Alþýðublaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 4. júlí 1989 MMMBLJiÐIfi Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johanson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. HAGSMUNIR ÍSLENDINGA I AFVOPNUNARMALUM Umræðan hér á íslandi um utanríkismál hefur lengstum mótast af tilfinningum frekar en yfirvegun og skynsemi. Slagorðagjálfur hefur verið meira áberandi en málefnalegar rökræður. Svo virðist sem íslendingar hafi verið hálf feimnir við að berjast á alþjóðavettvangi fyrir sinum eigin hagsmun- um. Menn hafa setið fastir í hugmyndafræðilegum loftfim- leikum en gleymt að takast á við þau vandamál sem augljós- lega og beint ógna hagsmunum íslendinga. Dæmi um slíkt er umferð kjarnorkuvopna í hafinu umhverfis íslands. IMú hefur formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, Jón Baldvin, vakið athygli á þessu máli og komið á framfæri þeirri skoðun Islendinga að afvopnun í heiminum skuli einn- ig ná til hafsvæðisins umhverfis ísland. Þó svo að ein- hverjum Nato-ríkjum kunni að þykja ótímabært að taka upp þessa hugmynd, um afvopnun í höfunum umhverfis ísland, þá ber íslendingum siðferðileg skylda að halda þessu máli á lofti. Það stendurokkur næst að verndahafið umhverfis okk- ur. Því getum við ekki setið hjá og beðið eftir að einhverjum aðiljum út í heimi þóknist að taka þessa umræðu fyrir. Islendingum ber að berjast fyrir hagsmunum sínum á al- þjóðlegum vettvangi, innan þeirra samtaka og alþjóðlegu stofnana, sem við eigum aðild að. Nato er því kjörinn vett- vangurfyrir íslendinga til að komaáframfæri hagsmunamál- um sínum ertengjast afvopnun. Þátttaka í samtökum eins og Nato eru þjóðinni lítils virði séu menn ekki tilbúnir að nota þann vettvang til að tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Fækkun kjarnorkuvopna á meginlandi Evrópu má ekki verða til þess að þau verði flutt yfir á og í hafsvæðið umhverfis ís- land. Það er sameiginlegir hagsmunir allra þjóða að vel til takist um fækkun kjarnorkuvopna i heiminum. Það verður að tryggja að afvopnunin verði ekki aðeins leikaraskapur með tilflutning ávítisvélum heldurverði um raunverulegafækkun kjarnorkuvopna aö ræða. KJARNORKUSLYS Ottinn við kjarnorkuvopnin hefur breyst yfir í ótta við slys frekar en ótta við kjarnorkustyrjöld. Alvarlegt kjarnorku- mengunarslys hér á norðurhöfum gæti lagt efnahag lands- ins í rúst og kippt stoðunum undan búsetu okkar á þessu landi. Þó svo að við höfum sloppið við stórfelld kjarnorkuslys sýnadæmin aðekki má mikið útaf bregðatil að illa geti farið. Við höfum því ekki efni á því að láta aðra alfarið ráða ferðinni í þessum málum. Okkur ber að sinna þessum málum og leita eftir samstarfi við þær þjóðir sem sömu hagsmuna eiga að gæta eða eru tilbúnar að styðja okkur í þeirri viðleitni okkar að takmarka umferð með kjarnorkuvopn í sjónum umhverfis landió og helst stöðva hana alveg. Þaðerþví fagnaðarefni að utanríkisráðherraskuli hafatek- ið þessi mál upp á alþjóðavettvangi og við bandalagsþjóðir okkar innan Nato. ONNUR SJONARMIÐ ÞAÐ eru fleiri en fjarmálaráð- herra sem hafa séð ástæðu til að hirta útvarpstjóra. í DV í gær hellir ríkisstarfsmaðurinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson sér yfir ríkisút- varpið og segir m.a. um umfjöllun þess á sextiu ára afmæli Sjálfstæð- isflokksins. „Þetta kom glögglega í Ijós, þegar Sjálfstæðisflokkurinn átti sextíu ára afmæli 25. maí síöastlið-! inn. Margt má áreiðanlega segja misjafnt um þennan gamla og virðulega flokk, en ekki það, að hann skipti ekki máli. En hver var aðalfrétt Ríkissjónvarpsins um af- mæliö þá um kvöldið? Hún var, að í Pressunni, vikulegum blaðauka Alþýðublaðsins, hefði birst leyni- skýrsla um það, hversu leiðinlegur flokkurinn væri!“ ÞAÐ er ekki fréttnæmt lengur að Sjálfstæðisflokkurinn er leiðinleg- ur og ekkert nema gott eitt um það að segja. I lok greinarinnar hamast Hannes á þeim starfsbræðrum sín- um hjá ríkisútvarpinu sem veitast að Sjálfstæðisflokknum og þá væntanlega með útvarpsstjóra í broddi fylkingar. Þar segir: „Ég veit ekki, hvað starfsmönn- um Kökisútvarpsins hefur gengið til með síðustu gusu sinni framan í Sjálfstæðisflokkinn og forystu- menn hans. Getur verið, að þeir séu eins go óknyttadrengir í skóla að prófa, hversu langt þeir megi ganga? Eða að þeir trúi því, að leið- togar flokksins séu skapleysingjar, sem láti bjóða sér allt. Eða að þeir geri ráð fyrir, að þeim Steingrími, Jóni Baldvin og Ólafi R. hafi tekist að gera Sjálfstæðisflokkinn til frambúðar áhrifalausan í íslensk- um stjórnmálum? Hvað sem því líður, mun mörgum sjálfstæðis- mönnum vafalaust finnast mælir- inn fullur. Ef þessi ósköp halda áfram, þá liljóta þeir að velta því fyrir sér, hvort ekki sé rétt að bind- ast samtökum um að neita að greiða gjöld til Ríkisútvarpsins. Má skylda menn til að aðstoða óvini sína við að ráðast á sig?“ ÞAÐ voru viðtöl við formann Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin i flest- um dagblaðanna síðustu helgi. í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans hafði JBH eftirfarandi að segja um yfir- lýsingar sínar varðandi afvopnun í höfunum umhverfis ísland: „Það er staðreynd að hin engil- saxnesku stórveldi innan NATO eru treg til að hnika til afstöðu sinni. Ég er hins vegar sannfærður um það að tíminn vinni með okkur — þess sjást nú ýmis erki, til dæmis er mér kunnugt um þaö að á vegum bandariska hcrráðsins er hafinn undirbúningur að því að rannsaka það hvort unnt sé í gegnum sarnn- inga um vígbúnaöareftirlit og vissa þætti afvopnunarmála að tryggja öryggi siglingaleiða á Noröur- Atlantshafi. Sömuleiðis hafa veriö unnar mjög viðamiklar rannsóknir á vegum Norðmanna á þessu sviði. Eg á von á því að við munum eiga nána samvinnu við Norðmenn á þessu sviði, eins og norski utanrík- isráðherrann Itefur reyndar óskað eftir. Það er þegar farið að taka eft- ir þessu frumkvæði og það er góðs viti.“ DAGATAL Af tungu — máli Umræður um stöðu íslenskrar tungu eru enn sem fyrr áleitnar. Margir menn mætir hafa ruðst fram á ritvöll og beint spjótum sínum að málsóðum og amlóðum hverskonar í þeim tilgangi að hræða þá til þess að beita málinu þannig að þeim sé nokkur sómi af og æra góð af hljótist. Hér er lí- fróður róinn sag'ði einn. Og í sjónvarpinu, því heilaga véi af- þreyingarinnar, eru um málið þættir, ýmist í stíl umræðna þar sem safnað er saman spakvitrum, ellegar þá samtíningsþættir þar sem líka er saman safnað spak- vitrum en þeir mæta ekki hvor öðrum á sama hátt og í umræðu- þáttunum. Það er af hinu góða því þrátt fyrir málsnilld margs manns og margrar góðrar konu, virðast menn einatt glata allri málkennd og merkingu þegar hugurinn hendist um móa og tún og óstöðugur ærist af reiði, oftast nær yfir því að einhver hefur á einhverju aðra skoðun en við- komandi sjálfur. Þannig er þessi umræða. Menn einblína ýmist fram eða aftur og snúa sér aldrei. Sumir sjá ekkert nema gott eitt í nútíðinni en aðrir hrylla sig i hvert sinn sem þeir heyra eitthvað sem breyst hefur frá eigin ungdæmi. Og hver og einn hefur á takteinum tilvitnun — í þjóðskáld eða einhverja kerl- ingu því á íslandi er ekki vitnandi í annað fólk en skáld og kerlingar. Heitir af því skáldskapur annars- vegar og kerlingabækur hinsveg- ar. Og allir eru þeir sannfærðir. Tala af innlifun. Skrifa af áfergju og andinn blæs öllum í brjóst og þeir belgja sig og belgja sig og brjóstið tútnar út og andinn hendist með þá um víðan völl — svo hátt svo hátt svo hátt. Og ná hvergi landi. Drepa aldrei niður fæti. Svo sterk er þeirra sannfær- ing, svo brýnn þeirra boðskapur, svo öflug er andstaðan og mikill meðbyrinn. Efinn löngu orðinn útlægur. Ekkert er málinu mikilvægara. Án íslenskunnar erum við ekki þjóð. Erum ekkert — hismið eitt. Smáþjóð án eigin tungu má missa sín. Um þetta eru allir sammála. En eins og i stjórnmálunum eru menn ekki sammála um leiðir að markmiðinu. Kannski vita menn heldur varla hvert markmiðið er. Að allir beiti málinu frjótt og vel og hafi á hraðbergi málshætti og orðtök og snjallyrði. Eða einungis að allir þori að nota málið. Ein- hver hefur búið til mállöggu en enginn veit nákvæmlega hver starfar I þeirri merku sveit. Annar hefur búið til hóp málsóða en enginn veit heldur nákvæmlega hverjir fylla þann flokk manna. Meiri menntun, meiri menntun hrópa sumir á torgum. Meiri menntun er lykill að betra máli meðal talenda. En stofnanamái langskólafólksins í sömu mund ætlar allt að kæfa með langhund- um og endalausum innskotum og viðskeytum þar til merkingin er glötuð í orðflaumnum. Og merk- ingarlaust er málið ónýtt. Þannig er þessi umræða. Úteftir hendist hún í blindni innanað. Og inneftir aftur utanað. Enginn fest- ir hönd á henni og í hvert sinn sem einhver gerir tilraun til slíks, skýst hún undan eins og hvekkt dýr — eins og hind á flótta sem sést eitt augnablik en aldrei meir en allir telja sig samt niuna hvernig leit út. Hafa um það hugmynd, sterka til- finningu og eins og einhversstaðar segir: „You can’t beat the Feel- ing.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.