Alþýðublaðið - 11.07.1989, Page 8

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Page 8
I Náttúruverndarráð: Hálendis- vegir víða lokaðir — Tjaldstœði ekki tilbúin ÁstandiA á hálendinu og vinsælu m ferdamannastoð- um inn á landinu er enn at'ar bájjborid ef marka má frctta- tilkynninj>u sem Náttúr- verndarrád sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að enn er snjór yfir öllu tjaldsvæð- inu í Friðlandinu að Fjalla- baki og vegir þar allir ófærir. F^kki verður því unnt að heimila gistingu þar í (jöld- um fyrst um sinn og cinnig verður að lakmarku mjög gistingu í tjöldum í Þjóð- garðinum Jiikulsárgljúfrum, þar sem gróður á mjög erl'ilt uppdráttará svæðinu. Tjald- svæði i Hvannalindum er lokað. Fulitrúar Náttúruverndar- ráðs fóru inn í Landmanna- laugar um síðustu helgi til að kanna ástand vega og tjald- svæðis. Þeir segja vegi um friðlandið ófæra en líkur á að Fjallabaksleið nyrðri verði opnuð að Landmanna- laugum innan tíðar. Ekki verður unnt að heimila tjöld- un í Landmannalaugum, vegna snjóalaga, en skáli Ferðafélagsins stendur l'erða- löngum opinn um leið og og fært verður. Snjóa leysti mjög skyndi- lega í Þjóðgarðinum Jökuls- árgljúfrum um miðjan júní og urðu mikil flóð í Vestur- dal. Leysingarvatnið bar með sér aur og sand yfir flatir í botni dalsins sem notaðar hafa verið sem tjaldsvæði. Gróður er því í slæmu ástandi og ekki hægt að leyfa nema takmarkaða gistingu i tjöldum fyrst um sinn. Ferðafólk er því beðiðað láta vita af sér með góðum fyrir- vara. Bent er á tjaldsvæði í Ásbyrgi. Sömu sögu er að segja af friðlandinu í Hvannalindum, þar fóru flatir sem nýttar hafa verið sem tjaldsvæði mjög illa í leysingum í vorog tjaldsvæð- ið því lokað, sem fyrr segir. Þriöjudagur 11. júlí 1989 Gaxnrýni landsbyggðarmanna á húsnœðismálastjórn: YFIRLÝSINGAR AD ÓATHUGUDU NIÁLI segir Sigurður E. Guðmundsson framkvœmdastjóri Hús- nœðisstofnunar. „Þaó er ekkert hægt aó segja um það hvort hlut- fallið inilli landshlutanna í úthlutun úr félagslega íbúðakerfinu, sé cðlilcgt eða óeðlilegt, því það hafa engar tölur frá þessari stofnun birst um það,“ seg- ir Sigurður E. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar. Sig- urður segir að ekkert sé hægt að segja uin það hvort þær hlutfallstölur sem birst hafa, og hafa vakið reiði meðal lands- byggðarbúa, séu réttar, því stofnunin liafi ekki kann- að sannleiksgildi þeirra. „Það liefurenginn í þessari stofnun l'arið neitl ofan í þessar tiilur til að ganga úr skugga um það hvort þær eru réttar eða rangar.“ í fréttum fyrir og um helgina kom fram að lang- flestar þær íbúðir sem veita á lán til samkvæmt félags- lega íbúðakerfinu væru i Reykjavík og Reykjanesi. Þetta vakti strax upp heift- arleg viðbrögð meðal sveit- arstjórnarmanna á lands- byggðinni, sem töldu að sér væri mismunað. Sigurður Guðmunds- son: „Ég tel það alveg stór- furðulegt að bæjarráð og sveitarstjórnarmenn skuli hafa verið að gera sam- þykktir og tjá sig um mál sem þeir hafa enn ekki fengið neina staðfesta vitn- eskju urn. Það er enda eft- irtektarvert, eftir því sem ég best fæ séð, að engir sveitarstjórnarmenn hafa verið að mótmæla úthlut- un í sína heimabyggð að þessu sinni. Það stafar af því að þeir hafa enn enga vitneskju um þessar lán- veitingar því stofnunin hef- ur ekki sent frá sér slíkar upplýsingar. Þeir ganga fyrir æsifregnum úr sjónvarpi.“ í laugardagsblaði Al- þýðublaðsins sagði Hall- grímur Guðmundsson bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, að ákvörðun Húsnæðismálastjórnar um lán til byggingar 18 íbúða á Austurlandi væri óskiljanleg. Hann benti á að Hornafjörður einn og sér hefði sótt um lán til byggingar 16 íbúða en jafn líklegt væri, úr því sem komið er, að Hornfirðing- ar fengju ekki að hefjast handa við eina einustu íbúð. „Hann er allur á valdi æsifréttar úr Sjón- varpi. Hann hefur enga vitneskju um hvaða ákvarðanir voru teknar hér í Húsnæðisstofnun. Það hefur reyndar engin sveit- arstjórn og þetta eru al- gjörlega ótímabær við- brögð. Menn lara af stað án þess að hafa fengið neinar upplýsingar um það hve há framkvæmdalán hafa verið veitt og til hve margra íbúða í hverju byggðarlagi fyrir sig,“ seg- ir Sigurður. Sigurður sagði að öðru leyti að það væri mjög hæpið að líta á hlutfallstöl- ur einar sér, án þess að líta á þær forsendur sem menn lögðu til grundvallar og sömuleiðis hvernig til hefði tekist í byggðarlögunum og landshlutunum öllum, á síðustu einum til tveimur árum. „Það er þannig að byggingarframkvæmdir standa oftast nær til lengri tíma en eins árs í senn, teygja sig gjarna til tveggja ára eða svo. Okkar lán eru veitt fram í tímann sem kunnugt er og þar af leiðir að sú aðferö að bregða upp hlutfallstölum fyrir eitt ár getur verið mjög villandi. Ég tel að þannig sé þetta nú, hvort sem þær tölur sem birst hafa eru réttar eða rangar. Þarna er verið að taka tölur úr samhengi við forsendur og fyrri lán- veitingar á síðustu tveimur árum til bygginga sem enn standa yfir í stórum stíl, víðs vegar á landinu." Sigurður sagði að full- víst væri að tilkynningar um úthlutunina bærust sveitarfélögunum í þessari viku. Forsœtisráðuneytið: Meginreglur kynntar við val á broddburgurum I veislur Davíð Oddsson borgarstjóri að afhenda verðlaun á Kjarvalsstöðum í gær. A-mynd/E.ÓI. Veisluvertíð hjá Davíð Forsætisráðuneytið sendi l'rá sér fréttatilkynningu í gær til að skýra þær megin- reglursem sluðst er við þegar boðið er í veislur ráðuneytis- ins í sambandi opinberar heimsóknir. Jafnframt bend- ir ráðuneytið á að gestir í veislnnni til heiðurs spænsku konungshjónunum hafi ver- ið 114 en ekki 180, eins og skýrt hefur verið frá. Samkvæmt upptalningu ráðuneytisins eru eftirtaldir jafnan í hópi veislugesta: Er- lendir heiðursgestir, fylgdar- lið, þar á meðal fréttamenn frá viðkomandi ríki, ríkis- stjórn íslands, handhafar forsetavalds, biskup lslands, fyrrverandi forsætisráðherr- ar, sendiherrar og ræðis- menn, fyrrverandi sendi- herrar islenskir, sem verið hafa í viðkomandi ríki, ráðu- neytisstjórar og nokkrir aðr- ir embættismenn í Stjórn- arráði og opinberum stofn- unum, fulltrúar aðila vinnu- markaðarins, fulltrúar fjöl- miðla, stjórnarformenn stærstu lyrirtækja, er við- skipti eiga við viðkomandi ríki, fulltrúar stjórnarmála- flokka, er setu eiga á Alþingi og makar framangreindra. í athugasemdum forsætis- ráðuneytisins segir að stuðst hafi verið við ofangreindar reglur um árabil og hafi svo verið í síðustu veislu, sem orðið hefur tilefni til um- ræðu. „Það skal jafnframt tekið fram að í þeirri veislu voru gestir ekki 180 eins og fullyrt hefur verið heldur 114. Það verður í mörgu að snúast hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra fram að kosn- ingum næsta sumar. Stund- um er sagt einkennandi fyrir störf borgarstjórans að knýja í gegn ákvurðanir fyrri hluta tímabils, en klippa síð- an borða síðustu mánuðina fyrir borgarstjórnarkosning- ar. Svo virðist sem þetta tím- bil sé hafið. í gær var Davíð að af- henda á Kjarvalsstöðum eina milljón króna í verðlaun í samkeppni um teikningar vegna fyrirhugaðra bygginga dagvistarheimila. Sam- kvæmt upplýsingum á skrif- stofu borgarstjóra eru eftirtaldir áfangar á næstu vikum og mánuðum: Vígsla nýju brúarinnar yfir Miklu- braut, opnun Nesjavallar- virkjunar, hornsteinn að útsýnishúsi á hitaveitatönk- um, vígsla þjónustumið- stöðvar að Ulfljótsvatni, opnun nýrra grunnskóla og vígsla nýja Strætisvagna- hússins í Mjóddinni. Há- punkturinn fyrir kosningar verður í apríl, þegar stefnt er að því að borgarstjóri geti lagt hornstein að ráðhúsinu í Tjörninni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.