Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 7. júlí 1989 MMLMIIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Siguröur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaöaprent hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. SPÁNARKONUNGUR Þaö vekuróneitanlegaalltaf talsveröaathygli þegarerlendir þjóöhöfðingjarsækjaokkurheim. ítengslum viö slíkar heim- sóknir gefst færi á aö rifja upp eitt og annað um samskipti viökomandi þjóða fyrr og nú. Opinberar heimsóknir þjóö- höfðingja eru nokkurs konar gagnkvæm landkynning tveggja þjóða. Gestgjafinn rifjar gjarnan upp sögu, menn- ingu og listir viökomandi þjóðar og samskipti þjóöanna að fornu og nýju. Svipað á sér staö í landi gestkomanda, þ.e. fjöldi blaða- og fréttamanna fylgir honum og skýrir frá lífi og landi þess sem heimsótturer. Báöir aöiljar telja sig sjálfsagt hafa nokkurn hag af slíkum heimsóknum enda treysta þær yfirleitt tengslin milli þjóða, bæði hvaö varðar verslun og menningarleg samskipti. Jóhann Karl Spánarkonungurerum margt afarathyglisverð- ur þjóðhöfðingi. Hann vararftaki einræðis áSpáni en lét það verða sitt fyrsta verk á valdastóli að koma fótunum undir lýð- ræði í ríki sínu og hefurstutt þaðdyggilegaallargötursíðan. Konungar Evrópu hafa verið að missa öll eiginleg völd slð- ustu aldirnar og nú er svo komið að konungar eða drottning- ar hafa vlða tekið við nýju hlutverki, hlutverki nánast valda- lauss þjóðhöfðingja. Konungar hafa þó lengst af verið heldur ófúsirað gefafrásérvöld fyrren í fullahnefana. Það vakti því mikla athygli á sínum tíma þegar Jóhann Karl beinlínis hafði frumkvæðið að þvl að færa völd úr höndum sjálfs sín til lýð- ræðiskjörinna fulltrúa þjóðar sinnar. Spánverjar hafa löngum verið miklir sægarpar. Þeir hafa siglt víða um lönd en Kólumbus er eflaust nafntogaðastur spænskra sæfarenda. Nú hefur sú tilgáta komið fram að hann hafi haft viðdvöl á íslandi I leiðangri slnum sem leiddi til endurfundar Ameríku. En burtséð frá öllum getgátum er víst aö spænskir sæfarendur hafa um aldir haft samskipti við íslendinga. Þeir stunduðu veiðar hér við strendur Islands og hafa átt margvísleg samskipti við landsmenn. Enn í dag eru samskipti þjóðanna mikil. Spánverjar kaupa af okkur saltfisk í miklu magni en íslendingar hafa flykkst í löngum bunum á sólarstrendur Spánar mörg undanfarin ár. Ekki má gleyma merkum þætti íviöskiptasögu þjóðanna, þ.e. þegarSpánverj- um þótti blóðugt að geta ekki borgað fyrir saltfiskinn með víni á bannárunum. Það mál er meðal annars talið hafa ýtt undir það að áfengisbanninu var aflétt á sínum tíma. Evrópubúar standa á nokkrum tímamótum um þessar mundir. Umræðan um sameinaða Evrópu í einu eða öðru formi er númer eitt á dagskrá hjá flestum ráðamönnum Evr- ópulanda. Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að nú eru að hefjast viðræður milli EFTA-landanna og Evrópu- bandalagsinsog mun utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, leiða þær umræður fyrir hönd EFTA fyrsta kastið. ísland er EFTA-land en Spánverjar nýlega gengnir í Evrópubandalagið. í tengslum við heimsókn Spánarkonungs hafa utanríkisráðherrar þjóðanna hist og rætt meðal annars málefni Evrópu auk samskipta þjóðanna tveggja. Opinberarheimsóknirþjóðhöfðingjaeru annaðog meiraen sýning á frægðarfólki og veisluhöld. í tengslum við slikar heimsóknir myndast oft skilningur og sambönd sem skila árangri í einu eða öðru formi, fyrr eða síðar. íslendingar eiga mikið undir góðu samstarfi við aðrar þjóðir. Því fagna þeir komu Spánarkonungs og megi vinátta þjóðanna tveggja efl- ast og treystast. ÖHWUR SJONABMIÐ RITSTJÓRUM DV eru landbúnað- armálin hugleikin þessa dagana. Á miðvikudaginn skrifar Ellert B. Schram leiðara undir yfirskriftinni „Vandamálið er pólitískt". Já, þau eru mörg pólitísku vandamálin og auðleystari á síðum dagblaðanna en á vettvangi stjórnmálanna, eins og ritstjórinn eflaust veit. Ritstjórar blaðanna virðast helst eygja einhverja glætu í málflutningi Alþýðuflokksins um landbúnaðar- mál en eru annars fullir vonleysis og bölsýni. í leiðara Ellerts segir meðal annars: „Þetta er karlmannlega maelt. Það verður ekki af Jóni skafið að hann kann að taka upp í sig. Al- þýðuflokkurinn er tilbúinn, segir Jón, en hvað um aðra flokka? Hann svarar því sjálfur og segir að þeir þori ekki og geti ekki. Núverandi flokkakerfi er úrelt. Vandamálið, segir Jón, er pólitískt. Nú er í sjálfu sér auðvelt að benda á að Alþýðuflokkurinn á sinn þátt í því sjálfvirka kerfi sem formaðurinn er að gagnrýna. Al- þýðuflokkurinn er ekki barnanna bestur þegar kemur að ríkisútgjöld- um og sjálfvirkninni í velferðar- kerfinu. En það hefur ekkert upp á sig að finna sökudólga. Það er nógu lengi búið að stunda þann barnaleik að karpa og kenna hver öðrum um. Aðalatriðið er auðvitað hitt að hér er reyndur stjórnmálaforingi að lýsa yfir því að íslensk stjórnmál séu komin í þrot, flokkarnir komnir upp í horn. Vandamálið er pólitískt, segir Jón Baldvin. Það er sko sann- arlega rétt hjá honum. En hver vill skera á hnútinn? Og hver getur skorið á hnútinn? Margt af því sem Jón Baldvin gerir að um- talsefni varðandi ríkisfjármálin eru orð að sönnu. Skattpeningar og er- lendar skuldir standa ekki undir; öllum þeim náttúrulögmálum sem þar gilda. En flokkakerfið og hags- munagæsla á þeirra vegum eru svo sterk að vandi er að sjá að þeir hafi bolmagn til að hrista af sér klafana. Alþýðuflokkurinn meðtalinn." OG í gær, fimmtudag, er það hinn ritstjórinn, Jónas Kristjánsson, sem lætur móðan mása í leiðara DV undir heitinu „Fjórir flokkar vað- máls“. Enn sem fyrr er einhver glæta í Alþýðuflokknum meðan hinir flokkarnir vilja hampa sauð- kindinni á kostnað neytenda. Jónas segir svo: „Þessir flokkar eru auðvitað Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæð- Blessuð lömbin á milli tannanna á fólki í tvennum skilningi. isflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn, fjórir öflugustu óvinir neytenda og skattgreiðenda í landinu. Framsóknarflokkurinn sker sig ekki úr, því að hinir yfir- bjóða hann gjarnan í ruglinu. Munur Framsóknarflokks og Kvennalista er fyrst og fremst sá, að hinn fyrri telur sig vera að gæta hagsmuna bænda og að hinn síðari telur sig vera að gæta hagsmuna bændakvenna. Að öðru leyti eru vaðmálssjónarmiðin hin sömu hjá þessum miðaldaflokkum. Munur Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags er fyrst og fremst sá, að hinn fyrri er Framsóknar- flokkur, sem telur sig styðja „varnir' landsins", en hinn síðari er Fram sóknarflokkur, sem telur sig verí „gegn her í landi“. Að öðru leyti ei vaðmálið sama hjá báðum. Segja má Alþýðuflokknum ti hróss, að þar hafa menn helzt viljaí hrófla við glæpnum. Gylfi Þ. Gísla son lýsti stundum áhyggjum al landbúnaðarkerfinu. Og Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra leyfirer- lendu smjörlíki að keppa við inn- lent smjör í takmörkuðum mæli.“ FLÓKIN vandamál landbúnaðar- ins hljóta að verða auðmeltari með ódýra lambakjötinu sem nú rennur ofan í landsmenn. Þökk sé bless- aðri ríkisstjórninni. DAGATAL Ættir og konfektmolar Þarna vorum við samankomnir, allir dularfullu pennarnir. Af- komendur Svarthöfða. Landsins rugluðustu pótintátar. Ég, Dagfinnur (hvílíkt nafn!), af Alþýðublaðsættum, Dagfari Svarthöfðason frá DV (skírður í höfuðið á pabba sínum), Stak- steini Árvakursson frá Morgun- blaðinu, Garri Indriðason frá Tím(fullvirðisrétt)anum, Klippt- ogskorið Árnason frá Þjóðviljan- um og þeir Jón Örn og Markús Óttar. Við vorum að ræða keðjusagar- morðin í Texas, sigur KR-inga yfir Frömmurum og saltfiskútflutn- inginn. Allt í einu tók umræðan sveig út í ættir. „Ég er af Thors-, Thoroddsen-; Thorsteinsson-, Briem-; Eggerz-; Sívertsen-; Engeyjar-; Johnsen-, Níelssonar-; Þverár-; Veðramóts-, Reykja-; Miðdals-, Gautlanda-, Birtingaholts-; Hánefsstaða-; Laxamýrar-, Guðlaugsstaða-; Steinness-, Hallvarðssona-, Lauf- ás-; Hraun-, Valadals- og Schrams- og Sjötts-ættum-;“ sagði Stak- steini borubrattur. „Að auki er forsetinn frænka mín,“ sagði hann ennfremur. „Ég er líka forseti ættingjans," sagði Garri. Hann er að skrifa bók um jarm fyrir norðan og baul fyrir sunnan. Állir pössuðu sig vel á því að minnast ekki á útlendar kartöflur. Þeir hinir útlistuðu ættarraunir sínar og þá setti hljóða þegar komið var að mér. „Ég er kominn af konu sem ól upp 10 börn og fáeina ómaga í leiðinni, og hún skírði allar dætur sínar Guðrún til að vera örugg um að einhver þeirra lifði. “ „Félagshyggju- og velferðar- kerfisvæl,“ sagði Staksteini. „Ég er á móti þessu,“ sagði Dagfari. „Ég er fremur hlynntur þessu,“ sagði Klipptogskorið. „Ég er með og/eða á móti þessu,“ sagði Garri. „Ég er,“ sagði kunnuglegur ljósvakamaður sem dúkkaði upp allt í einu, „maður sem kann að meta frjálsræði og margföldun af þessu tagi. En það er ekki svigrúm fyrir nema eina öfluga konu af þessu tagi nútildags.“ Við ræddum aðeins meira um frjósemi kvenna, lunderni hinna mismunandi ætta og hrun Jó- hanns Borgfirðings Hjartarsonar. Konan sem ól upp fullt af Guð- rúnum? Þær eru nú að flaka fisk og fá þrjá konfektmola á tímann. Þær eru ættingjar spænska kon- ungsins og kaupa lambakjöt á lágmarksverði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.