Tíminn - 03.01.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1968, Blaðsíða 7
MIÐVTKUDAGUR 3. janúar 1968 TIMINN Heyrt á gamla árinu 7 Gieðilagt ár. fcæru landar! Alk hins bezta vil ég óska ykk- irr á'iþessu nýbyrjaða ári: Góðr ar veðráttu, happasællrar ver tíðar, verðhjöðnunar, hagstæðs fisfcmarkaðs erlendis, góðrar sprettu, og ails annars, sem með þarf til að tryggja góða af- fcomu þjóðarinnar til sjávar og sveita. >að er til siðs um áramót að rekja atburði ársins, sem nýlið ið er og reyna að spá í fram- tíðina. En þar sem ég veit, að þið þarna heima fylgist betur með heimsviðburðunum en flestir aðrir, þá ætla ég að hlífa ykbur við sMkri upprifjun. Þess í stað ætla ég að tína til þá hluiti nokkra, sem ég hefi heyrt skemmtilegasta á gamla árinu. Engin manineskja hiér vestra var meira umrædd á árinu en Jiohnson, forseti. Þetta var erf itt ár hjiá honum, eins og þið öll vitið. Þrátt fyrir það, að sikoðanakannanir hafi sýnt hnignandi fylgi hans, heldur hann ótrauður áfram á sinni braut. Margar sögur eru sagðar af óbifandí sj'álfstrausti hans- Hér er ein slik. Johnson var með kvenfugl inci sinn niðri í Texas, á bu- garðinum góða. Vinur hans einn, útfararstjóri að atvinnu, hafði verið að reyna að selja honum grafreit, en hér er það ekki óalgengt, að fólk tryggi sór síðustu fasteignina meðan það er enn í fullu fjöri. Nú fór forsetinn með úifararstjór anum að Mta á grafreitinn. Leizt honum vel á jarðarskiik ann, og vildi vita, hvað hann ætti að bosta. Honum var sagt, að verðið væri $4.000.00. ■S'agði þá Johnson: „Mér finnst það nú vera all hátt verð, þe=>r það er tekið með í reikninginn, að ég ælla ekki að vera hér lemgur en þrjá daga!“ Framifarir í samgöngumálum hafa verið hér miklar. Flugfé- lögin blómstra og sífellt eykst fjöldi þeirra, sem þjóta um loft- in blá í öllum mögulegum er- indagjörðum. Samt veldur það flugélögunum áhyggjum, að um 50 milljónir landsmanna hafa aldrei upp í flugvél stigið. Margt fólk er enn þá hrætt við að sleppa fótfestunni af jarð- krimglunni. í því sambandi dett ur mér í hug sagan af unga manninum, sem fór í sína fyrstu flugferð. Hann var með lífið í lúkun- um. Fékk hann sér sæti við vænginn hægra megin pg starði án afláts á hreyfilinn þeim megin. Hann sat stífur á sætis- bríikinni og starði á hreyfilinn, eins og hamn væri hræddur um, að hann stöðvaðist, ef hann iiti af honum. Svona gekk í tæpan klukkutíma. Gamla konan við hlið honum, sem hallað hafði S'ér vel aftur í sætið og augsýni lega notið ferðarinnar. sneri sér þá að honum og sagði; „Ungi maður, ef þig langar að : standa upp og teygja úr þér augnafolik, þá skal ég passa hreyfilinn fyrir þig á meðan!" Þrátt fyrir allt, sem á hefir gengið í þjóðmálunum hér, þá gekk viðskiptalífið sinn vama gang. Þar héldu áfram að hafa forystu menn af ætt Abra- hams, eins og þeir hafa gert í aldaraðir. Sérstaklega iíkar þeim lífið á jólakauptíðinni, þegar hinir kaupa gjafir til að færa hverjum öðrum í til- efni af fæðingu frelsarans, sem Abrabams-niðjar halda iiáttúr lega ekki hátíðlega. í því sam- bandi dettur mér í hug líil saga, sem ég heyrði á árinu. Fræðslustjórinn kom í heim- sókn í barnaskóla í New York. Hann fór inn í einn bekikinn og talaði við börnin. Bauð hann $5.00 verðlaun, ef einhver gæti sagt sér, hver væri mestur mað ur, sem nokkurn tíma hefði verið uppi. Börnin komu með ýmis svör: Washington, Lin- ooln, Kólumbus o. s. frv. Fræðslustjóri sagði, að þetta hefðu aMir verið miklir menn, en enginn þeirra væri sá, sem hann hefði í huga. Þá rétti upp höndina MtUl snóði í öftustu röð, svarthæi'ður og nefstór. Nefndi hann Jesú Krist, sem reyndist vera rétt svar, og féfck hann því fimm dollarana. í næstu frímínútum kom kennar iinn til sigurvegarans og sagði: „Abraham, hvernig gaztu feng ið af þér að segja þetta?“ Snáð inn svaraði þá trúbróður sín- um: „Móses er Móses, en bisn ess er bisness!" Öllum hugsandi rnönnum veldur stórum áhyggjum hinn sívaxandi flokkur þeirra ungu manna og kvenna, sem sagt hef ir sig úr mannfélaginu, hætt að skera hár sitt og skegg og fleygt sápunni út um gluggann. Sífelldar mótmælagönsur þeirra og annað umstang, hefir orðið flestum hér til mikillar raunar. Fæstir skilja hugsanagang þe&sa fólks, sem kallar sig blómabörn eða ,.himpies“, sem mætti kanniske kalla himpi- Sliíe ' - gimpi á okkar ástkæru, óþjálu tungu. Af þeim eru sagðar margar sögur. Hér er ein. Manmæta ein brá sér á mann ætu-veitingaihús og hugðist gera sér dagamun. Eftir að hafa sezt niður, var henni sýndur matseðillinn. Efst var glóðar- steiktur Ameríkani með bak- aðri kartöflu á $2,50. Svo kom reykt íslendingslæri með bauna jafningi á $1,75. Síðasta at- riðið á seðlinum var ofnsteikt himpigimpi með blönduðu grænmeti og blómadýfu á $6.50. Mannætan, sem vart mátti mæla fyrir munnvatnsrennsli, spurði þjóninn, hverju það sætti, að himpi-gimpið væri svo miklu dýrara en hinar kræs ingarnar. „Þér vitið, herra minn, hvað það er erfitt að hreinsa þá,“ var svarið! Um daginn var ég að tala við landa, nýkominn að heiman- IVÍeðal annars sagði hann mér í fréttum, að nú væri búið að opna jarðgöngin til Siglufjarð ar. Rétt á eftir barst talið að sjónvarpinu og sagði hann þá þau tíðendi, að útsendingin sæ ist nú á Siglufirði. Verandi illa að mér í tæknilegum efnum.' spurði ég, hvort Siglfirðingar væru ekki óánægðir með að hafa kringlótta mynd á sjón varpsskermum sínum! Að lokum er hér smá heil- ræði, sem ég vona að skiljist i þýðingu: Það er mjög ánægju legt að vera mikilvægu^ en það er mikilvægara að vera ánægju legur. Þórir S. Gröndal. Fréttatil- kynning frá orðuritara Forseti íslands hefur í dag sæmt e-ftirgreinda menn heiðurs- merkjum himnar íslenzku fáika- orðu: 1. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands, stjögnu stórriddara, fyrir emibættisstörf. 2. Bjarna Snæbjörnsson, lækni, Hafnarfirði, stórriddarakrossi, fyr ir lætonis- og félagsmálastörf. 3. Jónas Guðmundsson, fv. ráðu neyti'sstjóra, stórriddaratorossi, fyr ir félagsmiálastörf. 4. Björn Fr. Björnsson, sýslu- mann. Hvolsvelli, riddaratorossi, fyrir embættisstörf. 5. Gísla Bergsveinsson, útgerð- armamn, Neskaupstað, riddara- krossi, fyrir störf að útgerðarmál um. 6. Helga Kristjánsson, bónda, Leirhöfn, riddarakrossi, fyrir búnaðar'- og félagsmálastörf. 7. Séra Jón Guðnason, riddara- krossi, fyrir skóla- og ættfræði- störf. 9. Loga Einarsson, hæsíaréttar- dómara, riddarakrossi, fyrir emib- ættisstörf. 9. Stefán G. Björmsson, fram- fcvæmdastjóra, riddarakrossi, fyr- ir störf að tryggingamálum og störf í þágu skíðaíþróttarinnar. 10. Þór Sandholt. skólaistjóra, riddarakrossi, fyrir störf á sviði iðnfræðslu. Reykjavík, 1. janúar 1968. Orðuritari. ar tii að taka aðra dóttUr niína með. Við sjáum uú til, — Það er nú vonandi að þér njótið þessa ..lls, sem ber.t. Framhald á bis, 31. ' Súsanna Guðjónsdóttir, séin vann stóra vinninginn hjá SÍBS við »ÚN BROSTI hlýleeu, er liún konm, ég veit ekki. , kom tU dyranna. — H, 16, . : — Hvað ú nú að gera vist vií ég tala viff ykkur, gttr: álía pénin«aiio? iff;þ^svo velpe kanitó :Verðá engin vand- Viff eruin srtödd l StórhoUi 8$, - fnfcffi meff það. Það eru aidrei hjá Súsömxu C.uSjóuadóttur, . ; Vandweði meff slikt, hiá þeim Hún fékk stóran vinning i , sem pica fjöiskyidur. Og ég Happdrætti SiBS, heila millj- .véjt alveg, l.vað ég ætla aö — Hvernig leggst þetta i i. f Þór attllð kannjke að fara yður, Súsanrta? Hvaffa áhvif - jíl ttð ferðast? Eltthvert ú* i hefur svona ævintýrftUímie ai i^ÍmUiií^ ZAá *' ■ burður á mann. á t . ^ — Það hefur engin áhrif á fcþáður M<ír hú til sumars i;: mig, að mirunsta kosti ekki — Jú, «tii þuð hljóti nú ennþá. ; ekki uð vera, svona kát og iif- ... . - ver«- svoria kát og lif- ^aö^eins^og éj| trui þessu : leB kouuJ ^ ^ ^ .f alltaf verið hauei : og alltaf unruð, haft góða heilsu. Og ég þakka Guði fyrir það. Maður veit efcki, livað það er gott að vera heilbngður, því að þegar heílsan er farin, þá er allt farið, og engan vfginn .héSgt' ' að bjarga sér með neitt. — Ég á nú dótiur úti I Nor» egi og vildi gjarnan heirn- sækja hana. — Mig iieíur langað til uð I Þessi urklippa er úr Morgunblaðinu 10.des.sl.Fyrirsögninsegirallt senisegja þarf,Munið að endumýja timanlega. Dregið 10. janúar IWdk • SIBS 1968 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.