Alþýðublaðið - 11.07.1989, Page 3

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Page 3
Þriðjudagur 11. júlí 1989 3 FRETTIN BAK VIÐ FRETTINA Manstu i Genf, dr. Hannes? Þegardr. Hannes Jónsson var sendiherra Islands hjá EFTA flutti hann þar rœðu sem síðan var felld niður úr bókum EFTA-ráðsins að kröfu Tómasar Árnasonar viðskiptaráð- herra og Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra. Doktor Hannes Jónsson sendiherra hefur tek- ið að sér að gerast nokkurs konar yfirutanríkis- ráðherra og veitir Jóni Baldvin, undirsáta sinum, þungar ákúrur i bréfi sem hann sendi ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Hefur bréf þetta verið flutt að meginhluta i fréttatímum á Stöð 2. það er þá ekki i fyrsta sinn sem doktor Hannes þykist hafa betra vit á hlutunum en aðrir. Hann er þess vafasama heiðurs aðnjótandi, að hafa flutt ræðu á fundi i EFTA-ráðinu, sem siðan var máð út úr fundargerð ráðsins að beiðni þáverandi rikis- stjórnar. Ástæðan var sú, að innihald ræðunnar gekk algjörlega í berhögg við stefnu ríkisstjórn- arinnar. I sannleika sagt var þessi ræða regin- hneyksli og hefði einhver lægra settur verið lagður á höggstokkinn fyrir bragðið. Þessi makalausa uppá- koma átti sér stað árið 1980 þegar doktor Hannes var sendiherra íslands hjá EFTA. Þá var Tómas Árnason viðskiptaráð- herra og Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra. En hvorugur þessara flokks- bræðra doktorsins kærðu sig um að hann breytti stefnu rikisstjórnarinnar upp á eigin spýtur og hlaut sendiherrann þungar ákúr- ur fyrir tiltækið. Það er ástæða til að rifja þetta mál upp nú fyrst doktor Hannes kýs að opinbera skoðanir sínar á rekstri utanríkisþjónustunnar. Fjaðrafok i EFTA Til þess að rekja þessa sögu kemst ég ekki hjá að blanda sjálfum mér í mál- ið. Ég var blaðamaður á Vísi þegar þetta átti sér stað og skrifaði um málið. í byrjun október 1980 berst mér til eyrna að dokt- or Hannes Jónsson, sendi- herra hjá EFTA í Genf-hafi haldið ræðu í EFTA-ráð- inu þann 18. september. Þar var til umræðu beiðni Júgóslava um ákveðin tengsl við EFTA og naut sú beiðni stuðnings margra aðildarríkja EFTA, þar á meðal íslands. Það kom því eins og þruma úr heið- skíru lofti yfir viðstadda þegar sendiherra íslands sté í pontu og fór hörðum orðum um þessa beiðni Júgóslava. Taldi að komm- únistaríki hefðu ekkert að gera inn í þessi samtök. Fundarmenn báru fram ýmsar fyrirspurnir til dokt- orsins að tölu hans lokinni og svaraði hann þeim skörulega. Talaði eins og sá sem valdið hefði. Ræðan olli fjaðrafoki EFTA fulltrúa og brátt fóru að berast fyrirspurnir heim til íslands þess efnis hvort um stefnubreytingu væri að ræða hjá ríkis- stjórninni hvað viðkom beiðni Júgóslava. Þeir Tómas Árnason og Ólafur Jóhannesson urðu felmtri slegnir. Bréf og síðan fyrirkall Ég fór á stúfana eftir að hafa snusað að málinu um hríð og birti stutta klausu um að doktor Hannes hefði orðið uppvís að stór- um skandal í Genf og greindi frá því sem máli skipti. Þetta var mánuði eftir að ræðan var flutt. Engin opinber viðbrögð urðu við þessari frétt. í von um að máli yrði ekki þagað í hel ítrekaði ég efnisatriði i tveimur stuttum klausum síðar. Þar kom meðal ann- ars fram, að doktor Hann- es hafi fengið bréf frá Tóm- asi Árnasyni viðskiptaráð- herra þar sem sendiherran- um var skipað að biðjast afsökunar á ummælum sínum í EFTA-ráðinu. Sendiherrann var þó ekki á þeim buxunum að draga eitt né neitt til baka. Síður en svo. Þvert á móti hélt hann því fram, að hann hefði á réttu að standa hvernig bæri að meðhöndla beiðni Júgó- slava, en ríkisstjórnin færi villur vegar í því máli. Þyngdist þá brúnin á flokksbræðrum doktors- ins í ráðherrastólunum og þeir kvöddu sendiherrann á sinn fund í Reykjavík þar sem honum var gerð grein fyrir því, að það væri stefna ríkisstjórnarinnar sem réði en ekki einka- skoðanir sendiherra lands- ins hjá EFTA. Beiðni um að afmá ræðu dr. Hannesar Þeir ráðherrar sáu að það var engu tauti kom- andi við sinn sérlega sendi- mann hjá EFTA. Varð það að ráði að Tómas Árnason skrifaði bréf til EFTA og óskaði eftir því að mál doktors Hannesar Jóns- sonar um beiðni Júgóslava yrði afmáð úr fundargerð EFTA-ráðsins sem og svör sendiherrans við þeim fyr- irspurnum sem lagðar voru fyrir hann í kjölfar ræð- unnar frægu. Var talið að þar með hefði tekist að þagga þetta hneyksli niður, sem hafði verið mjög rætt manna á meðal innan EFTA. Það var aðeins eitt eftir. Bera til baka þær fréttir sem ég hafði skrifað í Vísi um málið. Til þess verks var fenginn valinkunnur sómamaður, eins og stund- um er sagt. „Svinbeygði____________ dr. Hannes_____________ Tómas Árnaason?“ Þetta var fyrirsögn á bréfi sem mér barst utan úr bæ með ósk um að það yrði birt í dálkum mínum í Vísi. í bréfinu kom fram, að Tómas Árnason hefði komið til fundar í Genf og væri skemmst frá því að segja, að doktor Hannes hefði unnið ráðherrann til fylgis við sínar skoðanir á málinu og raunar gilti það sama um önnur aðildarríki EFTA. Allir sæju nú að sendiherrann hefði hina einu réttu skoðun á þessu máli Jugóslavanna. Enn- fremur kom fram, að doktor Hannes hefði hald- ið ráðherranum veislu fyrir brottför hans frá Genf þar sem einnig hefðu verið við- staddir sendiherrar ýmissa EFTA-ríkja og hefði al- menn ánægja ríkt með framgöngu íslenska sendi- herrans. Hér skaut heldur betur skökku við þær upplýsing- ar sem ég hafði aflað mér og fór ég nú enn á stúfana og fékk staðfest að mínar fyrri upplýsingar voru rétt- ar. Umrætt bréf fór því beint í körfuna. Var bréf- bera doktorsins gerð grein fyrir því. Árla næsta morgun hringir svo doktor Hannes Jónsson frá Genf í ritstjóra Vísis og tilkynnir að hann sitji ekki lengur undir lyg- um og rógburði Sæmundar „Ræðan olli fjaðrafoki EFTA fulltrúa," segir Sæmundur m.a. i grein sinni um embættisaf- glöp dr. Hannesar Jónssonar. að hreinsa mannorð sitt með greinargerðinni. Þar kom meðal annars fram, að það hafi ekki ver- ið fyrr en greinarhöfundur gerðist sendiherra hjá EFTA sem íslendingar hafi tekið upp sjálfstæða stefnu á þeim vettvangi. Áður hafi við „dröslast með hin- um Norðurlöndunum". Doktor Hannes túlkaði einkaskoðun sína sem gekk í berhögg við stefnu þáverandi ríkisstjórnar Guðvinssonar. Hann muni senda blaðinu ítarlega greinargerð um málið sem og afrit af ræðu sinni sem hann flutti þann 18. september í EFTA-ráðinu. „Tilraun til__________ mannorðsþjófnaðar af versta tagi Síðan kom greinargerð sendiherrans og náði yfir heila síðu í blaðinu. Þar segir hann fréttir mínar meiðyrði, atvinnuróg og tilraun til mannorðsþjófn- aðar af versta tagi. Allir hafi verið ánægðir með ræðu sína, en hún var birt í Vísi daginn eftir langloku sendiherrans. í stuttu máli: Allar fréttir Sæmundar af máiinu uppspuni frá rót- um hvað viðkom óánægju með ræðuna og að hún hefði verið afmáð úr bók- um EFTA-ráðsins. Um ástæður þess að hann hafi ekki farið t meiðyrðamál við Vísi segir doktor Hann- es, að slíkur málarekstur taki þrjú til fimm ár og hann nenni ekki að liggja undir róginum allan þann tíma. Því hafi hann kosið Kaldar kveðjur það til for- vera hans hjá EFTA sem og til þeirra sem höfðu farið með viðskipta- og utanrik- ismál á Fróni. Témas hljóp i felur Það hvarflaði ekki að mér að sitja þegjandi undir þeim ásökunum að vera mannorðsþjófur og lygari. Hins vegar gat ég ekki sagt hvaðan ég hafði mínar heimildir því ég var bund- inn trúnaði við mína heim- ildarmenn. Þá var ekki um annað að ræða en fá opin- bera staðfestingu á því hvor okkar dr. Hannesar færi með rétt mál. Ég hafði tal af ráðuneyt- isstjóra viðskiptaráðuneyt- isins og óskaði eftir að fá afrit af öllum ræðum dr. Hannesar Jónssonar i EFTA-ráðinu. Ennfremur að fá svar við vissum spurningum. Ráðuneytis- stjóri kvaðst mundu leggja þetta fyrir Tómas Árnason viðskiptaráðherra. í fyrstu virtist þetta ætla að ganga eftir, en svo fór að lokum, að Tómas neitaði algjör- lega að ég fengi aðgang að ræðum sendiherrans og harðneitaði að svara nokkrum spurningum um málið. Kaus að hlaupa í felur með sendiherrann á bakinu. Ólafur brást ekki Þá leitaði ég til Ólafs Jóhannessonar utanrikis- ráðherra. Hann staðfesti að doktor Hannes hefði verið kallaður heirn á fund vegna ræðunnar sem hann hélt 18. september. Utan- ríkisráðherra staðfesti enn- fremur að þess hefði verið óskað, að ræða sendiherr- ans yrði felld niður úr bók- um EFTA. Þar með stað- l'esti ráðherra að fréttir Vísis voru réttar, en „leið- réttingar“ sendiherrans rangar. Á grundvelli þessa skrif- aði ég síðan grein um málið í Vísi og rakti gang mála og birti ummæli Ólafs Jó- hannessonar orðrétt. Eftir það tók fyrir símtöl og bréfaskriftir frá Genf. Lögfraeðingur ráðinn til njósna Doktorinn hjá EFTA undi þessum málalokum illa sem von var en fékk lít- ið aðgert. Nú beindi hann kröftum sinum í þá átt að reyna að komast að því hvar ég hefði fengið svo ná- kvæmar upplýsingar um málið. í þeim tilgangi réði hann lögmann i Reykjavík til að halda uppi njósnum í utanríkisráðuneytinu og átti hann að komast að því hvar lekann væri að finna. Fyrst þegar ég frétti af þessu áleit ég að þetta gæti engan veginn verið rétt. Þótti lítið leggjast fyrir kappann að beita svona vinnubrögðum. En ég fékk það svo staðfest að um- ræddur lögmaður hafi reynt að grafast fyrir um málið en þó frekar af vilja en mætti, enda varð hon- um ekkert ágengt. Lýkur þar með frásögn af skand- alnum í Genf. Nú dámar mér Spyrja má, hvers vegna ég sé að rifja þetta mál upp nú. Ástæðan er einfaldlega sú, að þegar lesið var upp- úr greinargerð doktors Hannesar Jónssonar í fréttatima Stöðvar 2 síðast- liðið laugardagskvöld þar sem hann ræðst harkalega að núverandi utanríkisráð- herra og telur meðal ann- ars litið verk að starfa hjá EFTA, þá dámaði mér. Það er á allra vitorði sem til þekkja að það er nauð- synlegt að gera algjöra uppstokkun á utanríkis- þjónustunni. Þettaeralltof dýrt og viðamikið apparat sem á engan rétt á sér í nú- verandi mynd. En þegar minnst er á breytingar hnappa allir smákóngarnir í utanríkisþjónustunni sig saman um sína persónu- legu hagsmuni og vilja ekki að hróflað sé við neinu. Vel má vera, að tillögur Jóns Baldvins um breyt- ingar séu ekki þær réttu. Ég hef ekki hugmynd um það. En í Ijósi þess sem ég hef rakið hér að framan dreg ég mjög i efa að doktor Hannes Jónsson sé rétti maðurinn til að gagn- rýna það sem nú er unnið að, hvað þá að koma með tillögur til bóta. SÆMUNDUR GUÐVINSSON

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.