Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 18. ágúst 1989 7 UTLOND THATCHER MOKAR ÚT Margar nýjar stjörnur viröast nú skjóta upp kollinum í íhaldsflokknum. Tilgahgurinn er greinilega sá aö styrkja stööu Margaret Thatcher, en vinsœldir hennar fara þverr- andi. Mesta athygli vakti, að Thatcher skyldi fara fram á að Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra pakkaði saman og tæki pokann sinn. Sér- Breytingar sem for- sœtisrádherra Bret- lands geröi á ríkis- stjórn sinni á dögun- um eru þœr mestu á þeim tíu árum sem hún hefur veriö viö völd. Nýr mannskapur kominn inn í ríkisstjóm Thatcher. staklega vegna þess, að sá sem hún setti í utanríkisráðherra- embættið, John Major, 46 ára að aldri, er lítt þekktur. Margir frétta- skýrendur telja þetta merki um, hvern Thatcher hefur í huga sem eftirmann sinn. John Major ólst upp í fátækt í Brixton-hverfinu og er ekki með háskólapróf. Faðir hans vann í sirkus. Major vann sem bygginga- verkamaður áður en hann haslaði sér völl innan bankakerfisins. „Þetta kom algjörlega flatt upp á mig," sagði Major í sjónvarpsvið- tali. „Það eru að opnast stórkost- legir möguleikar með tilliti til sam- búðar austurs og vesturs, enn- fremur með tilliti til samvinnu Evrópuríkjanna. Það er sannar- lega gleðiefni að fá möguieika til að vinna að því að Stóra-Bretland gegni lykilhlutverki í Evrópu." Sir Geoffrey Howe er sá utanrík- isráðherra Bretlands, sem lengst hefur gegnt embætti utnríkisráð- herra eftir heimsstyrjöldina síðari, og segja menn að hann hafi ekki verið ýkja hrifinn af þessum að- gerðum Thatcher. Sem raunabót var hann settur í embætti varafor- sætisráðherra. Paul Channon, sem hafði með ráðuneyti umferðarmála aðgera, var einnig látinn fjúka, svo og John Moore félagsmálaráðherra, en bæði þessi ráðuneyti hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarið. Cecil Parkinson fer í ráðuneyti um- ferðarmála og hneyksiið sem hann lenti í hér á árum áður virð- ist gleymt og grafið. (Hann eignað- ist barn með einkaritara sínum, en vildi ekkert með hana hafa og sat sem fastast hjá konu sinni, en neyddist til að segja af sér.) Þó Thatcher hafi verið kölluð járnfrúin eru ýmsir meðal al- mennings, sem segja hana geta verið hlýja og milda. Sem dæmi nefna þeir, að eitt sinn í veislu, þar sem mikið vaj um háttsetta embættismenn, varð aðstoðar- stúlka fyrir því að hvolfa bakka með glösum í kjöitu eins gestsins. Aðstoðarstúikan bjóst við hinu versta þegar hún sá frú Thatcher ganga til sín, en það voru óþarfa áhyggjur. Stúlkan sagði að Thatch- er hefði klappað sér á öxlina og sagt: „Hafðu engar áhyggjur, svona nokkuð getur komið fyrir hvern sem er.“ Einnig hefur verið tekið eftir því, að þegar voðaat- burðir eiga sér stað er frú Thatch- er óðara komin á staðinn til að hugga fólk. „Hún tók mig í fang sér, lagði kinn við kinn og ég fann að kinnar hennar voru votar af tárum," sagði kona nokkur sem misst hafði ástvin í járnbrautar- slysi. (Arbeiderbladet) SJÓNVARP Stöð 2 kl. 21.20 SKILNAÐUR ÁSTARSAGA (Divorce Wars: Love Story) Bandarísk bíómynd frá árinu 1982. Lögfræðingurinn Jack Kaiser hefur atvinnu sína af skilnaðarmál- um. Hann telur sig lifa i hamingju- sömu hjónabandi en ekki er allt sem sýnist. Hann heldur framhjá kon- unni sinni og hún, sem er víst auk þess búin að fá sig fullsadda af vinnusemi bónda sínsisækir um skilnað. Kvikmyndahandbókin okkar tel- ur myndina vera fyrir ofan meðal- lag, einstaklega sterka og greindar- lega mynd um hjónaband á brauð- fótum. Aðalhlutverk er í höndum hins ástsæla leikara Tom Selleck, en auk hans leika Jane Curtin og Candy Azzara stór hlutverk. Leik- stjóri er Donald Wrye. Stöð 2 kl. 17.30 FÓRNARLAMBIÐ (Sorry, Wrong Number) Bandarísk svarthvít bíómynd frá árinu 1948. Kona heyrir fyrir tilvilj- un í símanum að einhverjir eru að skipuleggja morð. Hún uppgötvar að sá sem á að myrða er hún sjálf. Barbara Stanwyck var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir frábæra túlk- un sína á hinu ólánsama fórnar- lambi. Gamla kempan Burt Lancast- er leikur manninn sem giftist henni til fjár. Getiði nú hver morðinginn er. Ein af þessum gömlu góðu. Leik- stjóri er Anatole Litvak. Stöð 2 kl. 00.30 BEINT AF AUGUM (Drive He Said) Bandarísk kvikmynd frá árinu 1972 um körfuknattleiksmann í há- skólaliði sem á í útistöðum við fé- laga sinn í liðinu og bekkjarbróður. Astandið versnar til muna þegar kona eins læriföðurins fer að gefa þeim báðum undir fótinn. Kvikmyndahandbókin segir myndina vera vel leikna en týna sér í ruglingi við að greiða úr öllum lausu endunum. Athugið að leik- stjórinn er enginn annar en Jack Nicholson. Hann leikur þó ekki sjálfur heldur eru aðalhlutverk í höndum Michael Margotta, William Tepper og Bruce Dern. Sjónvarpiö kl. 21.50 GR0SVEN0RSTRÆTI (92 Grosvenor Street) Bresk sjónvarpskvikmynd frá ár- inu 1987. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um tvo herforingja sem fá það verkefni að fara til Noregs og bjarga þarlendum vísindamanni frá því að falla í hend-' ur Þjóöverja. Hann er talinn búa yfir nægri vitneskju til að geta smíðað kjarnorkusprengju. Aðalhlutverk leika Hal Holbrook og David McCallum og leikstjóri er Sheldon Larry. S7ÚD 2 17.50 Gosi (32) 16.45 Santa Barbara 17.30 Fórnarlambió Sorry, Wrong Number 1800 18.15 Villi spœta 18.45 Táknmálsfréttir 18.50 Austurbœingar 18.55 Myndrokk 1900 19.20 Benny Hill 19.50 Tommi og Jenni ✓ 20.00 Fróttir og veö- ur 20.30 Safnarar 21.00 Valkyrjur 21.50 Grosvenor- strœti 92 (92 Grosvenor Street). Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1987 19.19 19.19 20.00 Teiknimyndir 20.15 Ijáðu mér eyra... 20.50 Bernskubrek 21.20 Skilnaður 22.55 1 helgan stein 2300 23.25 Útvarpsfréttir i dagskrárlok 23.20 Furðusögur III Þrjár spennandi sögur með gamansömu ivafi úr furöusagna- banka meistara Spiel- bergs. 00.30 Beint af aug- um 02.00 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.