Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 22. ágúst 1989 SMÁFRÉTTIR Valdimar Flygenring og María Ellingssen í hlutverkum sínum í „Sjúk ást". Annað svið sýnir „Sjúka ást Leikhópurinn ANNAÐ SVIÐ mun þann 26. ágúst frumflytja á íslandi eitt þekktasta verk bandaríska leikritaskáldsins SAM SHEPARDS ,,FOOL FOR LOVE" eða „SJÚK AST". Verkið fjallar um ástríðufullt ástarsamband manns og konu, sem tengd eru saman af sterkum böndum fortíðarinnar þrátt fyrir síendurteknar tilraunir sínar til að stokka upp spilin og hefja nýtt líf. Með hlutverk í sýningu ANNARS SVIÐS fara þau MARÍA ELLINGSSEN, VALDIMAR ÖRN FLYGENRING, RÓBERT ARNFINNSSON OG EGGERT ÞORLEIFSSON. Leikstjóri sýningarinnar er KEVIN KHULKE og er þetta í fyrsta skipti sem hann stýrir uppfærslu hérlendis. KEVIN KHULCE kemur frá miðríkjum Bandaríkjanna, hann er af yngri kynslóð leikstjóra og starfar bæði í NEW YORK og EVRÓPU. Þaö er MENNINGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA sem stendur fyrir komu hans hingað og hefur gert þetta menningarsamstarf mögulegt. Frumsýning er sem fyrr segir l26. ágúst og verða sýningar í leikhúsi FRU EMILÍU, SKEIFUNNI 3. C. Sími 681125. Atvinnuleysi í júlí þrefalt meira en í fyrra Skráð atvinnuleysi er þrefalt meira nú en á sama tíma í fyrra og hefur ekki áður mælst jafn mikiö í júlímánuði þann tíma sem sambærilegar tölur eru til um en mest hefur atvinnuleysi áöur mælst í júlímánuði árið 1969, 1,1% af mannafla. í júlímánuði voru skráðir 39 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, 23 þúsund hjá kon- um en 16 þúsund hjá körlum. Þetta svarar til þess að rösklega 1800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum en það jafngildir 1,3% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði í mánuðinum sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessum niður- stöðum var atvinnustigið í júlí- mánuði nánast óbreytt frá mán- uðinum á undan. Skráðum at- vinnuleysisdögum fækkaði þó örlítið eða um 2400 daga í heild sem svarar til þess að hlutfall at- vinnulausra af mannafla hafi lækkað um 0,1%. Konum fækk- aði á skrá um tæp 7% en körl- um um tæp 4%. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði á 6 af 8 skráningar- svæðum, mest á Norðurlandi vestra um 1050 daga. Á Suður- landi var ástandið nánast óbreytt en á Suðurnesjum fjölg- aði skráðum atvinnuleysisdögum um 400. í júlímánuði í fyrra voru skráðir 11300 atvinnuleysisdagar á land- inu öllu sem svarar til þess að hlutfall atvinnulausra af mann- afla hafi verið 0,4%. SÍS hefur siglingar til Bremerhaven Skipadeild Sambandsins hefur ákveðið að hefja reglubundnar áætlanasiglingar til Bremerhav- en. Um er að ræða siglingatíðni á 14 daga fresti. Siglt verður frá Reykjavík á þriðjudögum og Vestmannaeyjum á miðvikudög- um og síðan beint til Bremer- haven, þar sem losun fer fram á sunnudagskvöldum. Fyrsta ferð- in verður frá Reykjavík 29. ágúst og Vestmannaeyjum 30. ágúst. „Til þessarar nýju þjónustu er fyrst og fremst stofnað fyrir ís- lenska útflytjendur sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga. Þegar hefur verið bókaður í fyrstu ferð- ina flutningur á freðfiski og salt- fiski í gámum auk ferskfisks. Losun í Bremerhaven á sunnu- dögum er hagstæð vegna mánu- dagsmarkaðar, en mánudagurinn er besti söludagur ferskfisks," segir í fréttatilkynningu. * Krossgátan □ 1 ._ . ■ V 2 hf1é 3. .j ‘ n 4 5LOI seb,: "O *) v r; ; 6 n. □ 7 S 9 • 10 □ 11 □ 12 v . 13 □ □ Lárótt: 1 hristu, 5 skógur, 6 ellegar, 7 fæddi, 8 gortaði, 10 gangflötur, 11 kjaftur, 12 sigr- uðu, 13 kölski. Lóðrétt: 1 reiðtygi, 2 varn- ingur, 3 keyrði, 4 muldrinu, 5 máttar, 7 guð, 9 korna, 12 samstæðir. Lausn á síðustu kross- gótu. Lárótt: 1 hólma, 5 háll, 6 asi, 7 að, 8 runnur, 10 mm, 11 oka, 12 ætir, 13 ráðin. Lóðrétt: 1 hásum, 2 ólin, 3II, 4 auðrar, 5 harmur, 7 aukin, 9 noti, 12 æð. RAÐAUGLÝSINGAR Póst- og símamálastofnunin Rafeindavirkjanám Póst- og símamálastofnunin tekur nú í haust upp að nýju nám í rafeindavirkjun og óskar hér með eftir nemum á 7. önn. Umsækjendur skulu hafa lokið bóklegu námi á 6. önn í rafeindavirkjun. Námstími er 13 mánuðir, bóklegt nám og starfsþjálfun hjá stofnuninni og lýkur með sveinsprófi. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvott- orði, berist Póst- og símaskólanum fyrir 15. september n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og símaskólanum Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyravörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og ennfremur á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í símum 91—26000/336/385/386. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð í Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Akranesi. 9. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsu- gæslustöðina í Garðabæ. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuenytið 17. ágúst 1989. FRÆÐSLUSKRIFSTOFA REYKJAVÍKURUMDÆMIS Auglýsing Ritari óskast að Sálfræðideild skóla, Réttarholts- skóla. Kunnátta í ensku, dönsku, vélritun og notkun tölvu nauðsynleg. Upplýsingar í síma 680698. Fræðslustjórinn í Reykjavík Innritun í próf Próf verða haldin 28. ágúst — 1. september. Þeir nemendur, sem skráðu sig í vor, þurfa að stað- festa skráninguna með símtali við skrifstofu skól- ans, sími 26240 í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst n.k. Iðnskólinn í Reykjavík Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan i umferðmm? iir™

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.