Alþýðublaðið - 09.08.1989, Side 6

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Side 6
6 Miðvikudagur 9. ágúst 1989 SMÁFRÉTTIR Besti vinur lifandi mynda Besti vinur Ijóðsins mun standa fyrir þremur uppákom- um á Hundadögum 89 og verður sú fyrsta í kvöld, mið- vikudag kl. 21.00, þar mun vin- urinn taka að sér að vera Besti vinur lifandi mynda. Á þessu kvöldi verða sýndar fjöldi stuttmynda eftir bæði kvikmyndagerðarmenn sem og • GENGIÐ Gengisskráning nr. 148 — a ágúst 1989 Kaup Sala Bandaríkjadoilar 59,080 59,240 Sterlingspund 95,476 95,735 Kanadadollar 50,395 50,531 Dönsk króna 7,9811 8..0027 Norsk króna 8,4727 8,4956 Sænsk króna 9,1117 9,1363 Finnskt mark 13,7844 13,8217 Franskur franki 9,1668 9,1916 Belgískur franki 1,4813 1,4853 Svissn. franki 36,0607 36,1583 Holl. gyllini 27,5079 27,5824 Vesturþýskt mark 31,0172 31,1012 ítólsk lira 0,04313 0,04325 Austurr. sch. 4,4062 4,4181 Portúg. escudo 0,3712 0,3722 Spánskur peseti 0,4943 0,4956 Japanskt yen 0,42405 0,42519 írskt pund 82,851 83,075 SDR 75,0895 75,2929 Evrópumynt 64,2141 64,3880 myndlistarmenn og hafa marg- ar þeirra ekki komið fyrir augu almennings áður, eða í langan tíma. Hér er um að ræða film- Ijóð, skólamyndir og tilrauna- og framúrstefnumyndir frá ýmsum tímum. Meðal stutt- mynda sem sýndar verða má nefna verðlaunamynd Lárusar Ýmis Óskarssonar Fugl í búri. Þá verða sýndar myndir Eddu Sverrisdóttur „Brynja", Freys Þórmóðssonar „Andvarp", Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartans- sonar „Hýri morginginn", Þórs Elísar Pálssonar „Tyggjó" og mynd án titils eftir Eddu Hákonardóttur. Þá má einnig nefna „Rumenatomia",* eftir Kára Schram og „Match" eftir Ólaf Rögnvaldsson og er þá ekki allt talið því vænta má að ýmsar óvæntar myndir reki á fjörur gesta, en sérstakur gest- ur kvöldsins verður Þorgeir Þorgeirsson. Miðaverði er stillt í hóf, kr. 500 og verður selt við innganginn. Veitingasala Hótel Borgar verður opin fyrir og eftir sýningu myndanna. Afmælis- happdrætti Hjartaverndar Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, er tuttugu og fimm ára á þessu ári. í 25 ár hafa samtökin beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr og stemma stigu við hjarta- og æðasjúkdómum, en meira en 40% dauðsfalla hérlendis eru af þeirra völdum. Frá upphafi hefur Hjarta- vernd haft með höndum mikla fræðslustarfsemi um einkenni, áhættuþætti og megingerð sjúkdómanna og í yfir 20 ár hefur Hjartavernd rekið rann- sóknarstöð til að leggja undir- stöður að víðtækara forvarnar- starfi. Megináhersla hefur jafn- an verið lögð á forvarnir og fyr- irbyggjandi aðgerðir bæði til að forðast hjartaáföll og eins til að finna leiðir til aö styrkja þá sem orðið hafa fyrir áfalli, en lifað. Rannsóknarstöð Hjartavernd- ar hefur lengst af barist í bökk- um fjárhagslega: Þó svo að rannsóknarstöðin búi yfir full- komnum tækjum veldur fjár- magnsskorturinn því að stöðin er einungis rekin með hálfum afköstum. Happdrættið hefur árlega rennt allstyrkum stoðum undir starfsemi stöðvarinnar og skil- aö henni drjúgum tekjum. Nú eru vinningar að verðmæti 8,3 milljónir. Það er einlæg von for- ráðamanna Hjartaverndar að almenningur taki afmælishapp- drættinu vel, kaupi miða og hvetji vini sína og kunningja að gera slíkt hið sama. Átaks er þörf til að efla for- varnir gegn hjartasjúkdómum. Það starf er í þágu almennings. Leggðu Hjartavernd lið við að hjálpa þér og jafnframt vinna bug á algengastu dánarorsök Islendinga. Ránnsóknarstöð Hjartaverndar er stofnuð og er starfrækt til að sinna þessu verkefni. Nú er óskað sérstak- lega eftir þínum stuðningi, því hjartavernd er þitt hjartans mál. Bragi Hannesson ráðinn forstjóri iðnlánasjóðs Stjórn Iðnlánasjóðs hefur ráðið Braga Hannesson banka- stjóra forstjóra Iðnlánasjóðs og mun hann taka við því starfi síðar á þessu ári. Iðnlánasjóður er sjálfstæð stofnun, en Iðnaðarbankinn hefur séð um daglegan rekstur hans. Bragi hefur annast fram- kvæmdastjórn sjóðsins síðast- liðin fimm ár fyrir hönd bank- ans, ásamt bankastjórastörfum. Fyrirkomulag rekstursins breytist nú með sameiningu Iðnaðarbankans við Útvegs- Verslunar- og Alþýðubanka. Margs konar starfsemi sem Iðnaðarbankinn hefur séð um flyst nú til sjóðsins. Bragi Hannesson er lögfræð- ingur. Að loknu námi 1958, starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, en hefur verið bankastjóri Iðnaðarbanka ís- lands frá árinu 1963. * Krossgátan □ n 2 hfié 3j' rr,' -, | 4 5^01' S<st-: TT" 6^1 □ 7 ó 9 * 10 □ 11 □ 12 V . 13 □ □ Lárétt: 1 senn, 5 karlmanns- nafn, 6 lærði, 7 eins, 8 gort- aði, 10 hreyfing, 11 mjúk, 13 kvenmannsnafn, 13 tröðk- uðu. Lóðrétt: 1 prestakall, 2 áfengi, 3 utan, 4 spara, 5 ótti, 7 bókstafnum, 9 umhyggja, 12 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 slæða, 5 stoð, 6 tog, 7 ók, 8 úrilla, 10 Im, 11 eið, 12 ógni, 13 auðga. Lóðrétt: 1 storm, 2 logi, 3 æð, 4 arkaði, 5 stúlka, 7 ólina, 9 legg, 12 óð. RAÐAUGLÝSINGAR Tilkynning til vörsluaðila opinberra sjóða Hér meö er skorað á vörsluaöila op- inberra sjóða, sem enn hafa eigi sent uppgjör fyrir árið 1988 að gera það nú þegar. — Þeir vörsluaðilar, sem eigi hafa gert skil fyrir fleiri en eitt ár og hafa eigi gert fyrir 30. september nk. mega búast við að ákvæðum laga nr. 19/1988 verði tafarlaust beitt. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Starfsmaður í unglingaathvarf Starfsmann vantar í Unglingaathvarfið Tryggva- götu 12. Um er að ræða 46% starf og fer vinnan fram tvö til þrjú kvöld í viku. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði og/eða reynslu af störfum hliðstæðum þessum. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykja- víkur Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þarfást, fyrir 25. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir há- degi alla virka daga. Þjálfunar og ráðgjafarmiðstöð Austurlands, Egilsstöðum Frestun á opnun Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar og ráðgjafarmiðstöð svæðisstjórnar fatlaðra á Austurlandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og verður 1492 m3 auk 257 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími er til 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7 Reykjavík gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Ríkisendurskoðun, 8. ágúst. Gangavörður Staða gangavarðar við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar frá og með 1. september nk. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri Víði- staðaskóla í síma 52911 eða 651511 og skólaskrifstofan sími 53444. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar. Auglýsing frá Menningarsjóði útvarpsstöðva um styrki úr sjóðnum í reglugerð sjóðsins, nr. 69/1986, segir: „Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita íslenskum útvarpsstöðvum framlög til efling- ar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Það telst innlend dag- skrárgerð ef íslenskur aðili hefur forræði á gerð dag- skrár og dagskrá er gerð til flutnings í útvarpi, hljóð- varpi eða sjónvarpi, hér á landi." „Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu einvörðungu veitt útvarpsstöðvum. Framlög má bæði veita vegna dagskrárgerðar viðkomandi út- varpsstöðvar sjálfrar og vegna kaupa útvarps- stöðvar á efni til flutning frá öðrum innlendum aðil- um sem annast dagskrárgerð." Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyr- ir 28. ágúst 1989 til ritara sjóðsins, Baldvins Jóns- sonar hrl., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík. Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BoTja:'uni 7. sífTH 26844 ekki ökuskírteinlð heldur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. UUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.