Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 5
Föstudagur 4. ágúst 1989
5
FÖSTUDAGSSPJALL
Var einhverjum rétt eitthvað
á silfurfati? Var Útvegsbankinn
miklu meira virði en bankarnir
þríeinu borguðu fyrir hann.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi
lagt sig í líma við að koma því inn
hjá þjóðinni að svörin við þessum
spurningum séu já, verður ekki
séð að þeir hafi haft erindi sem erf-
iði.
Það var í of mörg ár búið að
framvísa til þjóðarinnar reikning-
um á silfurfati frá þessum banka,
til að fólk taki silfurfatskenningu
' Framsóknarflokksins trúanlega.
Reynslan hefur sýnt að ríkið hef-
ur ekki riðið feitum hesti frá
bankarekstri sínum.
Tvennt í bankabyitingunni er
mikils virði fyrir skattborgara. í
fyrsta lagi er það mikilla peninga
virði að dreifa áhættu af banka-
rekstri frá ríkissjóði.
í öðru lagi er það örugglega
mikilla peninga virði að hefja með
þessum hætti löngu tímabæra
uppstokkun íslenska bankakerfis-
ins.
Þetta skref mun reynast dýr-
mætt vegna minnkaðs tilkostnað-
„Bankabyltingin tókst með aðgerðum á einum afmörkuðum hluta bankakerfisins. Ríkisstjórnin á að gera hlið-
stæðan hlut í landbúnaði" segir Guðmundur Einarsson m.a. í föstudagsspjalli sínu um sameiningu bankanna.
meir að lifa sem frjátsir menn af
landi og dugnaði. Þeir eiga orðið
allt undir björgunaraðgerðum rík-
issjóðs.
íslandsbú
Bankabyltingin tókst með að-
gerðum á einum afmörkuðum
hluta bankakerfisins. Ríkisstjórnin
á að gera hliðstæðan hlut í land-
búnaði.
Með jarðeignum sínum, sjóðum
og tökum í landbúnaðargeiranum
á hún að hefja byltinguna í einum
landshluta, þar sem aðstæður til
slíks eru góðar.
Hún á að hvetja til samruna búa
og aukinnar hagræðingar. Með
eignum sínum og aurum getur
hún laðað bændur til samstarfs
eða losað þá sjálfviljuga af jörðum
sínum. Þannig getur fengist sú
fækkun og stækkun búa, sem ein
getur gert íslenska bændur raun-
verulega bjargálna. Þannig næst
líka fram raunverulegur niður-
skurður á ríkisframlögum til fram-
búðar.
Ríkið gat notað eignarhald sitt á
ákveðnum skika bankakerfisins til
ISLANDSBANKI
ar og aukinnar samkeppni sem á
að leiða til minni vaxtamunar.
Þetta á líka að reynast dýrmætt
vegna bættrar þjónustu við stór
fyrirtæki, sem voru farin að finna
til þrengsla í bankakerfinu.
Greinargerð viðskiptaráðuneyt-
isins sýndi ljóslega fyrir nokkrum
vikum að á hreinum viðskiptaleg-
um grundvelli fékk ríkið gott verð
fyrir sinn hlut í bankanum. Þegar
svo við bætast þau atriði sem hér
hafa verið rakin er augljóst að
áhyggjur Framsóknarflokksins
eru ekki sprottnar af umhyggju
fyrir þjóðarvelferðinni.
íslandsmet____________________
Þegar Alþýðuflokksmenn töldu
á fingrum sér fyrir kosningar þau
meginsvið, sem bylta þyrfti í land-
inu voru þau, í fyrsta lagi skatt-
kerfið, í öðru lagi húsnæðiskerfið,
í þriðja lagi bankakerfið, í fjórða
lagi landbúnaðarkerfið og í
fimmta lagi sjávarútvegur. Af þess-
ari upptalningu sést að þeir mega
bærilega við sinn hlut una frá
kosningum, ef litið er á málið frá
sjónarhóli skriffinnans.
Pólitískt er hlutur þessarar
stjórnar og Alþýðuflokksins hins
vegar ekki viðunandi. Fólk hefur
ekki á tilfinningunni að unnin hafi
verið nægileg þjóðþrifaverk.
A.m.k. hefur stjórnin ekki til hnífs
eða skeiðar í skoðanakönnunum.
Þar á hún íslandsmet.
Flokkarnir þrír verða að ákveða
sig snarlega hvort þeir vilja auka
tiltrú stjórnar sinnar og hljóta
heiður af verkum sínum, eða
dragnast stjórnartímann á enda i
metóvinsældum.
Tækifærið til framhaldslífs felst i
því að taka á fjórða liðnum í upp-
talningunni hér á undan, þ.e. land-
búnaðarkerfinu.
Ríkisfjármál þessa árs og næsta
eru auðvitað með þeim ósköpum
að allir sæmilega vitibornir menn
flytjast til Svíþjóðar. Það þarf að
taka á niðurskurðarmálum út um
alit. Annars verður slegið íslands-
met í ríkissjóðshalla.
En af einstökum póstum, er
landbúnaðarpósturinn mikilvæg-
astur og hrópar á byltingu.
Núverandi fyrirkomulag fram-
leiðir alltof mikið kjöt á alltof háu
verði með alltof miklum byrðum á
íbúana.
Það er ekki bændum til bjargar
því þeir fjarlægjast það meir og
að hefja byltinguna þar. Sama á að
gera í landbúnaði.
GUOMUNDUR 5.V'
EINARSSON
SMÁFRÉTTIR
Skaftárhlaup
Nú er nýlokið hlaupi í Skaftá.
Hlaup þessi vekja yfirleitt mikla
athygli og er það engin furða,
því flóð þessi eru mjög frá-
brugðin venjulegum vatnavöxt-
um. Auk þess fylgir þeim
megn jöklafýla, sem fundist
getur hvar sem er á landinu,
allt eftir veðri.
Vatnshæðarmælingar í
Skaftá við Skaftárdal hófust ár-
ið 1951 á vegum Vatnamæl-
inga Raforkumálastjóra. Megin
tilgangur mælinganna þar sem
annars staðar var að afla al-
mennra upplýsinga um vatna-
far svæðisins vegna virkjana-
rannsókna.
Árið 1967 var byggður sírit-
andi vatnshæðarmælir við
Skaftárdal og fimm árum síðar
var reistur vatnshæðarmælir
hjá Skaftá við Sveinstind, að-
eins um 20 km neðan útfalls
hennar í Skaftárjökli. Þar var
einnig reistur mannbær kláfur
til rennslismælinga.
Rekstur þessarar stöðvar
varð ekki samfelldur fyrr en ár-
ið 1986, en síðan þá hafa feng-
ist vatnshæðarlínurit yfir þrjú
Skaftárhlaup, árin 1986, 1988
og 1989. Einnig tókst að mæla
rennsli árinnar í hlaupinu 1988,
svo og í nýafstöðnu hlaupi, en
áður hafði ekki verið mælt
meira en venjulegt sumar-
rennsli.
Hér skal nefnt til skýringar,
að af vatnshæðarlínuriti má
ætla hvað rennslið hafi verið á
hverju augnabliki þess tímabils,
sem það nær yfir. Þetta gildir
þó aðeins að því tilskildu að
búið sé að mæla rennsli beint
við það margar mismunandi
vatnshæðir, að samband þess
við vatnshæðina sé þekkt.
Skaftárhlaup, eins og nú
þekkjast, hófust árið 1955, en
heimildir eru af hlaupum í
Skaftá fyrr á öldinni. Fljótlega
kom í Ijós að tvennskonar
hlaup komu í Skaftá og voru
þau frábrugðin hvort öðru
bæði hvað varðaði hámarks-
rennsli og heildarvatnsmagn.
Orsök hlaupanna varð einnig
fljótlega Ijós, því ketilsig mynd-
uðust í Vatnajökli norðvestan
Grímsvatna eftir hlaupin. Katlar
þessir eru misstórir og er sá
vestri mun minni. Jarðhiti þar
undir bræðir jökulinn og vatn
safnast saman þar til farg jök-
ulsins megnar ekki lengur að
halda aftur af því. Vatnið hleyp-
ur síðan þangað sem fyrirstaða
er minnst og er það til Skaftár,
þó að katlarnir séu á ísasvæði
Tungnaár og Sylgju.
Nýafstaðið hlaup var mjög
svipað hlaupinu 1986. Hámark
rennslis var ívið minna, en
heildarvatnsmagn ívið meira
og er skýringar líklega að leita í
því, að nú hlaypur eftir að leys-
ing er hafin á jökli, en hlaupið
1986 var í nóvember og því að
sumarleysingu lokinni. Stærsta
hlaup í Skaftá eftir að mæling-
ar hófust var sumarið 1984,
þegar jöklaleysing hafði verið
óvenjumikil. Hámarksrennsli þá
virðist hafa verið nokkru meira
en nú, en þá stóð hlaupið um
tveim sólarhringum lengur og
heildarvatnsmagn því talsvert
meira.
Tímabil milli hlaupa er svipað
fyrir báða katla, oft tæplega
tvö og hálft ár. Hlaupin verða
því á ýmsum tímum árs, þó
hefur ekki hlaupið á tímabilinu
apríl-júní.
Ekki hefur það gerst enn, að
hlaup hafi orðið úr báðum kötl-
um samtímis, en ekkert virðist
því til fyrirstöðu að svo geti
farið. Ef það gerist, mætti bú-
ast við allmiklu meira rennsli
en í liðnum hlaupum og er því
rétt að fylgjast vel með Skaftá í
framtíðinni.
Nefnd um
uppbyggingu
kennslu-
gagna-
miðstöðva
Nefnd sem skipuð var af
menntamálaráðherra til að gera
tillögur um uppbyggingu
kennslugagnamiðstöðva við
fræðsluskrifstofur hefur skilað
áliti sínu. Tillögur nefndarinnar
eru þessar: 1. Kennslugagna-
miðstöðvum verði komið upp
á fræðsluskrifstofum utan
Reykjavíkur eða í tengslum við
þær. 2. Kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar þjóni skólum
Reykjavíkur og verði jafnframt
bakhjarl og þjónustuaðili fyrir
kennslugagnamiðstöðvar
fræðsluumdæmanna. 3. Kjarni
starfseminnar verði fræðslu- og
upplýsingastarfsemi, útlán
gagna og þjónusta í formi að-
stöðu og aðstoðar. Starfsemi
hverrar kennslugagnamið-
stöðvar verði löguð sem best
að þeim aðstæðum sem ríkja í
hverju umdæmi. 4. Gert verði
ráð fyrir einu stöðugildi hið
minnsta við hverja kennslu-
gagnamiðstöð. Nefndin leggur
til að þessu verði náð í tveimur
áföngum þannig að veitt verði
fé á fjárlögum 1990 sem nem-
ur a.m.k. hálfu stöðugildi við
hverja kennslugagnamiðstöð
og hálfu til viðbótar á fjárlög-
um 1991. Auk þess verði veitt
fé til rekstrar og kaupa á bún-
aði og gögnum.
Ráðuneytið hefur sent ýms-
um aðilum, m.a. Bandalagi
kennarafélaga, Kennaraháskól-
anum, Námsgagnastofnun,
fræðslustjórum og alþingis-
mönnum skýrslu nefndarinnar
og tillögur til umsagnar.
Nefnd um
fjárhagserfið-
leika
sveitarfélaga
Undanfarin ár hefur fjárhagur
margra sveitarfélaga farið mjög
versnandi. Til þess liggja ýms-
ar orsakir m.a. miklir rekstrar-
erfiðleikar atvinnufyrirtækja og
stóraukin þjónusta sveitarfélag-
anna án þess að tilsvarandi
tekjuauki komi á móti.
Félagsmálaráðherra hefur nú
skipað nefnd til að kanna fjár-
hagsstöðu verst stöddu sveit-
arfélaganna og gera tillögur til
úrbóta. Nefndinni er jafnframt
falið að kanna orsakir versn-
andi fjárhagsstöðu sveitarfélag-
anna almennt og gera tillögur
um ráðstafanir til lengri tíma.
í nefndinni eru: Páll Guðjóns-
son, bæjarstjóri og Þórður
Skúlason, sveitarstjóri, tilnefnd-
ir af Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga, Sveinbjörn Óskarsson,
deildarstjóri, tilnefndur af fjár-
málaráðherra, Kristófer Olivers-
son, skipulagsfræðingur, til-
nefndur af Byggðastofnun og
Húnbogi Þorsteinsson, skrif-
stofustjóri, sem skipaður er
formaður nefndarinnar.
Félagsmálaráðherra hefur
einnig falið starfsmönnum
ráðuneytisins að gera úttekt á
ýmsum þáttum sveitarstjórnar-
mála á hinum Norðurlöndun-
um og taka saman greinargerð
þar um þar sem m.a. kemur
fram hver reynslan er þar af
fylkjafyrirkomulaginu, en þess-
ari athugun er ætlað að leiða í
Ijós hvort ætla megi að það
henti aðstæðum hér á landi.
í framhaldi af þessari vinnu
og niðurstöðum nefndar þeirrar
sem vinnur aö athugun á fjár-
hagsstöðu sveitarfélaganna
mun félagsmálaráðherra beita
sér fyrir mótun tillagna um efl-
ingu sveitarstjórnarstigsins í
samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga og Byggðastofn-
un.