Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.07.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júlí 1989 5 FÖSTUDAGSSPJALL Siálfstœðisflokkur GUÐMUNDUR EINARSSON „Enginn sakar Framsókn um svik þó hún hafi engu komið i gegn, enda lofaði hún engu,“ segir Guð- mundur Einarsson m.a. í föstu- dagsspjalli sinu. Á rétlri leið, en hvert? „Hvenær verður kosið? Hvað ætli þeir lafi lengi? Þetta eru spurningar sem spurt er i heitu pottunum. Ef farið er að hugsa það nánar er augljósfega afleitt fyrir rikisstjórn að talað sé um hana sem eitthvað sem lafi. Enginn vill eitthvað sem lafir. Það versta við þessa óheppilegu ímynd er að hún er bæði þarflaus og óverðskulduð, a.m.k. ef miðað er við aðrar ríkisstjórnir síðustu ára. Þessi ímynd er mestan part til komin vegna lélegrar málsvarnar. Það er undarlegt að áróðurs- mennirnir Steingrímur He'r- mannsson, Ólafur Ragnar Gríms- son og Jón Baldvin Hannibals- son, sem af svo mikilli kúnst hafa dugað flokkum sínum í gegnum tíðina, skuli ófáanlegir til þess að ausa úr brunnum sínum til að vökva stjórnarlífsblómið af og til. Þetta hefur gefið andstæðingun- um hvert sóknarfærið á fætur öðru. Stærst er auðvitað sök forsætis- ráðherrans, sem á að bíta í skjald- arrendurnar fyrir sveit sína alla. Til þess hefur hann tennurnar. Á meðan fitnar Sjálfstæðis- flokkurinn eins og lamaður fjós- púki á bita. Hann leggur ekkert til málanna sjálfur. Hann hefur enga stefnu, engar lausnir og veit ekk- ert hvað hann vill. Hann bara er. Hann birtist án ábyrgðar. Kjör- orðið gæti verið: Á réttri leið, en hvert? Það er annars orðið umhugsun- arefni af alvarlegra taginu hve hollt og gott það er stjórnmála- flokkum að hafa enga stefnu. Fyrir síðustu kosningar var Fram- sókn stefnulaus nema ef nefna skyldi stefnumálin förystu, festu og klettinn í hafinu. Sá sem gæti fyrirvaralaust nefnt þrjú megin- baráttumál flokksins í pólitík í þeim kosningum ætti skilið að fá utanlandsferð fyrir tvo. Flokkurinn sýndi auglýsingar með þjóðhöfðingjabrjóstmynd- um af þeim Steingrími og Hall- dóri og einhvers staðar sást Guð- mundur G. fletta teikningum. Engin pólitísk loforð. Engin fyrir- heit. Annað dæmi um velgengni án fyrirheita er Sjálfstæðisflokkur- inn um þessar mundir. Hann situr hjá án stefnu í öllum höfuðmál- um samfélagsins nema húsnæðis- málum, en þar hefur hann tvær, þ.e. er með og á móti húsbréfum. Hann hefur enga stefnu í atkvæð- isréttarmálum, landbúnaði og sjávarútvegi. Hann segist hafa haft stefnu í skattamálum og bankamálum, en einhvern veginn varð það nú svo að það kom í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar að bylta skattakerfinu og í hlut Jóns Sigurðssonar að breyta banka- kerfinu. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um velgengnina í tómarúminu. Skoðum dæmi um ókosti þess að hafa stefnu og skoðanir. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom með leiftursóknina um árið fékk hann aldeilis að súpa seyðið af stefnufestunni. « Hann gerði þá reginvillu að hafa skoðun. Frambjóðendur flokksins björguðu því sem bjarg- að varð með því að afneita honum heima i héraði. Hitt dæmið er Alþýðuflokkur- inn í síðustu kosningum. Hann gerði ítarlega kosningastefnuskrá í fjölmörgum liðum. í fyrsta lagi, í öðru lagú.í þriðja lagi o.s.frv. Ókostir þess komu svo í ljós eft- ir kosningar þegar stjórnir voru myndaðar. Þegar aðrir flokkar gátu gengið óbundnir af öllum loforðum til viðræðna um stjórn- armyndun voru kratar bundnir á höndum og fótum af heiðarlegum kosningastefnumiðum. Síðan hefur ekki linnt ásökun- um um svik, því ásakendum flokksins þóknaðist ekki að taka tillit til þess að flokkinn vantaði dálítið upp á að fá hreinan meiri- hluta, en hreinan meirihluta þurfa flokkar ef þeir ætla að koma öll- um stefnumálum sínum óskertum í höfn. Flokkurinn tók hins vegar þátt í samsteypustjórnum sem byggj- ast á málamiðlunum. Enginn sakar Framsókn um svik þó hún hafi engu komið í gegn, enda lofaði hún engu. En Alþýðuflokkurinn, sem stjórnaði skattabyltingunni, mótaði stefn- una um aðskilnað framkvæmda- og dómsvalds, barði í gegn nýtt húsnæðiskerfi og lagði grunninn að nútímalegu bankakerfi, er sí- fellt sakaður um svik. Snúum okkur aftur að spurn- ingunni um hvort það verði kosn- ingar á næstunni. Þá má spyrja á móti: Um hvað á að kjósa ef eng- inn þorir að hafa stefnuskrá? Hlynd mánað arins Mynd júllmánaðar í Lista- safni íslands er olíumálverk Júlíönu Sveinsdóttur, frá Vestmannaeyjum, Elliðaey. Myndin er máluð árið 1946 og er stærð hennar 82x90 sm. Júllana fæddist I Vest- mannaeyjum árið 1889 og minntist Listasafnið 100 ára fæðingarafmælis hennar með sýningu á landslags- verkum síöastliöið vor. Júlí- ana lést árið 1966. Leiösögnin „Mynd mánað- arins“ fer fram alla fimmtu- daga kl. 13.30—13.45. Safnast er saman I anddyri safnsins og er leiðsögnin ókeypis og öllum opin. Landssamband aldraðra vill vera með í ráðum Á stofnfundi Landssam- bands aldraðra, sem haldinn var á Akureyri 19. júnl sl., voru m.a. samþykktar álykt- anir varðandi lífeyris- og tryggingagreiöslur: „Stofnfundur Landssam- bands aldraöra, haldinn á Akureyri 19. júní 1989, leggur áherslu á að ellilífeyrir, óskert tekjutrygging og heimilisupp- bót sem nú nema samtals kr. 35.383.- verði hækkuð upp I kr. 45.000.-. Skerðing tekju- tryggingar sem nú hefst þegar aðrar tekjur lífeyrisþega ná kr. 10.665,- hef jist ekki fyrr en þær hafa náð kr. 25.000.-. Upphæð- irnar fylgi ávallt gildandi fram- færsluvísitölu. Hjón fái greiddan lífeyri sem .tveir einstaklingar. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að hafin verði at- hugun á þvi hvernig almanna- tryggingar og greiðslur úr llf- issjóðum eiga að tengjast I framtiöinni. Fundurinn bendir I þvl sambandi á niðurlagsorð I formála að frumvarpi til laga um starfsemi lifeyrissjóða sem gefið var út 1986, en þar segir. „Löngu er oröiö tlma- bært aö taka til endurskoöun- ar samhengið milli greiðslna ellilífeyris og tekjutryggingar frá almannatryggingum, greiðslna eftirlauna frá llfeyr- issjóðum og skattlagningar þessara greiðslna." Stofnfundur Landssam- bands aldraðra, haldinn á Akureyri 19. júnl 1989, fagnar þvl að við endurskoðun laga um málefni aldraöra var fram- kvæmdasjóði aldraðra tryggð- ur fastur tekjustofn, en sllkan tekjustofn hafði sjóðurinn fyrstu starfsárin. í hinum endurskoðuðu lög- um er gert ráð fyrir að hlut- deild vistmanna I greiðslu kostnaðar vegna dvalar á stofnunum fyrir aldraða verði ákveöin með reglugerö. Þar sem væntanleg reglugerð mun hafa mjög mikil áhrif á kjör aldraðra á stofnunum fer landssambandið þess á leit að fá að fylgjast með samningu hennar. Stofnfundur Landssam- bands aldraöra, haldinn á Akureyri 19. júní 1989, telur það ófæra leið að sparnaður I ríkisrekstri komi niður á öldr- uðum og að deildum sjúkra- húsa og stofnana sem hafa með þjónustu við þá að gera sé lokað eða dregið mikið úr þjónustu. Það er ófært að senda fólk heim, þar sem lítil eða engin aðstaða er til aö vejta því þá þjómjstu sem þörf erá.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.