Alþýðublaðið - 04.07.1989, Síða 5
Þriðjudagur 4. júlí 1989
5
ÞANKAR Á ÞRIÐJUDEGI
HAWAII
SKYRTUR
Mig hefur lengi langað í
Hawaii-skyrtu en hef enn
ekki fundið þá réttu.
Liklega myndi ég ekki þora
að ganga í henni jafnvel þó
ég eignaðist gripinn enda
er það aukaatriði.
Skyrturnar höfða til min
af tveimur ástæðum. þær
eru einstök blanda af upp-
runalegri menningu og síð-
ari tíma viðbót. Blanda af
sönnu þjóðlegu handverki
og kitsi. Skyrturnar læða
sér inn í heimsmenninguna
sem paradísarminni en með
auknum vinsældum sogast
þær inn i fjöldaneysluna og
verða einkennisbúningur
amerisku útgáfunnar af
pakkatúrisma.
Hawaii-skyrturnar voru upp-
haflega búnar til úr silki eða bóm-
ull, síðar rayon og handunnar að
öllu leyti. Fjölbreytnin var því
mikil og hver flík einstök. Skyrt-
urnar eru ekki lengur handunnaí-
heldur fjöldaframleiddar og yfir-
leitt eru nú notuð gerviefni. í dag
eru þær þriðji stærsti útflutning-
ur eyjanna. Eiginlegu Hawaii-
skyrturnar eru því orðnar antík.
Minnisvarði um merkilega al-
þýðulist.
Handverkið fluttist með Kín-
verjum og Japönum til eyjanna og
á öðrum og þriðja áratug aldar-
innar blómstraði greinin. Gpp-
haflega var mynstrið fengið frá
hefðbundnum polynesískum
barkarskreytingum, en þegar á
leið tók hugmyndaflugið við og
samtímamótív. Á fjórða áratugn-
um blómstraði skyrtuframleiðsl-
an, fjöldi verkstæða varstarf-
ræktur og sérhvert verkstæði
þróaði að minnsta kosti fimmtán
mynstur árlega. Útgáfurnar
skiptu því þúsundum.
í fyrstu var litið á skyrturnar
sem baðstrandarfatnað en smám
saman þótti tilhlýðilegt að klæð-
ast þeim daglega. í fyrstu klædd-
ust virðulegir bisnessmenn þeim
aðeins á föstudögum, en smám
saman var flíkin viðurkennd sem
alhliða klæðnaður. Á fimmta ára-
tugnum komst Hawaii-skyrtan í
tísku og þá var farið að framleiða
hana víðsvegar um heiminn, þó
aðallega í Bandaríkjunum og
Japan. Silkiþrykk vék fyrir valsa-
prentun. Mynstrin og frágangur-
inn var staðlaður.
Hawaii-skyrtan gerðist amer-
ísk. Harry Truman lét mynda sig í
„mávamynsturskyrtu" og Elvis
Presley gerði sitt til að auka á vin-
sældir hennar í myndinni Blue
Hawaii.
í minningunni eru Jiawaii-
skyrturnar tengdar amerískum
túristum. Tákn smekkleysis þeirra
eða glannalegs klæðaburðar. Fyr-
ir nokkrum árum rakst ég inn á
þjóðháttasýningu þar sem m.a.
Þessi skyrta er frá fimmta áratugnum. Hana prýða myndir af konungun-
um Kamehameh, Kalakaua og drottningunni Liliuokalani. Myndirnar
þykja öllu raunsærri en á flestum Hawaii-skyrtum frá sama tima.
var að finna sýnishorn af hand-
verki Hawaii-eyj'anna. Ég var ný-
búinn að lesa ferðalýsingar
Claude Levy Strauss frá Tristes
Tropiques. Þar heldur Strauss því
fram að ekki sé hægt að „upp-
runalegri" eða ósnortinni menn-
ingu hafi í raun verið eytt þegar á
16. og 17. öld. Menning er alltaf
samspil hefða, samtíma og utan-
aðkomandi áhrifa.
Silkiþrykkt mynstur eða mynd-
róf var aðalsmerki Hawaii-skyrt-
unnar. Myndefnið gat verið sótt í
náttúruna, blóm, pálmar og þess-
háttar. Einnig voru gerðar skyrtur
með kóngamyndum eða jafnvel
hraðbátum á túnfiskveiðum. Jafn
mikil natni var lögð í allan frá-
gang. Þannig eru merkimiðarnir
kapítuli út af fyrir sig. Miðarnir
voru ofnir, ríkulega myndskreytt-
ir og nafngiftirnar báru vott um
ómælt hugmyndaflug s.s. „Poi
Pounder Tog“, „Mc lnernyu’s“
eða „01u-01u“.
Hawaii-skyrturnar eru minnis-
varði um þá sköpunargetu sem
býr í fólki skapist réttar aðstæður.
Að sjálfsögðu er handverkið mis-
gott. Nóg er af klaufaleguin út-
færslum og illa gerðum fatnaði.
Þær sýna það fyllilega að alþýðu-
menning þarf ekki að vera róman-
tískt afturhvarf heldur lifandi arf-
leifð hugmyndaríkis og framtaks-
semi.
.f-Uiíi
ÍUMFERÐAR
RÁÐ
KLUBBUR 17!
Er kveikt á perunni?
Klúbbur 17 óskar eftir hugmyndum aó
merki fyrir samtökin og slagorö, sem nota má
í áróöri fyrir bættri umferðarmenningu.
Klúbbur 17 er samtök áhugafólks, 17-20 ára,
um bætta umferðarmenningu og fækkun
slysa meðal ökumanna.
Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar.
Hugmyndum skal skila fyrir 15. júlí n.k., merktum dulnefni,
á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 26722
Stofnun
nr- kandt
^O-SEÐILL
0939607
300 kr.
BEST
ER
að borga strax
Losnum við óþægindi
og kostnað vegna
aukastöðugjalda.
®Bílastæðasjóður
Reykjavíkurborgar
GIRÓ-
daga
,6ÍllirUv.tfírnlt
,w*'“ «<«,»»»
09'"nhtnm, tn