Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 1
Húsn œðismálastjórn: 2,5 milljarðar í félagslegar íbúðabyggingar Á fundi HúsnæAismála- stjórnar í gær var samþykkt vciting frainkvæmdalána úr Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna til byggingar samtals 696 íbúða. Framkvæmdir hefjast væntanlega í næsta mánuði og standa tH ársloka 1990. Úr Byggingarsjóði verka- manna eru veitt fram- kvæmdalán til að byggja 396 íbúðir samtals að fjárhæð 1.584 milljónir króna. Þar er um að ræða 225 íbúðir í verkamannabústöðum, 61 leiguíbúð og 110 félagslegar kaupleiguíbúðir. Áætlað er að 358 milljónir króna komi til útborgunar i haust, á næsta ári 1.200 milljónir króna og 26 milljónir króna í upphafi árs 1991. Hvað varðar Byggingar- sjóð ríkisins er áætlað að hann verji 870 milljónum til Stefán Valgeirsson: Ríkisstjórnin eins og bíll í torfærukeppni Fundir hafa átt sér stað að undanförnu milli ríkisstjórn- arflokkanna og Samtaka um jafnrétti og félagsh.vggju, lista Stefáns Valgeirssonar, um áframhaldandi stuðning hinna síðarnefndu við ríkis- stjórnina. Nýr fundur er boðaður þann 10. júlí og var á Stefáni að heyra í gær að hann væri enn stjórnarsinni. „Ef ríkisstjórnin stendur við stjórnarsáttmálann þarf hún ekkert að óttast næsta löggjafarþing frá mínum sjónarhóli.“ Stefán líkti stjórninni við bíl í torfærukeppni. „Ég hefi lýst þessu svo, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi farið upp úr hjólförum ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar með framhjólin og hefði virst ætla upp úr með afturhjólin, sem ekki hefur enn gerst. Það er spurning hvort hún fellur í hjólför fyrri stjórnar eða ekki. “ Stefán segist bíða svara hjá stjórninni um hvernig hún muni taka á málum á næst- unni. „Það ríkir ágætur andi, en við þrýstum á um að á málum verði tekið og ef það gerist í anda þess sem ríkis- stjórnin setti í sinn stjórnar- sáttmála þarf ríkisstjórnin ekkert að vera hrædd Nvið næstá þing,“ sagði Stefán. byggingar á 300 íbúðum. Þar er áætlað að byggðar verði 144 almennar kaupleigu- íbúðir og 156 íbúðir fyrir aldraða. Úr byggingarsjóðunum báðum er því áætlað að verja 2.454 milljónum króna til áramóta 1990—91. Húsnæð- ismálastjórn hefur lagt sér- staka áherslu á að reynt verði að kaupa eldri íbúðir frekar en byggja nýjar á þeim stöð- um þar sem framboð á hús- næði er meira en eftirspurn Loðdýrabændur á bjargbrúninni: 500 milljóna króna tekjur upp í 3000 milljóna skuldir Heildarskuldir í loð- dýrarækt nema um 3.000 milljónum, en tekjur grein- arinnar eru einungis um 500 milljónir króna á ári. Fóðurstöðvar eru að kom- ast í þrot vegna gífurlega slæmrar skuldastöðu loð- dýraræktenda. Skulda- vandinn er til umfjöllunar hjá helstu lánardrottnum og hefur eftirgjöf á hluta af skuldum komið til tals. Enn er því þó ósvarað hvort greinin á framtíð fyrir sér. Skuldir gagnvart Stofn- lánasjóði landbúnaðarins eru taldar nema 1.500 milljónum, en skuldir bænda gagnvart Byggða- stofnun' nema 100 milljón- um. Þá á Byggðastofnun um 100 milljónir hjá fóður- stöðvum, en hluti af þeirri upphæð er í hlutafé í stöðv- unum, eða sem kalla má víkjandi lán. Framleiðni- sjóður landbúnaðarins hefur lagt um 600 milljónir í greinina í formi styrkja og víkjandi lána. Síðastliðinn miðvikudag átti Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra fund á Akupyri með stjórn Stofnlánasjóðs og fulltrúum Byggðastofnun- ar. Byggðastofnun barst bréf frá ríkisstjórninni þann 20. júní. í því bréfi er stofnuninni falið að gera úttekt á þýðingu loðdýra- ræktar fyrir dreifbýlið og meta afleiðingar þess að loðdýrarækt verði hætt. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í samtali við blaðið að greinargerð yrði skilað einhvern næstu daga. Vandi loðdýrabænda endurspeglast í því að þeir geta ekki borgað fóður frá fóðurstöðvunum, sem síð- an geta ekki borgað hrá- efnisinnkaupin. Því stefnir í stöðvun fóðurframleiðslu innan tíðar. í annan stað er skuldastaða bændanna gríðarslæm. Taiið er að heildarskuldir þeirra nemi um 3000 milljónum á með- an framleiðsluverðmætið er einungis 500 milljónir króna á ári. Samkvæmt þumalputtareglu, sem not- ast er við varðandi aðrar atvinnugreinar, er þetta dæmi vonlaust að mati við- mælenda’blaðsins. Eitt erfiðasta úrlausnar- Farið er fram á að Stofnlánadeild létti 600 milljónum af loðdýrabændum. efni þeirra sem fjalla um vanda greinarinnar er að ekki hefur tekist að skuld- breyta gagnvart öðrum en Stofnlánadeild og Byggða- stofnun, vegna þess að bændur eiga ekki veð. Þess vegna er knúð á um að Stofnlánadeild létti af 600 milljónum, svo bændur fái svigrúm til skuldbreytinga gagnvart öðrum kröfuhöf- um. Þrátt fyrir vangaveltur um niðurfeliingu skulda er því enn ósvarað hvort greinin eigi framtíð fyrir sér. — Hvað fæst fyrir skinnin eftir tvö ár og hver verður gengisskráningin? Þá er ekki vitað hvað t.d. stjórnvöld í Finnlandi eða Danmörku gera gagnvart vanda sinna framleiðenda. Ef Danir og Finnar fara út í að styrkja sína loðdýra- rækt er talið að dæmið verði enn vonlausara fyrir íslendinga. í dag er talið að 206 fjöl- skyldur í landinu lifi á loð- dýrarækt. Fréttamatur trá spænska konungnum Spænsku konungshjón- in, Jóhann Karl og Soffía, sóttu Vest- manneyinga heim i blíöskaparveöri i gær. Konungur sló á létta strengi i heimsókn i saltfiskverkun, er hann laumaði snittu upp í einn af þeim fjölmörgu spænsku blaðamönn- um sem fylgjast með konungshjónunum hér á landi. A—mynd / E.ÓI Kaupskipin: HÁSETA- SAMNINGAR í HÖFN Samkomulag tókst í deilu undirmanna á kaupskipum og vinnuveitenda um átta- leytið í gærkvöldi. Samningar eru i líkingi við samninga Alþýðusam- bandsins. Samið var um breytingar á yfirvinnu, 80% álag og breytingar á bónus- greiðslum. Ennfremur var gerð samræming á launa- töxtum vélamanna og há- seta. Samningurinn gildir frá 1. maí til ársins 1991. Sala Útvegsbankans: Viöskipta- ráðuneytið svarar ásökunum — Sjá greinargerð bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.