Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 1
 STOFNAÐ 1919 N Miðvikudagur 6. september 1989 132. tbl. 70. árg. 1F ASI bídur svara ríkisstjórnarinnar: Aðgerðir undir- búnar ef svörin verða neikvæð Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands bíður enn svara ríkisstjórnarinnar við bréfi til forsætisráð- herra frá því 30. ágúst síð- astliðinn, þar sem krafist er svara við efndum á lof- orðum frá því við gerð síð- ustu kjarasamninga. I ályktun miðstjórnarfund- ar í gær segir að miðstjórn leggi á ráðin um með hvaða hætti brugðist skuli við verði svörin neikvæð. í ályktun miðstjórnar í gær eru endurtekin mótmæli við þeim hækkunum sem urðu á búvörum um mánaðamót og þau sögð í andstöðu við þá kjarasamninga sem undirrit- aðir voru þann 1. maí. „í ann- að skipti á þeim fjórum mán- uðum sem liðnir eru frá samningsgerð þarf launafólk að horfast í augu við veruleg- ar hækkanir á búvöru, langt umfram iaunahækkanir. Jafnframt hefur smásölu- álagning á mjólkurvörum hækkað sérstakíega á þess- um tíma. Með þessum hækk- unum er launafólki gert ókleift að kaupa þessar vör- ur." Miðstjórn ASÍ krefst að- gerða ríkisvaldsins nú þegar til þess að draga til baka þær verðhækkanir sem orðið hafa og stöðva frekari verð- hækkanir á nauðsynjavör- um. Kaup Landsbanka á Samvinnubanka: Vinnubrögðin ekki í samræmi við lög segir Lúövík Jósepsson bankaráös- maöur í Landsbankanum. Lúðvík Jósepsson bankaráðsmaður í Landsbankanum stað- festi í samtali við Al- þýðublaðið í gær að ekki hefði verið farið að ræða einu orði í bankaráðinu um kaup Landsbanka á Samvinnubanka. „Vinnubrögðin eru ekki samkvæmt lögum, því það er verkefni banka- ráðs að kaupa og selja eignir bankans,“ sagði Lúðvík. Athygli vekur að tveir af þremur aðalbankastjórum bankans voru fjarverandi þegar Sverrir Hermanns- son bankastjóri gerði sam- komulagið fyrir hönd Landsbankans. Björgvin Vilmundarson var norður í landi og Valur Arnþórsson var staddur í Danmörku. Eins og fram kom hjá Jóni Sigurðssyni viðskipta- ráðherra í Alþýðublaðinu í gær, þarf hann ennfremur að samþykkja kaupin. Hann sagðist jafnframt ætla að ieita eftir áliti Ríkis- endurskoðunar á sam- komulaginu, þegar málið liggur fyrir af hálfu banka- ráðsins. Samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins get- ur fundur í bankaráðinu fyrst orðið á sunnudag, vegna fjarveru nokkurra bankaráðsmanna. Kaupverð og greiðsluskil- málar virðast enn nokkuð á reiki, þótt heimildir blaðs- ins segi að 52% hlutur í Samvinnubankanum hafi verið keyptur á um tæpar miiljónir króna. Sam- kvæmt gildandi lögum hefði Landsbankinn yfir að ráða aðeins einum fimmta af atkvæðamagni, þrátt fyr- ir meirihlutaeign. Því er getum að því leitt að Lands- bankinn muni á endanum kaupa allan bankann, þá væntanlega fyrir yfir 1700 milljónir, samkvæmt þeirri verðlagningu sem eignuð er Sverri Hermannssyni og forsvarsmönnum SÍS. Japönsk þingmannasendinefnd í heimsókn. Fram á fimmtudag dvelja hér é landi i opinberri heimsókn þrír þingmenn frá efri deild japanska þingsins. Sendinefndina skipa Seigo Suzuki, fyrrum dómsmélaráðherra, sem jafnframt er formaður sendinefndarinnar, Teiko Karita og Hiroshi Ysayma. í gær nutu þingmennirnir leiðsagnar Guðrúnar Helgadóttur forseta samein- aðs þings og fékk Suzuki m.a. að stilla sér upp í pontunni á hinu héa Alþingi fslendinga. A-mynd/KGA Islenskir Aöalverktakar: SIS hefur enn ekki boðið ríkinu Reginn Stefán Friðfinnsson for- maður stjórnar íslenskra aðalverktaka og aðstoðar- maður utanríkisráðherra segir ekki rétt sem fram hefur komið í fréttum að forsvarsmenn SÍS hafi boðið ríkinu að kaupa Reginn, sem er eignaraðili að Islenskum aðalverktök- um. Stefán segir hins veg- ar að ríkið hafi lýst yfir við báða samstarfsaðilana, Reginn og Sameinaða verktaka, að það hafi áhuga á að auka sinn hlut í fyrirtækinu. „Við teljum eðlilegt að ríkið ráði meiru í þessu fyrirtæki, sem byggir afkomu sína á góðvild ríkisins," sagði Stefán við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði hins vegar ekki stefnt að því að ríkið ætti fyrirtækið til langframa. Enn sem komið er hafa ekki átt sér stað formlegar viðræður og því ekki vitað um sjónarmið samstarfsaðil- anna. Stefán sagði málin ein- ungis á umræðustigi. Fiskvinnslan á Seyöisfiröi gjaldþrota: Um 120 manns atvinnulausir Trúi ekki ööru en ad umsjónarmenn þrotabúsins geri allt til að koma fyrirtœkinu í gang aftur, segir Hallsteinn Fridþjófsson. Lárus Bjarnason sýslu- maður N-Múlasýslu féllst í gær á beiðni Fiskvinnsl- unnar hf. á Seyðisfirði um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fisk- vinnslan keypti í fyrra fyr- irtækið Norðursíld og varð um leið eina fisk- vinnslufyrirtæki bæjar- ins, í _ hefðbundinni vinnslu. Útgerðafyrirtæk- ið Gullberg, sem gerir út togarann Gullver og er í eigu sömu aðila, hefur óskað eftir því að taka fast- eignir Fiskvinnslunnar á leigu. „Þetta er mikið áfall fyrir byggðarlagið, ef á annað hundrað manns missa vinn- una, en Fiskvinnslan hefur verið með þriðja hvern vinn- andi mann á Seyðisfirði í vinnu hjá sér. Það skráðu sig 75 manns á atvinnuleysiskrá í dag og má búast við því að 100 verði komnir á skrá á morgun. Ég geri hins vegar varla ráð fyrir öðru en að um- sjónarmenn þrotabúsins geri allt til að koma fyrirtækinu í gang aftur" sagði Hallsteinn Friðþjófsson formaður verka- lýðsfélagsins á Seyðisfirði í samtali við Alþýðublaðið í gær. Atvinnumálanefnd Seyðis- fjarðar fjallaði um málið í gær og ályktaði sérstaklega um þetta áfall, sem sagt ,er að ógni afkomu einstaklinga og fyrirtækja í bænum. „Það er náttúrlega síldar- vinnsla framundan hjá okkur, Vinstri sem nú er lítill græn- ingjaflokkur oar eitt sinn stór- veldi og átti oftar en ekki hreinan meirihluta á norska Stórþinginu. Suo mikid óttuö- ust íhaldsmenn flokkinn aö Gro H. Brundtland forsætis- réðherra Noregs. en leiga á þrotabúinu leysir málið þó aðeins til áramóta meðan síld stendur og alls óljóst með hvað gerist eftir það“ sagði Hallsteinn enn þeir stofnuðu sérstakan and- stööuflokk sem þeir nefndu Hœgriflokkinn. Norski verka- mannaflokkurinn klofnaði líkt og Alþýðuflokkurinn á ís- landi, en átti því láni aö fagna að ná flokksbrotunum saman aftur og útkoman varö stœrsti flokkur Noregs. Ingólfur Margeirsson rit- stjóri Alþýðublaösins dregur saman sögu norska flokka- kerfisins í dag í tilefni norsku þingkosninganna nk. mánu- dag. Síðari hluti greinarinnar birtist nk. föstudag 8. sept. Sjá bls. 5: BODID UPP ÍDANS íremur. Umhleypingasamt flokkakerfi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.