Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 6
6 Föstudagur 18. ágúst 1989 SMAFRÉTTIR Eggert Péturs- son sýnir í Galleríi Sævars Karls í Galleríi Sævars Karls, Banka- stræti 9, stendur yfir sýning Egg- erts Péturssonar. Á sýningunni eru 6 málverk unnin á þessu ári. Eggert stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1976—79 og við Jan Van Eyck listaháskólann í Maastricht frá 1979—81. Hann hefur haldið fjölda einka- sýninga heima og erlendis. Auk þess hefur Eggert listilega myndskreytt bækur um plöntur og náttúrufræði. Sýningin stendur til 8. september og er opin á sama tíma og verslunin í Bankastræti 9. Sýning Leombianchi framlengd Fimmtudaginn 20. júlí sl. var opnuð sýning á teikningum og grafík ítalska listamannsins Giov anni Leombianchi í Gallerí Mad- eira, sem staðsett er í húsakynn- um Ferðaskrifstofunnar Evrópu- ferða að Klapparstíg 25, 3. hæð. Sýning Leombianchi hefur verið framlengd til 25. ágúst. Giovanni Leombianchi er staddur hér á landi við laxveiðar, en hann hefur komið hingað tvisvar á sumri árlega frá árinu 1979 í þeim erindagjörðum. Teikniblokkin er ávallt með í för og eru á sýningunni myndir, sem hann hefur teiknað við Grímsá og Norðurá í Borgarfirði. Á sýningunni er auk þess sería af myndum, sem Giovanni teikn- aði á Galapagos eyjum auk nokkurra grafíkmynda unnar með „Releifografíutækni." Giovanni hefur áður sýnt á ís- landi, í Listamiðstöðinni við Lækjartorg árið 1984. Skaftfellingur kominn út Ritið Skaftfellingur — þættir úr Austur—Skaftafellssýslu, 6. hefti, er nýlega komið út á Höfn í Hornafirði. Skaftfellingur er héraðssögurit sem komið hefur út annað hvert ár síðan 1978 og er gefið út af Austur- Skaftafellssýslu. Meðal efnis í ritinu nú má nefna þátt um raforkumál í sýslunni eftir Pál Þorsteinsson fv. alþingismann, þætti um Skarphéðinn Gíslason á Vagns- stöðum og Sigurð Jónsson á Stafafelli og störf þeirra, um leikstarfsemi á Mýrum, tvær greinar um uppskipun á vörum í Öræfum, um Eddustrandið 1934, um ferðir yfir Skeiðarár- sand o.fl. Auk þess eru í Skaft- fellingi annálar úr öllum 6 hreppum sýslunnar. Skaftfellingur er að þessu sinni óvenju ríkulega mynd- skreyttur og hafa margar Ijós- myndanna aldrei birst áður. Ritnefnd Skaftfellings skipa Sigurður Björnsson (ritstjórij, Páll Björnsson, Guðbjartur Óss- urarson og Zophonías Torfason en dreifingu ritsins hefur Gísli Sverrir Árnason Hrísbraut 10, 780 Höfn (s:97—81678) með höndum en auk nýja heftisins er hægt að fá flesta eldri ár- ganga hjá honum. Nýja heftið kostar 1200 krónur. Tveir nýir prófessorar skipaðir Forseti íslands hefur að til- lögu menntamálaráðherra skip- að Önnu Soffíu Hauksdóttur, Ph.D., prófessor í rafmagns- verkfræði á sviði tölvufræða við verkfræðideild Háskóla ís- lands frá 1. júlí 1989 að telja. Ennfremur hefur forseti Is- lands að tillögu menntamála- ráðherra skipað dr. Ragnar Árnason prófessor í fiskihag- fræði við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1989 að telja. Brjóstmynd afhjúpuð af Gunnari Gunnarssyni Sunnudaginn 20. ágúst nk. mun menntamálaráðherra Svav- ar Gestsson afhjúpa brjóstmynd af Gunnari Gunnarssyni og af- henda listamanns- og fræði- mannsíbúð í húsi Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri. Ráðherrann afhendir fulltrúa Safnastofnunar Austurlands íbúðina og fyrsti notandi hennar verður Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor. í ár eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Þess hefur verið minnst á margvíslegan hátt. 19. maí sl. á fæðingardegi skáldsins, var á vegum mennta- málaráðuneytisins hátíðardag- skrá í Þjóðleikhúsinu. Á M-hátíð á Austurlandi í sumar hefur verið flutt efni úr verkum Gunnars Gunnarssonar. Kl. 16.00 á sunnudaginn verð- ur gestum boðið að hlýða á dag- skrá og þiggja veitingar í félags- heimilinu Végarði í boði mennta- málaráðuneytisins. Dagskrá samkomunnar í Vé- garði verður: Samkoman sett: Theodór Blöndal, formaður und- irbúninqsnefndar. Einleikur á flautu. Ávarp menntamálaráð- herra Svavars Gestssonar. Ávarp fulltrúa fjölskyldu Gunnars Gunnarssonar. Erindi: Sveinn Skorri Höskuldsson. Upplestur úr verkum Gunnars Gunnarsson- ar. Erindi: Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri. Samlestur úr verkum Gunnars Gunnarssonar. Samleikur: Flauta og píanó. Þá verður gestum boðið að skoða Skriðuklaustur. Stjórnandi sam- komunnar verður Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður. Allir eru velkomnir á dagskrána í Vé- garði meðan húsrúm leyfir. * Krossgátan □ 1 ' *v 2 hílB cr. ■ 4 ■’• 5801 5 'c l : v 6 n, □ 7 5“ 9 * 10 □ 11 □ 12 V . 13 □ □ Lárétt: 1 eyjur, 5 sleipur, 6 hraði, 7 til, 8 kjarr, 10 lengdar- mál, 11 kúga, 12 borðandi, 13 ákveðin. Lóðrótt: 1 rámum, 2 reimin, 3 eins, 4 tómrar, 5 sorg, 7 stækkuð, 9 brúki, 12 pípa Lausn á síðustu kross- gátu. Lárétt: 1 ganga, 5 Alla, 6 tel, 7 kg, 8 vistir, 10 ið, 12 æfur, 13 sárar. Lóðrétt: 1 gleið, 2 alls, 3 átt, 4 angrar, 5 atviks, 7 kisur, 9 tófa, 12 ær RAÐAUGLÝSINGAR Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri FJÖRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Viljum ráöa fóstru í fullt starf á barnaheim- ilið Stekk frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar veita Sigurjóna Jó- hannesdóttir, forstöðukona og Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96—22100. okki oKusmneiniö neiaur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. UMFERÐAR RÁÐ FRÁ MENNTASMKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ Kennsla vegna loka vorannar 1989 hefst mánudag- inn 28. ágúst í dagskóla og öldungadeild. Dagskóla- nemendur koma í skólann kl. 8.00 og fá afhentar stundatöflur; öldungadeildarkennsla hefst kl. 17.30 samkvæmt stundatöflu sem afhent var í vor og liggurframmi á skrifstofu skólans. Próf verða haldin í báðum deildum skólans 8.—14. september. Deildarstjórar verða til viðtals fyrir nemendur' fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13—15. Nánar auglýst í anddyri skólans. Kennarafundur verður haldinn mánud. 21. ágúst kl. 13.00. Haustönn hefst mánudaginn 18. september. DAGSKÓLI: Nýnemar koma í skólann þann dag kl. 8.00. Þá fá þeir afhentar stundatöflur gegn greiðslu skóla- gjalda. Eldri nemendur dagskóla eru boðaðir í skólann föstudaginn 15. sept. kl. 13.00. Mjög áríðandi er að allir komi á þeim tíma. ÖLDUNGADEILD: Innritun og val nýrra og eldri nemenda fyrir haust- önn 1989 ferfram í skólanum 5., 6. og 7. september kl. 16—19. Þá verður nemendum leiðbeint við val námsgreina og stundatöflur afhentar gegn greiðslu skólagjalda. Rektor Þjóðarbókhlaðan Tilboð óskast í tæki í loftræstirými og frágang þeirra í húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. janúar 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, til og með 25. ágúst 1989 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. ágúst 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borc;a::uni 7 slfT'i 268JJ Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan i umferðinni? UXEnou'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.