Alþýðublaðið - 18.08.1989, Síða 3
Föstudagur 18. ágúst 1989
3
Alþýöubankinn eykur hlutafé veqna bátttöku í íslandsbanka:
Almenningi gefst kostur
á að kaupa nlutabréf
Núverandi eigendur hafa forkaupsrétt til 30. september.
Ásmundur Stefánsson, bankaráösformaöur, segir að mik-
ill áhugi sé fyrir hendi.
Ásmundur Stefánsson formaður bankaráðs Alþýöu-
bankans og nýja íslandsbanka segist gera ráð fyrir því
að verkalýðsfélögin gefi einstaklingum kost á aö taka
þátt í hlutafjáraukningu vegna þátttökunnar í íslands-
banka.
Hlutur Alþýðubankans í jafnmikill og hinna bank-
Islandsbanka á að verða anna tveggja eða 833 millj-
ónir króna. Til að fullnægja
þessu þarf Eignarhaldsfé-
lag Alþýðubanka að auka
hlutafé um 380 milljónir
króna. Að sögn Ásmundar
Stefánssonar formanns
bankaráðs íslandsbanka og
Alþýðubanka hefur hlut-
höfum í Alþýðubanka verið
skrifað bréf og eiga þeir for-
kaupsrétt í hlutfalli við eign
sína í bankanum í dag fram
til 30. september. „Við höf-
um líka skrifað verkalýðs-
félögum sem ekki eiga
hlutabréf í bankanum í dag
og til lífeyrissjóða innan
okkar vébanda og sagt
þeim frá hlutafjárútboð-
inu.“
Ásmundur sagði að gert
væri ráð fyrir að hlutfjár-
kaupin yrðu úr þremur átt-
um. Ljóst væri að hlutabréf-
in væru góð markaðsvara,
þar sem traust tiltrú væri á
nýja bankanum. „Ég geri
ráð fyrir að ýmis félög
muni gefa félagsmönnum
kost á að kaupa hlut. Það
munum við væntanlega
gera líka, þ.e. Alþýðusam-
bandið sjálft, að gefa félags-
fólki sem einstaklingum
kost á að kaupa hlut í bank-
anum.“
Auk einstaklinga munu
verkalýðsfélögin auka sinn
hlut og einhver ný taka þátt
í hlutafjáraukningunni. í
þriðja lagi nefndi Ásmund-
ur að búast mætti við
áhuga lífeyrissjóðanna.
FRÉTTASKÝRING
Tilmœli Hafrannsóknarstofnunar hafa:
ALVARLEG ÁHRIF
Á ATVINNULÍFIÐ
Það á ekki af okkur mörlöndum aö ganga. Ömurleg-
ur vetur, andstyggilegt rigningasumar og nú sjáum við
fram á alvarlegan aflabrest. Þ.e.a.s. ef þorskseiði nokk-
ur, sem á unga aldri voru svo „lánsöm að reka burt úr
vesöldinni við íslandsstrendur," gera okkur ekki þann
greiða að snúa aftur til að láta okkur veiðasig og selja.
Nú vantar ekkert nema suðurlandsskjálfta og svarta-
dauða.
En það má ekki grínast
með þetta því þetta er í
rauninni grafalvarlegt mál.
Þorskurinn hefur lengi ver-
ið okkar helsta tekjulind.
Nú hefur Hafrannsóknar-
stofnun komið fram með
tölur sem sýna fram á að
við höfum ekki gætt okkar
nógu vel og nú verðum við
að draga saman seglin ef
ekki á illa að fara.
Þorkstofninn er nú í dag
mældur í tonnum eitthvað
nálægt einni milljón. Ef
haldið yrði áfram sama
aflahámarki, sem undan-
farið hefur verið eitthvað
nálægt 350 þús. tonnum þá
mun stofninn minnka niður
í 840 þús. tonn á næstu
þremur árum. Þarna er því
farið að ganga verulega á
höfuðstólinn, og það kann
aldrei góðri lukku að stýra.
Minnsti afli f sextán ár
Því má ekki gleyma að
þarna er ekki gert ráð fyrir
því að Grænlandsgangan
fræga skili sér á heimaslóð-
ir.
Þess vegna mælist Haf-
rannsóknarstofnun til þess
að aflahámark á þorski
verði árin 1990 og 1991
hundraðþúsund tonnum
lægra en nú, eða 250 þús
tonn. Þorskveiðar íslend-
inga hafa ekki farið niðrí
250 þús. tonn síðan 1974,
og ef með eru taldar veiðar
annarra þjóða þá hefur
þorskafli á íslandsmiðum
ekki farið niður fyrir 250
þús. tonnin síðan 1947.
Hvað hefur þetta að segja
fyrir okkur íslendinga.
Fimm milljarða króna tap
segir DV, tíu til tólf mill-
jarða króna tap segir Morg-
unblaðið. Alvarlegastar eru
þó afleiðingarnar sem
þetta kemur til með að hafa
á atvinnu í sjávarplássum
landsins. Álþýðublaðið
hafði samband við Þóru
Hjaltadóttur forseta Al-
þýðusambands Norður-
lands og spurði hana
hvernig henni litist á
ástandið ef nauðsynlegt
reynist að grípa til þessa
mikla samdráttar.
Minnsti afli í sextán ár
„Þetta er hrikalegt áfall
miðað við hvað ástandið
hefur verið bágborið að
undanförnu," segir Þóra
„en aftur á móti held ég að
þeir hjá Hafrannsóknar-
stofnun séu einmitt þeir að-
ilar sem geta sagt til um
hvað má veiða. Við verðum
að átta okkur á því að hafið
er auðlind sem ekki má
taka of mikið úr til að hún
geti endurnýjað sig eðli-
lega. En auðvitað er þetta
mjög erfitt á meðan á þessu
stendur. Það er svo mikil
fylgni milli sjávaraflans og
atvinnunnar að þetta þýðir
Ijóslega atvinnuleysi."
Um áhrif þessa samdrátt-
ar á byggð út á landi sagði
Þóra að fólk gæti ekki búið
út á landi nema að hafa at-
vinnu. En inní það kemur
að fólk er með allar sínar
eigur á þessum stöðum.
„Það er kannski hægt að
fara með togarana í burtu
en það er ekki hægt flð fara
með húsin," sagði Þora að
lokum.
Fiskskortur nú þegar
fyrir hendi_____________
Karl Steinar Guðnason
alþingismaður og formað-
ur verkalýðs og sjómanna-
Hafrannsókn mælist til þess að aflahámark á þorski verði árin 1990 og 1991 hundrað þúsund tonnum lægri en nú, eða 250 þús-
und tonn. Þorskveiðar íslendinga hafa ekki farið niðrí 250 þúsund tonn síðan 1974, og ef meö eru taldar veiðar annarra þjóða
þá hefur þorskafli á íslandsmiðum ekki farið niður fyrir 250 þús. tonn síðan 1947.
félags Keflavíkur sagði það
að svona niðurskurður
hlyti að hafa mjög alvarleg
áhrif, en það væri spurning
hvort að ekki hefði ennþá
meiri áhrif á atvinnustigið
þær endalausu siglingar
skipa með óunninn fisk úr
landi. Karj Steinar benti á
skýrslu LÍÚ sem birt var um
daginn og sýndi hvað þess-
ar siglingar væru i raun
miklar, á meðan fólk sæti
verklaust, og t.d. í Keflavík
væru það um hundrað
manns sem hefðu verið at-
vinnlausir í allt sumar.
„Það skortir mjög fisk,“
sagði Karl Steinar ennfrem-
ur. „Menn æpa á fisk til að
vinna og gera úr meiri
verðmæti. Samt viðgang-
ast þessar siglingar með afl-
ann óunninn. Á þennan
hátt er útlendingum bein-
línis hleypt inní landhelg-
ina. Fyrst finnst mér að
menn eigi að hafa áhyggjur
af þessu og því atvinnu-
lausa fólki sem er fyrir
hendi og svo kemur að því
að svara hinu. Það verður
almennt verkafólk sem
fyrst geldur fyrir svona
aflasamdrátt, og ástandið
verður alvarlegra ef þetta
gerist sem verið er að spá.
En fyrst finnst mér að við
ættum að hreinsa til í tún-
garðinum," sagði Karl
Steinar Guðnason formað-
ur verkalýðs og sjómanna-
félags Keflavíkur.
Undir Grænlands-
göngu komið_____________
Tilmæli Hafrannsóknar-
stofnunar verða endur-
skoðuð í kringum næstu
áramót. Þá verður hægt að
gera sér einhverja grein
fyrir því hvort þessi árgang-
ur fisks, sem rak sem seiði
yfir að Grænlandsströnd-
um árið 1984, skili sér aftur
til síns heima.
Svipuð staða kom upp ár-
ið 1973 en sá árgangur skil-
aði sér aftur árin 1980 1981.
Komi þessi ’84 árgangur til
með að skila sér í jafnríkum
mæli, þá er ekki þörf á
neinum samdrætti. Þá
mætti jafnvel að ósekju
veiða meira en nú er gert.
En í þessu sambandi
verður að hafa í huga að
uppistaðan í þorskstofnin-
um við Grænland er þessi
eini árgangur frá 1984.
Miklar veiðar þar myndu
stórlega draga úr líkum á
sterkum Grænlandsgöng-
um á íslandsmið árin 1991
og ’92. Grænlendingar hafa
nú þegar veitt úr þessum
stofni.
Þangað til annað kemur í
ljós verðum við hinsvegar
að gæta okkar að ofveiða
ekki þorskinn, þrátt fyrir
tímabundin óþægindi sem
af því leiðir. Aðrar tegundir
komast ekki með tærnar
þar sem hann hefur hælana
í verðmæti fyrir okkur sem
þjóð og ef að gengið væri
aívarlega á hann á næstu
árum, til að firra okkur
tímabundið vandræðum,
þá er það svoleiðis með allt
í náttúrunni, sem og ann-
arsstaðar, að það kemur
alltaf að skuldadögunum.
Magnús Árni
Magnússon