Alþýðublaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 18. ágúst 1989 Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda á ísafirði Utanríkisráöherrafundi Norð- urlanda lauk á ísafirði á miðviku- dag. Fundurinn var haldinn í Stjórnsýsluhúsi ísafjarðar, hinu glæsilegasta húsi og virtist þar fara vel um alla sem til fundarins komu. Formleg dagskrá fundar- ins hófst síðastliðið mánudags- kvöld með kvöldverði í boði bæj- arstjórnar ísafjarðar, á þriðju- dagsmorgun var haldið til Bol- ungarvíkur og ratsjárstöðin á Bolafjalli skoðuð en síðan snæddur hádegisverður í boði bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Eftir hádegið hófust stíf fundar- höld, sem gengu reyndar á ann- an hátt en dagskráin sagði fyrir um. Um kvöldið bauð Jón Bald- vin til kvöldverðar á Hótel ísa- firði og á miðvikudagsmorgun var hinn frægi skaktúr farinn. Þann sama morgun var siglt út í Vigur og þegar þeirri ferð lauk flaug hver til síns.heima. Uffe Elleman-Jensen og Jón Baldvin fyrir utan ratsjárstöðina á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík. Gríðarleg þoka umlukti fjallið og skyggnið vart meira 50 metrar. Sem var synd því sumir segja, og trúa því að sjá megi allt til Grænlands í góðu skyggni. Ratsjárstöðin er í u.þ.b. 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Kampakát áður en skakturinn frægi var farinn. Einn snaps í morgunsárið hefur ef til vill verið frískandi en islensk veðrátta hlustaði ekki á svoleiðis og sýndi ráðherrunum eitt af sínum verri andlitum. Frá vinstri Pertio Passi, Sten Anderson, Bryndís Schram, Jón Baldvin, Uffe Elleman-Jensen. Thorvald Stoltenberg yfirgaf landið þennan sama morgun og fór því ekki á skak. Líklegast verður hann því feginn þegar hann heyrir ferðasöguna. Pertio Passi, Jón Baldvin og Thorvald Stoltenberg síðdegis á þriðjudeginum, eftir að hafa á u.þ.b. 4 tíma einkafundi ráðherranna. Setning fundar var áætluð klukkan tvö um daginn en ráðherrarnir aldrei til hennar, heldur fóru á einkafund ásamt Sten Anderson, sem ekki er á myndinni. Lengi vel virtist enginn vita hvar í húsinu þeir voru staddir, né heldur um hvað þeir voru að tala. Maðurinn lengst til hægri er einn af öryggisvörðum sænska utanríkisráðherrans. Á meðan ráðherranir voru á einkafundi ráfuðu embættismennirnir um stjórnsýsluhúsið og báru saman bækur sín- ar um ýmis atriði varðandi lokaályktun fundarins. Menn notuðu þá aðstöðu sem gafst og hér má sjá hluta sænsku sendinefndarinnar aö störfum. Þorgeir Pálsson, varaformaður ratsjárnefndar, bauð gesti velkomna í rat- sjárstöðina og hélt yfir þeim nokkra tölu um bygginguna, eðli hennar, um- fang og tilgang. Hann fór mörgum orðum um nytjar Islendinga af bygging- unni, svo mörgum að einhverjir veltu því fyrir sér hvort ræðan hefði hlotið einróma samþykki ríkisstjórnarinnar ef hún hefði verið undir hana borin. Þorgeir Pálsson, Jón Baldvin, Thorvald Stoltenberg og ókunnur embættis- maður standa þarna við holu í gólf kúlunnar á toppi ratsjárstöðvarinnar. Ofan í þessa holu kemur sökkull sjálfs radarsins sem enn er ekki búið að setja upp. Kúlan er byggð úr ógagnsæju trefjagleri en engu að siður verður radarinn þar inni og nemur geislana í gegnum trefjaglerið. Afar sérkenni- legur staöur að koma á, bergmálið með ólíkindum og andi vísindaskáld- sögunnar ræður ríkjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.