Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 31. maí 1989 Á aðalfundi SH var kosið í stjórn samtakanna. Stjórnina skipa áfram sömu menn og áður með þeirri breytingu þó að Gunnar Ragnars., forstjóri ÚA tek- ur nú sæti Gísla Konráðssonar, sem látið hefur af störfum. Stjórnina skipa þvi: Jón Ingvarsson, formaður, Ágúst Einarsson, Guðmundur Karlsson, Ólafur B. Olafsson, Gunnar Ragnars., Guðfinnur Einarsson, Aðalsteinn Jónsson, Rögnvaldur Ólafsson og Jon Páll Halldórsson. Götukort af höfuðborgar- svæðinu Götukort af höfuðborgar- svæðinu, „Map of Reykjavík and surrounding towns“, er komið út í sjötta sinn. Kortið sýnir götur Reykja- víkur, Kópavogs, Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar, Mosfellsbæj- ar og Bessastaðahrepps auk þess sem miðbæir Reykjavík- urog Hafnarfjarðarbirtast sér- staklega í stærri mælikvarða. Kortið er gefið út I 120.000 eintökum og er hugsað handa erlendum ferðamönnum. Fjöl- mörg fyrirtæki kynna þjón- ustu sína á kortinu þannig að það nýtist ferðamanninum bæði til að rata um höfuðborg- arsvæðið og til að leita uppi ákjósanlega þjónustu á svæð- inu. Kortið er ókeypis og liggur frammi á öllum helstu við- komustöðum ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við reynslu fyrri ára er 120.000 eintaka upplag síst of mikið sem þýðir að langflestir er- lendir ferðamenn sem hingað koma nýta sér kortið. Útgefandi kortsins er út- gáfufyrirtækið Feröaland hf, Slðumúla 15. Auk þess að gefa út þetta kort af höfuðborgar- svæðinu gefur Ferðaland út ferðamannakort af íslandi auk korta af Keflavlk, Snæfells- nesi, Borgarnesi og fleiri stöð- um. Til handa íslendingum sem ferðast um eigið land gef- ur Ferðaland út „Ferðahand- bókina LAND“ þar sem öll ferðaþnjónusta á landinu er tíunduð auk upplýsinga um land og þjóð. Héraðsnefnd ísafjarðarsýslu stofnuð Hinn 26. apríl 1989 var stofnuð á ísafirði Héraðs- nefnd ísafjarðarsýslu með þátttöku allra sveitarfélaga I Norður- og Vestur-ísafjarðar- sýslu. í sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986 var gert ráð fyrir þvi, að sýslunefndir yrðu lagðar niður og héraðsnefnd- ir myndaðar I þeirra stað. í desember á liðnu ári voru stofnaðar sitt hvor héraðs- nefndin I Norður- og Vestur- ísafjarðarsýslu, og tóku þær við af sýslunefndunum um síðustu áramót. Hins vegar hefur nú tekist að sameina þessi öfl I einum farvegi, Her- aðsnefnd ísafjarðarsýslu. Hin nýja héraðsnefnd hefur I hyggju að taka ekki einungis við lögbundnum verkefnum sýslunefnda, heldur efla enn frekar samstöðu með sveitar- félögum I sýslunni til þjóð- þrifaverka og snúa vörn I sókn. Formaður Héraðsnefndar ísafjarðarsýslu er Jónas Ólafsson á Þingeyri en vara- formaöur Baldur Bjarnason I Vigur. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Pétur Kr. Haf- stein, sýslumaður. Vinnuferð sjálfboðaliða um náttúru- vernd Fyrsta vinnuferð Sjálf- boðaliðasamtaka um nátt- úruvernd á þessu ári er fyrirhuguð helgina 3.-4. júní. Unnið verður í Kerinu í Grímsnesi í samráði við landeigendur, Náttúru- verndarráð og Ferðamála- ráð. Ætlunin er að leggja stíg á gígbarminn. Farið verður með rútu frá BSÍ laugardaginn 3. júní kl. 9. Gist verður í Borg í Gríms- nesi. Áætlað er að leggja af stað heimleiðis síð- degis á sunnudeginum. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hafdísi S. Ólafsson í síma 23752. Skólaslit Vél- skéla íslands Vélskóla íslands var slitið laugardaginn 20. maí s.l. Venjulega hafa nemendur verið brautskráðir og prófsklr- teini verið afhent við skóla- slit, en vegna verkfalls kenn- ara í HÍK gat ekki orðið af því nú. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út að það muni beita sér fyrir því að vél- stjóraefni fái undanþágu til starfa samkvæmt því sem próf þeirra hefðu veitt réttindi til. Sama er að segja um þá menn sem þreyta ætla sveinspróf, sem haldin verða í júní, þeir fái að fara í próf og leggja fram prófskírteini frá skólanum síðar. Starfsemi skólans í vetur hefur veriö með hefðbundn- um hætti. Skrúfudagur haldinn og árshátíð, skólablaðið Skrúfan kom út, starfsvika haldin, námskeið tekiö við Slysa- vamaskóla Slysavarnafélags íslands. Ráðinn hefurverið bóka- safnsfræðingur í fullt starf, frú Anna Margrét Björnsdótt- ir. Nemendur Vélskólans, vél- stjórar og Vélstjórafélag ís- lands gáfu safninu kr. 250 þús. til kaupa á tæknibókum og í samráði viö nemendur og kennara er þegar búið að festa kaup á nokkrum bók- um. Rannveig Tryggvadóttir gaf kr. 50 þús. til minningar um Guðbjart Hróbjartsson, vél- 'stjóra sem var 40 ár vélstjóri hjá útgerð Tryggva Ófeigs- sonar föður Rannveigar, með því fororði að peningarnir renni til Slysavarnarfélags ís- lands. Landssamband íslenskra útvegsmanna veitir árlega verðlaun fyrir bestan árangur i vélfræðigreinum. Að þessu sinni hlaut Sigurður Stein- dórsson, þessa viðurkenn- ingu fyrir frábæran námsár- angur. Vélstjórafélag íslands hef- ur við skólaslit heiðrað þann nemanda sem starfað hefur mest og best að félagsmál- um nemenda og er valinn af nemendum. Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélagsins af- henti Hirti Guðjónssyni þessi heiðursverðlaun, sem var silf- ur bókahnífur. Jósafat Hinriksson, vél- stjóri og smiðjueigandi af- henti skólanum, til minningar um föður sinn, sem var einn af fyrstu nemendum skólans mynd af 1. bekkjar nemend- um, sem fyrstir settust í skól- ann þegar hann var stofnaður 1915. Útskriftarnemendur af- hentu við skólaslitin mynd af * Krossgátan □ 1 2 3 n 4 5 S □ 7 9 10 □ ii □ 12 L 13 □ i n Lárétt: 1 hleypur, 5 höfuðfat, 6 skel, 7 þyngdareining, 8 hönd- in, 10 eins, 11 karlmannsnafn, 12 högg, 13 rispur. Lóðrétt: 1 sól, 2 svifið, 3 sam- stæðir, 4 úrkoman, 5 torveldar, 7 kettir, 9 hermaður, 12 ein- kennisstafir. Lausn á síðustu krossgátu. Látétt: 1 hests, 5 lóga, 6 öri, 7 ei, 8 gullið, 10 mm, 11 áðu, 12 ægir, 13 tárið. Lóörétt: 1 hórum, 2 Egil, 3 sa, 4 seiður, 5 lögmæt, 7 eiðið, 9 lági, 12 ær. • Gengið Gengisskráning nr. 98 — 29. maí 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 57,180 57,340 Sterlingspund 89,715 89,966 Kanadadollar 47,504 47,636 Dönsk króna 7,3050 7,3255 Norsk króna 7,9043 7,9265 Sænsk króna 8,4761 8,4999 Finnskt mark 12,7919 12,8277 Franskur franki 8,4070 8,4305 Belgiskur franki 1,3587 1,3625 Svissn. franki 32,5719 32,6631 Holl. gyllini 25,2411 25,3118 Vesturþýskt mark 28,4478 28,5274 ítölsk lira 0,03938 0,03949 Austurr. sch. 4,0414 4,0527 Portúg. escudo 0,3448 0,3457 Spánskur peseti 0,4513 0,4525 Japanskt yen 0,40091 0,40203 írskt pund 76,051 76,265 SDR 70,8146 71,0127 Evrópumynt 59,1899 59,3555 nemendum sem áttu að út- skrifast í vor og þeim nem- endum sem útskrifuðust í desember s.l. alls 24 4. stigs nemendur skólaárið 1988- 1989. Skólameistari, Andrés Guðjónsson þakkaði gjafirog hlýhug til skólans og sleit skólanum. RAÐAUGLÝSINGAR Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA veröur haldinn dagana 5. og 6. júní 1989 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. .Flo tarfið Ip SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ||| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkuróskareftirtilboðum í sjálf- virkt brunaviðvörunarkerfi fyrir Nesjavalla- virkjun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 14. júní 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sumarferð Alþýðu- flokksins 1989. Sumarferð Alþýðuflokksins er fyrirhuguð þann 24. júní n.k. Nánar auglýst síðar. Alþýðuflokkurinn. SUJ-fundur Opinn stjórnarfundur SUJ, laugardaginn 3. maí, kl. 13.00 i Félagsmiðstöð Alþýðuflokksins á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Framhald umræðna um umhverfismál. Stjórnin Alþýðuflokksfólk- athugið Opinn fundur nefndar um fiskveiði- og fisk- vinnslustefnu verður haldinn dagana 2. júní frá kl. 17—22 og laugardaginn 3. júní frá kl. 10—16 í Félagsmiðstöð .j.afnaðarmanna Hverfisgötu 8—10. Skrifstofa Alþýðuflokksins Akranes Alþýðuflokksmenn á Akranesi. Fundur verður í Röst miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30. Eiður Guðnason mætir og gerir grein fyrir stjórnmálahorfum að loknu Alþingi. Fjölmennið. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.