Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 22. ágúst 1989 MÞBVBMBIB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Pretnun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. NÝ LAN DBÚ N AÐARSTE FN A Flestir landsmenn sjá að landbúnaðarmálin eru í megnasta ólestri og tími til kominn að stokka þau upp. Það þarf að ger- breyta skipan landbúnaðarmála. Alþýðuflokkurinn virðist, einn flokka, hafa raunhæfar tillögur fram að færa til lausnar landbún- aðarvandanum. Aðrir flokkar hafa stungið höfðinu í sandinn og þó einstaklingar innan sumra þeirra tali af og til um vandann, hafa flokkarnir hvorki haft dug né þor til að takast á við hann eða benda á úrbætur. Undantekningin er Alþýðuflokkurinn sem berst fyrir því að úrelt og óréttlátt kerfi miðstýringar í landbúnaði verði lagt af. Alþýðuflokkurinn hefur jafnframt bent á nýjar leiðir, sett fram nýjar hugmyndir til að koma skikk á landbúnaðarmál okkar íslendinga. Landbúnaðarmálin eru víðar í kreppu en á íslandi. Það er oft not- að sem afsökun fyrir aumingjaskap og aðgerðarleysi í þeim mál- um hér á landi. Breyttir búskaparhættir í kjölfar aukinnar tækni- væðingar hafa leitt af sér að sífellt þarf færri hendur til að fram- leiða meira magn af landbúnaðarafurðum. íslenskir bændur hafa ávallt verið reiðubúnir að taka nýja tækni í þjónustu sína en þeir hafa ekki að sama skapi verið tilbúnir að stokka upp aðra þætti f ramleiðslunnar í kjölfar þess. Allir vita að útf lutningur á landbún- aðarvörum er gersamlega vonlaust dæmi og ekki seinna vænna að menn átti sig á að framleiðslan verður að miðast við innan- landsmarkað. Fækkun bænda er þörf og eru það engu síður hagsmunir þeirra sjálfra en hagsmunir almennings í landinu, neytenda. Nú í umræðunni um landbúnaðarmálin hefur talsvert borið á góma sögulegur og siðferðilegur réttur bænda til að stunda bú- skap. Hann getur vart verið meiri en gengur og gerist meðal ann- arra stétta eða þess sem hagsmunum þjóðarinnar nemur. Sumar atvinnugreinar hafa alveg lagst af í kjölfar iðnbyltingar, fækkað ýmist eða fjölgað í öðrum. Það er gangur lífsins og engum dettur í hug að halda uppi stétt kamarhreinsara eða vatnspósta á sögu- legum forsendum einum saman eða erfðarétti einstaklinga til ákveðinnar atvinnu. Eins hlýtur það að orka tvímælis hvort ríkis- valdið eigi að stjórna því að landsmenn borði eina kjöttegund umfram aðra með verðstýringu, niðurgreiðslum. Fáir ef nokkrir draga í efa réttmæti þess að styðja við bakið á landbúnaðinum en það verður að vera innan skynsamlegra marka og tryggja þarf að allir bændur sitji við sama borð. Það hefur komið fram að það er vilji bændasamtakanna og „framsóknarmanna" allra flokka að viðhalda núverandi fram- leiðslukerfi í landbúnaði með því að gera nýjan búvörusamning sem gildi allt fram til aldamóta. Þar er lagt upp með gamla draug- inn, framleiðslumiðstýringu og sjálfvirkni greiðslna úr ríkissjóði. Við slíkt verður ekki unað til frambúðar og því fyrr sem á málun- um verður tekið því betra fyrir alla aðila. Við mótun nýrrar landbúnaðarstefnu verður að taka mið af hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma og hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi. í fyrsta lagi lækkun matvælaverðs. Til þess að það verði unnt er nauðsynlegt að hver einstakur bóndi fái að nýta framleiðslugetu sína til fulls, ólíkt því sem nú viðgengst á dögum kvótakerfis og framleiðslustýringar. í öðru lagi að framlög úr ríkis- sjóði til landbúnaðar fari minnkandi. Það krefst að framleiðslan fari ekki fram úr þörfum markaðarins hér innanlands og að fyllstu hagræðingar sé gætt. Þá verður að gera bændur fjárhagslega ábyrga fyrir rekstri búa sinna. í þriðja lagi verður að búa svo um hnútana að duglegir og útsjónasamir bændur geti lifað sóma- samlegu lífi af framleiðslu sinni. Til þess þarf að skapa almenn skilyrði fyrir allar greinar landbúnaðarins og að þær sitji allar við sama borð. ONNUR SJONARMID TÍMINN fór á kostum um helgina. Eina ferðina enn tók blaðið að sér að verja grátlega landbúnaðar- stefnu Framsóknarflokksins og fór ekki dult með skoðun sína í frétta- skrifum. í stríðsletri á forsíðu mátti lesa samþjappaða fordóma blaðsins í garð andstæðinga landbúnaðar- stefnunnar. Þar beitti Tíminn fyrir sér fornaldarblaðamennsku, þar sem einkaskoðun blaðsins er rakin í hverri setningu. Stundum beitir Þjóðviljinn þessari sömu tækni, með þeim árangri að síðustu árin hafa æ fleiri lesendur yfirgefið blað- ið. Lítum fyrst á forsíðu Tímans. Þar segir í stórskorinni yfirfyrirsögn: „Nýju ljósi varpað á ástæður þess að utanríkisráðherra sótt- ist eftir iandbúnaðarráðuneyt- inu:“ Undir þessum ósköpum er síðan varpað fram óskiljanlegri spurn- ingu: „Vill Jón B. beita bændur sið- Ieysi?“ Þessi Jón B., sem Tíminn talar um er auðvitað Jón Baldvin, Hannibals- son, utanríkisráðherra, en þetta með siðleysið er öllu óskiljanlegra. Ekki sist ef lesin er fréttin undir fyr- irsögninni. Þar segir: „I heimilisblaði bændahatara í gær lýsti utanríkisráðherra því yf ir að það væri siðleysi að fram- lengja búvörusamning við bændur. Sem betur fer sinnir Jón Baldvin utanríkismálum, þar sem lítið er um kýr, hesta og sauðfé, kannski eitthvað um naut, en vilji bans til að ná tökum á landbúnaðarráðuneytinu hef- ur ekki náð fram að ganga.“ Þetta var sem sagt ekki úr leiðara Tímans í gær, heldur frétt á forsíð- unni. Það er greinilegt að Tíminn hefur ekki mikið álit á lesendum sín- um. Nema Þjóðviljaleiðin sé mark- viss liður í endurskipulagningu Tím- ans. Enn velta stjórnarliðar vöngum yfir því hvort taka eigi Borgara- flokkinn inn í ríkisstjórnina. Sjaldan hefur komið upp á yfirborðið hvers vegna svo mikilvægt er að gera borgara að ráðherrum. í Tímanum um helgina leiðir Unnur Stefáns- dóttir, formaður framsóknar- kvennna, lesendur Tímans í allan sannleik um málið. Hún segir að málið sé hvorki meira né minna en siðferðilegt: Unnur Stefánsdóttir segir siðferfiilega skyldu stjórnarflokkanna að taka Borg- araflokkinn inn. „Það er búið að tala um það í allt sumar að taka Borgaraflokk- inn inn í rikisstjórn og mér finnst það nánast vera siðferði- leg skylda fyrir þessa ríkis- stjórn að taka Borgaraflokkinn inn, þvi sá flokkur hélt lífi í ríkis- stjórninni á Alþingi síðastliðinn vetur. Þess vegna finnst mér að það hafi gengið alltof hægt að semja um inngöngu Borgara- flokksins og það mál ætti að vera frágengið áður en þing kemur saman í haust. Það virðist vera að Alþýðu- flokkurínn sé ekki tilbúinn að láta neitt af hendi til að gera Borgaraflokknum mögulegt að koma inn í ríkisstjórnarsam- starfið." UM helgina lýsir Mogginn yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga stjórn- arflokkanna, um að þeir hyggist sitja fram að reglulegum alþingis- kosningum árið 1991. Mogginn hef- ur reyndar stóráhyggjur af fleiru. Og spyr af hreinni einlægni: „Við þessar aðstæður horfa menn til Sjálfstæðisflokksins. ilvað ætlast hann fyrír?“ Mogginn vísar síðan til orða Frið- riks Sophussonar varaformanns flokksins, á þingi ungra sjálfstæðis- manna á dögunum. Þar boðaði Frið- rik að flokkurinn mótaði sér stefnu í landbúnaðarmálum og sjávarút- vegsmálum. Jafnvel þótt það kost- aði nokkur átök. Mogginn segir það vel og segir að standi flokkurinn við þau fyrirheit gefi það nokkra von um framhaldið. DAGATAL Móögandi Kjalnesingar Ef ég væri Kjalnesingur myndi ég núna ganga með svartan haus- poka. Svo rosalega hefur hrepps- nefndin móðgað Davíð borgar- stjóra, að hver einasti heiðarlegur íbúi í hreppnum hlýtur að skamm- ast sín. Af einstæðri tillitssemi bauð Dav- íð hreppsnefndinni yfirtöku á skuldum hitaveitunnar gegn urð- un sorps á Álfsnesi á Kjalarnesi. í stað Álfsnes bauð hreppsnefndin urðun við Arnarholt. Hrepps- nefndarmenn segjast líka aíveg færir um að borga sínar skuldir. — Vilja ekki vera neinir bónbjargar- menn. Auðvitað er þetta grín hjá hreppsnefndinni, eins og Davíð segir. Ef allt væri eðilegt hefði ein- ungis verið formsatriði að sam- þykkja tilboð borgarstjórans. Dav- íð er ekki öðru vanur og þolir ekki annað. Raunar þarf borgarstjórinn ekki að hafa neinar áhyggjur, því Hafn- firðingar eru boðnir og búnir að taka af honum ómakið. Þeim finnst alveg sjálfsagt að sorpið fari í gegnum bæinn og vilja ólmir fá að pakka því fyrir framhaldsflutn- inga til Krísuvíkur. Með þessum móti væri komið á nýstárlegum ferðamannaiðnaði í Hafnarfirði. Fagurgulir ruslabílar brunandi um bæinn hljóta að vera hverju bæjarfélagi til prýði. Þessi fallegi bær, sem af mörgum er tal- inn sá fallegasti á suðvesturhorn- inu, einkum af Hafnfirðingum sjálfum, hefði þar með bætt enn einni rósinni í safnið. Hér eftir yrði Hafnarfjörður ekki bara þekktur fyrir kratana og Hafnarfjarðar- brandarana, heldur gætu Hafn- firðingar státað sig af því að sjá um að pakka öllu ruslinu frá Reykvík- ingum. Það er ekki svo lítið. * I tengslum við ferðir ruslabílanna í gegnum bæinn myndu störfum fjölga í verslun og þjónustu í Hafn- arfirði. Ennfremur er ekki ólíklegt að nýjar verslanir spretti upp. Með staðsetningu ruslahauga í Krísu- vík og pökkunarstöðvar í Hafnar- firði myndu Hafnfirðingar hafa mikið forskot á Reykvíkinga við ná í nýtanlega muni. Fornsölur gætu orðið gróðavænlegur útveg- ur í Hafnarfirði, auk þess sem ruslahaugarnir myndu auðvitað nýtast óbreyttum almúganum í bænum. — Hafnfirðingar vita, hvað þeir eru að gera. Það er næsta víst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.