Alþýðublaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 4
SAMEINAÐA SIA
4
NEYTENDAHIAL
Þriöjudagur 4. júlí 1989
Þetta eru tölurnar sem upp
komu 1. júlí
Heildarupphæð vinninga
kr. 3.945.753,-
2 höfðu 5 rétta, og fær hver
kr. 908.258,-.
Bónusvinninginn fengu 4
og fær hver kr. 78.869,-.
Fyrir 4 tölur réttar fær hver
kr. 4.319,- og fyrir 3 réttar
tölur fær hver um sig kr.
351,-.
Sölustaðir loka 15 mfnútum fyrír útdrátt í
Sjónvarpinu.
Sími685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
ALDRAÐIR
þurla að
ferðast eins
og aðrir.
Sýnum þeim
tillitssemi
Innkauyakarfa helgarinnar:
Allt að 42% verðmunur
inncm sömu verslunar
samkvœmt könnun Verðlagsstofnunar
Verðlagsstofnun hefur sett sam-
an innkaupakörfu, sem ætlað er að
sýna neyslu fjögurra manna fjöl-
skyldu í þrjá daga á matvörum og
nokkrum snyrti- og hreinlætisvör-
um. í Ijós kom allt að 42% verð-
munur á dýrustu og ódýrustu körf-
unni innan sömu verslunar.
í matarkörfunni, sem er eins
konar helgarkarfa, eru 45 algengar
vörur og er magn hverrar vöruteg-
undar miðað við þriggja daga
neyslu.
Verðlagsstofnun kannaði verð á
vörunum í körfunni síðustu dagana
í maí í 44 matvöruverslunum á höf-
uðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar
eru birtar í 10. tbl. Verðkönnunar
Verðlagsstofnunar á þessu ári.
Tilgangurinn var að kanna verð
innan sömu verslunar þar sem ann-
ars vegar væri tekið lægsta verð á
vörunum i körfunni og hins vegar
hæsta verðið. í könnuninni var litið
fram hjá hugsanlegum gæðamun.
Könnunin leiðir i ljós, að mikill
verðmunur er á matarkörfunni eftir
þvi hvort keyptar eru ódýrustu teg-
undir af hverri vöru í ákveðinni
verslun eða dýrustu tegundir af
sömu vöru í sömu verslun.
— Mestur munur á innkaupakörf-
unni í sömu verslun var 42%.
Karfan með ódýrustu vöruteg-
undunum kostaði 5.393 kr., en
karfan með dýrustu tegundun-
um kostaði 7.681 kr. Verðmun-
urinn var 2.288 kr.
— Verðið á dýrustu matarkörfunni
i þessum 44 verslunum var
18—42% hærra en verðið á ódýr-
ustu körfunni í sömu verslun.
— Ef miðað er við ítrasta verðmun
innan verslunar á helgarkörfunni
Ódýrasta Dýrasta Verðmunur
innkaupakarfan innkaupakarfan Kr. %
Stórm. í austurbæ Reykjav. 5.393 7.681 2.288 42%
Stórmarkaður í Hafnarfirði 5.432 7.515 2.083 38%
Hverfisverslun í Breiðholti 5.801 8.017 2.216 38%
Hverfisverslun í Kópavogi 5.723 7.622 1.899 33%
Hverfisv. í vesturbæ Reykjavikur 6.271 7.950 1.679 27%
Hverfisverslun í Breiðholti 6.530 8.113 1.583 24%
Hverfisverslun á Seltjarnarnesi 6.504 7.665 1.161 18%
Ef miðað er við ítrasta verðmun innan verslunar á helgarkörfunni og reiknað með helgarneyslu eins árs
(þ.e. 50 helgarkörfur) er munurinn á dýrustu og ódýrustu körfunni 58-114 þúsund krónur.
Eftirtaldar 45 vörur eru í helgarkörfunni:
MATARKARFA
ýsuflök
vínarpylsur
spægipylsa
yógurt
fastur ostur, 26%
grænmetissalat
matlaukur
kartöflur
epli
heilhveitibr., sneitt
kornflögur
kókómalt
Gert er ráð fyrir mismiklu magni af hverri vöru og miðað við líklega neyslu fjögurra manna fjölskyldu
daga. Sem dæmi um neyslu má nefna að reiknað er með 1,2 kg af ýsuflökum, 2,0 kg af lambalæri
g af svínaskinku, 300 g af tómötum, 6 lítrum af mjólk, 375 g af kornflögum, 250 g af kaffi, 100 g af þvotta
efni o.s.frv.
kakó
sardínur
rósakál
hveiti
tómatsósa
kaffi
majones
cola drykkur
jarðaberjagrautur
þvottaefni
klósettpappír
sjampo
lambalæri
svinaskinka
mjólk
smjörlíki á brauð
súkkulaðiís
tómatar
kinakál
franskar kartöflur
kiví
þriggjakornabr., sneitt
maísbaunir
grænar baunir
rauðkál
bl. ávextir, niðurs.
pakkasúpa, sveppasúpa
tekex
átsúkkulaði, hreint
pilsner
hreinn appelsínusafi
uppþvottaefni
tannkrem
þrjá
200
og reiknað með helgarneyslu eins
árs (þ.e. 50 helgarkörfur) er munur-
inn á dýrustu og ódýrustu körfunni
58—114 þúsund krónur.
Niðurstaða könnunarinnar er sú
að það er ekki síður mikilvægt að
gera verðsamanburð innan sömu
verslunar heldur en á milli verslana,
segir í fréttatilkynningu frá verða-
lagsstofnun.
afttoow/j
/D
f I
t t
Benedikt Bogason
er látinn
Látinn er Benedikt Boga-
son, alþingismaöur og
verkfræðingur, 55 ára að
aldri.
Benedikt fæddist 17. september
1933 í Laugardælum, Árnessýslu,
sonur hjónanna Boga Eggerts-
sonar bílstjóra og Hólmfríðar
Guðmundsdóttur. Hann varð
stúdent frá M.R. 1953 og lauk
prófi frá Tekniska Högskolan í
Helsingfors 1961. Hann var fram-
kvæmdastjóri Flóaáveitunnar og
Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða um 1961—1964 og verk-
fræðingur hjá Borgarverkfræð-
ingi til 1971. Hann rak eigin verk-
fræðistofu til 1980, er hann varð
verkfræðilegur ráðunautur Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins og síð-
ar fulltrúi forstjóra Byggðastofn-
unar.
Benedikt átti sæti í hrepps-
nefnd Selfosshrepps fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn 1962—1964.
Hann varð varaþingmaður fyrir
Borgaraflokkinn 1987, en tók fast
sæti í vor sem eftirmaðui Alberts
Guðmundssonar. Við sæti
Benedikts á Alþingi tekur Ásgeir
Hannes Eiríksson verslunarmað-
ur.
Benedikt lætur eftir sig eigin-
konu, Unni Magnúsdóttur og tvö
uppkomin börn.
neip -rHe cAít-dReH sm/Le.
Hjálpum börnunum
að brosa!
ALÞJÓÐLEG TEIKNIMYNDASAMKEPPNI
Bresk hönnunarfyrirtæki í samvinnu viö Svissneska
Rauöa Krossinn hefur beytt sér fyrir alþjóðlegri teikni-
myndasamkeppni meðal 7-14 ára barna um allan heim.
Tilgangurinn er að safna fé til hjálpar börnum í Súdan.
Leitað er eftir góðum hugmyndum um fyndnar persónur
eða dýr eins og í teiknimyndasögunum.
Hér er því um að ræða teikningar sem fá fólk til aö brosa.
„Hjálpum börnunum að brosa“
(fáum börnin til að brosa)
eru slagorð sem nefnd hafa verið fyrir keppnina.
Bestu teikningunum verður safnað saman í bók og
hún seld til ágóða fyrir hjálparstarfið í Súdan sem
framkvæmt er af Alþjóöa Rauða Krossinum.
Teikningarnar eiga að vera í stærðinni A4, á hvítum
pappír annað hvort í lit eða svart/hvítar.
Texti má fylgja teikningunum en best er teikningar
sjálfar tala sínu máli.
Teikningunum skal skilað fyrir 1. ágúst 1989 til:
Rauði Kross íslands,
Alþjóða teiknimyndasamkeppnin
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Oddsson á skrifstofu
RKÍ í síma 26722 frá kl. 8.00-16.00 virka daga.