Alþýðublaðið - 04.08.1989, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 04.08.1989, Qupperneq 8
Föstudagur 4. ágúst 1989 20 milljónir vegna loö- dýraræktar Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að greiða starfandi fóðurstöðvum í loðdýrarækt 20 milljónir króna í styrk vegna fóður- framleiðslu nsestu þriggja mánaða. Þó var ákveðið að fela forstjóra að fylgjast sérstaklega með þeim fóð- urstððvum sem kunna að lenda í sérstðkum rekstr- arerfiðleikum á þessu ári. Komi til gjaidþrota fóður- stöðva er heimilt að lána nýj- um rekstraraðilum allt að 5 milljónir króna í skammtíma- lán til að tryggja afhendingu fóðurs til bænda. Þá var samþykkt að iána 29 smábátaeigendum 40,3 millj- ónir króna og hafa þá 130 lof- orð verið gefin út að upphæð 187,6 milljóna króna, en 80 umsóknir eru enn óafgreidd- ar. Bymðastofnun vill adstoða Patreksfiröinm en: 110 MILLJ0NA REIKNINGUR VERÐISKIPIN SELD BURT Gudmundur Malmquist: Lánueiting Byggdasjóös gœti breytt forsendunum hjá Hlutafjársjóbi Stjórn Byggðastofnun- ar hefur samþykkt að að- stoða Patreksfirðinga við að halda skipum Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar, Sigurey og Þrym, í byggðarlaginu. Engin ákvðrðun hefur hins vegar verið tekin um fyrirkomulag þess- arar aðstoðar og hefur forstjóra Byggðastofn- unar verið falið að krefj- ast uppgreiðslu á 110 milljón króna skuldum HP ef aðstoð bregst og skipin verða seld út fyrir bæinn. Að sögn Guðmundar Maimquist forstjóra Byggðastofnunar á enn eft- ir að ákvarða á hvern hátt unnt verður að aðstoða Pat- reksfirðinga, sem sjá fram á að missa skipin úr byggðar- laginu vegna gjaldþrots HP. „Möguleiki er á að tii lán- veitingar komi úr Byggða- sjóði, þar sem slíkt dugar til. Ef það gerist skal ég ekki fortaka fyrir að þær breyttu forsendur þýddu aðild Hiutafjársjóðs þótt kröfuhafar hafi neitað um þátttöku. Annar möguleiki er bein þátttaka Byggða- stofnunar í hugsanlegu nýju félagi á staðnum, en það hefur ekki verið rætt í stjórninni" sagði Guð- mundur í samtali við Al- þýðublaðið. Byggðasjóður lánaði HP í fyrra tæpar 36 milljónir króna og sem fyrr segir hef- ur stjórnin ákveðið að ef til söiu skipanna kemur úr bænum eða nauðungar- uppboðs eigi forstjórinn að krefjast uppgreiðslu á öll- um lánum sjóðsins til HP, 110 milljónum króna. * Samband Isl. Samvinnufélaga: Tapar 190 millj- ónum fyrstu sex mánuði ársins Fjármagnskostnaöur erfibasti hjallinn Fólk er óöum að undirbúa sig fyrir verslunarmannahelgina, hvort sem þaö hyggur á sumarbú- staðaferð, ellegar ætlar sér að hafast við i tjaldi. Ljósmyndari Alþýðublaösins rakst á þetta unga par þar sem það stóð fyrir utan tjald í nágrenni höfuðborginnar. Svo er bara að vona að viðri vel. A-mynd/E.ÓI. Sambandið tapaði 190 milljónum króna á fyrstu sex mánuðm ársins, sem er reyndar betri útkoma en á sama tíma í fyrra. Þá nam tapið 440 milljónum króna. Þetta kom fram í uppgjöri fyrir fyrri árs- helming sem birt var á stjórnarfundi Sambands- ins á miðvikudag. Heildar- tap Sambandsins á síðasta ári nam á bilinu 1100 — 1200 milljónir. Ólafur Sverrisson, stjórnar- formaður, sagði við Alþýðu- blaðið í gær að þrátt fyrir að menn væru sæmilega ánægðir með þennan bata væri ljóst að staða fyrirtækis- ins væri alls ekki nógu góð. Það er einkum fjármagns- kostnaður sem veldur þessu að sögn Ólafs en hann hefur enn hækkað síðan í fyrra. Ólafur sagði að unnið væri eftir rekstraráætlun sem stefndi að því að lækka rekstrarkostnað og hingað til hefði það tekist nokkuð vel og menn vonuðust til að enn betur gengi það sem eftir væri ársins. Auk þess stefnir Sambandið enn að því að selja eignir en Ólafur sagði að ekkert nýtt væri í burðarliðn- um í því efni. Enn væri verið að vinna að sölu Samvinnu- bankans og sölu á hlut Sam- bandsins í Osta og Smjörsöl- unni. Fyrrnefnda málið er á umræðustigi og Guðjón B. Ólafsson hitti bankastjóra Landsbankans að máli í morgun. Seinna málið er komið fyrir gerðardóm, þar sem ekki náðist samkomulag um verð á eignarhluta SIS. Að sögn Ólafs varð bestur árangur á fyrri hluta ársins í Sjávarafurðadeild en lakastur í Verslunardeildinni. Þar er þungt undir fæti sagði Ólafur. Velta ávísana hraðminnkandi Hæg suðvestlæg átt víðast hvar á landinu. Skýjað en úrkomulítið um sunnan og vestanvert landiö, en léttir heldur til norðaustan lands. Hiti; 10-16 stig. hitastig borgum Svo er að sjá sem notkun á ávísunum við stærri inn- kaup fari hraðminnkandi meðal landsmanna. Af yf- irliti Hagtalna mánaðarins frá Seðlabankanum að dæma er notkunin nú nær þriðjungi minni að raun- virði í krónum talið en í fyrra. Fram kemur að í maí 1988 hafi heildarvelta tékka numið um 136 milljörðum króna framreiknað til núvirðis. í maí síðastliðnum var heildar- veltan hins vegar ekki nema um 93 milljarðar eða um 32% lægri. Fjöldi tékka í umferð var svipaður, en meðalupp- hæð þeirra þeim mun lægri. Þetta gæti bent til þess að há- ar greiðslur séu inntar af hendi á annan hátt en áður, t.d. með greiðslukortum. Heildarveltan virðist hafa staðið nánast í stað að raun- gildi milli áranna 1987 og 1988, en minnkað æ meir eft- ir því sem á þetta ár hefur lið- ið. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 i dag. gær tima. Erill á skattstofum Að sögn skattstjóra- embættis Reykjaneskjör- dæmis hefur ðrtröðin síð- astliðna daga verið mun meiri en venjulega eftir út- sendingu skattframtala og spilar þar staðgreiðslan stóran þátt. Sérstaklega er það að fólk sem er gift eða býr saman ruglast er það ætlar að not- færa sér skattkort hvers ann- ars, og kemur oft verr út en ella. Hjá skattstjóranum í Reykjavík sagði starfsfólkið að álagið hefði kannski ekki aukist svo mikið, það væri helst að það væri á öðrum þáttum en venjulega. Ævar Isberg vararíkisskattstjóri sagði að á heildina litið hefði staðgreiðslan komið betur út en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona, en það tæki alltaf tíma að koma á nýjum siðum. VEÐRIÐ í DAG ISLAND

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.