Alþýðublaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 4. júli 1989 Sigríður Elfa sýnir í Heima- hvammi í Ellið- árdal Laugardaginn 1. júlí n.k. opnaði Sigríður Elfa Sigurð- ardóttir sýningu á málverkum í vinnstofu sinni í Heima- hvammi i Elliðaárdal. A sýn- ingunni eru verk unnin með blandaðri tækni, öll frá þessu ári. Sigríður Elfa nam mynd- list (tvö ár í Barcelona og önnur tvö í Cartagena í Kolombíu og lauk þar prófi i desember á síðasta ári. Hún hefur tekið þátt í samsýning- um í Barcelona, í Cartagena og á islandi. Sýninginn verður opin virka daga kl. 20-22 og um helgar kl. 14-20 fram til sunnudags 9. júlí. Spænsku kon- ungshjónin í heimsókn Spænsku konungshjónin hafa þegið boð forseta ís- lands um að koma í opinbera heimsókn til íslands dagana 5.-7. júlí n.k. Dagskrá heim- sóknarinnar er sem hér segir: Flugvél konungshjónanna lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 11:00 að morgni miðviku- dagsins 5. júlí. Þar verður há- tíöleg móttökuathöfn, en að henni lokinni ekið til Hótel Sögu, þar sem gestirnir búa á meðan á heimsókninni stendur. Konungshjón snæða síðan hádegisverð með for- seta íslands á Bessastöðum. Síðdegis verður fundur utan- ríkisráðherra Spánar og ís- lands i Ráðherrabústaðnum. Um kvöldið verður boð for- seta íslands til heiðurs kon- ungshjónum í Súlnasal Hótel Sögu. A fimmtudagsmorgni, 6. júlí, verður flogið til Vest- mannaeyja, þar sem farið verður í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, fylgst meðfryst- ingu, pökkun og söltun, og farið þaðan niður á höfn. Þá verður skoðunarferð um Heimaey og haldið aftur til Reykjavíkur um hádegi. Borg- arstjórinn í Reykjavik og frú halda síðan hádegisverðar- boð á Kjarvalsstöðum til heiðurs konungshjónum og skoðuð verður sýning á verk- um Jóhannesar Kjarvals sem nú stendur þar yfir. Um miðj- an dag heimsækja konungs- hjón Stofnun Árna Magnús- sonar og taka síðan á móti spænskum þegnum á Hótel Sögu. Um kvöldið halda kon- ungshjón boð til heiðurs for- seta íslands á Hótel Loft- leiðum. Að morgni föstudagsins 7. júlí verður ekið til Nesja- valla, þar sem hitaveitumann- virki verða skoðuð. Þaðan verður haldið til Þingvalla, þar sem þjóðgarðsvörður segir frá sögu staðarins, og gengið verður um Almanna- gjá til Lögbergs ef veður leyf- ir. Forsætisráðherrahjón bjóða til hádegisverðar til heiðurs konungshónum í Hótel Valhöll. Frá Þingvöllum verður ekið til Keflavíkurflug- vallar og er brottför ráðgerð kl. 16:00. Með konungshjónum kem- ur fjölmennt fylgdarlið og á sjötta tug spænskra blaða- manna. Aðgerðir gegn háu verði á grænmeti Neytendasamtökin hyggj- ast grípa til allra tiltækra ráða til að fá verð á græn- meti lækkað, í stað þess að umframbirgðum sé umsvifa- laust hent, eins og verið hef- ur ,að undanförnu. í tilkynningu frásamtökun- um segir að verði á fjölmörg- um tegundum af innlendu grænmeti hafi verið haldið óeðlilega háu og hafi það leitt til samdráttar í neyslu á þessu hollmeti. „í stað þess að lækka verðið og auka um leið kynningu á vörunni grípa framleiðendur til þess ráðs að henda tómötum og fleiri tegundum grænmetis á haugana. Neytendasamtökin for- dæma þessa sóun verðmæta og telja að með slíku athæfi séu framleiöendur að storka neytendum og varpa skugga á eigin orðstír. Hafa ber i huga að stjórnvöld vernda innlenda framleiðslu frá sam- keppni við innflutt grænmeti. Auk þess ríkir ekki eðlileg samkeppni í dreifingu á þessum vörum vegna verð- samráðs framleiðenda sem í raun er brot á lögum. Þetta ástand er því með öllu óvið- unandi. Ef ekki verður hér tafar- laust ráðin bót á og verð á grænmeti lækkað, munu Neytendasamtökin grípa til allra tiltækra ráða til að bæta hag neytenda i þessu efni“, segir ennfremur í tilkynningu frá samtökunum. Alþýðublaðið hafði sam- band við Jóhannes Gunnars- son, formann neytendasam- takanna um hvers konar að- gerðir það væru sem til greina kæmu en hann vildi ekki upplýsa það að svo stöddu, en ýmislegt væri í undirbúningi. Nýr skrifstofu- stjóri Hinn 1. júlí skipaði forseti íslands að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Ingibjörgu R. Magnúsdóttur skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ingibjörg var hjúkrunarfor- stjóri Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri frá 1961 til 1971. Hún tók við starfi fulltrúa í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu 1. júlí 1971 og við stöðu deildarstjóra sjúkrahúsa- og heilsugæslu- deildar 1. október sama ár. Hún hefur setið í mörgum- ráðum og nefndum á vegum ráðuneytisins og gegnt þar + Alúðarþakkir Færum öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við and- lát og útför Jakobs Jónssonar, dr. THEOL og heiðruðu minningu hans. Þóra Einarsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Þór Edward Jakobsson Jóhanna Jóhannsdóttir Jón Einar Jakobsson Gudrun Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn • Krossgátan □ 1 7""* '\ 6 - □ 1 l é 9 9 10 □ ■ G - □ ■; D Lárétt: 1 hörgul, 5 fálka, 6 jaka, 7 kall, 8 gjafmilda, 10 eins, 11 lesandi, 12 sjúkleiki, 13 ófag- urt. Lóðrétt: 1 skarns, 2 dys, 3 áþján, 4 varla, 5 dettin, 7 gagnslaust, 9 meining, 12 gelti. Lausn á siöustu krossgátu. Lárétt: 1 bárum, 5 vola, 6 ilm, 7 au, 8 naumur, 10 dr, 11 óða, 12 skar, 13 ritan. Lóðrétt: 1 bolar, 2 álmu, 3 Ra, 4 maurar, 5 vindur, 7 auðan, 9 móka, 12 st. • 6engi8 Gengisskráning nr. 123 — 3. júlí 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 58,090 58,250 Sterlingspund 91,146 91,397 Kanadadollar 48,576 48,710 Dönsk króna 7,7324 7,7537 Norsk króna 8,2187 8,2414 Sænsk króna 8,8283 8,8526 Finnskt mark 13,3173 13,3540 Franskur franki 8,8582 8,8826 Belgiskur franki 1,4363 1,4402 Svissn. franki 34,1209 34,2177 Holl. gyllini 26,6878 26,7613 Vesturþýskt mark 30,0790 30,1618 ítölsk lira 0,04154 0,04166 Austurr. sch. 4,2745 4,2862 Portúg. escudo 0,3591 0,3601 Spánskur peseti 0,4732 0,4745 Japanskt yen 0,40864 0,40976 irskt pund 79,816 80,036 SDR 72,9314 73,1323 Evrópumynt 61,1563 62,3275 margs konar trúnaðarstörf- um. Ingibjörg hefur verið náms- brautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði í Háskóla ís- lands frá tjanúar 1976. í ráðuneytinu starfa því 4 skrifstofustjórar auk stað- gengils ráðunetisstjóra Jóns Ingimarssonar skrifstofu- stjóra. RAÐAUGLÝSINGAR Menntaskólinn við Hamrahlíð Vinnuaðstaða kennara - lyfta Tilboð óskast í breytingar á húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðal annars skal stækka glugga á útveggjum kjallara í suðurálmu skólans, endurnýja lagnir og setja upp lyftustokk. Verkinu skal skila í nokkrum áföngum: Skila skal fyrsta hluta þess 28. 8. 1989 en verklok á verkinu í heild verða 22. 4. 1990. Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 7. júlí gegn 10:000,- kr. skilatryggingu. Hús- ið verður væntanlegum bjóðendum til sýnis dagana 3., 4. og 7. júlí milli kl. 9 og 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju- daginn 11. júlí 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borqartuni 7, simi 26844. Varnarliðið—sumarstörf Varnarliöið óskar að ráða eftirtalda iðnaðar- menn til sumarafleysinga: Trésmiði, bifvéla- virkja, bifreiðasmiði, pípulagningamenn og raf- virkja. Um er að ræða mismunandi margar stöður í hverri starfsgrein. Ráðning er [ flestum tilfellum til seinni hluta septembermánaðar en nokkrir möguleikar á áframhaldandi ráðningu. Krafist er réttinda I viðkomandi starfsgrein, en ráðning á aðstoðarmönnum með rétta starfs- reynslu kemurtil greina. Hafið samband strax við varnarmálaskrifstofu, ráðningadeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973. Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferöinni? Vorhappdrætti krata Dregið hefir verið I Vorhappdrætti krata. Upp komu eftirtalin númer: 1. Vinningur. Vinningar MITSUBISHI sjónvarpstæki og mynd- band. Upp kom vinningur nr. 1745. Vinningar nr. 2—10. MITSUBISHI sjónvarpstæki 20“. Vinningar komu á eftir talin númer: 14737, 95, 3424, 18123, 1842, 9185, 12552, 13977, 12845. Vinningar nr. 11—20. Vinningar MITSUBISHI myndbandstæki. Vinn- ingar komu á eftirtalin númer: 559,18610,18413, 747, 7388, 19087, 4175, 1969, 5418, 8907. Vinningar 21—30. Bökunarmeistarinn. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1448, 14790, 4069, 16222, 6370, 9666, 11501, 14950, 3541, 19919. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Al- þýðuflokksins í síma 91-29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.