Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 1
Husmyndir viö fjárlaeaseröina: FJÁRLÖG TIL LENGRI TÍMA EN EINS ÁRS Skattheimta hœkki ekki sem hlutfall af landsframleiöslu. Fjárlög veröi ekki afgreidd hallalaus. Rammafjárlög fyrir hvert ráöuneyti. Rikisstjórnin vill ógjarnan hækka hlutfall skatta af landsfram- leiðslu á næsta ári. Eftir því sem næst verður komist eru stjórnar- flokkarnir einnig sam- mála um að stefna ekki að hallalausum fjárlðg- um. Jón Sigurðsson við- skipta- og iðnaðarráð- herra sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að skynsamlegra væri að eyða hallanum á næstu tveimur til þremur árum og undirbúa leiðirnar til þess. Jón Sigurðsson sagðist sannfærður um að til þess að ná tökum á ríkisfjármál- unum þurfi að ákveða ný vinnubrögð við fjárlaga- gerðina. í því sambandi sagði hann m.a. rætt um fjárlagatímabil og fjárlaga- áætlanir til lengri tíma, t.d. til þriggja ára, sem yrðu samþykktar af Alþingi. Þá sagði hann æskilegt að rammafjárlög fyrir hvert ráðuneyti verði tekin til at- hugunar sem aðferð til að ná betri stýringu á ríkisfjár- málunum. „Þetta nefni ég ekki sem niðurstöðu, held- ur sem atriði sem rædd hafa verið," sagði Jón. Jón sagði að vafalaust þyrfti að gera tillögur um breytta tekjuöflun, m.a. vegna þess að samkvæmt gildandi lögum komi virðis- aukaskattur til fram- kvæmda um áramót og feli að óbreyttu í sér minni tekj- ur en núgildandi kerfi óbeinna skatta. Aðspurður sagðist hann ekki vilja fresta gildistöku hans. Jafn- framt sagðist hann andvíg- ur fjölgun skattþrepa á smásölustigi. „Ég tel mikil- vægt að það verði eitt skatthlutfall í smásölustig- inu til að koma í veg fyrir flækjur og undanskot. Hvort einhverjar ívilnanir verða gerðar einshvers- staðar á leiðinni, ætla ég ekki að spá um. Ég bendi á að skattabreytingar einar eru ekki einhlítar til að hafa áhrif á framfærslukostnað- inn, en geta komið til greina sem einn liðir í víð- tækari aðgerðum." Jón benti á að á vegum við- skiptaráðuneytisins færi fram athugun á verðlagn- ingu matvæla í landinu og verðmynduninni. Hann sagðist vænta að þar kæmu fram leiðbeiningar um hvernig lækka mætti fram- færslukostnaðinn eftir öðr- um leiðum. Á vegum fjármálaráðu- neytisins er unnið að sam- ræmingu skattlagningar af eignum og eignatekjum. I því sambandi sagði JóiJ Sig- urðsson nauðsynlegt að fjármagnstekjur fái sams- konar skattlagningu og aðrar eignatekjur og reynd- ar eins og aðrar tekjur, en þó þannig að staða hluta- fjársparnaðar verði bætt, eins og hann hefur þegar gert tillögu um, og að eign- arskattarnir í núverandi lækki verulega. í heild sagðist hann leggja áherslu á að skattheimtan hækki ekki sem hlutfall af landsfr- amleiðslu. Varðandi gjaldahliðina sagði Jón of snemmt að kveða fast að orði um nið- urstöður. Hann sagði þó ljóst að landbúnaðarkerfið þyrfti að koma til endur- skoðunar, þ.e. niðurgreiðsl- ur, útflutningsuppbætur og framlög til Framleiðnisjóðs. Á sama hátt þyrfti að taka á heiibrigðis, trygginga- og menntakerfinu, þar sem mestur hluti útgjaldanna liggur. Jafnframt sagði hann að fjármálauppgjör ríkis og sveitarfélaga, vegna breyttrar verkaskipt- ingar, hefði ekki verið út- kljáð. Jón Sigurðsson sagði að nýjustu upplýsingar Haf- rannsóknarstofnunar um ástand fiskstofna og horfur í sjávarútvegi bentu því miður til þess að samdrátt- arskeiðið í þjóðarbúskapn- um rynni ekki til enda á næsta ári, eins og menn höfðu vonast til. Hlutfall fasteigna af eigin fé bankanna: Fasteignir Samvinnu- bankans og Búnaðar- bankans á útsölu? Viðskiptabönkum og sparisjóðum landsins gengur all bærilega að uppfylla lagaákvæði um íslendingar aö- stoöa Pólverja: 10-20 millj. I formi matvæla Ríkisstjórn íslands hef- ur samþykkt tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra um efnahagsaðstoð við Pól- land í formi matvælasend- inga. Aðstoðin mun nema 10—20 milljónum króna. Ríkisstjórnin mun fara þess á leit við íslenska matvælaframleiðendur og flutningsaðila að þeir leggi sitt af mörkum til að þessu marki verði náð. Skemmst er í þessu sam- hengi að minnast þess að ut- anríkisráðherrar Norður- landa höfðu uppi svipaðan málflutning á nýafstöðnum fundi þeirra á fsaíirði. Þar lögðu þeir áherslu á að Norð- urlöndin yrðu að koma til móts við þá þróun sem er að verða í Áiistur-Evrópu, bæði með matvæla- og efnahags- aðstoð. að hlutfall fasteigna, skrif- stofubúnaðar og annars fastafjár þeirra verði í árs- lok 1990 ekki meira en sem nemur 65% af eigin fé. Þó virðist ijóst að Búnað- arbankinn og Samvinnu- bankinn eigi enn talsvert í land með að uppfylla þessa lagaskyldu. Um áramótin 1985/1986 fengu bankarnir og spari- sjóðirnir 5 ára aðlögunartíma til að lækka þetta hlutfall, sem að meðaltali var 85% en fór í sumum tilvikum vel yfir 100% — en hlutfall þetta var aðeins 9% árið 1960. Með öðrum orðum var sett fram með lögum þessum sú krafa að bankarnir og sparisjóð- irnir ættu ekki bara hús, tölvur og skrifborð, heldur einnig eigin peninga! Hlutfallið á að vera komið í lag eftir rúmt ár. Ef Búnaðarbankanum og Samvinnubankanum á að takast að ná settu marki blasir við að Búnaðar- bankinn þarf að selja fast- eignir fyrir yfir 600 milljónir eða auka fjáreignir sínar um nálægt 960 milljónum króna, eða fara bil beggja. Samvinnubankinn þarf að selja fasteignir fyrir um 380 milljónir eða auka fjáreignir sínar um nálægt 315 milljónir eða fara b'il beggja. Sjá nánar fréttaskýringu bls. 3. ■■ Fjölmennt heimsmeistaramót í Danmörku Heimsmeistaramóti í reiðmennsku á íslenskum hestum lauk núna á sunnudaginn í Vilhelmsborg við Árósa á Jótlandi í Dan- mörku. Þrettán þjóðlönd sendu keppendur, þar af bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Um sex þúsund manns sóttu mótið og voru um fjögur þúsund manns á svæðinu í einu þegar mest var. Hafði aldrei verið haldið svo fjölmennt mót þarna áður, en Danir eru búnir að setja tugmilljónir króna í uppbyggingu svæðisins. Er þetta framtíðarsvæði danskra hestamanna. Helst vakti athygli frábær reiðmennska þýsku knapanna, en þeir sóttu fimm gull á þetta mót meðan fslend- ingar urðu aö láta sér nægja eitt. Auðvrtað er þetta þó allt til dýrðar íslandi og íslenska hestinum, sem er í öndvegi í öllum greinum. Viðlíka landkynning er vart finnanleg. Á meöfylgj- andi mynd er verið aö afhenda verðlaun i einni helstu grein mótsins fimmgangi, sem er keppnisgrein alhliöa gæðinga. Á myndinni er talið frá hægri: Sigurvegarinn Andreas Trappe Þýskalandi á Gný, þá Atli Guðmundsson í öðru sæti á Fjalari, síðan kemur Birgit Háhl Þýskalandi á Litlu og hrepptu þær þriöja sætiö, i fjórða sæti varð Einar öder Magnússon á Fjalari og í fimmta sæti varð Piet Hoyos Austurríki á Sleipni og er hann yst til vinstri á myndinni. Ljósm.: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.