Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 18.08.1989, Qupperneq 8
MMDIIIi 111)11) Föstudagur 18. ágúst 1989 Frá fundi Jóns Baldvins með ísfirskum krötum á miðvikudagskvöldið, þar sem hann ræddi stöðuna í stjórnmálunum og greindi frá þeim verkefnum sem efst eru á baugi hjá ríkisstjórninni og Alþýðuflokknum á komandi mánuðum. Jón Baldvin á fundi á ísafiröi: Niðurskurður í ríkiskerf- inu er óumflýjanlegur Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Al- þýðuflokksins, sagði á fundi á Isafirði á mið- vikudagskvöldið að stærsta verkefni stjórn- valda á næstu mánuðum væri að finna raunhæfar leiðir til að skera niður rikisútgjöld. Hann nefndi þar einkum til landbún- aðarkerfið, heilbrigðis- málin og menntamálin. Jón Baldvin kynnti einn- ig að ríkisstjórnin hygð- ist leggja fram tillögur til þriggja ára fjárlagagerð- ar og að nú yrði í fyrsta sinni farið að lögum varðandi þann þátt fjár- lagagerðarinnar. Hann sagði að ekki yrði hjá því komist að stöðva hina sjálfvirku og lögbundnu útgjaldaþróun ríkissjóðs — það vissu allir, en enn sem komið er hefðu fag- ráðherrarnir ekki sett fram raunhæfar tillögur í þeim efnum. Alþýðu- flokkurinn mun ekki samþykkja frekari skattahækkanir sagði Jón Baldvin. Fundurinn, sem haldinn var að frumkvæði ísfirskra krata, fór fram á Hótel ísa- firði og Jón Baldvin ræddi þar vítt og breitt um stöðu mála í dag, bæði hvað varð- ar landsmáiin og Alþýðu- flokkinn. Hann fór í upp- hafi nokkrum orðum um þau mikivægu mál sem flokkurinn hefur náð í gegn í ríkisstjórnarþátttöku sinni, bæöi undir verk- stjórn Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermanns- sonar. Nefndi þar til stað- greiðslukerfi skatta, breyt- ingar á tollalöggjöfinni, virðisaukaskattinn tilvon- andi, lög yfir „gráa mark- aðinn” að frumkvæði við- skiptaráðherra, breytingar á húsnæðislöggjöíinni með tilkomu kaupleiguíbúða og húsbréfakerfis. Jón vék síðan að stöðu ríkisstjórnarinnar í þessu samhengi og sagði menn þar heyja varnarbaráttu þar sem meginmarkmiðið hefði verið að koma í veg fyrir hrun undirstöðuat- vinnuveganna. Hann lýsti tilurð þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til í þeim tilgangi og rakti þær leiðir sem til greina komu á sínum tíma, þ.e. gengiskoll- steypu annarsvegar og hinsvegar þá ieið sem stjórnin hefði farið, að að- laga gengið í smáum skömmtum auk jafnhliða aðgerða til að bæta skulda- stöðu fyrirtækja í sjávarút- vegi. Jón ræddi nokkuð sjávar- útvegsmál á fundinum, og sagði vandann í þeim mála- flokki áþekkan og í land- búnaðinum, þ.e. hann væri innbyggður í kerfið og erfitt væri að komast fyrir hann. Jón sagði af því tilefni að nauðsynlegt væri að breyta og bæta í kvótakerfinu, efla þyrfti úreldingarsjóð fiski- skipa svo halda mætti stærð flotans eðlilegri og einnig nefndi hann að koma yrði í veg fyrir það að afli færi í stórum stíl fram hjá vinnslunni í landi, með beinni sölu á erlenda mark- aði. Stefna bæri að því að vélar og tæki stæðu ekki ónýtt og sjávarútvegurinn væri rekinn með sem hag- kvæmustum hætti. Ráðherrann vék síðan að stöðu ríkisfjármála og ræddi þær aðgerðir sem hann taldi nauðsynlegar í þeim efnum til að skera niður í ríkiskerfinu. Vitnaði þar í hugmyndir í efnahags- nefnd Alþýðuflokksins sem hefur verið að störfum að undanförnu. Hann ræddi í framhaldi af þessu kjara- samninga á siðastliðnu vori og aðgerðir í framhaldi af þeim. Vék síðan að fram- haldinu og sagði að stefna þyrfti að því að verja kaup- mátt launafólks í vetur án þess að koma þyrfti til kauphækkana. Einkum og sér í lagi þyrfti að huga að öllum leiðum til að lækka verð á matvöru og nauð- synjavöru. Jón Baldvin benti á í þessu samhengi að matvöruverð á Islandi hefði mjög lítið hækkað við samræmingu söluskatts, eða tilurð matarskattsins svokallaða, það hefði fyrst rokið upp úr öllu valdi þeg- ar álagning á matvörur var gefin frjáls. Jón sagði það engum vafa undirorpið að hægt væri að lækka mat- vælaverð verulega í land- inu um leið og næðist póli- tísk samstaða um kerfis- breytingar. Nú kostaði land- búnaðarkerfið ríkið 10 milljarða og stefna Alþýðu- flokksins væri að koma þeim kostnaði niður með ýmsum hætti. Niðurgreiðsl- ur munu vera um 50% þessa kostnaðar eftir því sem ráðherrann sagði. Jón sagði að Alþýðuflokkurinn myndi ekki samþykkja gerð nýs búvörusamnings tii aldamóta eins og fulltrú- ar bændastéttarinnar hafa farið fram á, án þess að verulegar breytingar yrðu gerðar á þeim samningi frá því sem nú er. í umræðu um almennar kjarabætur án kauphækk- ana kom einnig fram sú skoðun ráðherrans að jöfn- un orkuðverðs, á þann hátt að lengja afskriftartíma eigna Landsvirkjunar, gæti orðið veruleg kjarabót. Vestfirðingar, sem greiða einna hæsta orkuverð á landinu fögnuðu þeirri hug- mynd. í umræðum eftir að ræðu ráðherrans lauk, kom fram að Vestfirðingar eru afar óhressir með kvótakerfið og framkvæmd þess sem stendur. Telja að fram- kvæmd þess gangi þvert á lög og reglur um veiðar og vinnslu, sem segja að sjáv- arútveginn eigi að reka á sem hagkvæmastan hátt. Sjávarútvegsráðherra fékk marga óblíða kveðjuna á fundinum og tiltóku heima- menn ýmis dæmi þess að ekki væri allt með felldu í stjórnun á þessum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND hitastig iborgum Evrópu kl. 12 22 í gær að íslenskum tima. Almannatryggingar: Útgjöld hækka um 28% Útgjöld almannatrygg- inga fyrir lyf urðu 1.582 milljónir króna á sídasta ári og fyrir læknisþjón- ustu 967 milljónir til við- bótar. Hækkun á milli ára af hvoru tveggja varð 28,6%. Notkun á blóðþrýstingslyfj- um hefur hátt í tvöfaldast frá árinu 1984, úr lOskömmtum á dag á hverja 1000 íbúa í 18,1 skammt. Heildarsöluverð- mæti þessara lyfja nam í fyrra 65,3 milljónum króna. Þetta er hækkun um nær helming frá 1987. Þá kemur í ljós að sala á kynhormónum og lyfjum sem hafa örvandi áhrif á kyn- færi hefur farið verulega vax- andi. Landsmenn keyptu slík lyf fyrir 41,7 milljónir króna á siðasta ári, sem er 53% hækkun á milli ára. Athygli vekur að sala á svefnlyfjum dróst saman á milli ára, úr 31,6 milljónum í 28,6 milljónir króna. Dræm humarveiði Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að síðasti leyfilegi veiðidagur yfir- standandi humarvertíðar verði sunnudagurinn 20. ágúst 1989. Hjá sérvinnsludeild Kaup- félags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði fengust þær uppiýsingar að humar- vertíðin hefði verið frekar slæm, en Höfn í Hornafirði er stærsti humarlöndunarstaður á landinu. Einkaskólinn fær mótbyr: Fræðslustjóri og Kennarasambandið andvíg skólanum Mjög ólíklegt verður að teljast að Svavar Gestsson menntamálaráðherra staðfesti skipulagsskrá Miðskólans, einkaskólans fyrir 9—12 ára nemendur. Ráðherra hefur fengið um- sagnir frá Áslaugu Brynj- ólfsdóttur fræðslustjóra og frá Kennarasambandi Islands og eru þær báðar neikvæðar. Svavar hefur áður lýst því yfir að umsagnir þessara að- ila muni hafa mikil áhrif á ákvörðun sína. Ragnar Júlí- usson formaður fræðsluráðs Reykjavíkur segir ráðherra hins vegar hafa enga hald- bæra ástæðu til að neita skól- anum um staðfestingu. Skólaráð Kennaraháskóla íslands sendi í gær frá sér ályktun, þar sem því er lýst yfir að undirbúningur og fyr- irhuguð starfsemi þessa skóla sé KHÍ með öllu óviðkom- andi, en 4 einstaklingar í skólanefnd Miðskólans eru kennarar í KHI. „Harmar ráð- ið að svo virðist sem nafn skólans hafi verið notað í heimildarleysi til að vinna þessu máli stuðning’’ segir í ályktuninni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.