Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 5
Þriðjudagur 11. júlí 1989 5 Heildarupphæð vinn- inga 08.07 var 3.978.222,-. Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 1.831 .'516,-. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 106.161,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 6.619,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 414,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. ÞflNKAR fl ÞBIÐJUDEGI Höfudstöðvarnar í Perú. „Utan við ,,virkismúra“ bankans eru húsaraðir hinna efnaminni og jafnvel gosbrunnurinn minnir illþyrmilega á þann vatns- skort sem Líma er fræg fyrir, enda rignir sjaldan í þeirri borg. Bankabygging Arquitectonica i Lima Bankar eru merkileg fyrirbæri. Þeir ávaxta peninga en sem fjár- málastofnanir leika þeir lykilhlut- verk í efnahagslífinu og eru valda- kjarnar. Auk kirkna og nokkurra útvaldra stofnana hafa bankar verið kjörverkefni arkitekta. Bankaartitektúr er venjulega til- brigði við tvö stef, traust og vald. Arkitektarnir hafa sjálfsagt frjálsari hendur við kirkjusmíð- arnar en við bankahönnun þarf að tryggja tiltrú neytenda sam- tímis og öryggiskröfur eru strang- ar. Seðlabankar Norðurlanda eru undantekningalausir. Þeir eru flestir teiknaðir í fúnksjónalísk- um stíl, formfastar kassalaga byggingar. Arne Jacobsen sá um danska seðlabankann. Sjálfspegl- andi gluggarnir útiloka að óvið- komandi sjái hvað fram fer inni fyrir. Kvikmyndatökumenn sjón- varpsins hafa eygt dulúð fjár- málavaldsins ef dæma má algeng- ustu fréttamyndina af bygging- unni. Hún er tekin að kvöldlagi og upplýstir en mannlausir glugg- arnir gefa áhorfandanum til kynna að þarna eigi sér merkilegir hlutir stað. Spurningin er hvort bankar endurspegli að einhverju leyti ástandið í efnahagsmálum heimalandsins. Af skandinavísku bönkunum þykir mér sænski seðlabankinn merkilegastur. Hann stendur við Malmskillingsgötuna og lætur í raun fara lítið fyrir sér. Hann er grafinn jafn margar hæðir niður í jörðina og þær sem sjáanlegar eru. Hann er úr völdu grjóti eins og hinir bankarnir og handverkið er einstaklega gott. Það sem gerir hann þó merkilegan er staðsetn- ing hans við hliðina á Kúltúrhús- inu. Húsin voru byggð samtimis en samt sem áður er rúmur metri á milli þeirra. Tveir gluggalausir veggir gegnt hvor öðrum og af- girtur göngustígur á milli. Eina ástæðan fyrir tilvist hans er óhug- ur bankamanna yfir mögulegri tengingu við ntenninguna. í Svi- þjóð eru peningar eitt, kúltúr annað. Aðalsmerki skandinavísku bankanna er þungur og traust- vekjandi einfaldleiki. Nýverið tók Banco de Credito i notkun nýja byggingu undir höfuðstöðvar sínar í Lima, höfuðborg Perú. Bygging bankans hófst 1984 rétt eftir að Alan García tók við völd- um. Þá var bjart yfir Perú. Nú, fimm árum síðar, þegar bankinn er fullgerður hefur verðbólgan náð 2000 prósentum. Jafnvel við íslendingar getum slegið okkur á lær. Bankinn er hannaður af einni athyglisverðustu arkítektaskrif- stofu samtímans, Arquitectonica, frá kókaínlandinu Miami og listi- lega útfærð. Sé byggingin sem slík metin þá er hún fagurfræðilegt meistaraverk. Hún einkennist af hugmyndaríkri efnisnotkun, formfegurð og djörfum samsetn- ingum. Utan við bygginguna er gosbrunnur sem breytist í marg- litað vatnsfall og vísar í áveitu- snilld Inkanna. Andstætt skandinavísku bönk- unum þá endurspegla höfuð- stöðvar Banco de Credito fremur (fallvalta) auðlegð en traust. Það væri fjarri mér að taka undir þann kór sem vill breyta kostnaði við stórhuga mannvirki í hundrað króna uppbót á sérhvern ellilifeyr- isþega. Þjóðir, fyrirtæki og stofn- anir eiga rétt á að byggja vel svo framarlega sem það er ekki bein- línis siðlaust. Banki Arquitecton- ica er mögnuð bygging en gjör- samlega úr fókus við umhverfi sitt. Utan við „virkismúra" bank- ans eru húsaraðir hinna efna- minni og jafnvel gosbrunnurinn minnir illþyrmilega á þann vatns- skort sem Lima er fræg fyrir, enda rignir sjaldan í þeirri borg. Kaldhæðnislegast er anddyrið, fallega byggð glersúla sem nær alla leið upp úr þakinu er skipt í sundur i miðjunni. Ekki er hægt að sjá festingar hennar og er engu líkara en að hún sé í lausu lofti. Fljúgandi glersúla er líklega gott tákn fyrir banka sem staðsettur er á mikilvirku jarðskjálftasvæði í landi með 2000% verðbólgu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.