Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 6
6 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 SMÁFRÉTTIR * Avarp Samstarfs- hóps friðar- hreyfinga 9. ágúst 1989 Friðarhreyfingar um allan heim minnast þess nú að 44 ár eru liðin frá því að Bandaríkja- menn vörpuðu kjarnorku- sprengjum á japönsku borgirn- ar Hírósíma og Nagasakí. Tvö hundruð þúsund manns létust í árásunum og enn í dag þjáist fólk og deyr vegna afleiðinga sprengjanna. Á þessari stundu er rétt að staldra við og spyrja sig hvað mannkynið hefur lært á þessum 44 árum frá harm- leiknum í Japan. Eru íbúar heimsins óhultari gegn ógn sprengjunnar nú, þegar öllum er orðið Ijóst hve óbætanleg- um skaða hún getur valdið? Svarið er því miður nei. Stórveldin hafa framleitt tug- þúsundir kjarnorkuvopna frá stríðslokum. Þrátt fyrir þíðu síðustu ára og mikilvæg skref í friðarátt, er enn langt í land að kjarnorkuógninni hafi verið bægt frá. A sama tíma og sam- ið er um fækkun vopna á meginlandi Evrópu, heldur víg- væðing hafanna óheft áfram. Kafbátaslysin við strendur Norður-Noregs á undanförnum mánuðum minna okkur óþyrmilega á, að jafnvel þótt vopnin verði ekki notuð í kjarn- orkustríði, þá ógna þau samt lífi og tilveru íslendinga. Sam- kvæmt nýrri skýrslu banda- rískra friðarrannsóknamanna liggja nú þegar 48 kjarnorku- vopn og 9 kjarnakljúfar á hafs- botni og um 1300 slys tengd kjarnorkuvopnum hafa orðið hjá sjóherjum stórveldanna síð- an í stríðslok. Sú hætta vofir því sífellt yfir að stórslys verði og geislavirk efni eyðileggi fiskimiðin umhverfis ísland. Því er stundum haldið fram að afvopnunarviðræður séu einkamál fulltrúa stórveldanna og komi öðrum ekki við. Þetta er alrangt. Breytingar í friðarátt verða fyrst og fremst vegna þrýstings frá almenningi. Það er á okkar ábyrgð, að veita ís- lenskum stjórnmálamönnum aðhald og brýna þá til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir friðlýsingu Norður-Atlantshafs. Semja þarf nú þegar um að fjarlægja þau kjarnorkuvopn sem eru um borð í skipum og kafbátum og að banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja um Norður-Atlantshaf. Ef börn okkar og barnabörn eiga að geta búið hér á landi i framtíð- inni verða þessar kröfur að ná fram að ganga. Við eigum okkur von. Vonina um að kjarnorkuógninni verði bægt frá, og komandi kynslóðir geti lifað án þess ótta sem fylgt hefur mannkyninu frá því að sprengjunum var varpað á Hírósíma og Nagasakí. Vonina um að takast megi að tryggja framtíð barna okkar og barna- barna. Um leið og við minn- umst fórnarlamba kjarnorku- árásanna með kertafleytingu hér á Tjörninni leggjum við áherslu á þessa von. Sjálfsbjörg gerir styrktar- samning Föstudaginn 21. júlí sl. var brotið blað í sögu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þann dag undirrituðu Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra og Þýsk-íslenska ásamt dótturfyr- irtæki þess sérstakan styrktar- samning þar sem Þýsk-íslenska og dótturfyrirtæki. þess styrkja Sjálfsbjörg með milljón- um króna. Styrktarsamningur þessi gildir til ársloka 1994 og kveður einnig á um sérstaka aðstoð Þýsk-íslenska og dótt- urfyrirtæki þess í baráttunni fyrir framgangi málefna fatl- aðra. í samningum er meðal annars ákvæði um að Útsýn, fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, muni skipuleggja að minnsta kosti eina veglega sumarleyfis- ferð á hverju ári er henti fötluð- um. Sjálfsbjörg, landssam- bands fatlaðra, telur að með samningi þessum hafi verið stigið nýtt skref í baráttunni fyrir jafnrétti fatlaðra. Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Þýsk-íslenska Ómar Kristjánsson en fyrir hönd Sjálfsbjargar, landssamband fatlaðra Jóhann Pétur Sveins- son. Viðstaddir undirskriftina voru af hálfu Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra Guðríður Ólafsdóttir, Trausti Sigurlaugs- son, Ólöf Ríkarðsdóttir, Elín Ól- afsdóttir og Ólafur Garðarsson. Af hálfu Þýsk-íslenska voru viðstaddir auk Ómars, Ingi Karl Ingason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri, Þýsk-íslenska, Guðmundur Þorsteinsson, fjár- málastjóri Útsýnar, Magnús Jónatansson, markaðsstjóri Út- sýnar. Nefnd um skákhreyf- inguna Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það verkefni að fjalla um fjárhags- lega stöðu skákhreyfingarinnar. Ennfremur er nefndinni ætlað að fjalla um réttindi og skyldur stórmeistaranna, sem þiggja laun hjá ríkinu og þátt þeirra í fræðslustarfi og skákkennslu. Nefndina skipa: Einar Sigur- jónsson, deildarstjóri, tilnefnd- ur af fjármálaráðuneytinu. Einar S. Einarsson, formaður Skák- sambands íslands, tilnefndur af Skáksambandi íslands. Þráinn Guðmundsson, fyrrverandi for- maður SÍ, tilnefndur af Skák- sambandi íslands. Friðrik Ólafs- son, skrifstofustjóri, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu. Kristín Árnadóttir, fulltrúi, til- nefnd af menntamálaráðuneyt- inu og er hún jafnframt for- maður nefndarinnar. Stefnt er að því að nefndin Ijúki störfum í lok október. Nýjar Louisu- myndir í Gallerí Borg Listakonan Louisa Matthías- dóttir er nú stödd hér á landi en hún er eins og flestum er kunnugt búsett í New York þar sem hún er fyrir löngu búin að vinna sér nafn og orðin þekkt fyrir sterkar landslagsmyndir sínar frá íslandi. Nú hefur Galleri Borg fengið til sölu 15 nýlegar olíumyndir eftir Louisu, flestar af hestum og kindum í landslagi en sú stærsta er falleg götumynd úr Reykjavík. Myndirnar hafa verið hengd- ar upp og verða til sýnis og sölu í Gallerí Borg næstu daga. Á Tólfæringi Sumarsýning Hafnarborgar Menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar Á sumarsýningu Hafnarborg- ar, Á Tólfæringi sýna tólf lista- menn. Þeir eru: Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björns- son, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Margrét Jónsdóttir, Valgerður Bergs- dóttir. Á sýningunni eru málverk, teikningar, grafík og skúlptúrar. Opnunartími frá kl: 14:00—19:00 alla daga. Ath. opið er um verslunarmannahelgina sem er síðasta sýningarhelgin. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni en henni lýkur mánudaginn 7. ágúst. * Krossgátan □ 1 . . v ‘ V' 2 < hfÍB rr. ■ 4 5líOi S 'c U: v f; v ■ 6 n. n 7 ff 9 * 10 □ 11 □ 12 V . 13 □ Lárétt: 1 blæja, 5 hjálp, 6 dráttur, 7 keyrði, 8 önuga, 10 samstæðir, 11 svardaga, 12 hóti, 13 efla. Lóðrétt: 1 hvassviðri, 2 bál, 3 pípa, 4 skálmaði, 5 mær, 7 reimina, 9 bein 12 kvæði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 vogar, 5 rokk, 6 úti, 7 11, 8 strjál, 10 sa, 11 ata, 12 ýtin, 13 rýran. Lpðrétt: 1 votta, 2 okir, 3 GK, 4 rollan, 5 Rússar, 7 látin, 9 jata, 12 ýr. Fram nú allir í röð .. RAÐAUGLÝSINGAR Skrifstofa Alþýðuflokksins sumarleyfi Lokaö veröur frá 28. júlí — 12. ágúst. Frá 14. ágúst — 22. ágúst verður opið frá kl. 12:00—16:00. Laus staða heilsugæslulæknis Laus er til umsóknar ein staða heilsugæslulæknis á ísafirði frá og með 1. nóvember 1989. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lækn- ismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 1. september n k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hve- nær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækning- um. Nánari upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. 31. júlí 1989, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. ekki ökuskírteinið heldur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.