Alþýðublaðið - 11.07.1989, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Qupperneq 6
6 Þriöjudagur 11. júlí 1989 SMÁFRÉTTIR Sumardjass í Djúpinu Dagana 10. til 14. júlí og 17. til 21. júlí veröur leikinn djass á hverju kvöldi í Djúpinu viö Hafnarstræti (kjallara Horns- ins). Fyrir þessari tveggja vi kna hátiö standa þrír tónlist- armenn; Siguröur Flosason (alt- og barítónsaxófónn), en hann er nýkominn heim eftir langt nám í Bandaríkjunum; Hilmar Jensson (gítar), hann hefur leikiö með ýmsum hljómsveitum hérlendis og var sl. vetur við nám i Berklee College of Music í Boston, og Tómas R. Einarsson (kon- trabassi), en hann hefur veriö virkur í íslensku djasslífi um árabil. Þeir félagarnir munu fá trommuleikara í heimsókn á fimmtudögum og föstudög- um, en ekki er loku fyrir skotiö að aörir hljóðfæraleikarar líti inn með tól sín og tæki. Tónleikarnir standa frá 21.30 til 24.00. Taprekstur hjá Samvinnu- tryggingum Aöalfundur Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsins Andvöku var haldinn 30. júní sl. Rekstur Liftryggingafélags- ins Andvöku gekk mjög vel á árinu og varó hagnaður af rekstri félagsins 9,6 milljónir króna. Rekstur Samvinnutrygg- inga var hins vegar stórum erfiöari. Félagiö varó fyrir tveim megináföllum á árinu. Annars vegar gjaldþrot og greiósluþrot nokkurra stórra viöskiptavina félagsins, eink- um innan samvinnuhreyfing- arinnar, sem ullu því að af- skrifa varð útistandandi skuldir um 62 milljónir króna. Hins vegar varö vergt tap á al- mennum slysatryggingum að upphæö 31,9 milljónir og á endurtryggingum 23 milljónir. Rekstrarreikningur Samvinnu- trygginga varö því meö tapi að upphæö 85,4 milljónir króna. Iðgjöld ársins námu 1.402,4 milljónum og hækkuöu um 44% á milli ára. Tjón ársins námu 1.166,4 milljónum og juk- ust um 41% milli ára. Nettó umboóslaunakostnaður nam 76,3 milljónum og hækk- aði um 50% frá fyrra ári. Skrifstofu- og stjórnunar- kostnaöur nam samtals 280,5 milljónum og hækkaði um 28% milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 119,1 milljón og höföu hækkaö um 20% miðað við fyrra ár. Annar kostnaöur nam 161,4 milljónum og hækkaöi um 34% milli ára. Eins og áöur greinir voru end- urtryggingarog slysatrygging- ar reknar með verulegum verg- um halla. Svo var einnig um ökutækjatryggingar. Hins veg- ar skiluðu eignatryggingar, frjálsar ábyrgöartryggingar svo og sjótryggingar vergum hagnaói. í heild varö vergurhagnaöuraö upphæö 31,5 milljónir króna á móti 62,5 milljónum áriö áður. Bókfært eigiö fé félagsins í árslok 1988 er 120,1 milljón. Á aöalfundinum voru lagðar fram og samþykktar breyting- ar á samþykktum Samvinnu- trygginga i framhaldi af sam- komulagi því er gert var milli Samvinnutrygginga og Bruna- bótafélags Islands í janúar sl. um stofnun hlutafélags um vá- tryggingarekstur sem leiddi af sér stofnun Vátryggingafélags íslands hf. þann 5. febrúar sl. Viö stjórnarkjör nú var Guö- jón B. Olafsson kjörinn for- maður til tveggja ára og nýr maður I stjórn var kjörinn Magnús Gauti Gautason til tveggja ára. Úr stjórn átti aö ganga Karvel Ögmundsson og var hann endurkjörinn til tveggja ára. Þann 1. janúar sl. tók Axel Gíslason við starfi fram- kvæmdastjóra Samvinnu- trygginga en Hallgrímur Sig- urósson og framkvæmdastjóri starfar áfram hjá félaginu til ársloka 1989 auk þess sem hann gegnir starfi fram- kvæmdastjóra Líftrygginga- félagsins Andvöku til sama tíma. Halldór Ásgeirsson sýnir í Slunkaríki Halldór Ásgeirsson opnar myndlistarsýnigu í Slunkaríki á Isafiröi nk. laugardag, 8. júlí. Halldór er fæddur 1956 og nam myndlist í París á árunum 1977—80 og 1983—86. Frá því hann tók til við myndlistina hefur hann gert víöreist um heiminn, haldið fjölda sýninga, framið gjörn- inga og málað veggmyndir. Sýningin I Slunkarfki er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16—18 fram til ‘ 20. júll. Iðnaðarbankinn HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvíkudaginn 26. julí 1989 oghefstkL 17:00. DAGSKRÁ: 1. Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi fonnanns bankaráðs við við- skiptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa rikissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir julí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Ónnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeim er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. RAÐAUGLÝSINGAR Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 125 Reykjavík - ísland Vinningar í Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 5« júli 1989 Bifreið Subaru Station 1800CC GL 147 21418 67716 69741 72308 Sólarlandaferð á kr. 100.000 452 30637 58697 85939 94917 3524 37088 59227 87678 97920 4074 38255 64393 87824 102590 6774 38670 69169 88377 105538 8088 42609 70118 88885 108943 17305 43728 75587 89798 112317 17508 45450 77919 89904 114957 17820 46255 80928 90871 115247 27107 55673 85076 94441 117008 Lausar stöður við framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur: Að Fjölbrautaskóla Vesturlands vantar kennara í náttúrufræðigreinum og efnafræöi og rafeinda- virkjun. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er iaus kennarastaöa í Islensku. Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar stundakennarastaöa i islensku. Nánari upplýs- ingar veitir deildarstjóri I íslensku í sima: 71354. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavfk fyrir 14. júlí nk. Menntamálaráðuneytið. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur Byggðastofnunar og Framkvæmda- sjóös íslands veröa lokaðar ( dag þriðjudag 11. júlí frá kl. 10—13 vegnajarðarfarar Benedikts Bogasonar alþingismanns. Byggðastofnun Framkvæmdasjóður íslands Verkefnisstjóri Verkefnisstjórn um eflingu skógræktar á Fljóts- dalshéraði óskar eftir að ráða verkefnisstjóra. Nú stenduryfirundirbúningurað umfangsmiklu skógræktarátaki á Fljótsdalshéraöi og leitað er eftirverkefnisstjóratil að undirbúa framkvæmd verkefnisins. Ekki eru gerðar ákveðnar menntunarkröfur en um er að ræða sjálfstætt starf sem krefst góöra skipulagshæfileikaog sjálstæðis. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf sem fyrst og ráðning er til áramóta í fyrstu. Uþplýsingar um starfið veitir formaöur verk- efnisstjórnar Edda Björnsdóttir, Miðhúsum, 700 Egilsstöðum í s. 97-11365. Umsókn ásamt upp- lýsingum um menntun og starfsreynslu sendist fyrir 1. ágúst nk. /S> Þú vilt ekM missa þaim stóra - ekki ökuskípteinið heldur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfr"^^ tekið ölvað við stýrið. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.