Alþýðublaðið - 06.09.1989, Page 5
Miðvikudagur 6. sept. 1989
5
FRÉTTASKÝRING
Þingkosningarnar í Noregi:
BOÐIÐ UPP í DANS
Sérhver flokkur getur haft þýöingu viö myndun nýrrar ríkisstjórnar í nœstu viku.
Gengið verður tii þingkosninga í Noregi mánudaginn 10. septem-
ber nk. Samkvæmt venju stendur slagurinn milli þess að Norð-
menn búi við borgaralega stjórn eða sósíalíska. En baráttan stend-
ur ekki aðeins milli Hægriflokksins og Norska verkamannaflokks-
ins. Samkvæmt skoðanakönnunum mun hvorugur ná hreinum
meirihluta. Ríkisstjórnarmyndun hægri eða vinstri flokka verður
þvi með aðild fleiri flokka; nær víst er að næsta ríkisstjórn Noregs
verði samsteypustjórn.
í eftirfarandi fréttaskýringu verður leitast við að varpa Ijósi á
norska flokkakerfið, fyrr og nú, svo lesendur Alþýðublaðsins megi
gera sér grein fyrir hvaða flokkar ganga til leiks eftir næstu helgi.
Flokkakerfið í Noregi er sam-
kvæmt hefðbundinni vestur-evr-
ópskri flokkaskipan. Þar er hvorki
fasíska hægri flokka að finna né
ber á stórum kommúnistaflokk-
um.
Stærsti flokkurinn er- Verka-
mannaflokkurinn; hefðbundinn
krataflokkur af skandinavískri
gerð. Vinstra megin við Verka-
mannaflokkinn er Sösíalíski
vinstriflokkurinn, róttækur krata-
flokkur með rætur í hefðbundinni
jafnaðarstefnu.
Hægriflokkurinn er næst stærsti
flokkurinn í Noregi. Hann er um-
burðarlyndur hægriflokkur í
bestu v-evrópskri merkingu.
Hægra megin við Hægriflokkinn
er Framfaraflokkurinn; frjálslynd-
ur flokkur sem er andstæðingur
ríkiskerfis og skatta.
Milli Verkamannaflokksins og
Hægriflokksins eru svonefndir
miðflokkar; Vinstri, Kristilegi
þjóðarflokkurinn og Miðflokkur-
inn. Flokkakerfið er ekki gamalt í
Noregi; fyrsti flokkurinn var stofn-
aður fyrir aðeins 105 árum. Þing-
ræðið komst á í Noregi 1884 eftir
sérstaka pólitíska kreppu í sam-
bandsríki Noregs og Svíþjóðar
(með einum konungi) sem stóð á
árunum 1814 til 1905.
í kjölfar stjórnmálakreppunnar
1884 var fyrsti stjórnmálaflokkur-
inn stofnaður í Noregi og hlaut
nafnið Vinstra félag Noregs og
gengur í dag undir heitinu Vinstri
(Venstre.) Hálfu ári síðar mótaðist
stjórnarandstaðan á þinginu í einn
flokk; flokkur sem nú gengur und-
ir nafninu Hægriflokkurinn
(Höyre.)
En lítum aðeins á hvern flokk
fyrir sig.
Vinstri: Fyrrum stórveldi,
nú lítill grænn
Upphafið að fyrsta stjórnmála-
flokk Noregs, Vinstri, er að finna í
róttækum félögum eins og Um-
bótafélagi Stórþingsins og Bænda-
samtökunum milli 1860—70.
Flokkurinn hóf þingsetu sína með
83 þingmönnum gegn 31 þing-
manni Hægriflokksins, sem verð-
ur að teljast ótvíræður meirihluti á
þingi. En brátt fór Vinstri að
klofna. Róttæki kjarni flokksins
hefur þó ávallt haldið nafninu og
hefðunum áfram þótt flokkurinn
hafi minnkað í tímans rás. Klofn-
ingshóparnir hafa ávallt gufað
upp.
Síðasti klofningurinn og
kannski sá afdrífaríkasti átti sér
stað 1972 að lokinni þjóðarat-
kvæðagreiðslu Norðmanna um
inngöngu í EB. Vinstri var tvískipt-
ur flokkur í þessu máli. Eftir að
Noregur sagði nei við inngöngu í
EB, klufu stuðningsmenn EB sig úr
flokknum og stofnuðu frjálslynd-
an flokk. Hvorki nýi eða gamli
Vinstri fékk mann á þing eftir síð-
ustu þingkosningar 1985.
í fyrra sameinuðust flokksbrotin
á nýjan leik undir gamla nafninu
Vinstri. Samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnunum á Vinstri að fá um
10 þingmenn af 165 þingmönnum
Stórþingsins. Vinstri átti glæsilegt
tímabil á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina; var stórflokkur
á Stórþinginu og stundum með
hreinan meirihluta. Flokkurinn
hefur hins vegar minnkað eftir
sókn Verkamannaflokksins. í dag
berst Vinstri aðallega fyrir um-
hverfismálum og er græni flokkur-
inn í Noregi. Á árunum
1965-1971 og 1972-73 var
Vinstri í samsteypustjórn með
hinum borgaralegu flokkunum.
Flokkurinn átti menn á þingi frá
1981—85 en tók ekki þátt í
samvinnu við borgaralegu
flokkana. Formaður Vinstri heitir
Arne Fjörtoft.
Hægri flokkurinn:
Þarf samstarfsaðila
Eins og segir að framan var
Hægriflokkurinn stofnaður sem
andstöðuflokkur við fyrsta flokk
Noregs, Vinstri. Fljótlega, eða á
millistríðsárunum var hins vegar
höfuðandstæðingur Hægriflokks-
ins orðinn annar, nefnilega Verka-
mannaflokkurinn, og hefur verið
það síðan. Hægriflokkurinn er
umburðarlyndur íhaldsflokkur
sem berst gegn ríkisforsjá, of há-
um skattaálögum og berst fyrir at-
hafnafrelsi einstaklinganna.
Fyrsta borgaralega ríkisstjórnin
eftir síðari heimsstyrjöldina var
mynduð 1963 og þá undir forsæti
formannns Hægriflokksins. Sú
stjórn gerði stuttan stans en í kosn-
ingunum tveimur árum síðar
unnu borgaraflokkarnir sigur og
borgaraleg ríkisstjórn sat við völd
í Noregi til 1972 þegar EB-deilan
klauf norsku þjóðina í tvennt.
Norska þjóðin fékk aftur borg-
aralega stjórn árið 1981, og í þetta
skipti hreina stjórn Hægriflokks-
ins undir forsæti formannsins,
Kaare Willoch. Stjórn Willochs var
styrkt með þátttöku Miðflokksins
og Kristilega þjóðarflokksins árið
1983. Sú stjórn féll eftir að van-
trauststillaga var samþykkt á
stjórnina á þingi 1986.
Hægriflokkurinn í dag er mjög
áfjáður í stjórnarsamstarf við hina
borgaralegu flokkana, enda eini
kostur Hægriflokksins að komast í
samsteypustjórn. Hins vegar hefur
forysta flokksins viljað fá stefnu-
mál hugsanlegra samstarfsflokka
á hreint, og talið er að Hægriflokk-
urinn hafi lítinn áhuga á samstarfi
við Framfaraflokkinn sem sam-
kvæmt skoðanakönnunum er þó
orðinn næst stærsti borgaralegi
flokkurinn á eftir Hægriflokknum.
Hægriflokkurinn aðhyllist
markaðslausnir á félagslegum
vandamálum, vill einkavæða rík-
isrekstur í auknum mæli, lækka
skatta og tryggja varnir landsins.
Hægriflokkurinn er eini flokkur-
inn í Noregi sem vill að Noregur
gerist aðildarland í EB.
FYRRI HLUTI
í síðustu þingkosningum 1985,
fékk Hægriflokkurinn 30% at-
kvæða og hreppti 50 þingsæti.
Skoðanakannanir sýna um 25%
fylgi flokksins í dag. Almennt er
litið svo á, að flokkurinn hafi tap-
að á stjórnarsamstarfinu við hina
borgaralegu flokkana og eins er
talið, að fylgi flokksins hafi eitt-
hvað dregist saman eftir að Kaare
Willoch lét af formennsku. For-
maður Hægriflokksins í dag heitir
Jan R Syse.
Verkamannaflokkurinn:
Stærsti flokkurinn
Miklar þjóðfélagsbreytingar
áttu sér stað í Noregi á miðri síð-
ustu öld. í kjölfar þeirra breytinga
fylgdi efnahagskreppa og at vinnu-
leysi. Mörg verkalýðsfélög voru
stofnuð til að standa vörð um
verkafólk. Það voru fulltrúar
slíkra verkalýðsfélaga sem lögðu
grunninn að Norska verkamanna-
flokknum árið 1887. Höfuðkrafa
flokksins var almennur kosninga-
réttur. Fyrst nokkrum árum síðar
fer að bera á sósíalískum hugtök-
um í flokknum og árið 1891 var
sósíalísk flokksstefnuskrá sam-
þykkt. Allt frá upphafi vann flokk-
urinn náið með norska alþýðu-
sambandinu og verkalýðsfélögun-
um.
Kosningarétturinn varð smám
saman að veruleika. Karlmenn
fengu almennan kosningarétt
1898. Konur fengu að kjósa í bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosningum
frá 1896, takmarkaðan kosninga-
rétt ríkisborgara 1907 og almenn-
an kosningarétt 1913. Hinn al-
menni kosningaréttur varð mjög
til þess að efla framgang Verka-
mannaflokksins. Flokkurinn
komst fyrst á þing árið 1903.
í lok síðustu aldar fór að bera
meira á róttækri andstöðu í Verka-
mannaflokknum. Heimsstyrjöldin
fyrri og byltingin í Rússlandi gerði
það að verkum að róttækir urðu æ
fyrirferðarmeiri í flokknum. Árið
1918 tók hinn róttæki armur
Verkamannaflokksins öll völd í
flokknum. Flokkurinn gekk í 3. Al-
þjóðasamband kommúnista og
flokkurinn samþykkti hugmynd
Leníns um alræði öreiganna.
Þetta voru mikil átakaár fyrir
Verkamannaflokkinn. Árið 1921
klauf umburðarlyndari vængur
sig út úr Verkamannaflokknum og
myndaði Sósíaldemókratíska
verkamannaflokk Noregs. Gamli
Verkamannaflokkurinn sagði sig
hins vegar úr Alþjóðasambandinu
1923 sem varð til þess að róttækl-
ingarnir klufu sig úr flokknum og
stofnuðu Kommúnistaflokk Nor-
egs. Þar með var ekkert til fyrir-
stöðu að flokksbrotin sameinuð-
ust að nýju eftir útgöngu komm-
únista. Þetta gerðist 1927 og síðan
hefur flokkurinn heitið, líkt og í
upphafi, Norski verkamanna-
flokkurinn.
Allt frá 1927 og til 1960 óx
Verkamannaflokkurinn og sat
einn í meirihlutastjórn allt frá
stríðslokum til 1963 og mótaði líkt
og systraflokkarnir í Skandinavíu,
þjóðfélagsgerð landsins á eftir-
stríðsárunum.
Verkamannaflokkurinn sat fyrst
í ríkisstjórn 1927. Sú stjórn sat að-
eins í örfáar vikur. Borgaralegu
flokkunum tókst að sameinast um
að fella stjórnina „áður en hún
hefði skaðað efnahag þjóðarinnar
á varanlegan hátt.“
Kratar mynduðu næst ríkis-
stjórn 1936 ásamt Bændaflokkn-
um (nú Miðflokkurinn). Ríkis-
stjórn Nygaardsvold sat að völd-
um uns Þjóðverjar réðust inn í
Noreg og settu strengjabrúðuna
Quisling til valda. Ríkisstjórn Ny-
gaardsvold sat hins vegar áfram í
útlegð í London uns stríðinu lauk
1945.
í þingkosningunum 1945 hlaut
Verkamannaflokkurinn hreinan
meirihluta og hélt honum allt til
1961. Forystumaður flokksins og
landsfaðir norsku þjóðarinnar var
Einar Gerhardsen sem var forsæt-
isráðherra allt frá 1945 til ársins
1963 ef frá er talið eitt stutt hlé.
Verkamannaflokkurinn hefur
haldið fast í stefnu sína sem jafn-
aðarmannaflokkur en gert
nokkrar meiriháttar breytingar á
stefnuskrá sinni gegnum tíðina.
Til að mynda sneri flokkurinn
baki við hlutleysisstefnu sinni eftir
stríð og gekk í NATO. Sú stefnu-
breyting hefur hlotið stuðning
meirihluta þjóðarinnar.
Verkamannaflokkurinn hefur
beitt sér fyrir uppbyggingu vel-
ferðarþjóðfélags eftirstríðsáranna
og lagt grunninn að Noregi í dag.
Hin mikla uppbygging velferð-
arþjóðfélagsins hefur þó verið
gagnrýnd frá hægri fyrir of mikla
ríkisstýringu og skrifræði. Þessi
gagnrýni varð ekki síst til þess að
flokkurinn missti undirtökin á
þinginu 1965 og frá því Herrans
ári hefur Verkamannaflokkurinn
ekki náð að hafa hreinan meiri-
hluta á Stórþinginu.
Stærsti pólitíski ósigur flokksins
var þó 1972 í slagnum um inn-
gönguna í EB. Flokksforystan var
hlynnt inngöngu Noregs í EB en
stór hluti kjósenda Verkamanna-
flokksins var andvígur inngöng-
unni í EB. í geysiiega spennandi
þjóðaratkvæðagreiðslu var inn-
göngunni hafnað með mjög
naumum meirihluta og flokksfor-
ysta Verkamannaflokksins hafði
beðið mikinn hnekki. Stór hluti af
gömlum kjósendum og fulltrúum
flokksins gekk úr flokknum og
gekk í Sósíalíska vinstriflokkinn.
Verkamannaflokkurinn beið einn-
ig mikið afhroð í næstu þingkosn-
ingum 1973.
Flokkurinn náði þó aftur styrkri
stöðu á áttunda og níunda ára-
tugnum og settist við stjórnar-
taumana 1986 og er nú minni-
hlutastjórn Verkamannaflokksins
við völd í Noregi með flokksfor-
manninn Gro Harlem Brundtland
sem forsætisráðherra. í síðustu
þingkosningum 1985 fékk flokk-
urinn 41% atkvæða sem gaf hon-
um 71 þingsæti. Síðustu skoðana-
kannanir sýna að Verkamanna-
flokkurinn fái rúmlega 30% at-
kvæða. í kosningunum á mánu-
daginn kemur.
(Síðar' hluti greinarinnar um
norska flokkakerfið verður birtur í
Alþýðublaðinu föstudaginn 8.
september n.k. Fjallað verður þá
um Miðflokkinn.Kristilega þjóðar-
flokkinn, Sósíalíska vinstriflokk-
inn, Framfaraflokkinn og komm-
únistaflokkana tvo.)
Ingólfur Margeirsson
skrifar
Gro Harlem Brundtland, formaður Norska verkamannaflokksins og Jan
P. Syse formaður Hægriflokksins: Hvorug geta myndað meirihlutastjórn
að loknum kosningum eftir helgi nema með þátttöku annarra flokka.