Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Síða 7
Þriðjudagur 11. júlí 1989 7 UTLOND Hin óþekkta Asía Oröið Mongólia þýðir ,,land hinna hugrökku og stoltu manna“ og herforinginn Dsjengis Kahn ætlaði sér að gera Mongólíu að herveldi, sem ógnaði öðrum þjóðum og legði undir sig lönd i Evrópu í kringum árið 1200. Svo fór, að 200 árum seinna náði Kina yfirráðum i Mongólíu og hefur haft þau allar götur síðan. Innri-Mongólia er þó ennþá svokall- að „autonomt" (sjálfstýrt) riki í Kína. Mongólska alþýðulýðveldið (Ytri-Mongólía) er staðsett eins og höggpúði milli sovéska ríkisins Síberíu og Kína. Mongólía er þess vegna undir miklum áhrifum frá stórveldunum tveimur sitt livor- um megin við hana. Mongólía er trú- lega þaö land sem Evrópubúar vita hvað minnst um. Það eru helst frímerkjasafnarar og fornleifafrœð- ingar sem hafa kynnt sér landið. Trommur eru hljóðfæri sem gegnt hefur veigamiklu hlutverki hjá Mongólum. Þar sem fólkið kemur saman liafa trommur verið barðar á sérstakan hátt, hvort sem tilefnið er gleðilegt eða sorglegt. Eftir uppreisnina í Mongólíu 1921—1924 var „sjaman-isminn“ bannaður. Það er hin eldgamla al- þýðutrú Mongóla, sem hefur ver- ið dýrkuð fram að síðustu árum, oftast í leyni. Nú hallast menn að þvi að hún sé að verða útdauð. Þetta er trú, senr átti ýmislegt sameiginlegt með trúarbrögðum Sama, en í þeirri trú eru guðirnir í björgum, fjöllum, vatni og í moldinni. Einsog í trúarbrögðum Sama voru vissir útvaldir menn i sambandi við andaheiminn. Þeir Dalai Lama er trúarleiðtogi um 100.000 þúsund tibetskra flótta- manna sem aðhyllast lamai-trúar- kenninguna en hún er gamall tibetskur angi af búddatrú. nefndust sjamanar og gátu lækn- að og spáð í framtíðina. Lamaitrúin____________________ Sú tegund búddatrúar sem kall- ast lamai-trú er ríkjandi i Mongólíu. Hún er þekkt frá Tíbet, en eins og vitað er varð Dalai Lama, andlegur og verald- legur leiðtogi Tíbet, að flýja land árið 1959 og Kína lýsti Tíbet sjálf- stjórnarríki innan Kína. Þetta vilja Tibetar ekki viðurkenna og reyna að veita viðnám eftir l'öng- um. Allt fram að árinu 1930 voru 700 búddaklaustur í Mongólíu, en það ár var farin grimmileg áróð- ursherferð gegn trúarbrögðum og nú er aðeins eitt klaustur eftir. Það er Gandan-klaustrið í Ulan Bator, sem er höfuðborgin. Hvort „perestrojka" kemur því til einn leiðar í þessum hluta Asíu að mönnum verði frjálst að velja sér trúarbrögð og að Dalai Lama fái að fara aftur inn i Tíbet mun tíminn leiða í ljós. (Arbeiderbladet) SJÓNVARP Sjónvarp kl. 21.25 BYLTINGIN í FRAKK- LANDI - 2. ÞÁTTUR Breskur heimildamyndaflokkur í fjórum þáttum um frönsku stjórn- arbyltinguna 1789 óg áhrif hennar. Þessir þættir eru að sjálfsögðu gerðir í tilefni af 200 ára afmæli byltingarinnar en sem kunnugt er hafa frakkar haldið upp á það með miklum glans í ár. Reyndar brá svo við að um 100.000 manns komu á rokktónleika sem haldnir voru til að mótmæla því hvernig haldið er upp á afmæli þetta. Mótmælend- urnir vildu meina að það væri ekki siðferðilega rétt að bjóða til fundar leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims á afmælisári byltingarinnar, þar sem enn væri stór hluti mannkyns í svelti í þriðja heiminum og víðar. Það kemur samt kannski ekki beint þessum þætti við. Stöö 2 kl. 23.30 í HEFNDARHUG (Positive I.D.) Bandarísk bíóniynd, gerð 1986, leiksljóri Andy Anderson, aðal- hlutverk Stephanie Rascoe, John Davies, Steve Froinlioltz, Laura Lane. Eiginkona og tveggja barna móðir verður fyrir grimmilegri líkams- árás. Atvikið situr sem límt við heila konunnar og hún getur á eng- an hátt gleymt því. Smámsaman fyllist hún hefndarhug sem verður æ sterkari. Hún tekur upp annað nafn til að verða sterkari i barátt- unni. Myndin þykir vel gerð og heldur spennunni ágætlega, þetta er sálfræðilegur þriller í anda Hitchcock, segir kvikmyndahand- bókin, en að vísu eru nokkrir lausir endar þegar yfir lýkur og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Yfir meðallagi er einkunin. Sjónvarp kl. 22.15 STEINSTEYPU- VIDGERÐIR OG VARNIR Fyrsti þáttur af sjö um steypu- skemmdir en þessir þættir eru unnir af Byggingarþjónustunni. Umsjón hefur Sigurður H. Richter. Þarnaer tekið á máli sem varðar margan manninn og er um leið gríðarlega mikilvægt, hefur enda mikil áhrif á pyngju skattborgarans ef hann neyðist til að standa í umfangsmikl- um viðgerðum á húsi sínu. Strax á eftir þessum stutta þætti, en hann tekur aðeins fimm mínútur, stjórn- ar Kristín Björg Þorsteinsdóttir fréttamaður umræðuþætti um steypuskemmdir og húsaviðgerðir. Stöö 2 kl. 21.55 FROSTRÓSIR (An Early Frost) Bandarísk sjónvarpstnynd, gerð 1985, leikstjóri John Ertnan, aðal- hlutverk Gena Rowlands, Aidan Quinn, Ben Gazzara, Silvia Sydney. Akaflega átakanleg mynd sem segir af viðbrögðum fjölskyldu sem ekki einasta kemst að því að sonurinn á heimilinu er hommi, heldur upplýs- ir hann aukinheldur að hann sé smitaður af eyðni. Leikararnir þykja standa sig afar vel i þessu verki enda eiga þeir i gott hús að venda þar sem er handrit myndar- innar sem hlaut Emmy verðlaunin á sínum tíma. 0 STÖD 2 1800 17.50 Freddi og félagar. 18.15 Ævintýri Nikka. 18.45 Táknmáls- Iréttir. 18.55 Fagri-Blakkur. 16.45 Santa Barbara. 17.30 Bylmingur. 18.00 Elsku Hobo. 18.25 íslandsmótið í knattspyrnu. 1900 19.20 Leðurblöku- maöurinn (Batman). 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Blátt blóð. Spennumyndaflokk- ur 21.25 Byltingin i Frakklandi (The French Revolution). 2. þáttur. 22.15 Steinsteypu- viðgerðir og varnir. Ryðskemmdir á steinsteypu og við- geróir á þeim. Fyrsti þáttur af sjö 22.20 Steypu- skemmdir og húsa- viðgerðir. Umraeöu- þáttur í umsjón Kristinar Þorsteins- dóttur. 19.19 19.19. 20.00 Alf á Melmac. 20.30 Stöðin á staönum. Viðkomu- staður i kvöld er Reyðarfjörður. 20.45 Visa-sport. 21.40 Óvaent enda- fok. 22.10 Frostrósir. Biómynd. Strang- lega bónnuð börn- um. 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskráriok. 23.45 í hefndarhug. Bandarisk biómynd. 01.15 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.