Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 2
2 Þriðjudagur 11. júlí 1989 MÞYÐUBIIÐIB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreif i ngarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaó hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR M ikið upphlaup hefurorðið í kringum félagslega íbúðakerf- ið og hvernig staðið hefur verið að því að útdeila fjármagni til íbúðabyggingatil hinnaýmsu landshlutaog sveitarfélaga. Það hefur vakið athygli að einstök bæjarfélög hafa þegar mótmælt hvernig staðið varað úthlutuninni áðuren hún hef- ur verið gerð formlega opinber. Ljóst er að landsbyggðar- menn telja sig verulega hlunnfarna við úthlutun Húsnæð- isstofnunar. Svo virðist einnig reyndin við fyrstu sýn. En þeg- ar málið er betur skoðað kemur í Ijós að málið er ekki eins einfalt og á horfðist. Þrátt fyrir að það sé yfirlýstur vilji þessara ríkisstjórnar og reyndar í stjórnarsáttmála, að nota húsnæðiskerfið m.a. til að treysta byggð á landsbyggðinni má ekki ganga svo langt að það sjónarmið eitt verði allsráðandi. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til þess húsnæðisvanda sem við er aö fást á hverjum og einstökum stað útaf fyrir sig. Liggi það sannar- lega fyrir að meiri þörf sé fyrir félagslegar íbúðir á einum stað fremur öðrum, hlýtur það að vega þyngra en byggða- sjónarmiðið eitt. Þá kemur einnig í Ijós að betur hefur verið gert við sum kjördæmi og byggðarlög í gegnum tíðina en önnur. Mikil úthlutun á síðasta ári getur t.d. verðið ástæða fyrir minni hlut en ella nú. Þess sjónarmiðs hefur gætt í þessari umræðu að fjármagni til húsnæðismála skuli dreift í réttu hlutfalli við fjölda íbúa í hverju kjördæmi. En ætli þeir sem eru með slíkar hugmynd- ir hafi hugsað málið til enda? Á þá ekki að verja vegafé eftir sömu reglu?, fjármagni til skóla- og heilbrigðismála sömu- leiðis? Að sjálfsögðu ekki. Framlög til þessara mála allra hljóta að taka mið af þeirri þörf sem fyrir hendi er á hverjum stað. Skiptir þá einu hvort byggðarlög eru fámenn eður ei. Þegar það er skoðað hvar hIutfalIslega mest hefur verið byggt af félagslegum íbúðum kemur í Ijós að þær eru meira en þrisvar sinnum fleiri á Vestfjörðum en t.d. Reykjanesi og Suðurlandi. Slíkursamanburðursegirþóekki allasögunaþví að t.d. er eðlilegt að minna sé byggt af slíkum íbúðum í land- búnaðarhéruðum en ella. Þá er orðið tímabært að kanna hvort ekki sé þörf fyrir leiguíbúðir frekar en verkamannabú- staði víða í sjávarplássum út um land. Kaupleiguíbúðir ættu til dæmis að vera mun vænlegri kostur fyrir ýmsa þá sem ekki eru tilbúnir að fjárfesta til frambúðar í húsnæði á stöð- um sem óvíst er með endursölu á íbúðum. Þetta upphlaup sem nú hefur átt sér stað vegna úthlutunar Húsnæðisstofnunar ber með sér að hagsmunapot einstakra héraða og byggðarlaga hefur ráðið ferðinni. Nær væri að takauppalmennaumræðu í þjóðfélaginu hvernig hagsmunir landsbyggðarinnar í húsnæðismálum verði best tryggðir til skemmri og lengri tíma. Það hefur verið lenska hjá ýmsum stjórnmálamönnum að reyna að etja saman höfuðborgarbú- um og landsbyggðarmönnum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðast þeir telja slíkt sértil hagsbóta. Það ferekki fram hjá nokkrum manni að það er æði margt í okkar þjóðfé- lagi sem betur mætti fara og þá ekki síður í þyggðarmálum en örðu. Það hlýturaðveraheillavænlegrafyrirallaaðilasem vi Ija breyta og bæta okkar þjóðfélag að reyna að sameina al la landsmenn, burt séð frá búsetu, um lausn mála f rekar en að etja þeim saman. J ÖNNUR SJÓNARMIÐ FOLKI hefur lengi verið tíðrætt um virðingu Alþingis og alþingis- manna. Virðing Alþingis virðast fara þverrandi með hverju árinu sem líður ef marka má almanna- róm. Þessu er líkt farið og með unglingana sem fara versnandi með hverri kynslóðinni sem líður. Ann- ars hlaut Alþingi og þá alþingis- menn heldur dapra útreið í skoðunarkönnun hjá Félagsvís- indastofnun á dögunum. Sjálfsagt eru ekki allir á eitt sáttir um rétt- mæti þeirrar niðurstöð. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Al- þingis, skrifaði grein um málið í Moggann um helgina. Þar segir meðal annars: „Nýleg skoðanakönnun um gagnsemi nokkurra slofnana ber merki þessarar þjóðhæltulcgu hug- arlcti, þar sem þálllakendur löldu Alþingi íslendinga ganglausasla umræddra stol'nana. Menn virðast ekki vita að almenningur í landinu liefur gifurleg áhrif á allan gang þingmála og ræður almenningsálil- ið olt úrslilum um hann. Sérhvert þingmál er sent til umsagnar fjöl- niargra einstaklinga, félagasam- taka og stofnana sem málin snerla sérstaklega og umsagnir þessara að- ila ráða miklu nin hvort þau ná fram að ganga. Alþingi er því á eng- an hátt einangruð valdastofnun sem þjöðin á cngan aðgang að. Og sé þjóðin blessuð ósátt við þingið eins og það er skipað hverju sinni, er leikur einn að skipa það á annan veg í næstu kosninguin. En það kostar nokkra starfsemi hugans og nenni menn ekki að leggja liana á sig, geta þeir sjálfum sér um kennt. En það er með ölln óþolandi og ósæmandi þjóð sem þykist vera merkisberi lýðræðis meðal þjóða lieims að firra sig þátttöku i rekstri þjóðfélagsins og grípa til þess í van- mætti sínum að lítilsvirða þjóðþing sitt.“ NOKKUÐ kveður við annan tón hjá ritstjóra Vestfirska frétta- blaðsins. Og hann er ekki að skafa utan af því eins og fram kemur í leiðara blaðsins frá 29. júní s.l. „Meginástæðan fyrir óvinsæld- um þings og dómstóla virðist nokk- uð Ijós: Margt af því fólki sem skip- ar þessar stofnanir liagar sér og sín- um störfum einfaldlega ekki þann- ig, að traustvekjandi sé. Ef inarka má sjónvarp og aðra lielstu fjöl- miðla, en þar er þetta lið sifellt gap- andi, þá leggja þingmcnn einkum stund á barnalegt þras og heimsku- legt pcrsónupot, en virðast lítt eða ekki liæfir til að annast lagasetn- ingu eða önnur ábyrðgarstörf. Samt setja þessir menn íslensku þjóðinni lög. Og síðan skulu dóm- endur dæma samkvæmt þeim liig- um, eftir því sem tími gefst frá brennivínshamstri á sérkjörmn sem gilda fyrir yfirstéttina ellegar likamsárásum á kvenkyns leigubíl- stjóra á næturþeli. hetta er liðið sem setur á okkur lög og dæmir okkur eftir þeim.“ Eflaust er hugur fólks til Alþing- is afar misjafn og kannski ekki allt- af sanngjarn. Fyrst kýs það fólk á þing og gefur því svo spark í ráss- inn. Það getur greinlega reynst þingmönnum erfitt að rísa undir þeim væntingum sem kjósendur sýnilega gera ennþá til þeirra og valda þannig vonbrigðum. DAGATAL Af reykvísku sumri Ekki er örgrannt um að menn líti til himins þessa dagana og reyni í sveita síns ándlits að koma auga á sólarglætu á himni. Og ennfrem- ur er það aikunna að þeir hinir sömu menn sjá aldrei neina sólar- glætu hvernig sem skimað er og skoðað. Ekki annað en gráminn í bland við úrkomuna og þung- lyndislega skýjabólstra sem hlað- ast upp við sjóndeildarhring eins og feigðarboðar. Svo er það að minnsta kosti á sunnanverðu Vest- urlandi, eða vestanverðu Suður- landi, eftir því hvar í sveit menn eru settir. Þetta ku hinsvegar vera skárra fyrir norðan og austan og það er svo sem auðvitað. Auðvitað er ekkert hægt að gera í þessu vandræðamáli sem veðrið er, flestir eru löngu hættir að gera að tillögu sinni að það megi reyna að reka tvo þrjá veður- fræðinga úr starfi, rétt eins og ríkisstjórnir þegar illa árar í efna- hagsmálum. Grillsalarnir og kjöt- kaupmennirnir auglýsa grimmt varning fyrir grillið í garðinn en með litlum árangri því þegar sólin skín ekki er svo kalt að það er ekki hundi út sigandi nema í stakk og með góða sjóvettlinga eins og gamlir kallar sögðu stundum fyrir norðan í eina tíð. Samkvæmt almanakinu er sum- ar, um það er ekki deilt og á sumr- um eiga menn að gera það sem sumarlegt er; fara í sumarfrí, njóta útivistar, grilla í garðinum, verða ögn sólbrúnir, vera létt- klæddir, Iitskrúðugir og léttlynd- ir, sjá sumarmyndir í bíó, nenna ekki að lesa þungan texta. Með öðrum orðum — undirbúa sig fyrir skammdegið sem fyrr en var- ir skellur á með öllum sínum drunga, úlpuklæddu fólki, snjó- dekkjum og skafrenningi. Og myrkri. Á sumrin er fólki ætlað að vega uppi margra mánaða dimmu. Á fáum mánuðum á sálin að lyftast svo hátt að hún geti haldiö flugi næstu níu mánuði. Þá er hún komin svo lágt að hún er orðin eins og sólin að hausti sem reynir hvað hún getur til að setjast á jörðina og hvílast eftir að hafa hangið í tómi í óravíddum geims- ins. En þegar sumarið kemur byrjar sálin að feta sig upp á við eftir léttlyndisstiganum sem tal- innerómissandi fyrir hvern mann í sumarskapi. Og útvarpsstöðvarnar taka við sér, hvert sumar og sólskinslagið rekur annað og baðströndin og heitur sjórinn ekki langt undan. íslendingar í skjóllitlum sumar- flíkum sem gerðar eru fyrir fólk í heitari löndum láta sig dreyma um eilífa sælu sem fólgin er í eilífri sól og eilífu sumri. Norpandi undir húsvegg með stirnað rigningar- bros á vör halda menn tölu um dýrlegheit sólar og suðrænna vinda og vilja flytjast búferlum í stundaræði óánægjunnar. Á slikum tíma er ekkert mikil- vægara né heldur margslugnara en veðrið. Samanlagður vandi sjávarútvegs, loðdýraræktar og landbúnaðar kemst ekki í hálf- kvist við veðrið og allar þær raun- ir sem það rekur af krafti í höfuð manna. Fólkið sem beðið hefur í ofvæni eftir því að komast undan vetri og geta um frjálst höfuð strokið í sumargolunni fyllist von- brigðum á vonbrigði ofan og jafn- vel sumarlögin í útvarpinu megna ekki að sporna á móti og grillið starir tómum augum úr kjallaran- um og vitnar um fjárfestingu sem ekki hefur borið þann arð sem von var bundin við. Þannig er reykvískt sumar og máski réttast að leggja hugtakið af með lögum. Eilífur vetur væri betri og ákveðnir mánuðir kæmu svo þægilega á óvart með birtu og yl. Ef ekki, þá hefði hvort eð er ekki verið við neinu að búast.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.