Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júlí 1989
I
3
Biskupsstofa:
Herra Ólafur Skúlason
kominn til starfa
„Mig langar til að uppbygg-
ing safnaðarins verði eitt
höfuðmálið sem við tengj-
um 1000 ára afmælinu árið
2000 og vinnum raunhæft
að innri málefnum kirkj-
unnar," segir herra Ólafur
Skúiason biskup, sem hér
er í hópi starfsmanna á
fyrsta degi sínum á Biskup-
stofu. A—mynd / E.OI.
Nýr biskup yfir íslandi,
Herra Ólafur Skúlason, kom
til starfa á Biskupsstofu á
miðvikudagsmorgun. Herra
Ólafur tók formlega við
embætti þann 1. júlí, en var
þá staddur á norrænun bisk-
upafundi sem haldinn var í
Finnlandi.
Á norræna biskupafund-
inum, sem haldinn er í ein-
hverju Norðurlandanna á
þriggja ára fresti, var m.a.
rætt um að endurgjalda Jó-
hannesi Páli II páfa heim-
sóknina til Norðurlanda,
með því að hópur biskupa,
einn biskup frá hverju Norð-
urlandanna, heimsækti
Vatíkanið. Að sögn Ólafs var
málið þó ekki útrætt á fund-
inum.
Á fundinum í Finnlandi
voru rædd ýmis mál sem
snerta kirkjur Norðurland-
anna og fræðilega tekið á
ymsu sem efst er á baugi í
heiminum, eins og t.d. önnur
trúfélög — hvernig kirkjunni
ber að bregðast við nýtrúar-
Iegum bylgjum sem hafa
gengið yfir sumstaðar.
„Ég ætlaði mér að skoða
vandlega það sem gert var á
Prestastefnunni, sem ég gat
ekki sótt nema að híuta til,
og skoða þau mál sem hér er
helst verið að vinna að. En
þessir tveir dagar hafa að
mestu farið í viðtöl, þannig
að ég hef minna getað sinnt
lestri og skoðun þessara
mála,“ sagði herra Ólafur
þegar Alþýðublaðið spurði
hann um starfið fyrstu dag-
ana á Biskupsstofu.
Uppbygging safnaðar-
starfsins var ofarlega á baugi
á Prestastefnu. Alþýðublað-
ið spurði herra Ólaf um hans
áherslur í því sambandi:
„Mig langar til að það
verði eitt höfuðmálið sem við
tengjum 1000 ára afmælinu
árið 2000 og vinnum raun-
hæft að innri málefnum
kirkjunnar. Styrkjum inn-
viði hennar sem allra mest,“
sagði herra Ólafur.
Biskup á erilsamt starf
framundan. Næsta stórverk-
efni er Skálholtshátíð, þann
23. júlí. Þar verður fyrsta
vígsla herra Ólafs. Nýr
vígslubiskup verður vígður,
prófessor Jónas Gíslason.
Þann 16. júlí predikar biskup
á 100 ára afmæli Narfeyrar-
kirkju á Snæfellsnesi, sem er
ein fámennasta kirkjusókn á
landinu. „Það fer vel á því að
byrja hógværlega,“ sagði
herra Ólafur Skúlason bisk-
up.
Ríkisstjórnin
Áætlun um umfangsmiklar
mengunarmælingar i sjó
Ríkisstjórnin hefnrsam-
þykkt framkvæmdaáætlun
um mengunarmælingar í
sjó og sjávarlífverum, í
samræmi við tillögur
starfshóps, sem sam-
gönguráðherra skipaði í
janúar sl.
í starfshópnum voru
Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri, sem var
formaður starfshópsins,
Jón Ólafsson, sviðsstjóri á
Hafrannsóknastofnun, og
Sigurður Magnússon, for-
stöðumaður Geislavarna
ríkisins.
Mælingar samkvæmt
áætluninni hefjast á þessu
ári og lýkur árið 1992.
Heildarkostnaður við
framkvæmdina er um 18
milljónir króna.
Efnin sem mæld verða
eru í fyrsta lagi þungmálm-
ar. Það er kvikasilfur,
kadmín, kopar, blý og sink
í þorski, skarkola, krækl-
ingi, loðnu og síld, og
sömu efni, önnur en blý, í
sjávarsýnum. Lífræn þrá-
virk efni, PCB, DDT í
þorski, skarkola, krækl-
ingi, loðnu og síld, en
greiningartækni gerir ekki
kleift að mæla þessi efni í
sjávarsýnum. Geislavirk
efni cesin og strontíum, í
þorski, skarkola, krækl-
ingi, loðnu og síld og einn-
ig í sjávarsýnum og þangi.
Þá verða mæld næringar-
sölt köfnunarefnis, fosfórs
og kísils í sjávarsýnum.
Söfnun sýna á að fara
fram á ákveðnum stöðum
eftir ákveðinni áætlun.
Sjávarsýnunum verður
safnað tvisvar á ári, lífver-
um einu sinni á ári, fyrir
hrygningu hverrar tegund-
ar, og þangi ársfjórðungs-
lega.
Gert er ráð fyrir að nýta
þá aðstöðu sem fyrir hendi
er til sýnatöku, t.d. leið-
angra Hafrannsóknastofn-
unar og rannsóknarað-
stöðu til greiningar um-
ræddra efna og efnasam-
banda, svo sem rannsókn-
arstofur atvinnuveganna
og Háskóla íslands. Enn
vantar aðstöðu til að greina
lífræn þrávirk efni, en hún
er væntanleg eigi síðar en í
upphafi næsta árs hjá
tveimur rannsóknarstof-
um.
Myndin sýnir áætlaða
sýnatökustaði. Skýringar
eru getnar með táknum á
horni myndarinnar, neðst
vinstra megin.
8
HAf
hAVST)
NOKCOSHAF
tNOftsxeHAverr
tmMttá
tfrSHAP
iAWrr
SKÝRINGAB*' G
____ ! / (j
JÓR iHAWAWpf'»
<& ÞA'Hte/rANGi^'' y
® KR/É^lNÖe'þ imuslIngi
(® ÞORSKUI^fcORSKÍ
® SÍLO (SILD)
® XOÐNA (LODDE) j
® SKARKOLMRÖOSPRÆTTE
/Adants-stn
iAtlBnterhavs
BlRT MtO LEYFI LANDM^UNGA ISiANOS