Alþýðublaðið - 04.07.1989, Page 8

Alþýðublaðið - 04.07.1989, Page 8
Þriöjudagur 4. júlí 1989 Jóhanna með jafn- réttisráðherrum í Vín Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sem gegnir formennsku í hópi norrænna jafnréttisráð- herra, sækir ráðstefnu evr- ópskra jafnréttisráðherra sem hefst í Vín í dag og lýkur á morgun. Þetta er í annað sinn sem haldin er ráðstefna evrópskra jafnréttisráð- herra, en hin fyrri fór fram árið 1986. Aðaláhersla verður lögð á þrjú viðfangsefni á ráðstefn- unni: Aðlögun jafnréttis- mála í stefnumörkun stjórn- valda á hinum ýmsu sviðum og hlutverk stofnana sem annast jafnréttismál á heild- arstefnumótun rikisstjórna. Virka framkvæmd aðgerða á sviði jafnréttismála í sam- ræmi við löggjöf og alþjóða- samþykktir. Abyrgð stjórn- málamanna við að körlum og konum sé gert auðveldara að samræma atvinnuþátt- töku, einkalíf og fjölskyldu- ábyrð. í för með ráðherra er Rannveig Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra. Rannsóknarlögreglan: Rannsakar dular- fullan dauðdaga Rannsóknarlögreglan rannsakar nú lát Reykvíkings á fertugsaldri sem lést af ó- kunnum orsökum um hádegi á laugardag. Eftir því sem næst veröur komist er mögu- legt taliö að maöurinn liafi látist af völdum áverka sem hann hlaut i átökum ein- hvern tíma aðfaranótt laug- ardagsins. í fréttum Stöðvar 2 á laug- ardagskvöldið kom fram að maðurinn sem bjó hjá for- eldrum sinum, hafi hringt í þau á föstudagskvöld og sagst vera á leið heim en ekki komið fyrr en morguninn eftir. Samkvæmt heimildum DV voru áverkar á höfði mannsins sem gætu hafa valdið láti hans. Lögreglan hefur þegar yfirheyrt nokk- urn hóp manna vegna máls- ins. Dagheimilið Valhöll við Suðurgötu og Hringbraut er við mjög fjölfarna umferðaræð. Getur hugsast að börnin þar og viðar innbyrði blýmengun yfir hættumörkum? Foreldrasamtökin í Reykjavík vilja fá svar við þessari spurningu. A—mynd / E.ÓI. Foreldrasamtökin í Revkiavík: ÓTTAST BLÝIHENGUN Á DAGVISTARHEIMILUM Foreldrasamtökin í Reykjavík hafa sent Heil- brigðiseftirliti borgarinnar fyrirspurn um blýmengun i námunda við dagvistar- stofnanir. Er bréfið sent i Ijósi reynslunnar í Dan- mörku, þar sem bcinlínis er talað um „blýbörn" og vilja foreldrar fá svar við því hvort ástæða er til að ætla að blýmengun hér sé yfir hættumörkum. Að sögn Harðar Svav- arssonar, starfsmanns For- eldrasamtakanna, var ákveðið að senda fyrir- spurnina eftir sjónvarps- þátt um slíka mengun i Danmörku. „Við töldum í framhaldinu nauðsynlegt að fá að vita hvort hætta er hér á ferðinni, sérstaklega hjá þeim dagvistarstofnun- um sem eru við fjölfarnar götur. Við vitum að fólk hefur kvartað yfir mengun og það mátti sjá á snjónum í vetur hvað hann varð fljótt skítugur.“ í bréfinu er tiltekið dæmi nefnt, dagheimilið Valhöll við Suðurgötu og Hringbraut. Arnþrúður Jónsdóttir forstöðumaður þar sagði að vitað væri um mengun þar, en að hún væri þó ekki sérstaklega áþreifanleg. „En í fyrravet- ur þegar hér voru froslstillur og enginn snjór mátti sjá þetta greinilega. En ég tek fram að hér hafa ekki verið nieiri veikindi meðal barn- anna en annars staðar“ sagði Arnþrúður. Heilbrigðiseftirlitið hef- ur tekið ákvörðun um sýnatöku, en lengra er mál- ið enn ekki komið. Hins vegar er mælir við Hring- torg og á sínuni tíma mældi hann meiri mengun en menn áttu von á._ Hann mælir hins vegar svifrykið í loftinu og er ekki vitað í hversu miklum mæli það binst jarðveginum, en helsta hættan er talin stafa af jarðvegi sem börnin inn- byrða á einn eða annan hátt. Talið er að blýmeng- un hafi þó eitthvað farið minnkandi við aukna notkun á blýlausu bensíni. Fjórðungsmóti austfirskra hestamannafélaga lauk á sunnudaginn. Á annað þús- und hestamanna hvaðanæva að af landinu sóttu mótið og mörg hundruð hross komu til kynbótadóms og kappreiða. Mótið var haldið við Iðavelli á Völlum á félagssvæði Frey- faxa. Stærri myndin er frá hópreið hestamannafélag- anna á sunnudaginn og minni myndin sýnir hvar einn VEÐRIÐ í DAG Áfram verður suðvest- anátt um allt land. Skýjað um landið vestanvert, smáskúrir og 9—12 stiga hiti. Bjart austantil og mun hlýrra um hádaginn. Hitastig i nokkrum landshlutum kl. 12 i dag. hitastig í borgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima. ici Aun hestamaður hefur skipt um hlutverk og stjórnar helgi- stund, en það er einmitt sr. Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum í Breiðdal, fyrr- um alþingismaður Alþýðu- flokksins. Ljósm.: G.T.K. Arnarflug hefur sagt upp frá og með haustinu milli 20 og 30 manns. Samkvæmt því sem Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arnarflugs, sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær, er ástæðan sú að félagið er að búa sig undir harðan vetur vegna almenns sam- dráttar í landinu. Ákveðið hefur verið jafnframt að sameina tvær deildir og hef- blaðið sagði Kristinn að upp- sagnirnar væru eðlilegar var- úðarráðstafanir í Ijósi þess almenna samdráttar sem orðið hefði á íslandi að und- anförnu. í millilandafluginu væru aðstæður þannig á vetrum væri íslandsmarkað- urinn stærstur og ekki væri eðlilegt að ætla að hann yrði jafn góður og verið hefur. Kristinn sagði á hinn bóginn að sumarið og haustið virtist ætla að koma vel út. Kristinn sagði aðspurður að ekkert hefði verið hugsað um kaup á vél til millilanda- flugsins, en eins og kunnugt er hefur Arnarflug nýlega gerst aðili að þríhliða samn- ingi ásamt ríkinu og Sam- vinnuferðum/Landssýn um leigu á vél til leiguflugs fyrir ferðaskrifstofuna. Þar er að sjálfsögðu um að ræða fyrr- verandi vél Arnarflugs sem staðið hefur óhreyfð á Kefla- víkurflugvelli síðan ríkið kyrrsetti hana vegna skulda og eignaðist i kjölfarið. ur forstöðumaður annarrar þegar sagt upp, hinn óskar eftir uppsagnarbréfi. Báðum var gefinn kostur á að segja upp. I samtalinu við Alþýðu- Arnarflug dregur saman

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.