Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 8
MMBUBIlfiQ) Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Sorpurdun í Krýsuvík Gæti reynst vænlegur kostur Kjalarnes líklega úr sögunni Verið gæti að til lengri tíma litið væri Krýsuvík mun vænlegri staður tii sorpurðunar heldur en Kjalarnesið, sem verið hefur í athugun að und- anförnu. Það gæti farið svo að inn í samvinnu sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu kæmu sveitarfélögin á Suður- nesjum. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að með fyrirhuguðum Suð- urstrandarvegi myndað- ist grundvöllur fyrir það að fá inn í samstarfið sveitarfélög á Suður- landi þar sem samgöng- ur þarna á milli yrðu greiðar. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hugsan- lega urðun sorps af höfuð- borgarsvæðinu í landi Kjal- arneshrepps. Það mál virð- ist hinsvegar vera komið í töluverðan hnút. Reykja- víkurborg hafði hug á sorp- urðun á Álfsnesi í Kjalar- neshreppi og bauð í staðinn að yfirtaka starfsemi hita- veitu Kjalarneshrepps og veita heitu vatni í hreppinn gegn föstu árlegu gjaldi. Meirihluti hreppsnefndar Kjalarneshrepps var hins- vegar mótfallinn urðun á Álfsnesi en bauð í staðinn svæði við Arnarholt, sem er töluvert lengra frá Reykjavík en Álfsnesið. Þetta tilboð hefur Reykja- víkurborg tekið óstinnt upp og borgarstjórinn meðal annars lýst því yfir að það sé eins og hvert annað grín. Alþýðublaðið hafði sam- band við Björn Björnsson sveitarstjórnarmann Al- þýðuflokksins á Kjalarnesi og spurði hann hvort sorp- urðun í Kjalarneshreppi væri þar með úr sögunni. Sagði hann að frá sinni hálfu væri sameining hita- veitnanna algert skilyrði fyrir því að um sorpurðun í hreppnum verði að ræða. „Ég lagði fram þá tillögu að fólkið í hreppnum fengi sjálft að segja hug sinn á því að sorp væri urðað á Álfs- nesi í einhvers konar at- kvæðagreiðslu, en það varð úr að meirihluti hreppsnefndar hafnaði Álfsnesi og bauð í staðinn Arnarholt. Því hefur borgin hinsvegar hafnað. Mark- mið okkar með þessum samningi var fyrst og fremst að taka þátt í sam- vinnu sveitarfélaganna, svo og að sameina hitaveit- ur með hagkvæmnissjón- armið í huga. Þetta var hugsað sem hrein og klár viðskipti." Næsti kostur í stöðunni, ef gert er ráð fyrir því að Kjalarneshreppur sé úr sögunni, er Krýsuvík í landi Hafnfirðinga. Alþýðublaðið hafði tal af Birni Árnasyni, bæjarverk- fræðingi í Hafnarfirði, en hann er varaformaður stjórnar sorpeyðingar höf- uðborgarsvæðisins. Hann sagði að hægt væri að hefja sorpurðun í Krýsuvík þeg- ar síðsumars á næsta ári. „Það kostar að leggja þarf veg suðureftir, en það er allt hægt ef byrjað er nógu snemma og peningar eru til að gera hlutina. Frestur til að taka ákvörðun um stað- setningu sorpurðunar er raunar útrunninn. Við ætl- uðum að vera byrjaðir á jarðvinnu undir sorpbögg- unarstöðina í Hellnahrauni en því var frestað um nokkrar vikur. Það er fund- ur í stjórninni á miðviku- dag og reikna má með því að endanleg ákvörðun um staðsetningu sorpurðunar verði ljós eftir þann fund.“ Sú hugmynd hefur komið upp að ef af urðun í Krýsu- vík verður þá verði hægt um vik fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum að ganga inn í samvinnu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæð- inu, þá annað hvort með beinni nýtingu sorphaug- anna eða keyrslu í væntan- lega sorpböggunarstöð og eru Suðurnesjamenn nú að skoða hug sinn í þeim efn- um. Björn sagði ennfremur að nú væri farið að tala um Suðurstrandarveg í fullri al- vöru. Sá vegur myndi liggja milli Suðurnesja og til Suð- urlands um Krýsuvík. Með greiðum samgöngum þarna á milli mætti gera ráð fyrir því að sveitarfélög á Suðurlandi gætu gengið inní samvinnuna líka og þá gæti verið að til lengri tíma litið væri Krýsuvík mun vænlegri kostur en Kjalar- nesið. Ráðgjafanefnd til viðræðna við ATLANTAL Ráðgjafanefnd iðnaðar- ráðuneytisins fer til við- ræðufundar við ATLANT- AL-hópinn í Stokkhólmi í lok vikunnar. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra seg- ist vonast til þess að mól er varða stœkkun ísals og samninga við ATLANTAL komist á lokastig I lok september. Iðnaðarráðherra hefur síð- ustu daga rætt við Lands- virkjun um hagkvæmustu virkjanaröð til að anna orku- þörf stækkunar ísals og hugs- anlegs nýs álvers. Fyrr í sum- ar ákvað ráðherrann að setja fé í undirbúningsrannsóknir og til framhaldsathugunar á Fljótsdalshéraði. Jafnframt hefur iðnaðarráðherra sett af stað umhverfisathuganir vegna hugsanlegs álvers við Eyjafjörð og Reyðarfjörð. „Ég lít á það sem eðlilegt fyrsta skref, að kanna fræði- leg umhverfisáhrif vegna ál- vers við Eyjafjörð. Það lá fyrir slík skýrsla frá staðarvals- nefnd, en ég hef óskað eftir að hún verði tekin til athug- unar að nýju og endurskoðun gerð, sagði iðnaðarráðherra. Göturabb á ísafir&i A-mynd/E.Ói. ÍSLAND Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag Nú hefur verið bætt úr skorti á samræmdri meng- unarvarnarreglugerð, því heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur sent frá sér fyrstu heildar- mengunarvarnarreglu- gerð sem gefin er út hér á landi. Hún er samin eftir norrænni fyrirmynd að sjálfsögðu miðað við ís- lenska staðhætti. Helstu breytingar sem þessi regiugerð hefur í för með sér eru þær að inní reglugerðinni eru hámarks- mengunarstaðlar sem fram- vegis verður farið eftir við veitingu starfsleyfa fyrir starf- semi þar sem hætta er á hverskonar mengun, svo og athugun á þeirri starfsemi sem fyrir er. Hingað til hefur þessa staðla sárlega vantað og hafa t.d. mismunandi kröf- ur verið gerðar um umhverf- isverndarþætti í hinum mis- munandi sveitarfélögum. Evropu kl. 12 í gær að islenskum tima. Þetta á nú að vera úr sögunni með tilkomu samræmdrar reglugerðar. Eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar verður í höndum heilbrigðisnefnda, en slíkar nefndir eru starf- ræktar af sveitarfélögunum sjálfum, nema ef til kemur sérhæft eftirlit með atvmnu- rekstri sem háður er leyfi heilbrigðisráðherra en þá er eftirlitið í höndum Hollustu- verndar ríkisins. 13—18% verðbólga Vísitala byggingakogtn- aðar mældist um miðjan ágúat 147,3 stig, sem er 1,4% hækkun frá fyrra mánuði. Af þessari hækk- un 8tafaði 0,4% af hækkun vinnuliða vegna launa- hækkunar byggingar- manna 1. ógúst og 1% er rakið tU verðhækkunar á ýmsum þjónustu- og efnis- liðum. Umreiknað til árshraða þýðir þetta tæplega 18% verðbólguhraða, en 17,1% miðað við hækkun vísitöl- unnar síðustu 3 mánuði. Seðlabankinn hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir september og er hún 2584 stig. Hækkun frá fyrra mán- uði er 1.06%, sem samsvarar 13,4% árshraða verðbólg- unnar. Þá hefur Hagstofan reiknað út launavísitölu fyrir ágúst- mánuð miðað við meðallaun i júlí. Er vísitalan 106,8 stig eða 0,5% hærri en vísitala fyrra mánaðar. Samræmd reglu- gerð um mengunarvarnir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.