaheimi.“ Síðastliðið sumar var átaki hrundið af stað og er happdrættið liður í því. „Við eigum enn töluverðan tíma eftir. Við höfum sett okkur að safna 20-40 millj- ónum á þ'essu tímabili," sagði Árni Gestsson for- maður stjórnar Átaks í landgræðslu. Árni sagðist vona að enginn tengdi áhuga hans á uppgræðslu landsins við viðskipti Globus og Landgræðsl- unnar. Deilurit Þorgeirs endurútgefið Bókaútgáfan Leshús hefur endurútgefið bók Þorgeirs Þorgeirssonar, rithöfundar, Að gefnu tilefni. Bókina ritar Þorgeir um viðskipti sin við íslenskt réttarkerfi í kjölfar þess að höfðað var mál gegn honum vegna skrifa hans um lögregluna. Fyrsta útgáfa bókarinnar er nú fyrir nokkru uppseld. Mál Þorgeirs var allt hið furðulegasta, honum var m.a. meinað að verja mál sitt sjálfur fyrir hæstarétti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.