Alþýðublaðið - 09.08.1989, Side 5

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Side 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 5 Hann er skrýtinn þessi heimur Ingólfur! Einhver sagði að hann væri inní sjálfum sér og rökstuddi það með þeirri skýringu að allt virtist vera inní sjálfu sér eða einhverju öðru. T.d. væri fiskurinn í sjónum, börnin inní móður sinni og fuglarnir í loftinu. Ekki veit ég hvort þessi heimspeki fær staðist, því stundum mætir maður mönnum sem virðast vera bæði utan og innan í sjálfum sér. Það gæti hugsast að miðlínan á sjálfum heiminum lægi í gegnum þessa menn — hvað um það. Þessir menn eru allavegana öðruvísi en við hin. Stundum eru þessir menn kallaðir „Orginalar", það er eiginlega ekki hægt að þýða þetta hugtak, hvorki er hægt að segja, sem betur fer, að þeir séu einstakir, ekki er heldur nóg að segja að þeir séu sérstakir. Ég hallast að því að nota hugtakið, að hann eða hún, sé Einherji með stórum staf. En hvað um það — mér finnst allavega rosalega fínt að heyra að hann eða hún sé orginal og ef ég er í persónulegum kynnum við þetta fólk, uppveðrast ég allur af stolti yfir því að slík mikilmenni skuli einstöku sinnum gefa mér hluta af tilveru sinni. Satt að segja leitast ég við að kynnast slíku fólki, sennilega er einhver Opið bréf til Ingólfs Árnason- ar rafveitustjóra á Akureyri — í tilefni af 65 ára afmœli hans 5. ágúst 1989 aristókrata púki í mér þrátt fyrir, eða kannski vegna sósíalismans í sálartetrinu. ,, — Gáfurmar ársal Æsir bjartir lýsa Einherjar djúpt í sálu falla og rísa. “ segir stórskáldið Jóhannes í „Eigi skal höggva". Já Ingólfur, ég er stoltur af að hafa þig að vini. Það hafa mörg vötn óbeisluð til sjávar runnið á okkar samstarfs- tíma, og margt á dagana drifið. Sumt má geymast annað gleym- ast eins og gengur. Margt hefur verið svo stórskemmtilegt að efni væri í heilar bækur t.d. rafvæðing Islands og þátttaka þín o.fl. í því verkefni — stjórnmálin á Akureyri og þátttaka þín og fleiri stór- menna í þeim. En fyrst og síðast kemur mér ævinlega í hug glæsilegt heimili ykkar Önnu og ávextir ykkar, myndarleg og vel gefin börn. Gagnkvæm virðing og hlýja 'ykkar Önnu frænku minnar og þín, hefur oft hlýjað mér um hjarta- rætur. Einherjinn Einar í Mýnesi segir það merkilegt hvað það sé mikið „líf“ í Rarik mönnum — þeir séu hreint og beint háspenntir, meðan varla kvikni ljós á öðrum raf- magnsmönnum. Ekki veit ég um það, en mikið skolli hefur verið gaman að þessu öllu, Ingólfur. Rafvæðing landshlutanna — fá- mennrar útgerðar og fiskvinnslu- þorpa — til stoltra kaupstaða, en ekki síst og kannski fyrst og fremst rafvæðing sveitanna. Allt var þetta í upphafi gert við frumstæð skilyrði og iítið fjár- magn, við getum sagt með hand- aflinu einu saman. Samhliða komu virkjanir, reynd- ar alltof fáar — því varðað dísel- væðast. Díseltíkur út um allt land, um tvöhundruð vélar af öllum stærð- um þegar mest var, sífellt að bila, og oft voru línurnar í jörðinni vegna ísinga og veðra tjóns — raf- magnsskömmtun og hörmungar. Það var upplyfting til æðra veld- is að fá að stríða við þetta, Ingólf- ur. Já, við erum lukkunnar pamfíl- ar. En hvers vegna urðum við svona pólitískir? Kannski erum við bara pólitískir — hvað veit ég — eða gæti skýringin verið að þegar maður starfar við félagslega þjónustu verði maður pólitískur eða einhvers konar skógarmaður í sinni grein og fari að eins og skáld- ið segir: „V7ð sinn skugga eltir ólar útigangsins þreytta tröll. “ Mér telst svo til að enginn sveitarstjórnarmaður á íslandi hafi þá tröllslegu stöðu sem þú að hafa setið í einni merkustu bæjarstjórn okkar ylhýra Fróns samfellt í tuttugu ár og það fyrir fjóra flokka en þó fyrst og fremst sjálfan þig og Akureyri. Þetta kallast galdrar í öðrum sveitum. í „Skógarmanninum" hjá skáld- inu úr Kötlum er skapgerð og vinnulagi útlagans lýst í kynngi- magnaðri stemmu: Bekkst er mjög viö byggdagungur — brotin skörö í þeirra auö. Fetar einn um fen og klungur frár og skyggn í þungri nauö, œrist viö sitt hljóöa hungur, — hleypur uppi vænan sauö. Enginn vafi er á að bæði útlag- inn og skáldið voru vinstra megin við miðju eins og þú hefur alltaf verið, og nú, já ég þori varla að segja það, hefur þú hlaupið uppi vænsta sauðinn í pólitíkinni, Al- þýðuflokkinn, og orðinn meiri krati en margir sem þar hafa verið um áratugi. Kristján forstjóri hefur meira að segja sett upp mælikerfi eftir þínum status, þar sem mæli- einingin er göll (ekki Hjöll). Hann segir þig bæði mestan kratann og bestan stjórann s.s. 100 göll. Snjöllum forstjóra dettur nú ým- islegt í hug til að vekja menn til dáða — en hvað um það, ég viður- kenni fúslega að þú ert skraufþurr á bak við eyrun í báðum áður- nefndum hlutverkum þínum. Annars er fokið í flest skjól hvað varðar snilld og hugmyndaauð stórembættismanna, samanber það að þeir skyldu láta hanka sig á ódýru brennivíni, meira að segja ríkisendurskoðun kvað hafa drukkið af tilefnislausu ódýrt brennivín. Það er ýmislegt hægt að segja manni, en ég trúi því aldrei að vin- ur okkar Siggi Þórðar ríkisendur- skoðandi hafi þegið það staupið. Að minnsta kosti segir Hrafnkell stórlögmaður í Hafnarfirði, hreina fásinnu að ætla Sigga það, og Karl Steinar þingmaður hristir höfuðið af öllu fjölmiðlafárinu vegna þess- ara smámuna. Jæja Ingólfur, ég er hundóánægð- ur með pólitíkina um þessar mundir. Mér finnst sem okkar ærukæru vinir, stjórnmálamennirnir, séu óskaplega þreyttir, nánast ör- magna. Við sem tókum undir með skáld- inu mínu og vopnabróður frá Kötl- um þegar hann segir: Öllum, sem þráöu œstu náö, œöra takmark og hreinna blóö, virtist sem vœri hann sendur til bjargar sinni þjóö, — sáu þar foringjann. Er nú svo farið, að síðasta erindið í sama kvæði er farið að bergmála í sálu: Svipir þess, sem hann eitt sinn ann yfirskyggja hinn þreytta mann — eitrar hans anda og blóö þar til loksins aö hittir hann hefndin frá blekktri þjóö. Já, þjóðin er blekkt endalaust. Sömu gömlu lummurnar í efna- hagsmálum, frá efnahagssérfræð- ingum og höfundum Kröflustefnu framsóknaráratugarins eru enn notuð til að gera fyrirtækin og hið almenna heimili gjaldþrota. Eignaupptaka og tilfærsla fjár- muna frá einum til annars er lög- mál dagsins — þvílík snilld. Ríkisstjórn sem ekki ber gæfu til að sjá skóginn fyrir trjánum í þess- um efnum á að hverfa út í hafs- auga. Við þurfum nothæfa Arnarhóls- stráka og stelpur sem láta ekki mata sig á efnahagsfræðum ame- rískra háskóia. — Nei, fræði- mennska Eykons er þar margfalt nær raunveruleikanum eins og Mogginn hefur þegar staðfest. Veit ég vel, Ingólfur minn, að þú verður ekki par ánægður með óánægju mína — sérstaklega svona á afmælisdaginn þinn. — Sendu mér þá bara tóninn. Það er annars skrýtið eins og reyndar margt annað í þessum heimi — hve loyai þú ert svona margra flokka maður. Ég verð þó að viðurkenna að þennan eigin- leika þinn skil ég þó skrýtinn sé í skelfilegum hrunadansi samtím- ans. Þú ert tryggur öllu sem þú tekur þér fyrir hendur — ekki sauð- tryggur fjarri því, heldur sannur og samkvæmur sjálfum þér —• hollusta er þitt aðalsmerki. Það hafa aldrei virst nein smá- menni sem komið hafa frá Karls- skála og Hafranesi. Náin kynni af frönskum — hollenskum — engil- saxneskum og norskum sjómönn- um opnuðu hug Strandverjanna fyrir þeirri staðreynd, að alls stað- ar er kartaflan soðin í vatni og lífs- stritið það sama. Þessi reynsla hefur bægt í burt öllum minnimáttarórum gagnvart erlendum mönnum sem svo lengi loddi við landann. Allavegana bar ekki á öðru með þig Ingólfur minn, þá þegar þú fórst í menntavíking til frænda vorra Svía í Lundi, að þú legðir þig allan fram til að lemja til hlýðni óuppdregna danska réttarþjóna, án þess að vera beygður af stærð þjónsins eða danska ríkisins. Þá og síðar hefur réttlætis- kenndin verið sterk hjá þér, hún er líka þér í blóð borin. 65 ár og þar af á fjórða tug hjá Rarik, segir okkur hinum að þar fer maður mikillar reynslu af landi voru og þjóð, ekki síst vegna fé- lagsmálastarfa og herstjórnar í ís- lenskum stjórnmálum í 40 ár. Slíka reynslu hafa fáir og henni þarf að miðla til þeirra sem bera gunnfána íslenskrar jafnaðar- stefnu í dag. Nú við þessi tímamót í lífi þínu ert þú staddur á krossgötum ævi- starfs, erfitt er hverjum einum á siíkum tímamótum. Og ég sat uppi í hlíö og ég sá út á haf, og mín sál var á krossgötum stödd. Fyrir framan mig lá allt, sem lífiö mér gaf, og mitt land varö ein hvíslandi rödd, og þaö spuröi mig lágt: Heyröu, sonur minn sœll! Ertu samur í ósk þinni og dáö? Ertu herra þíns lífs eöa hégómans þrœll? ertu hetja af sannleikans náö? (Jóhannes úr Kötlum). Ég held því fram að þú sért sam- ur í ósk þinni og dáð, og um leið hetja af sannleikans náð. Innilegar hamingjuóskir og kveðjur frá okkur Jóni — Kristjáni — Steinari — Eiríki og kollegum með bleytuna á bak við eyrun. Þinn vinur Erling Garðar Jónasson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.